Fréttablaðið - 11.03.2006, Page 30

Fréttablaðið - 11.03.2006, Page 30
[ ] Ferðamenn sækja helst í tvo staði innan landamæra Kamb- ódíu. Þeir eru Morðakrarnir, þar sem Rauðu Kmerarnir frömdu mörg af verstu illvirkj- um sínum, og Angkor, sem er stærsta trúarlega minnismerki jarðar. Angkor var áður fyrr mannmörg borg þar sem flókið og fullkomið veitukerfi gerði íbúum kleift að rækta hrísgrjón í miklu magni. Í dag standa eftir fjölmörg hof hind- úa og búddatrúarmanna sem dreifð eru yfir rúmlega 100 fer- kílómetra svæði. Hofin voru byggð frá 8. öld og fram á 13. öld og geyma þau minningar siðmenn- ingar sem blómstraði á sama tíma og veldi víkinganna var sem víð- feðmast. Konungar kepptust við að reisa grafhýsi og minnismerki, sjálfum sér og guði til dýrðar. Svo dundu hörmungarnar yfir og borg- in hefur í gegnum tíðina orðið fyrir ómetanlegu tjóni vegna óbil- girni frumskógarins, skemmdar- verka erlendra herja og voða- verka Rauðu Kmerana. Siem Riep Það er tiltölulega auðvelt að ferð- ast til Kambódíu og Angkor. Hægt er að fljúga frá nágrannalöndun- um til annað hvort Phnom Penh eða Siem Riep. Frá flugvellinum í Siem Riep liggur beinn vegur til Angkor og meðfram honum hefur risið hvert glæsihótelið á fætur öðru. Öll eru þau full af Banda- ríkjamönnum, Japönum og Kóreu- búum sem komnir eru í stuttar lúxusferðir. Sé hins vegar farið inn í miðborg Siem Riep blasir raunveruleikinn við og auðséð að lífsbaráttan er hörð. Bílar eru ekki margir en þeim mun fleiri mótor- hjól og skellinöðrur. Bensínstöðv- ar eru á hverju horni, en þær bjóða upp á fjöldann allan af notuðum gos- og bjórflöskum fullum af bensíni. Á markaðnum er hægt að fá ávexti og krydd sem aldrei ber- ast norður í höf og sértu heppinn býðst þér að veiða engisprettur í húsasundi með götustrákum. Ef þú ert enn heppnari er þér boðið í mat þar sem aðalrétturinn er ein- mitt engispretturnar sem veiddar voru fyrr um daginn. Það er hlægilega ódýrt að lifa í Kambódíu. Ef þú átt nokkra doll- ara eru þér allir vegir færir. Þú getur leigt þér tuktuk (vélknúið þríhjól) með bílstjóra og haldið sem leið liggur til Angkor. Ferðin tekur um tuttugu mínútur og þá ertu kominn að fyrsta hliði borg- arinnar. Þriggja daga passi að Angkor kostar fimmtíu dollara. Kambódísk stjórnvöld hafa farið þá leið að leigja út rekstur, viðhald og endurbyggingu Angkor til jap- ansks einkafyrirtækis. Hvort þetta fyrirkomulag er hagsælt fyrir kambódísku þjóðina skal ósagt látið en það verður að viður- kennast að undirritaður setur spurningamerki við slíkt fyrir- komulag, sérstaklega þar sem sama leið var farin með morða- krana. Hvað er að sjá? Stærsta hofið og höfuðdjásn Ang- kor, sem sómir sér vel sem níunda undur veraldar, er Angkor Wat. Margir leggja leið sína þangað við sólarupprás, en svæðið er opnað klukkan fimm árla dags. Það er vissulega ólýsanlegt að sjá sólina rísa bak við hofið og brjóta sér leið gegnum laufþykknið í frum- skóginum allt í kring. Einn og einn api skýst út úr skóginum og inn í hann aftur en enginn hættir sér nær forviða ferðamönnum sem fylgjast með gegnum myndavéla- linsurnar. Eins og áður kom fram er Ang- kor gríðarstór. Best er því að leiga tuktuk allan daginn og leyfa bílstjóranum að blunda á meðan hofin eru skoðuð. Það tekur að minnsta kosti þrjá daga að skoða allar rústirnar en þeim tíma er vel varið vegna þess að engin tvö hofanna eru eins. Þegar menn þyrstir eða svengir er ávallt stutt í næsta veitingastað, sem í raun er lítið annað en skýli með borð- um og stólum hulið dúkum erlendra stórfyrirtækja. Allan liðlangan daginn er þér boðin hressing og minjagripir á einn dollara og ef þú skilur ekki ensku þarftu ekki að örvænta því ein- Frumskógurinn eirir engu. FRÉTTABLAÐIÐ/TRYGGVI Angkor Wat er gríðarlegt mannvirki. NORDIC PHOTO/GETTY IMAGES Á markaðnum í Siem Riep leggja allir sitt á vogarskálarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/TRYGGVI Borgin sem frumskógurinn gleypti Angkor er heilagur staður í augum búddamunka. NORDIC PHOTO/GETTY IMAGES Gönguskór geta komið sér vel í öllum ferðum innanlands. Til dæmis er mjög gott að taka gönguskóna með sér í sumarbústaðinn eða útileguna. Glæsilegar sérferðir Heimsferða í apríl, maí og júní (síðustu sætin) Kína 23. apríl - 7. maí Einstök upplifun á fallegum tíma – örfá sæti Shanghai – Peking - Stíflurnar miklu - Sigling um gljúfrin þrjú. Fararstjóri: Héðinn Björnsson Ítalska rivíeran 31. maí - 7. júní Rómantískasta svæði Ítalíu um hvítasunnuna. Fararstjóri: Una Sigurðardóttir Fjallaperlan Bled 17. - 24. maí. Fáir standast fegurðina í Slóveníu. Fararstjóri: Gunnhildur Gunnarsdóttir Austurríki – Ítalía (Sumar í Tírol) 22. júní - 5. júlí Hin sívinsæla ferð "Sumar í Tírol" með Feneyjum í kaupbæti. Fararstjóri: Gunnhildur Gunnarsdóttir Ævintýrasigling 14. apríl – 5. maí Miðjarðarhaf – Atlantshaf - Karíbahaf 19 daga páskaferð – aðeins 9 vinnudagar – örfá sæti Vorsigling um Miðjarðarhaf 17. – 31. maí Róm - Sikiley – Malta - Túnis – Líbýa Glæsisigling um Eyjahaf 7. - 21. júní Slóvenía – Ítalía – Grikkland – Króatía

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.