Fréttablaðið - 11.03.2006, Side 31

Fréttablaðið - 11.03.2006, Side 31
LAUGARDAGUR 11. mars 2006 3 Borgin sem frumskógurinn gleypti Angkor er heilagur staður í augum búddamunka. NORDIC PHOTO/GETTY IMAGES hvers staðar eru tvær telpur sem kunna að segja „viltu kaupa póst- kort á dollara“ á átta tungumál- um. Fyrirgefið, þau eru víst orðin níu því síðasta sumar bættist íslenska í safnið. Það síðasta sem hver ferða- langur í Angkor ætti að sjá er sól- arlagið séð frá toppi Sólarhofsins. Frumskógurinn teygir sig svo langt sem augað eygir og endar í ávölum hæðum sveipuðum mistri. Snarbrattur klettastiginn upp að hofinu, sem höggvinn var fyrir þúsund árum, er svo sannarlega ekki fyrir hvern sem er en það sem uppi bíður er erfiðisins virði. Jafnvel þó svo að það taki þrjár tilraunir að sjá sólina setjast. Sum- arfrí okkar Íslendinga ber nefni- lega upp á monsúntíma í Suður- Asíu, sem er ekki besti tíminn til sóldýrkunar. Svæðinu er lokað klukkan sex síðdegis og þá er tilvalið að halda inn í Siem Riep og gæða sér á kambódískum mat. Einhverra hluta vegna fá fæstir ferðamenn sama matseðil og innfæddir. Hann er á ensku, verðið er í dollurum í stað rheela (sem er innlendi gjald- miðillinn) og maturinn mildari. Mörg veitingahúsanna skarta fögrum skiltum þar sem því er lofað að á þessum veitingahúsum sé ekki framreitt rottu-, hunda- eða kattakjöt. Ferðalok Kambódía er land sem enn er í sárum eftir borgarastyrjöld. Fyrir einungis 25 árum var Kambódíu stjórnað af Rauðu Kmerunum sem miskunnarlaust börðu niður alla mótspyrnu og myrtu á aðra millj- ón samlanda sinna. Þó svo að sárin risti djúpt og örin séu varanleg ríkir bjartsýni og trú á betri tíma hjá þjóðinni. Fyrir okkur sem leitum að ævintýrum og viljum komast frá neyslumenningunni er Kambódía kjörinn kostur. En ekki bíða með það of lengi. Hætt er við að vegna aukins ferðamannastraums og gróðahyggju hverfi friðsæld og töfrar Angkor og verði lítið annað en minningar og myndir í albúm- um áræðinna ferðalanga. tryggvi@frettabladid.is Vetraríþróttir eru vinsælar á meðal spennufíkla. Að þjóta niður brekkurnar með vind- inn í eyrunum og púðrið undir fótunum getur verið mjög spennandi. Lúxusskíðastaðir eiga auknu fylgi að fagna. MSNBC-sjónvarps- stöðin gerði á síðasta ári lista yfir tíu dýrustu skíðasvæði heims. Þar má meðal annars finna skíðasvæðið í Aspen í Bandaríkj- unum þar sem einungis meðlimir geta notið skíðabrekknanna. Á þessum stöðum er lúxusinn alls- ráðandi og ætlast er til þess að meðlimir eigi fyrir salti í grautinn. Þeir sem vilja tilheyra þessum lúxusklúbbum þurfa að greiða á milli 1,2 til 60 milljónir króna í árgjöld og geta þess í stað notið alls hins góða sem vetraríþróttir hafa upp á að bjóða. Í gjöldunum er innifalin þjónusta bryta allan sólarhringinn og barnapössun. Í brekkunum eru svo þjónar sem aðstoða skíðamennina með hvað- eina sem þá vanhagar um, hvort sem það er aðstoð við að renna upp snjógallanum eða að hella upp á heitt kakó. Gististaðirnir eru þeir glæsi- legustu sem völ er á og fjöldi hágæðaveitingastaða er að finna í kringum fjöllin. Við skíðasvæðið í Aspen er átján holu einkagolfvöll- ur þar sem meðlimir geta spilað á milli þess sem þeir renna sér í brekkunum og láta nudda sig í heilsulindunum. Þeir sem vilja lúxus en eru ekki tilbúnir til þess að gerast meðlim- ir geta leitað í aðrar brekkur. Cha- let du Mont D‘Arbois skíðahótelið í Megève í Frakklandi er eitt dýr- asta hótel í Evrópu. Í íbúðum hót- elsins eru arinn, leðurklæddir hægindastólar og aðgangur að gufubaði og sundlaugum. Allt þetta kostar 140.000 krónur fyrir hverja nótt og gerir hótelið þær kröfur að gestir gisti í þrjár nætur í það minnsta. Það er aðeins byrj- unin, því þá er ótalinn reikningur- inn fyrir allar glæsimáltíðirnar og skemmtunina sem gestir borga sérstaklega fyrir. Margar frábær- ar skíðaferðir eru í boði fyrir meðalmanninn en þeir sem vilja eitthvað alveg sérstakt og geta leyft sér það skella sér í þessar lúxus ferðir. Leiksvæði hinna efnuðu Chalet du Mont D‘Arbois skíðahótelið í Megève í Frakklandi er eitt dýrasta hótel í Evrópu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.