Fréttablaðið - 11.03.2006, Qupperneq 40
■■■■ { vor í lofti } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4
Ljós og skuggar, svart og hvítt.
Það er óhætt að segja að stofan
hennar Eddu Kristínar Hauksdótt-
ur sé ein sú eftirminnilegasta sem
blaðamaður hef komið inn í. Það
er hvorki vegna íburðar né dýrra
húsgagna. Þvert á móti. Sniðug-
ar lausnir og sérstakt litaval gera
stofuna að því sem hún er, einstakri
stofu sem gleymist seint.
Upphaf svart/hvíta þemasins má
rekja til þess þegar Edda féll algjör-
lega fyrir svörtum blúnduvængj-
um frá Lauru Ashley á sýningunni
Hús & Híbýli. „Mér fannst þær bara
afskaplega flottar og mig langaði
svo að hafa þær inn í stofu hjá mér,“
segir Edda. „Málið var hins vegar að
þær koma í stöðluðum stærðum, 240
cm löngum, en lofthæðin í stofunni
hjá mér er 280 cm svo þær voru allt
of stuttar,“ segir Edda.
Þar sem vængirnir sátu í Eddu
og hún var ekki tilbúin að játa sig
sigraða verslaði hún sér siffon og
saumaði svartar gardínur sjálf. „Það
er hrikalega erfitt að sauma í siffon
þannig að ég sat sveitt yfir þessu
heillengi. Svo þegar ég var búin þá
hugsaði ég með mér að þetta væri
eitthvað skrítið, svartar stofugard-
ínur.“ segir Edda og hlær.
Loksins hafði efinn sigur og Edda
þorði ekki að setja upp gardínurn-
ar. Eftir að hafa safnað í sig kjarki
í heila viku lét hún hins vegar slag
standa og upp fóru gardínurnar og
hafa ekki komið niður síðan. „Þegar
ég sá hvernig þær komu út kláraði
ég að sauma á alla gluggana í stof-
unni og nú eru allir gluggar svartir,“
segir Edda.
Edda flutti inn í íbúðina ásamt
syni sínum fyrir rúmu ári. Hún átti
engar myndir til að hengja á stofu-
veggina svo hún fékk vin sonar
síns, hann Hafstein Júlíusson, til
að mála tvær myndir sem nú eiga
heiðurssess í stofunni.
Nýjasta innleggið í stofuna er
svartir myndarammar. „Ég er svo
hrifin af þessu svart/hvíta að núna
er ég nýbúin að skipta út öllum
römmum hjá mér fyrir venjulega
tréramma sem ég mála svarta,“
segir Edda. Sú breyting kemur vel
út enda smellpassa þeir við svartar
hillur og gluggatjöld.
Eddu hefur tekist vel til að gera
stofuna stílhreina og notalega. Lit-
irnir í listaverkunum og blómunum
kallast vel á við svört/hvít húsgögn-
in og saman mynda þau klassíska
og tímalausa fegurð.
Svart og hvítt
Stofan hennar Eddu er ein af sárafáum stofum landsins
með svörtum gardínum.
Myndin á gluggaveggnum
er önnur myndin sem Haf-
steinn málaði fyrir Eddu.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Það er ekki hægt að segja annað en að
gluggatjöldin svörtu komi mjög vel út.
Skemmtilegt skraut lífgar upp á glugga-
kistur.
Leikur ljóss og skugga.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐAEdda hefur nýlokið við að
mála myndarammana í
stofunni svarta.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Falleg lýsing getur verið mjög
áhrifarík og skapað skemmtilega
stemningu á heimilum. Stand-
lampar eru mjög þægilegir að því
leyti að þeim er hægt að koma
alls staðar fyrir. Stórir standlamp-
ar geta staðið einir og sér eða við
sófa og litlum standlömpum má
auðveldlega koma fyrir á borðum
hingað og þangað. Möguleikarnir
eru endalausir og úrvalið er mikið.
Allir ættu að geta fundið einhverja
lampa við sitt hæfi til þess að lífga
upp á heimilið.
Standlampastand
Skemmtilegir lampar geta gert mikið fyrir heimilið.
Lampi frá Exo. 19.900 kr.Lampi frá Unika.
14.900 kr.
Lampi frá Epal.
69.700 kr.
Lampi frá Local. 29.900 kr.
Lampi frá Local.
21.000 kr.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Lampi frá Epal.
65.200 kr.
Lampi frá Exo. 54.900 kr.