Fréttablaðið - 11.03.2006, Síða 80
Dagný byrjaði ung að renna sér á skíðum en þrátt fyrir það hafði hún ekki mjög
gaman af íþróttinni til að byrja
með. „Mamma mín setti skíðin
fyrst á mig þegar ég var þriggja
ára en ég hafði ekkert sérstaklega
gaman af skíðum til að byrja með.
Ég byrjaði að æfa skíði þegar ég
var átta ára og þá var ég bara að
elta vinkonur mínar en ég var líka
að æfa fimleika, fótbolta og svo
prófaði ég líka handbolta og djass-
ballett,“ sagði Dagný.
„Þegar ég var þrettán ára byrj-
aði svo skíðamennskan fyrir
alvöru. Þá urðu skíðin bara númer
eitt, tvö og þrjú og ég æfði af
krafti, bæði í fjallinu og lyftinga-
salnum,“ sagði hin 25 ára gamla
Dagný, sem var ekkert farin að
leiða hugann að atvinnumennsku á
skíðum.
„Ég pældi ekkert í atvinnu-
mennskunni en ég sleppti aldrei
úr æfingu og hafði og hef rosalegt
keppnisskap. Ég var reyndar ekk-
ert góð á skíðum þegar ég var
yngri og bar ekkert sérstaklega
af. Þegar ég fór að leggja meiri
áherslu fór auðvitað að ganga
betur,“ sagði Dagný, sem stóð í
marki í fótbolta þangað til hún var
komin á unglingsaldur.
Frá í tuttugu mánuði
Hlíðarfjall á Akureyri varð síðan
annað heimili Dagnýjar en þegar
hún varð sautján ára gömul fór
hún til Noregs í skíðamenntaskóla
þar sem hún dvaldi í þrjú ár í
bænum Geilo. „Þar kláraði ég
menntaskólann en þar var samein-
aður skóli og skíði. Ég kláraði skól-
ann um vorið 2000 en eftir það fór
ég að æfa með hinum ýmsu liðum.
Fyrsta árið æfði ég með ástralska
landsliðinu, svo með Evrópubikar-
liðinu frá Liechtenstein, þá Norð-
mönnum og síðan Svíum en það er
það langbesta sem ég hef lent í. Ég
tók mjög miklum framförum þar
og hafði aldrei skíðað eins vel,“
sagði Dagný, sem lenti síðan í mar-
tröð í janúarmánuði árið 2004.
„Ég var að hita upp fyrir heims-
bikarmót. Ég var að koma úr
æfingabrekkunni og að stoppa
þegar ég sleit krossbandið í hnénu,
skemmdi báða liðþófana og togn-
aði illa á báðum liðböndunum. Ég
hélt fyrst að þetta yrðu um það bil
tvær vikur í pásu en þær urðu að
tuttugu mánuðum,“ sagði Dagný,
sem var ekki langt frá því að
leggja skíðin á hilluna fyrir vikið.
„Ef ég hefði vitað að það tæki mig
tuttugu mánuði hefði ég ekki hald-
ið áfram. Ég vildi samt sem áður
ekki sitja með hugsunina aftur í
hausnum að hætta ef ég gerði ekki
allt til að ná mér aftur, það gat ég
ekki gert,“ sagði Dagný, sem fór í
þrjár aðgerðir til að vinna bug á
meiðslunum.
„Þetta var rosalega erfitt. Ég
var alltaf með verk í hnénu eftir
fyrstu tvær aðgerðirnar og það
tók mig óvenjulangan tíma að
jafna mig. Síðan kom í ljós að
bandvefsmyndum hafði verið
óvenjumikil og það þurfti að laga
og því fór ég í þriðju aðgerðina.
Eftir það tók við endurhæfing
sem var langt frá því að vera auð-
veld,“ sagði Dagný, sem prófaði
fyrst að skíða aftur í maí 2005,
sautján mánuðum eftir slysið.
Dagný skíðaði sig í gegnum mik-
inn sársauka en keppnisskapið
fleytti henni áfram. Smám saman
safnaði hún fyrri styrk og að
lokum hvarf sársaukinn endan-
lega. Í desember var hún svo aftur
komin á fulla ferð, tuttugu mánuð-
um eftir slysið.
Mjög strangar æfingar
Dagný æfir gríðarlega mikið í dag
en líf hennar er ekki alltaf dans á
rósum. „Maður býr bara á hótel-
um með ferðatösku nánast allt
árið. Það er erfitt að vera fjarri
fjölskyldu og vinum en að sama
skapi er þetta rosalega gaman. Ég
er búin að sjá alla Evrópu og mér
finnst ekkert mál að skreppa til
Evrópu, ég er orðin vön ferðalög-
unum. Maður kynnist líka svo
mörgu góðu fólki sem er stór hluti
af skemmtuninni, en það er alltaf
gaman að koma heim,“ sagði
Dagný, sem æfir allan ársins hring
en skíðakeppnistímabilið varir frá
nóvember og fram í apríl.
„Á haustin þegar maður æfir á
jökli vaknar maður um sex, tekur
lyftuna upp í fjall klukkan sjö,
er komin þangað átta og skíðar til
tólf og er komin eftir hádegi niður
á hótel. Þá tekur maður smá pásu
fyrir góða þrekæfingu sem varir
kannski í tvo tíma áður en maður
slappar af fyrir næsta dag. Á
keppnistímabilinu er þetta svip-
að,“ sagði Dagný. „Eftir tímabilið
tek ég um það bil mánuð í rólegar
æfingar sem ég kalla pásu. Í maí,
júní og júlí lyftir maður mikið auk
þess að hjóla og hlaupa mikið.
Undir lok sumars reynir maður
svo að fara upp á jökul en svo
þegar vetra tekur færir maður sig
niður í fjöllin,“ sagði Dagný og
kláraði þar með að lýsa árshringn-
um í lífi sínu.
Dagný æfir mikið en Austur-
ríki, Sviss og Ítalía eru hennar
aðalæfingasvæði. „Maður er bara
á þvælingi eftir því hvar eru
bestu aðstæðurnar og hvar næsta
mót er. Maður þarf að spila þetta
svolítið eftir hendinni,“ sagði
Dagný, sem hefur keppt á 28
mótum á þessu tímabili sem enn
er ekki búið. Dagný hefur bætt
sig gríðarlega mikið og frábær
árangur hennar á Ólympíuleikun-
um í Tórínó setti hana á enn hærri
stall. Dagný er í 115. sæti í bruni
á FIS-heimslistanum en var í sæti
númer 162 fyrir ÓL. Brun er
hennar aðalgrein en hún hefur þó
verið hærra á listanum, komst í
96. sæti áður en hún meiddist.
Dagný stórbætti sig einnig í risa-
svigi en þar fór hún úr sæti 296 í
185 eftir ÓL.
Mikill kostnaður
Að stunda skíði er mjög dýrt en
Dagný er þakklát fyrir þann mikla
stuðning sem hún hefur fengið.
„Það er gott að hafa þennan ómet-
anlega stuðning á bak við mig. Þetta
tímabil hjá mér núna kostar sex
milljónir en ég fæ styrk frá Skíða-
sambandinu, KEA, Visa-Europe og
Bónus auk þess sem Akureyrarbær
hefur látið mig fá 50 þúsund krónur
á mánuði í tvö ár. Þeir tilkynntu
mér það þegar ég kom heim frá ÓL
að þessi samningur yrði framlengd-
ur en það sem vantar upp á hefur
komið úr vasanum hjá pabba. Ég
væri ekki þar sem ég er í dag ef ég
hefði ekki mömmu og pabba til að
styðja við mig,“ sagði Dagný en
engin peningaverðlaun eru gefin í
skíðaíþróttinni nema þá fyrir efstu
sætin.
Þrátt fyrir að hugsa um skíði
allt árið gerir Dagný hvað hún
getur til að slappa af með vinum
og fjölskyldu þegar færi gefst til.
„Ég reyni á sumrin að gera eitt-
hvað annað en hugsa bara um
skíðin, kærastinn minn er með
hesta og hefur dregið mig aðeins
út í hestamennskuna. Ég hef mjög
gaman af því og þetta hjálpaði
mér líka að dreifa huganum þegar
ég var meidd. Svo er auðvitað bara
gaman að hitta vini og fjölskyldu,
ég er lítið heima þannig að maður
nýtir þann tíma sem maður hefur,“
sagði Dagný.
Setur markið á toppinn
Dagný setur markið hátt en næsta
skref hjá henni er að finna sér lið
til að æfa með og það stefnir hún á
að gera strax eftir tímabilið. Þjálf-
ari hennar núna heitir Dejan Polj-
ansek og er frá Slóveníu en hana
dreymir helst um að komast aftur
til Svíþjóðar. „Það væri draumur-
inn að komast aftur þangað en það
verður mjög erfitt enda er ekki
mikil þörf fyrir skíðakonur þar.
Ég þekki allt þar, tala tungumálið,
þekki stelpurnar, þjálfarana og
æfingakerfið og því liggur það
beinast við en það er ekki á allt
kosið í þessu frekar en öðru,“
sagði Dagný.
„Ég vona auðvitað að ég komist
ofar og ég hef trú á því. Ég hef
alltaf stefnt á toppinn en þegar ég
var að æfa með Svíunum sá ég
hann í fyrsta skipti og gerði mér
grein fyrir því að hann er ekki
ýkja langt í burtu. Ég ætla mér að
komast þangað aftur, það er mitt
markmið. Ég væri ekki að berjast
í þessu ef ég ætlaði mér ekki að
gera þetta af heilum hug og ég hef
alltaf ætlað mér alla leið. Ég ætla
mér á toppinn og ég get alveg
komist þangað eins og aðrir en ég
vona að fólk verði tilbúið að
styrkja mig áfram og ég held að
það gangi eftir,“ sagði Dagný
Linda að lokum. ■
SUNNUDAGSVIÐTALIÐ DAGNÝ LINDA KRISTJÁNSDÓTTIR
Á FULLRI FERÐ Á TOPPINN
GOTT RÁÐ Dagný þiggur hér gott ráð frá
Anders Pärson, föður Önju Pärson.
Á FULLRI FERÐ Dagný er hér á fullri ferð
á Ólympíuleikunum í Tórínó Þar náði hún
frábærum árangri.
BRAUTARSKOÐUN Skíði er nákvæmisíþrótt,
hér skoðar Dagný brautina í Tórínó.
MIKLAR ÆFINGAR Dagný æfir allan ársins
hring og fær sjaldan frí til að slappa af.
DAGNÝ LINDA KRISTJÁNSDÓTTIR Er mjög
þakklát öllum sem hafa stutt hana.
Dagný Linda Kristjánsdóttir sló í gegn á Ólympíu-
leikunum í Tórínó, þar sem hún náði einum besta
árangri sem íslenskur skíðamaður hefur náð á
leikunum. Hjalti Þór Hreinsson ræddi við Dagnýju
um fyrstu skíðaferðirnar, gríðarlega erfið meiðsli
og háleit markmið framtíðarinnar.
DAGNÝ LINDA Hefur trú á því að hún
komist alla leið á toppinn.
MYND/GUÐMUNDUR JAKOBSSON