Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.03.2006, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 11.03.2006, Qupperneq 82
50 11. mars 2006 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is *Innifalið er flug og gisting í Barcelona 3 nætur og að sjálfsögðu miðar á leikinn. Kauptu miða á netinu eða á næsta sölustað fyrir kl. 14 á laugardag – aðeins 10 krónur röðin og mundu að geyma miðann! Nafn vinningshafa eða raðnúmer á sölukvittun verður birt á 1x2.is Tippaðu á enska boltann um helgina og þú gætir unnið ferð fyrir tvo á leik Barcelona og Real Madrid 2. apríl nk. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Markmanninum knáa Fjalari Þor- geirssyni gengur illa að losa sig frá 1. deildarfélaginu Þrótti en hann hefur mikinn hug á því að ganga til liðs við Fylki. Árbæjarliðið hefur rætt við Fjalar og Þrótt um að markmaðurinn gangi til liðs við Fylki en Þróttarar vilja ómögu- lega sleppa hendinni af honum. „Við viljum að hann skrifi undir framlengingu á samningi sínum, geri hann það erum við tilbúnir að lána hann í eitt ár. Við gerum okkur grein fyrir því að þegar við erum komnir upp eftir ár, og þurfum að fara að manna liðið okkar sem úrvalsdeildarfélag, þurfum við á manni eins og Fjalari að halda,“ sagði Kristinn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar, í gær. „Eins og ástandið er í félaginu í dag hef ég engan áhuga á því að framlengja samning minn við Þrótt,“ sagði Fjalar við Fréttablaðið en hann hefur neitað nýjum samningi sem Þróttarar buðu honum. „Við erum búnir að vera að ræða við Fylki en málið er ekki klárað vegna þess að við viljum helst að hann verði einungis lánaður, en við höfum ekki fengið því framgengt. Við erum búnir að bjóða Fylki að fá Fjalar lánaðan. Það kemur alveg til greina að selja hann en fram að þessu höfum við ekki fengið það sem við viljum. Ég tel hagsmunum Þróttar best borgið með því að hann skrifi undir nýjan samning og Fylkir fái hann að láni,“ sagði Kristinn og bætti við að félagið vildi alls ekki missa Fjalar, sem Þróttur metur mjög mikið, en eins og Fjalar sagði vill hann ekki framlengja samning sinn við liðið sem rennur út í haust. Engar viðræður við Fylki eru í gangi eins og staðan er í dag en bæði Kristinn og Hörður Antonsson, formaður knatt- spyrnudeildar Fylkis, staðfestu það í gær. „Viðræðurnar við Fylki munu halda áfram. Einhvers staðar finnst lending í málinu,“ sagði Kristinn að lokum. FJALAR ÞORGEIRSSON MARKMAÐUR ÞRÓTTAR: VILL FARA TIL FYLKIS Pattstaða á milli Fjalars og Þróttar Prúttið við Valsstelpur Meistaraflokkur kvenna í fótbolta hjá Val verður með flóamarkað í Kolaportinu á sunnudag á milli 11 og 17. Stelpurnar munu meðal annars selja föt, skó og spilastokka en þær eru að safna sér fyrir ferð til La Manga. FÓTBOLTI Kvennaráð knattspyrnu- deildar ÍBV hefur sent frá sér til- kynningu þar sem fram kemur að félagið sé í viðræðum við Selfoss varðandi samstarf í meistara- flokki kvenna. Í tilkynningunni kemur fram að félagið sé tilbúið að semja við fjölda útlendinga en athygli vekur að „Eyjastelpurnar“ gengu á bak orða sinna, samkvæmt kvennaráð- inu, um að spila með. 2. flokkur félagsins er mjög þunnskipaður og eru líklega þrjú ár í að ÍBV geti teflt fram frambærilegum meist- araflokki með heimastelpum. Rætt hefur verið um að leggja meistaraflokkinn niður á meðan en það hugnast ráðinu ekki og því var ákveðið að athuga með sam- starf við Selfoss. - hbg Illa gengur að manna kvennalið ÍBV: Spilar lið ÍBV/Selfoss í Landsbankadeildinni? EYJASTÚLKUR Eru í vandræðum með að ná í lið og svo gæti farið að þær og Selfoss verði með sameiginlegt lið. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MARS 8 9 10 11 12 13 14 Laugardagur ■ ■ LEIKIR  14.00 Fylkir og ÍBV mætast í DHL- deild karla í handbolta í Árbænum.  14.00 Valur og LC Bruhl mætast í Evrópukeppni kvenna í handbolta í Laugardalshöllinni.  14.00 KA/Þór og ÍBV mætast í DHL-deild kvenna í handbolta á Akureyri.  16.15 Afturelding og Valur mæt- ast í DHL-deild karla í handbolta á Varmá.  16.15 Vík/Fjö og Þór Ak. mætast í DHL-deild karla í handbolta í Víkinni.  16.15 Stjarnan og Haukar mætast í DHL-deild kvenna í handbolta í Garðabænum.  16.15 Víkingur og Fram mætast í DHL-deild kvenna í handbolta í Víkinni. ■ ■ SJÓNVARP  10.50 Formúla 1 á Rúv. Bein útsending frá tímatökunni fyrir kapp- aksturinn í Barein.  13.05 HM í frjálsum innanhúss á Rúv. Bein útsending frá Moskvu.  12.40 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Chelsea og Tottenham.  14.50 Á vellinum á Enska boltan- um. Upphitun fyrir leiki dagsins.  15.00 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Everton og Fulham.  17.15 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Blackburn og Aston Villa.  20.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Valencia og Real Madrid.  22.50 A1 Grand Prix á Sýn. FÓTBOLTI Það verður tilfinninga- þrungin stund þegar Patrick Vieira snýr aftur á Highbury í átta liða úrslitum Meistaradeildarinn- ar þegar Arsenal og Juventus leiða saman hesta sína. „Stundum koma örlögin á óvart. Auðvitað verða þetta sérstakir leikir fyrir mig en ég mun bara einbeita mér að því að vinna leik- inn,“ sagði franski miðjumaðurinn sem fór frá Arsenal til Juventus síðasta sumar. ÁTTA LIÐA ÚRSLITIN ARSENAL-JUVENTUS BARCELONA-BENFICA AC MILAN-LYON INTER MILAN EÐA AJAX-VILLAREAL UNDANÚRSLITIN: ARSENAL-JUVENTUS-INTER/AJAX-VILLAREAL BARCELONA-BENFICA-AC MILAN-LYON Meistaradeildin: Vieira snýr aft- ur á Highbury > Björn rak lestina Björn Margeirsson, hlaupari úr ÍR, rak lestina í sínum undanriðli á Heims- meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Moskvu um helgina. Björn hljóp á tímanum 3:49,22 og var síðastur í sínum riðli þar sem sjö menn hlupu en tveir komust í úrslitin. Björn hefur þar með lokið keppni á mótinu en hann á best 3:47,84 en 3:48,00 á þessu ári. Björn hafnaði samtals í 21 sæti af 23 á þessu sterka móti en hann var eini Íslendingurinn sem keppti í Moskvu. Þórey Edda Elísdótt- ir náði lágmarkinu fyrir mótið í stangar- stökki en gat ekki tekið þátt þar sem hún á við erfið meiðsli á öxl að stríða. Það var ví stutt gamanið fyrir íslend- inga í Moskvu. HANDBOLTI Gestirnir frá Sviss áttu ekki roð í sterkar Valsstúlkur til að byrja með sem spiluðu frábæra 3-3 framliggjandi vörn sem kom Bruhl í opna skjöldu. Berglind Íris Hansdóttir lokaði markinu í fyrri hálfleik og varði fimmtán skot en gestirnir skoruðu aðeins sjö mörk í fyrri hálfleik gegn þrettán mörk- um Valsstúlkna. Í síðari hálfleik misstu Vals- stúlkur dampinn og urðu kæru- lausar í sókninni. Alltof mörg mis- tök í sókninni urðu til þess að Bruhl minnkaði forskotið jafnt og þétt og komst inn í leikinn. Bruhl minnkaði muninn í tvö mörk áður en Valsstúlkur tóku við sér og náðu aftur upp fjögurra marka forskoti sem þær héldu svo til enda. Ágústa Edda Björnsdóttir var markahæst í liði Vals en hún skor- aðu sjö mörk og átti stórgóðan leik. Drífa Skúladóttir skoraði fimm og Alla Georgijsdóttir fjög- ur en Berglind Íris Hansdóttir var þó best í Valsliðinu en hún varði 25 skot í markinu og hélt Valsliðinu á floti á tímum. „Ég er hundóánægður með að vinna ekki stærra en þetta. Við erum með sterkara lið en köstuð- um þessu frá okkur. Í staðinn fyrir að bæta við í seinni hálfleiknum þá slökum við alltof mikið á og gerum of mikið af mistökum. Þau geta orðið dýrkeypt,“ sagði Ágúst Jóhannsson eftir leikinn. „Þegar við urðum fyrir mótlæti og þær fóru að taka Öllu úr umferð þá urðum við pínu ragar og óör- uggar, eitthvað sem á ekki að ger- ast þar sem við erum með sterkt lið í þeirri stöðu og margar stelpur sem eru góðar maður á móti manni. Því miður kom bakslag í þetta en við eigum að klára verk- efnið á morgun. Það verður erfitt en við ætlum okkur að sjálfsögðu áfram,“ sagði Ágúst að lokum. Síðari leikur liðanna fer svo fram í Laugardalshöll í dag klukkan 14. - hþh Við eigum að klára þetta verkefni Valsstúlkur fóru með 25-21 sigur af hólmi gegn svissneska liðinu LC Bruhl í EHF-Áskorendakeppni Evrópu í gær. Aðeins klaufaskapur Valsstúlkna varð til þess að sigurinn varð ekki stærri en raun bar vitni í lokin. VALSSTÚLKUR Voru óheppnar að missa niður gott forskot sem þær náðu í fyrri hálfleik. Þær eru samt sem áður í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem verður í dag klukkan 14. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.