Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.03.2006, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 11.03.2006, Qupperneq 86
 11. mars 2006 LAUGARDAGUR56 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 NÚNA BÚIÐ HRÓSIÐ ...fær Birgir Hilmarsson, söngvari og gítarleikari Ampop, fyrir að gefa loksins út sólóplötu. Birta og Bárður hafa verið umsjón- armenn Stundarinnar okkar í fjög- ur ár en nú finnst þeim þetta vera komið gott í bili og eru þau því hætt á RÚV. Persónurnar sjálfar lifa í hjörtum og minningum fjölda barna líkt og umsjónarmenn Stund- arinnar hafa gert en þeir hafa verið æði skrautlegar og skemmtilegar persónur, allt frá Bryndísi Schram til Gunna og Felix. Þóra Sigurðar- dóttir og Jóhann G. Jóhannsson standa því á ákveðnum tímamótum og horfa um öxl á skemmtilegt tímabil í sínu lífi. Þau voru þó spennt fyrir nýjum tímum þegar Fréttablaðið náði tali af þeim. Þóra og Jóhann vildu ekki meina að Birta og Bárður væru horfin fyrir fullt og allt. Þau hefðu bara sagt starfi sínu lausu en per- sónurnar ættu sér framhaldslíf. „Þetta er gert í góðu og í raun með- vituð ákvörðun. Við ákváðum að eftir fjögur ár væri þetta hrein- lega komið gott,“ segir hún og Jóhann tók undir það með henni, hætta beri leik þá er hæst standi. „Við höfum verið á fullu að gera sömu hlutina og þetta hefur verið ákaflega lærdómsríkt. Starfið er krefjandi og skapandi en nú þurf- um við að gera eitthvað nýtt,“ segir hann. Þá telja þau ekki að tímabært hafi verið fyrir börnin að sjá eitthvað nýtt. „Þetta er eina íslenska barnaefnið og því þarf að vanda það,“ segir Jóhann. „Það má því segja að við gerum þetta ekki síst af tillitssemi við börnin,“ bætir Þóra við og hlær. „Sumir eiga eftir að gráta, aðrir fagna og einhverjum verður eflaust alveg sama,“ skýtur Jóhann inn. Þóra hefur komið víða við að undanförnu og segist hafa mikinn áhuga á að starfa við eitthvað skapandi en framtíðin sé engu að síður óráðin. Jóhann tók þátt í gerð myndarinnar Flags of our Fathers sem Clint Eastwood tók upp hér á landi en sagðist þó ekki vita hvert hugurinn stefndi. „Kannski fer ég að skrifa eða sný mér aftur að leik- húsinu,“ segir hann. Bæði eru þó sammála um að þau séu með mik- inn fiðring í maganum. „Þetta var skemmtilegt og krefjandi starf en því er nú lokið,“ segir Þóra. freyrgigja@frettabladid.is BIRTA OG BÁRÐUR: HÆTT MEÐ STUNDINA OKKAR Tillitssemi við börnin BIRTA OG BÁRÐUR Fjögur ár eru liðin síðan vinirnir birtust fyrst á skjánum en nú eru þau hætt og ætla leikararnir að snúa sér að einhverju öðru. LÁRÉTT: 2 skraut 6 bardagi 8 grastegund 9 hrökk við 11 tveir eins 12 fall 14 glóra 16 einnig 17 hækkar 18 óðagot 20 ónefndur 21 traðkaði. LÓÐRÉTT: 1 plat 3 hæð 4 matarlím 5 kraftur 7 trúr 10 fiskur 13 skír 15 ána 16 margsinnis 19 eldsneyti. LAUSN: Sykruð freyðivín. Ekki kaupa jarðarberjalitað gutl í flösku. Not kúl. Karlmenn með litað hár. Hvað eigum við að segja þetta oft? Bling. Nú er um að gera að vera klassískur og naum- hyggjulegur. Kampavín með ferskum jarð- arberjum. Settu nokkra jarðar- berjahelminga í glas og fylltu það svo af Veuve Cliquot. Húðlitur. Kemur sterkur inn í sumar og er fallegur við svart. Sniglar. Lostæti í for- rétt með fullt, fullt af hvítlaukssmjöri. LÁRÉTT: 2 fága, 6 at, 8 sef, 9 brá, 11 ll, 12 bylta, 14 glæta, 16 og, 17 rís, 18 fum, 20 nn, 21 tróð. LÓÐRÉTT: 1 gabb, 3 ás, 4 gelatín, 5 afl, 7 tryggur, 10 áll, 13 tær, 15 asna, 16 oft, 19 mó. Klukkan ellefu á sunnudagsmorg- un hefur göngu sína nýr þáttur á fréttastöðinni NFS í stjórn Höllu Gunnarsdóttur og nefnist hann Þetta fólk. Halla tekur eitt land fyrir í hverjum þætti og skoðar það ofan í þaula. Gestir hennar koma úr öllum áttum þjóðfélagsins og deila með áhorfendum reynslu sinni. „Þetta er fólk sem hefur skrifað rit- gerðir um viðkomandi land, ferðast um það eða er þaðan,“ útskýrir hún. Löndin eru af öllum stærðum og gerðum en eiga það flest sameigin- legt að vera okkur hulinn heimur en sérstök áhersla verður lögð á svokölluð þriðja heims ríki. Halla stundar nú meistaranám í Alþjóða- samskiptum við Háskóla Íslands auk þess sem hún sinnir verkefn- um fyrir Morgunblaðið og má því segja að hún hafi í nógu að snúast. Nafnið á þættinum vísar til ákveð- innar orðræðu sem okkur er tamt að nota þegar rætt er um framandi slóðir. „Mannfólkið á það til að flokka þjóðir í ákveðna hópa, sem í sjálfu sér er allt í lagi, en það má aldrei stýra framkomunni við aðra,“ segir hún. Halla er mikil flökkukind þó hún vilji sjálf gera lítið úr eigin ferða- lögum en viðurkennir að áhugi á öðrum löndum hafi lengi verið til staðar „Mér þykir hjákátlegt að segjast hafa ferðast mikið. Þeim mun meira sem ég sé af heiminum því minna finnst mér ég hafa séð af honum,“ útskýrir Halla og tekur sem dæmi lítið ferðalag sem hún fór í til Malí í janúar. „Úr fjarlægð virkar Afríka á marga sem mjög einsleit heimsálfa en þetta eru í kringum fimmtíu lönd sem hvert og eitt hefur sína fjölbreyttu menn- ingu,“ segir hún. Halla telur þó mikilvægustu uppgötvunina vera þá hvað við eigum mikið sameigin- legt. „Vinkona mín í Íran og ég erum aldar upp við mismunandi aðstæður en erum þrátt fyrir það ekki svo ólíkar.“ - fgg Flökkukind með eigin þátt HALLA GUNNARSDÓTTIR Nýr þáttur hefur göngu sína á NFS sem Halla stýrir en þar verða kynnt lönd sem eru okkur framandi. FRÉTTABLAÐIÐ / E.ÓL FRÉTTIR AF FÓLKI Egill Gilzenegger hefur vakið umtalsverða athygli með bók sinni Biblía fallega fólksins en í henni birtir hann ítarlegar leiðbeiningar um hvernig meðaljóninn getur breytt sér úr leppalúða í glæsilegan „hnakka“. Gagn- rýnendur hafa alveg haldið vatni yfir bókinni og finna henni flest til foráttu. Aðdáendur Gilz virðast þó láta þær pred- ikanir sem vind um eyru þjóta þar sem bókin er komin í áttunda sæti yfir mest seldu bækurnar í verslunum Pennans, Eymundssonar og Máls og menningar. Þá er bókin í 6. sæti á lista handbóka, fræðirita og ævisagna. Gilzenegger er því til alls líklegur á bókamarkaðnum en ef bókin heldur áfram að klifra upp sölulista má gera fast- lega ráð fyrir að ljósabrún- um, vöðva- stæltum og ljósstrípuðum karlmönnum muni fjölga verulega á næstunni. Það var heldur betur handagangur í öskjunni þegar Borgarleikhúsið opn- aði fyrir miðasölu á leikritið Fullkomið brúðkaup. Yfir fjögur þúsund miðar seldust á örskömmum tíma og voru lætin það mikil að símkerfi miðasölunn- ar hrundi. Það merkilega er að sýningin fer ekki á fjalirnar fyrr en eftir einn og hálfan mánuð og því ljóst að Leikfélag Akureyrar á eftir að slá í gegn á mölinni. Verkið hefur fengið frábæra dóma en þau Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Maríanna Clara Lúthers- dóttir, Esther Thalia Casey og Þráinn Karlsson þykja fara á kostum í þessu verki Robins Hawdon sem Örn Árnason þýddi. Magnúsi Geir Þórðarsyni hefur tekist að rífa leikhúsið upp fyrir norðan því Oliver Twist auk Litlu hryllings- búðarinnar gerðu góða hluti en sú síðarnefnda varð þó að víkja fyrir Fullkomnu brúð- kaupi enda er hún aðsóknarmesta sýningin í sögu leikfélagsins. - fgg/þþ opið alla laugardaga 10-14 SKÖTUSELUR HUMAR TÚNFISKUR opið alla laugardaga 10-14 SKÖTUSELUR HUMAR TÚNFISKUR opið alla laugardaga 10-14 SKÖTUSELUR HUMAR TÚNFISKUR opið alla laugardaga 10-14 SKÖTUSELUR HU AR TÚNFISKUR opið alla laugardaga 10-14 SKÖTUSELUR HU AR TÚNFISKUR opið alla laugardaga 10-14 SKÖTUSELUR HUMAR TÚNFISKUR opið alla laugardaga 10-14 SKÖTUSELUR HU AR TÚNFISKUR 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.