Fréttablaðið - 13.03.2006, Page 6
6 13. mars 2006 MÁNUDAGUR
KJÖRKASSINN
Eiga Íslendingar að taka upp
evruna?
Já 61,5%
Nei 38,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Var rétt af Íslandsbanka að skipta
um nafn?
Segðu þína skoðun á visir.is
SKÁK Armenski stórmeistarinn
Gabriel Sargissian er einn í efsta
sæti á Alþjóðlega Reykjavíkurskák-
mótinu með sex vinninga að loknum
sjö umferðum. Sargissian sigraði
Tiger Hillarp Persson í gær og
Pentala Harikrishna og Hichem
Hamdouchi, sem deildu efsta sæt-
inu með Sargissian eftir sjöttu
umferðina, gerðu jafntefli.
Hamdouchi, Harikrishna, Magn-
us Carlsen, Sergey Erenburg og
Shakihriyar Mamedyarov koma
fast á hæla Sargissian með fimm og
hálfan vinning.
Tvær umferðir eru eftir af mót-
inu og verðar þær tefldar í dag og á
morgun.
Hannes Hlífar Stefánsson er
efstur íslensku þátttakendanna með
fimm vinninga og er í 7. til 13. sæti.
Hannes Hlífar gerði í gær jafntefli
við Laurent Fressinet. Henrik Dani-
elsen, Þröstur Þórhallsson og Héð-
inn Steingrímsson hafa fjóran og
hálfan vinning og Bragi Þorfinns-
son, Björn Þorfinnsson, Dagur Arn-
grímsson og Snorri Bergsson hafa
fjóra vinninga.
Fjölmargar konur taka þátt í
mótinu og er Inna Gaponenko frá
Úkraínu þeirra efst með fjóran og
hálfan vinning.
Gabriel Sargissian mætir Shaki-
hriyar Mamedyarov í dag, Hamd-
ouchi og Magnus Carlsen eigast við
og Hannes Hlífar mætir Tiger Hill-
arp Persson. - bþs
Sjöunda umferð Reykjavíkurskákmótsins tefld í gær:
Gabriel Sargissian
einn í efsta sætinu
VATNSÖFLUN Nú um helgina lauk
borun eftir heitu vatni í Keldu-
hverfi með góðum árangri. Úr
601 metra djúpri borholu sem er
milli Bakkahlaups og Skjálfta-
vatns munu fást um 25 lítrar á
sekúndu af 75 gráðu heitu vatni.
Orkuveita Húsavíkur og
Kelduneshreppur stóðu í sam-
einingu að boruninni en Íslensk-
ar orkurannsóknir staðsettu hol-
una.
Vatnið er sagt úrvals hita-
veituvatn og verður því dreift í
Kelduhverfi. Á vef ÍSOR kemur
fram að vatnið sé ferskt og gott
á bragðið enn sem komið er.
- rsr
Gjöful hola í Kelduhverfi:
Heita vatnið
gott á bragðið
ÞJÓNUSTA Blindrafélagið er mót-
fallið lagafrumvarpi um að starf-
semi Sjónstöðvar Íslands og
Heyrnar- og talmeinastöðvar
Íslands skuli sameinuð. Blindrafé-
lagið telur að frumvarpið, sem nú
er til meðferðar hjá heilbrigðis-
og tryggingamálanefnd Alþingis,
muni ekki bæta stöðu blindra og
sjónskertra í þjóðfélaginu.
Í yfirlýsingu NSK, samstarfs-
vettvangs samtaka blindra og
sjónskertra á Norðurlöndum,
segir að NSK þekki ekki til þess að
þjónusta við þessa tvo hópa fari
saman í einni og sömu stofnun-
inni. Slíkar stofnanir finnist ekki á
Norðurlöndunum.
Forsvarsmenn Sjónstöðvar
Íslands skora á nefndina að fresta
umsögn um frumvarpið og kalla
eftir skoðunum þeirra aðila sem
sameiningin snertir. - jóa
Sameining þjónustustofnana:
Bætir ekki
stöðu blindra
HAAG, AP Milosevic hafði setið í
fangelsi Sameinuðu þjóðanna í
nágrenni Haag seinustu fimm ár
vegna ásakana um þjóðarmorð,
stríðsglæpi og glæpi gegn mann-
kyninu. Réttarhöld Stríðsglæpa-
dómstóls Sameinuðu þjóðanna
yfir Milosevic hófust í febrúar
2002 en hafði ítrekað verið frestað
vegna bágrar heilsu Milosevic. Til
stóð að ljúka réttarhöldunum í
sumar.
Í sex blaðsíðna bréfi sem Milos-
evic skrifaði daginn áður en hann
dó sagðist hann óttast að verið
væri að eitra fyrir sér eftir að leif-
ar af sterku lyfi fundust við blóð-
rannsókn. Lagalegur ráðgjafi
Milosevic sýndi fjölmiðlum bréfið
á sunnudag. Bréfið, sem er dag-
sett 10. mars, er stílað á rússneska
sendiráðið og í enskri þýðingu
sem fylgdi bréfinu var beðið um
að bréfið yrði sent áfram til rúss-
neska utanríkisráðherrans. Í
desember síðastliðnum sendi
Milosevic beiðni til Stríðsglæpa-
dómstólsins um að fá að fara til
hjartasérfræðings í Moskvu.
Beiðninni var hafnað þrátt fyrir
að rússnesk yfirvöld ábyrgðust að
hann myndi snúa aftur til Haag og
ljúka réttarhöldunum. Milosevic
ítrekaði beiðnina nú í febrúar.
Í yfirlýsingu frá Stríðsglæpa-
dómstólnum segir að Milosevic
hafi árum saman þjáðst af hjart-
veiki og háum blóðþrýstingi og að
engin merki séu um annað en að
lát hans hafi verið af eðlilegum
orsökum. Aðalsaksóknari dóm-
stólsins, Carla Del Ponte, sagði á
laugardag að raddir um að Milos-
evic hefði framið sjálfsmorð eða
látist vegna eitrunar væru einung-
is getgátur og ómögulegt að segja
til um dánarorsök fyrr en niður-
stöður krufningar lægju fyrir.
Hollenskir fjölmiðlar hafa eftir
ónafngreindum starfsmanni
Stríðsglæpadómstólsins að leifar
lyfs við holdsveiki og berklaveiki
hafi fundist í blóðsýni úr Milos-
evic nýlega. Heiti lyfsins var ekki
tilgreint en sagt að það gæti hafa
dregið úr virkni annarra lyfja.
Samkvæmt fréttinni fundu lækn-
ar leifar lyfsins þegar þeir voru
að kanna hvers vegna lyf til að
lækka blóðþrýsing Milosevic voru
ekki að virka.
Talskona Stríðsglæpadómstóls-
ins vildi ekki tjá sig um málið og
sagðist engar upplýsingar hafa.
Krufning myndi leiða sannleikann
í ljós. Krufning og eiturefnamæl-
ing fóru fram á sunnudag undir
stjórn hollenskra meinafræðinga
og fylgdist serbneskur meina-
fræðingur með. Fyrstu niðurstöð-
ur bentu til að dánarorsökin hefði
verið hjartaáfall. sdg@frettabladid.is
SLOBODAN MILOSEVIC VIÐ RÉTTARHÖLD Milosevic var handtekinn fyrir fimm árum af
stjórnvöldum í Serbíu og framseldur til Haag. Hann var fyrsti sitjandi þjóðarleitogi til að
verða ákærður fyrir stríðsglæpi. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Sagðist óttast um líf sitt
Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, fannst látinn í fangaklefa sínum að morgni laugardags.
Degi áður hafði hann skrifað sex blaðsíðna bréf þar sem hann lýsti yfir ótta um að verið væri að eitra fyrir
sér eftir að leifar af sterku lyfi fundust í blóði hans við læknisrannsókn. Hann var 64 ára gamall.
Í ÞUNGUM ÞÖNKUM Gabriel Sargissian (til vinstri) lagði Tiger Hillarp Persson í sjöundu
umferð Reykjavíkurskákmótsins í gær. Næstsíðasta umferðin verður tefld í dag.
Ók á ljósastaur Bíll ók á ljósastaur
á Skutulsfjarðarbraut aðfaranótt sunnu-
dagsins. Ökumaðurinn er grunaður um
ölvunarakstur. Fjórir menn á þrítugs-
aldri voru í bílnum og sluppu allir með
minniháttar meiðsl.
Bílvelta Bíll valt á Eyrarbakkavegi
um tvöleytið í gær. Mikill krapi og
hálka var á veginum. Maður og kona
voru í bifreiðinni og voru þau flutt til
aðhlynningar á Selfoss. Bæði sluppu
með minniháttar meiðsl en bifreiðin er
töluvert skemmd.
LÖGREGLUFRÉTTIR
ÍRAK, AP Yfir fimmtíu manns létu
lífið í sprengju- og skotárásum í
Bagdad í gær. Þrjár bíla-
sprengjur sprungu á útimörk-
uðum í Sadr-hverfi sjía í borg-
inni rétt fyrir sólsetur. Um
fjörutíu manns létu lífið og yfir
hundrað særðust. Lögreglan
fann fjórðu sprengjuna áður en
hún sprakk og tókst að aftengja
hana.
Mikil geðshræring greip þá
sem voru í nágrenni spreng-
inganna. Fólk reyndi að ná til
þeirra slösuðu og til hinna látnu
í brennandi byggingum eða
bílum. Margir skutu úr rifflum
út í loftið og reiðir íbúar
spörkuðu í höfuð látins tilræðis-
manns.
Róttæki sjíaklerkurinn
Moqtada al-Sadr á sér marga
stuðningsmenn í Sadr-hverfinu
en íraskir súnníar hafa, með
árásum á sjía, reynt að koma af
stað trúarbragðaátökum. Talið
er víst að bílasprengjurnar hafi
verið samhæfðar og því á ábyrgð
sömu manna. Enginn hafði í gær-
kvöld lýst ábyrgð á tilræðunum
á hendur sér.
Á annan tug manna lét lífið í
sprengju- og skotárásum í gær-
morgun, aðallega óbreyttir borg-
arar. Dagurinn er sá blóðugasti í
borginni um mánaðaskeið. - jóa
Þrjár mannskæðar bílsprengjur sprungu á útimörkuðum í Írak:
Tugir létust í sprengjuárásum
SKÁLMÖLD Mikil geðshræring greip um
sig í Bagdad í gær þegar þrjár bílsprengjur
sprungu á sama tíma. NORDICPHOTO/AFP
TÆKNI Fyrirtækið Apple hefur nú
krafist þess að fá kvittanir fyrir
öllum iPod-viðgerðum. Áður
gátu Íslendingar fengið viðgerð
án þess að framvísa kassakvitt-
un.
Apple neitar að greiða fyrir
viðgerðir nema staðfest sé hvar
og hvenær spilarinn var keypt-
ur. Fjöldi iPoda á Íslandi er tal-
inn vera um fimmtíu þúsund en
miðað við sölutölur Apple-búð-
arinnar í Reykjavík er aðeins um
fimmtungur þeirra keyptur hér
á landi og hefur Apple því tekið
þessa ákvörðun. Viðræður
standa yfir milli Apple á Íslandi
og höfuðstöðva fyrirtækisins í
Evrópu þar sem reynt er að
útskýra aðstæður á Íslandi. - jóa
Trúa ekki sölutölum:
Apple krefst
kassakvittana
IPOD Nauðsynlegt er að sýna kassakvittun
ef gera á við iPod-spilara. FRÉTTABLAÐIÐ/AP