Fréttablaðið - 13.03.2006, Page 8
13. mars 2006 MÁNUDAGUR
”
… erum mjög
ánægð með
þjónustuna.“
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is / www.tryggingamidstodin.is
TM ÁNÆGJA
Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni eru við-
skiptavinir TM þeir ánægðustu af viðskiptavin-
um tryggingafélaga.
Ummæli fólks sem lent hefur í tjóni segja
mest um þjónustu tryggingafélaga.
”
Við erum mjög ánægð með þjónustuna sem
við höfum fengið hjá ykkur þegar tjónsatvik
hafa komið upp hér í húsinu.
Kveðja,
Védís Gunnarsdóttir,
gjaldkeri húsfélagsins Gaukshólum 2.“
Ánægjuvog tryggingafélaga 2005
200520042003
TM
Sjóvá
VÍS
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
M
I
31
71
5
0
3/
20
06
MENNTAMÁL „Það tekur Háskóla
Íslands hundrað ár hið minnsta að
komast í hóp hundrað bestu
háskóla í heiminum og mér finnst
broslegt að menn telji það raun-
hæft markmið,“ segir Ingvar
Bjarnason, læknir og prófessor í
meltingarsjúkdómum við King´s
College háskólann í Lundúnum.
Hann undrast stórum að Krist-
ín Ingólfsdóttir rektor og flestir
deildarforsetar við skólann telji
skólann eiga nokkurn möguleika á
því. Það mun ekki gerast nema
með róttækum breytingum, sér-
hæfingu og stórauknu fjármagni.
„Í sjálfu
sér er ágætt
að setja háleit
markmið en
þau verða að
vera raunsæ
líka. Mér
finnst hug-
myndin alveg
fráleit og
ástæðurnar
eru margar.
Spyrja verð-
ur fyrst á
hverju hug-
myndir
manna byggj-
ast um hvort
háskóli sé góður eður ei. Sé litið til
þeirra skóla sem sitja ofarlega á
listum yfir bestu háskóla heims-
ins ár eftir ár stendur upp úr að
mikið og öflugt rannsóknarstarf
fer þar fram. Skólarnir eru að
stórum hluta dæmdir eftir
umfangi þeirra rannsókna. Árang-
ur læknadeildar Háskóla Íslands,
sem ég þekki hvað best, hvað
varðar útgáfu greina er nokkuð
góður en gæði kennslunnar eru að
mínu mati lítil. Það hefur þó
aðeins breyst með samvinnu við
Íslenska erfðagreiningu og það er
aðeins með slíkri samvinnu við
fyrirtæki sem eru í fararbroddi
tæknilega sem skólinn getur
mögulega komið sér á kortið sem
góð menntastofnun í framtíðinni.
Með því að bæta gæði kennslunn-
ar er þannig hægt að stíga stór
skref fram á við en þar með er
ekki sagt að hann komist í hóp
þeirra bestu í heiminum. Hann á
vissulega að stefna að því að vera
góð kennslustofnun en sem vís-
indastofnun er Háskóli Íslands
nánast aftast á merinni og það
helgast af eilífum fjárskorti.“
Ingvar tekur sem dæmi hvern-
ig aðstaða lækna á Landspítala-
háskólasjúkrahúsi á Íslandi er allt
önnur og verri hér en sambærileg
aðstaða erlendis.
„Sérfræðingar í meltingar-
fræðum á Íslandi eru með eigin
starfsemi og starfa að auki á spít-
ölunum. Vinnudagurinn er langur
og strangur og lítill tími aflögu.
Hér í Bretlandi á háskólaspítölum
myndu þessir sömu aðilar eyða
langmestum tíma sínum til rann-
sókna og hafa frið til vinnu sinnar.
Spítalarnir hefðu á stórum hópi
vel menntaðra aðstoðarmanna að
skipa og slíkt samstarf hefur gefið
góða raun um langt skeið. Mér vit-
andi þekkist þetta ekki heima á
Íslandi.“ albert@frettabladid.is
INGVAR BJARNASON
Segir hægt að bæta
gæði kennslu innan
HÍ með samstarfi við
fyrirtæki sem séu í farar-
broddi í sínum greinum
hérlendis.
Það tekur heila öld
að ná settu marki
Að koma Háskóla Íslands í hóp þeirra bestu er göfugt markmið en fráleitt og
óraunsætt að mati Ingvars Bjarnasonar, læknis og prófessors í Bretlandi.
NEPAL Ram Bomjan, sextán ára
strákur sem hefur fastað og stund-
að hugleiðslu í tíu mánuði í skógi í
Nepal, er nú týndur. Hann var
stundum kallaður Litli Búdda en
lögreglan telur það ólíklegt að
honum hafi verið rænt. Sumir fylg-
ismanna Bomjan telja hann hafa
fært sig innar í skóginn til að fá frið
en hann fékk hundruð heimsókna á
hverjum degi.
Fylgismennirnir segja Bomjan
hvorki hafa borðað né drukkið allan
þennan tíma en hafa neitað að leyfa
læknum að rannsaka ástand hans og
segja að það myndi trufla hann.
Talið er að Bomjan hyggist
stunda hugleiðslu í sex ár. - bg
Íbúar Nepal óttast um afdrif sextán ára drengs:
Litli Búdda horfinn
RAM BOMJAN Drengurinn sem margir telja
Búdda endurfæddan er nú horfinn.
NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
HÁSKÓLI ÍSLANDS Ingvar Bjarnason segir í sjálfu sér ágætt að setja sér háleit markmið en
þau verði að vera raunsæ líka.
VÖRUVERÐ Rúmlega þriðjungi dýr-
ara er að versla í klukkubúð en í
lágvöruverðsverslun. Þetta kemur
fram í könnun sem verðlagseftir-
lit ASÍ gerði á verði matvöru-
körfunnar í liðinni viku og sagt er
frá á fréttavef ASÍ.
Í körfunni voru meðal annars
grænmeti og ávextir, mjólkurvör-
ur, brauð, morgunkorn, kaffi,
pakkaðar kjötvörur og álegg,
drykkjarvörur, hreinlætisvörur
og fleira. Munurinn á vöru-
körfunni í öðrum stórmörkuðum
og klukkubúðum var að meðaltali
9,4 prósent.
Þegar meðalverð á vöruflokk-
um var borið saman kom í ljós
nokkur munur. Mestur var verð-
munurinn á grænmeti og ávöxtum,
sem voru að meðaltali fjörutíu pró-
sentum dýrari í stórmörkuðum en
í lágvöruverðsbúðum og 63 pró-
sentum dýrari í klukkubúðum en
lágvöruverðsbúðum.
Mjólkurvörur voru að meðal-
tali 34 prósentum dýrari í stór-
mörkuðum en í lágvöruverðsbúð-
um og fjörutíu prósentum dýrari í
klukkubúðum en í lágvöruverðs-
búðum. Athyglisvert er hversu
lítill munur er á stórmörkuðum og
klukkubúðum.
Mikill verðmunur var einnig á
hreinsiefnum en þau voru að
meðaltali 45 prósentum dýrari í
klukkubúðum en lágvöruverðs-
verslunum og 24 prósentum dýr-
ari í stórmörkuðum en lágvöru-
verðsbúðum. - ghs
GRÆNMETIÐ DÝRT Mestur var verðmunur-
inn á grænmeti og ávöxtum í verðkönnun
ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Verðlagseftirlit ASÍ telur þriðjungi dýrara að versla í klukkubúð en lágvöruverðsverslun:
Mestur munur á grænmeti
RAFORKA Ný raforkulög sem tóku
gildi um áramótin hafa töluverð
áhrif á mörg iðnfyrirtæki. Verði
hækkunum velt út í verðlagið geta
þær numið yfir tuttugu prósentum.
Hækkunin er tilkomin vegna
þess að forsvarsmenn Orkuveit-
unnar telja að þeir hafi ekki leng-
ur forsendur til að semja við
fyrirtæki um lækkun á raforku-
verði gegn ákveðnum skilyrðum.
Hingað til hefur iðnfyrirtækj-
um verið boðinn svokallaður rof-
inn taxti en í honum felst að Orku-
veitan hefur leyfi til að skrúfa
fyrir rafmagn til fyrirtækjanna á
ákveðnum álagstímum gegn
lægra verði. - fb
Nýju raforkulögin:
Hafa áhrif á
verðlagningu
VILL Í FREMSTU RÖÐ
HÁSKÓLI ÍSLANDS