Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 22
 13. mars 2006 MÁNUDAGUR4 ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is S: 544 5700 * www.polyhudun.is Smiðjuvegi 1 * 200 Kópavogur Pólýhúðun á alla málma Langsterkasta lakkhúð sem völ er á Það getur verið að sumum þyki gaman að pensla en hinir lát okkur PÓLÝHÚÐA og þurfa svo ALDREI að pensla Helga Björk Einarsdóttir garðyrkjufræðingur er komin í runnaklippingar og kennir okkur fúslega handtökin. „Mars og apríl eru kjörtími til að klippa runna,“ segir Helga, sem er að störfum í Laugardalnum þegar við rekumst á hana. Hún dregur ekki dul á að best sé fyrir fólk að kalla garðyrkjumann til þegar runnarnir þurfi snyrtingar við en þeir sem vilji fást við það sjálfir verði að hafa viss atriði í huga. „Þegar verið er að móta limgerði þá á það að mjókka upp í endann. Það á að vera meira eins og A í lag- inu en V til að sólin nái inn að stofni frá jörðinni og upp á topp. Ef runninn er klipptur eins og V eða kassi kemur skuggasvæði inni í miðju og hann verður ekki eins endingargóður og A:laga runnarn- ir. Þetta er mikið atriði,“ segir hún með áherslu og bætir við: „Maður sér svo oft vitlaust klippt limgerði og mér finnst það alltaf jafn pirr- andi!“ Helga telur best að klippa lim- gerði þrisvar á ári, einu sinni snemma vors og tvisvar að sumr- inu. Hún mælir samt með því að klippa ekki í sömu sárin heldur bæta nokkrum sentimetrum við hverju sinni. „Það væri synd að klippa af öll fersk og hraust brum á greinunum frá því í fyrra. Þau eru svo góð til að koma plöntunni af stað inn í sumarið því þau hafa ekki orðið fyrir neinu áreiti ennþá.“ Ekki segir hún samt gott að hækka plöntuna of mikið í einu. „Ef nýbúinn er að gróðursetja lim- gerðið má ekki hækka það á fyrsta ári um 40-50 sentimetra þó að víði- plöntur geti vaxið alveg gríðar- lega yfir sumarið. Ég veit að mörg- um finnst erfitt að þurfa að klippa stíft til að byrja með en það er samt eina ráðið til að fá runnann þéttan. Maður verður að vera grimmur og klippa niður þannig að plantan hækki ekki nema svona um tíu sentimetra frá síðustu klippingu, þangað til hún er komin í þá hæð sem fólk vill. Það getur tekið þrjú góð ár.“ Þær aðferðir sem Helga Björk er hér að tala um gilda um algeng- ustu limgerðisplöntur, eins og víði og mispil. Öðru máli gegnir um greni og lerki sem sumir nota líka í limgerði. Þær tegundir má ekki stífa fyrr en þær hafa vaxið í þá hæð sem þær eiga að vera í, bara snyrta hliðarnar, að sögn Helgu Bjarkar. „Plöntur með einum leið- andi stofni verða að fá að vaxa upp í endanlega hæð,“ ráðleggur hún að lokum. gun@frettabladid.is Helga Björk við störf í Laugardalnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lætur runnana mjókka upp í endann Ísraelskt fyrirtæki hefur þróað nýjan öryggisbúnað sem bjarga á fólki ef eldur kemur upp og lokar útgönguleiðum úr háhýs- um. Búnaðinum, sem kostar um sjötíu milljónir króna, má helst líkja við björgunarbáta. Hann samanstend- ur af krana efst á byggingu og stálvírum sem halda uppi utaná- liggjandi björgunarhylkjum. Þessi hylki virka eins og lyftur og getur fólk komist inn í þau um glugga. Búnaðurinn getur borið allt að þrjátíu manns, bæði fórnarlömb niður og slökkviliðsmenn upp. Flestir sem urðu vitni að sýn- ingunni voru hrifnir af búnaðin- um. Þar á meðal voru stjórnmála- menn, öryggissérfræðingar og eigandi háhýsis á Manhattan sem í kjölfarið falaðist eftir búnaðin- um. Hugmyndin að búnaðinum kviknaði þegar nokkrir starfs- menn fyrirtækisins horfðu á heim- ildarmynd um hrun Tvíburaturn- anna í New York. Þeir telja að með búnaði sínum hefði verið hægt að bjarga fjölmörgum mannslífum. Yfirvöld í New York eru ekki á sama máli. Þau segja búnaðinn óáreiðanlegan í fyrsta lagi vegna þess að óvissa ríki um hver eigi að stjórna honum á ögurstundu, og í öðru lagi vegna þess að myndast geti svokallað Titanic-ástand, þar sem mikill troðningur myndast er fólk berst um að komast fyrst að. Nýr öryggisbúnað- ur í skýjaklúfa Búnaðurinn hefði komið að notum 11. september í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS Helga Björk klippir utan úr runnunum til að þeir verði sem líkastir A í laginu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.