Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2006, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 13.03.2006, Qupperneq 24
 13. mars 2006 MÁNUDAGUR6 Heimili Thorstens og Lóu hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu árum. Við Bergstaðastræti stendur vina- legt þriggja hæða hús með báru- járnsklæðningu. Háreistur tveggja glugga kvistur og trélist- ar á hornum hússins gefa því róm- antískt yfirbragð liðinna tíma. Í garðinum seytlar vatn úr litlum gosbrunni en innandyra fyllist loftið af suðrænni angan þegar nýlagað kaffi er borið fyrir gesti. Við erum í heimsókn hjá Lovísu Lóu Sigurðardóttur myndlistar- konu og Thorsten Henn ljósmynd- ara. Emanúelshús, eins og það heit- ir, var byggt 1914. Þá var það á einni hæð en sex árum seinna var kjallari byggður undir það og síðar viðbygging sem þau hjónin nota sem svefnherbergi í dag. Rúmum áttatíu árum frá fyrsta hamars- högginu er húsið enn í smíðum. Í vetur hefur þriðju hæðinni verið bætt við, þar sem Thorsten er með stúdíó sem er jafnstórt grunnfleti hússins, 38 fermetrar. Það sést vel á húsinu að íbúar þess hafa næmt auga fyrir hinu sjónræna. Síðan þau hjónin eign- uðust húsið hafa þau verið að end- urnýja það, herbergi fyrir her- bergi. Thorsten hefur sjálfur smíðað innréttingar og fleira til- fallandi og Lóa gerði sér lítið fyrir og flísalagði baðherbergið á síð- ustu dögum meðgöngu sonarins, Jökuls Hrafns. Eik, málmur og náttúrusteinn gefa tóninn í látlausu en fallegu og stílhreinu útliti. Hvítur litur er líka áberandi og á stólum eru grá eða svört áklæði. Hvergi er að finna óþarfa innanstokksmuni og miðað við fermetrafjölda er hver hæð ótrúlega rúmgóð og björt. Risið er einn geimur með tæplega fjögurra metra lofthæð en leifar af upprunalegum skorsteini skera fyrstu hæðina í miðju. Hann kemur í stað veggja og auk þess að skipta hæðinni í eldhús og stofu er hann nýttur sem stoð fyrir skápa og morgunverðarborð. Inni af stofunni, bak við breiðar dyr úr hvítu tré og gleri, er svefnher- bergið. Gengið er inn í húsið á fyrstu hæð, sem er yfir lítið niðurgröfn- um kjallara. Það fyrsta sem manni dettur í hug þegar komið er inn í húsið er að þar hljóti að vera nota- legt að slaka á eftir annasaman dag, við kertaljós og þýða tónlist. Thorsten og Lóa gera þó lítið af því þessa dagana því fyrir utan að vera með ungbarn er næst á dag- skrá að reisa sólstofu í garðinum og taka kjallarann í gegn. PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is PGV ehf. sérhæfir sig í smíði glugga, hurða, sólstofa og svalalokanna úr PVC-u Öllum framleiðsluvörum PGV fylgir 10 ára ábyrgð Gluggarnir eru viðhaldsfríir og á sambærilegum verðum og gluggar sem stöðugt þarfnast viðhalds GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR … • ENGIN MÁLNINGAVINNA • HVORKI FÚI NÉ RYÐ • FRÁBÆR HITA OG HLJÓÐEINANGRUN • FALLEGT ÚTLIT • MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR • ÖRUGG VIND- OG VATNSÞÉTTING Listalagerinn Mikið úrval af listmálaravörum Járn og gler ehf - Skútuvogur 1 Barkarvogsmegin - S :5858900 www.jarngler.is N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar í n‡ja húsnæ›i› Rúmgott og bjart í stöðugri endurnýjun Thorsten og Lóa fyrir utan húsið sitt við Bergstaðastræti. Þau sáu sjálf um að hanna húsið að innan en að utan útfærði Páll V. Bjarnason arkitekt hugmyndir þeirra á mjög smekkleg- an hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Morgunverðarborðið kemur út frá skor- steininum og er mitt á milli barborðs og eldhúsborðs í hæð. Í stofunni eru sófi og stóll með svörtu leðri og eikarborð. Spegillinn á veggnum gefur rýminu aukna dýpt og sex umferðir af ljósu bæsi gefa panilklæðningunni lósara yfirbragð. Þrátt fyrir aðeins 38 fermetra grunnflöt virkar húsið mun stærra. Fjöldi veggja er í lágmarki og húsgögn eru fá en mjög vönd- uð og sum hver heimasmíðuð. Þegar framkvæmdir á fyrstu hæðinni stóðu yfir lagði Thorsten oft frá sér verkfæri á bráða- birgðahillur á skorsteininum. Að lokum ákvað hann að setja þar skáp með rennihurð og út frá skorsteininum eru glasahillur með glerbaki sem auka enn á bjart yfirbragð rýmisins. Annar hfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a Eignaskiptay rlýsingar atvinnu- og íbúðahúsnæði fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.