Fréttablaðið - 13.03.2006, Qupperneq 78
13. mars 2006 MÁNUDAGUR26
menning@frettabladid.is
!
SÍÐUSTU
SÝNINGAR
Á HIMNARÍKI
Lau. 25. mars. kl. 20
Fös. 31. mars. kl. 20
Síðasta sýning.
VIÐTALIÐ
eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur
fös. 17. mars kl. 20
sun. 19. mars kl. 20
fös. 24. mars kl. 20
sun. 26. mars kl. 20
Olga Bergmann myndlist-
armaður opnaði sýningu
í húsakynnum Listasafns
ASÍ um helgina og sýnir
þar fjölskrúðug og á köflum
hávísindaleg sköpunarverk.
Henni til aðstoðar er hliðarsjálfið
Doktor B. sem að sögn Olgu dúkk-
aði upp fyrir fimm árum síðan.
„Doktor B. er vísindamaður sem
framleiðir erfðabreyttar lífverur
án ábyrgðar,“ segir hún en mynd-
listarverk hliðarsjálfsins gætu allt
eins hafa orðið til á rannsóknar-
stofum. Í verkum sínum vinnur
Olga með goðsögukenndar og
ævintýralegar hugmyndir okkar
um náttúruna og vísindin.
Olga segir að verkin á sýning-
unni séu á fleiri plönum að þessu
sinni og þau teygi anga sína víða.
Hún sýnir t.d. náttúrulífsmyndir
og myndbandsverk sem lýsir þró-
unarsögu á þremur mínútum. Olga
Bergmann rekur vísindaáhuga
sinn til ástar sinnar á vísinda-
skáldskap og öllu því sem tengist
dýrum og ævintýrum og leitast
við að sameina þetta þrennt í
myndlistarverkum sínum.
Hugmyndaauðgi Olgu er augljós
og verkin, sem unnin eru með
blandaðri tækni, eru mjög fjöl-
breytt, húmorísk og áleitin. Í kjall-
ara Listasafnsins, Gryfjunni, sýnir
Olga myndir og myndbandsverk
um verkefni sem hún gerði á Írlandi
en þar útbjó hún m.a. kofa fyrir
villt dýr og nautgripi. Í Arinstofu
eru verk úr safnkosti Listasafns
ASÍ en Olga valdi verk eftir Jón
Stefánsson málara. „Mér fannst
viðeigandi að velja landslagsverk,“
segir Olga en hún hefur síðan bætt
við eigin skúlptúrum í sýningar-
rýmið. Á annarri hæð eru síðan
verk af ýmsum toga, m.a. klippi-
mynd og postulínsskúlptúrar.
Sýning Olgu Bergmann stend-
ur til 2. apríl en Listasafn Íslands
er opið alla daga nema mánudaga,
frá kl. 13-17, og er aðgangur að
safninu ókeypis.
Villt og tamið
OLGA BERGMANN MYNDLISTARMAÐUR
Kl. 12.15
Dr. Michael Rubin ræðir og skýrir stefnu
Bandaríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum. Rubin
hefur starfað sem ráðgjafi í varnarmálaráðu-
neyti Bandaríkjanna og sem fréttaskýrandi
m.a. fyrir CNN, Fox og BBC. Rubin flytur erindi
sitt í stofu 101 í Odda.
��������������
�������
����������
����
������������
����������
��� �
> EKki missa af
...æskuverkum Errós í
Hafnarhúsi. Verkin á sýn-
ingunni gefa áhugaverða
mynd af hæfileikaríkum
og vinnusömum ungum
manni.
...Virkjuninni, umdeildri
sýningu eftir austurríska
nóbelsskáldið Elfriede
Jelinek í Þjóðleikhússinu.
Ekki er annað hægt en að
hafa á því skoðun.
...verkum Huldu Hákon í
101 Gallerí. Á sýningunni
má sjá innihaldslýsingar á
350 kössum úr geymslu
Reykjavíkurborgar sem
geyma meistaraverk úr
vinnustofu Jóhannesar
Kjarval.