Fréttablaðið - 13.03.2006, Side 79

Fréttablaðið - 13.03.2006, Side 79
MÁNUDAGUR 13. mars 2006 27 Ljóðið á aldeilis upp á menningar- pallborðið um þessar mundir og nú hefur Fræðsludeild Þjóðleik- hússins og fjórir sérlegir stuðn- ingsmenn ljóðsins, þau Eysteinn Þorvaldsson, Ástráður Eysteins- son, Sigurbjörg Þrastardóttir og Hjalti Snær Ægisson, tekið saman höndum og munu þau standa fyrir ljóðaskemmtunum á þriðjudags- kvöldum í Leikhúskjallaranum. Umsjónarmaður verkefnisins er Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri og deildarstjóri fræðsludeildarinnar. Þessi þematengdu ljóðakvöld eru m.a. tilkomin vegna þeirrar umræðu sem borið hefur á meðal bókmenntamanna og ljóðaunn- enda sem telja að ljóðið hafi orðið hornreka í menningarumfjöllun hérlendis og njóti of lítillar athygli. Stefnt er að því að skapa ljúfa stemningu í sal Leikhúskjallarans þar sem gestir geta fræðst og notið ljóðlistar. Annað kvöld verð- ur Ljóðs manns æði haldið í fyrsta sinn og verður þar fjallað um útrás ljóða og yrkingar um útrásir. Það hugstæða viðfangsefni verður tæklað í sögulegu samhengi og m.a. komið inn á íslenska land- könnun og landnám erlendis. Flytjendur verða leikarar og höf- undar en skemmtunin hefst kl. 21.00 en húsið opnar kl. 20.30. Ljóðs manns æði ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þorvaldur Þorsteinsson, myndlist- armaður og rithöfundur, heldur erindi í kvöld sem hann nefnir „Hvað heldurðu að þú sért?“ en erindið er ætlað öllum þeim sem enn halda í vonina að þeir „séu eitt- hvað“ og þeim sem vilja kynnast sjálfum sér og möguleikum sínum betur. „Ég lofa að boðskapur fyrir- lestursins er ekki jafn kaldranaleg- ur og yfirskriftin gefur til kynna,“ segir Þorvaldur og bætir við að þetta sé ansi skæð spurning sem við beitum bæði á okkur sjálf og aðra. „Ég ætla að snúa henni upp í jákvæðari hugsun,“ útskýrir Þor- valdur. Hann segist vilja nýta sér það leyfi sem hann hafi sem lista- maður til þess að miðla af reynslu sinni og tala við fólk og hvetja. Hann segir að hvatningin gleymist oft í uppeldiskerfi okkar. „Við erum þjálfuð og undirbúin til þess að verða eitthvað,“ segir Þor- valdur. Þannig séum við verðandi starfsheiti fremur en einstakling- ar og náum ekki að þroska mögu- leika okkar og kynnast okkur sjálf- um. „Það leynist meira undir niðri,“ áréttar hann bjartsýnn. Þorvaldur segir að sameiginleg vanmáttarkennd okkar sé ógnvekj- andi en um leið áhugaverð en hann hefur gert töluvert af því að ferð- ast um og halda erindi, t.d. innan fyrirtækja, í tengslum við starf sitt hjá Kennslu.is. Fyrirtækið, sem er framleiðslu- og fræðslu- miðstöð sem Þorvaldur rekur ásamt eiginkonu sinni Helenu Jónsdóttur, var sett á laggirnar fyrir tveimur árum síðan og sinnir það námskeiðahaldi og ráðgjöf fyrir bæði einstaklinga og hópa sem vilja virkja sköpunarkraft sinn og auka möguleika sína bæði í leik og starfi. Þetta er í þriðja skipti sem Þor- valdur heldur erindi í samstarfi við fyrirtækið Maður lifandi en hann segir að fyrirlestrarnir séu ólíkir og fari eftir stemningunni í hópnum. „Þeir þróast með spurn- ingunum sem liggja í loftinu,“ segir Þorvaldur og útskýrir að erindið henti öllum aldurshópum og aldrei sé of seint að mæta. Erindið flytur Þorvaldur í húsakynnum fyrirtæk- isins Maður lifandi í Borgartúni, milli kl. 18 og 19. Möguleikar mannfólksins ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON Rithöfundurinn Harold S. Kushner varð fyrir persónulegu áfalli sem fékk hann til að spyrja grunvallarspurninga um gæfu og forsjón. Afraksturinn varð bókin Hvers vegna ég? sem í dag er meðal sígildra metsölubóka og kemur nú út í bókaflokki Vöku-Helgafells, Listin að lifa. Gerald G. Jampolsky fjallar um lækningamátt fyrirgefningarinnar af einstöku innsæi í bókinni Fyrirgefn- ingin. Á einlægan og aðgengilegan hátt er því lýst hvernig hún getur frelsað okkur úr fjötrum beiskju, ótta og sársauka og beint okkur á braut innri friðar og hamingju. Listin að elska eftir Erich Fromm er ein vinsælasta bók um ástina sem rituð hefur verið. Fromm lýsir af miklum sann- færingarkrafti mætti ástarinnar í marg- breytilegum myndum og skýrir hvernig er komið fyrir henni í nútímanum. Rebbi og Héra er fyrsta bókin um hugljúfum bókaflokki um skemmti- lega vini eftir belgísku listamennina Sylvia Vanden Heede og Thjé Tjong- Khing. Bækurnar eru heppilegar fyrir þá sem eru að byrja að lesa. Í þeirri fyrstu segir frá skemmtilegum vetri í skóginum. Beint í mark! eftir Colin McNaughton segir frá Búa, sem er með fótbolta- dellu. Hann er nýfluttur og dauðlangar að komast í hverfisliðið og fær tækifæri þegar Robbi er borinn meiddur af velli. Skemmtileg myndabók fyrir krakka. NÝJAR BÆKUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.