Fréttablaðið - 13.03.2006, Page 81
Dælan er nýtt samskiptaforrit frá
Símanum sem hefur að geyma
margvíslegar nýjungar í heimi
upplýsingatækninnar og fjölda
hagnýtra hjálpartækja.
Meðal annars er hægt að hlaða
niður tölvuleikjum og tónlist sem
er hægt að spila bæði beint úr
tölvunni og af plötum. Með hjálp
Dælunnar geta notendur skipu-
lagt tónlistarsöfn sín og skrifað
plötur bæði með tónlist og öðrum
gögnum. Einnig býður forritið upp
á fimmtíu orðabækur á um tuttugu
tungumálum og geta notendur
búið til sín eigin orðasöfn og orða-
glósur sem Dælan vistar.
„Viðskiptavinir hafa kallað
eftir því að geta sameinað afþrey-
ingarefni sitt á einum stað og
Dælan á að leysa það,“ segir Eva
Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi
Símans. „Þetta er mjög einfaldur
hugbúnaður. Þú getur spilað og
brennt geisladiska, sent hóp-sms
og mms og margt fleira. Síðan er
ein skemmtilegasta virknin sú að
þú getur tekið upp með diktafón,“
segir Eva.
Hægt að hlusta á fjölda útvarps-
stöðva í gegnum forritið auk þess
sem meðal annars er hægt að
kaupa hringitóna, hreyfimyndir
og leiki inn í Dæluna. Forritið er
ókeypis og hægt er að nálgast það
á vef Símans.
Afþreyingarefnið
allt á einum stað
EVA MAGNÚSDÓTTIR Síminn hefur hleypt
af stokkunum samskiptaforritinu Dælunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Tæplega tvö hundruð miðar eru
eftir á tónleika sænsku söngkon-
unnar Lisu Ekdahl sem verða haldn-
ir í Háskólabíói hinn 24. mars næst-
komandi.
Ekdahl hefur síðastliðinn mánuð
verið á tónleikaferð um Norður-
löndin sem hefur gengið ákaflega
vel. Systkinin KK og Ellen munu
hita upp fyrir Ekdahl í Háskólabíói.
Húsið opnar klukkan 19.45 og
hefjast tónleikarnir klukkan 20.30.
Miðasala fer fram á midi.is og í
verslunum Skífunnar og BT.
Fáir miðar eftir á Lisu
Söngkonan Pink gagnrýnir
áherslur á útlit í nýja mynd-
bandinu sínu við lagið Stupid
Girls. „Fólk sagði oft að ég væri
feit og það tók mig langan tíma
að venjast því. Ég hugsa það
sama og allir aðrir. En ég er
hraust, sterk og í mjög góðu
formi,“ sagði Pink en í mynd-
bandinu gerir hún grín að stelp-
um eins og Olsen-tvíburunum og
Paris Hilton. „Ég þarf ekki að
nefna nein nöfn. Ég er að gagn-
rýna þá staðreynd að stelpur
þurfi að vera sætar og heimskar
til að ná árangri,“ sagði söngkon-
an, sem nýlega giftist mótor-
hjólatöffaranum Carey Hart.
Hún viðurkenndi líka að hafa
stundað óheilsusamlegt líferni á
yngri árum. „Ég gerði mikið af
slæmum hlutum þegar ég var
mjög ung. Ég var þessi dæmi-
gerði vandræðaunglingur. Ég er
samt fegin að ég kláraði það skeið
fyrir tvítugsaldurinn.“
Gagnrýnir
útlitspressuna
PINK Hún er ekki sátt við þá pressu sem
er lögð á ungar stúlkur að vera mjóar og
sætar.
Orðrómur hefur verið uppi um að
Lindsay Lohan og Sean Lennon
eigi í ástarsambandi en þau kynnt-
ust þegar Lindsay var að leika í
myndinni Chapter 27. Þau sáust
svo nokkrum sinnum á djamminu
saman á fínum stöðum í New York
eins og Bungalow 8 og úti að borða
á Bette. Lohan segir þó ekkert
vera til í orðróminum. „Ég kynnt-
ist Sean Lennon þegar ég var að
búa mig undir myndina mína og
mun koma fram í myndbandi með
honum,“ en myndin fjallar um
Mark Chapman sem drap John
Lennon.
Ekki með
Sean Lennon
,,Við ætlum fjórar vinkonur
saman aftur og aftur!
Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“
S á k ið f i k di bö
Hvað segja börnin
um námskeið í
Keramik fyrir alla?
saman aftur og aftur!
Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“
Sumarnámskeið fyrir skapandi börn,
eldri og yngri, keramik, teikning,
málun - allt innifalið - litlir hópar.
Aðeins 8500 kr. vikan!
Skráning í Keramik fyrir alla,
sími 552 2882, Laugavegi 48b.
Sjá lýsingu: www.keramik.is
Keramik fyrir alla
Óvissuferðir, gæsir,
vinnust ðir, saumaklúbbar...
Bókaðu eigin hóp, eða komdu
þegar þér hentar.
Þin hópur