Fréttablaðið - 13.03.2006, Side 83
MÁNUDAGUR 13. mars 2006 31
DHL-deild karla:
FRAM-KA 37-27
Mörk Fram: Jóhann Gunnar Einarsson 8, Stefán
Stefánsson 6, Sigfús Sigfússon 5, Björgvin Björg-
vinsson 4, Þorri Gunnarsson 3, Haraldur Þorvarðar-
son 3, Guðjón Drengsson 3, Sverrir Björnsson 3.
Varin skot: Magnús Erlendsson 5, Björn Friðþjófs-
son 4, E. Petkevicius 1.
Mörk KA: Elfar Halldórsson 5, Nikola Jankovic 5,
Goran Gusic 4, Ragnar Snær Njálsson 4, Magnús
Stefánsson 3, Andri Snær Stefánsson 1, Þorvaldur
Þorvaldsson 1, Rögnvaldur Johnsen 1, Jónatan Magn-
ússon 1, Sævar Árnason 1, Hörður Sigþórsson 1.
Varin skot: Elmar Kristjánsson 10, Hreiðar Guð-
mundsson 5.
HAUKAR-SELFOSS 33-28
FH-STJARNAN 26-31
STAÐA EFSTU LIÐA:
FRAM 20 15 2 3 577-523 32
HAUKAR 20 15 1 4 611-549 31
VALUR 20 14 1 5 607-552 29
STJARNAN 20 12 4 4 589-546 28
FYLKIR 20 11 2 7 553-506 24
DHL-deild kvenna:
FH-GRÓTTA 25-26
Ítalska úrvalsdeildin:
JUVENTUS-AC MILAN 0-0
Deildarbikarinn:
VÍKINGUR ÓL.-ÍBV 0-0
Slavisa Mitic - Atli Jóhannsson (2)
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
Gylfi Þór Sigurðsson, átján ára ungl-ingalandsliðsmaður, átti stórleik
fyrir lið sitt Reading þegar u-19 ára lið
félagsins tapaði fyrir Chelsea á laugar-
dag, 4-2. Eftir því sem stuðningsmenn
Reading segja á spjallsíðum var Gylfi Þór
langbesti leikmaður liðsins í leiknum
en hann lagði upp bæði mörk sinna
manna.
Pat Reily, þjálfari Miami Heat í NBA-deildinni, segir að Dwyane Wade,
sem farið hefur á kostum með liðinu í
vetur, sé hæfileikarík-
asti leikmaður sem
hann hafi nokkurn
tíma þjálfað. „Hann
er gríðarlega mikill
íþróttamaður og ef
litið er til allra þátta
hefur hann líklega
mestu hæfileikana,“ segir Riley, sem
m.a. hefur þjálfað Magic Johnson og
Kareem Abdul-Jabbar á sínum ferli.
„Johnson kemst ekki nálægt því sem
Wade getur gert, þegar litið er til líkam-
legra þátta,“ segir Riley.
Valur er þessa dagana með belgískan varnarmann á reynslu hjá sér. Hinn
33 ára gamli leikmaður heitir Sadio Ba
og býr yfir mikilli reynslu frá belgísku
úrvalsdeildinni, en þar hefur hann leikið
með St. Truiden, Lokeren og Westerlo.
Ba verður hjá Val út þessa viku.
Hið virta breska dagblað The Observer greindi frá því í gær að
Arsene Wenger,
stjóri Arsenal, hygð-
ist bjóða í David
Beckham hjá Real
Madrid í sumar. „Ég
veit ekki hvað hann
ætlar sér en sem
leikmaður er Beckham í miklum metum
hjá mér,“ hefur blaðið eftir Wenger.
Hrakfarir brasilíska framherjans Ron-aldo hjá Real Madrid virðast engan
enda ætla að taka en á laugardags-
kvöldið fékk hann upplagt tækifæri til
að verða tekinn í sátt
af stuðningsmönnum
liðsins. Þá tók hann
vítaspyrnu sem Real
fékk á 90. mínútu
stórleiksins gegn Val-
encia en svo fór að
Santiago Canizares varði slaka spyrnu
hans. Lokatölur urðu því 0-0.
Skíðakonan Dagný Linda Kristjáns-dóttir hafnaði í 3. sæti á stór-
svigsmóti sem fram fór í Þýskalandi á
laugardaginn. Þessi
árangur Dagnýjar þykir
mjög góður og færir
henni rúm 30,17 FIS
stig, sem gerir það að
verkum að hún mun
líklega taka gott stökk
upp heimslistann í greininni.
Ólafur Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir lið sitt Ciudad Real sem sigraði
Cangas, 30-25, í
spænsku úrvals-
deildinni í hand-
bolta á laugardag.
Barcelona er efst
í deildinni með
38 stig en Ciudad
Real er í 3. sæti
með 34 stig.
Juventus og AC Milan skildu jöfn í stór-slag ítölsku úrvalsdeildarinnar í gær-
kvöldi, 0-0. Leikurinn náði aldrei þeim
hæðum sem vonast var eftir og var lítið
um færi hjá báðum liðum. Juventus er
því áfram með 10 stiga forystu á toppi
deildarinnar og á titilinn næsta vísan.
Miðjumaðurinn Jóhannes Gíslason hefur gengið til liðs við Þrótt í
1. deildinni og fylgir þar með bróður
sínum Þorsteini sem nýlega skrifaði
einnig undir samning við Reykjavíkur-
liðið. Báðir hafa þeir verið á mála hjá ÍA
undanfarin ár.
Þjóðverjinn André Miklaus sigraði óvænt í sjöþraut á HM í frjálsum
íþróttum í gær. Tveir sigurstranglegustu
keppendurnir, Bryan Clay frá Bandaríkj-
unum og Roman Serble frá Tékklandi,
urðu í 2. og 3. sæti. Miklaus sigraði í
síðustu tveimur keppnisgreinunum,
stangarstökki og 1000 metra hlaupi, og
stakk sér þannig í efsta sætið. Niklaus
hlaut 6.192 stig og Clay 6.187 stig en
Serble 6.161 stig.
ÚR SPORTINU
HANDBOLTI KA-menn byrjuðu
betur í Safamýrinni í gær og
skoruðu þrjú fyrstu mörkin en þá
komust Framarar í gang, lokuðu
vörninni og voru með þriggja
marka forskot í hálfleik. Í seinni
hálfleiknum má síðan segja að
aðeins eitt lið hafi verið á
vellinum og tíu marka sigur
heimamanna, 37-27, varð stað-
reynd.
„Það tók okkur smá tíma að
vakna en hægt og rólega komumst
við inn í leikinn. Við náðum góðri
forystu sem byggðist á mjög góðri
vörn og öguðum sóknarleik. Liðs-
heildin var mjög sterk, liðið vann
mjög vel saman í vörn og sókn. Við
byggjum ekki á einum eða tveim-
ur leikmönnum og það er mjög
jákvætt fyrir okkur,“ sagði Guð-
mundur Guðmundsson, þjálfari
Fram, eftir leikinn en framundan
er spennandi lokasprettur í deild-
inni.
„Ég er mjög ánægður með
hvernig við náðum að klára leik-
inn því við höfum stundum náð
góðri forystu en misst hana síðan
niður. Nú heldur baráttan í deild-
inni áfram, við höfum ungt lið og
ætlum bara að stíga eitt skref í
einu,“ sagði Guðmundur.
Jóhann Einarsson var marka-
hæstur hjá Fram með átta mörk
en annars dreifðist markaskorun
vel hjá liðinu. Varnarleikur liðsins
með Sverri Björnsson í farabroddi
var mjög góður og virðist góður
andi ríkja innan liðsins. KA-menn
virtust gefast upp í seinni hálfleik
og hafa haft trú á þessu,
„Leikur okkar hrundi í seinni
hálfleik og ljóst að við þurfum að
endurskoða okkar leik. Í fljótu
bragði finnst mér menn ekki hafa
mætt tilbúnir í þennan leik. Við
náðum engan veginn að skapa
okkur færi í seinni hálfleik og
vörnin hélt ekki. Þá var mark-
varslan nánast engin og ekkert
gekk upp,“ sagði Reynir Stefáns-
son, þjálfari KA.
Haukar elta Fram eins og
skugginn en þeir unnu Selfoss
auðveldlega á Ásvöllum í gær-
kvöldi, 33-28. - egm
Sigur liðsheildarinnar
Framarar halda efsta sætinu í DHL-deild karla en þeir unnu tíu marka sigur á
KA í gær 37-27. Haukar fylgir Fram eins og skugginn og eru áfram í 2. sæti.
ÁRANGURSLAUST Varnarmenn KA reyna hér að stöðva Jóhann Einarsson, sem skoraði átta
mörk í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN