Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 86
 13. mars 2006 MÁNUDAGUR34 �������� ��� ��� ��� ��� ��� ��� �� ��� ��� ������ ��� ��� � �� �� �� �� � �� �� �� �� � �������� ����������������������� ������������� ������������������������������ �� ��������� ����������� �������������� ���� ��������� ������������������������������ LÁRÉTT 2 merki 6 frá 8 augnhár 9 al 11 á fæti 12 gangtegund 14 vísa 16 2 eins 17 fúadý 18 hlé 20 til dæmis 21 hræðsla. LÓÐRÉTT 1 spjall 3 í röð 4 íþrótt 5 til sauma 7 forhlaup 10 meðvitundarleysi 13 kóf 15 sál 16 nögl 19 tveir eins. LAUSN HRÓSIÐ ...fær Þröstur Leó Gunnarsson leikari fyrir að láta tábrot ekki aftra sér við kvikmyndaleik. Músíktilraunir verða haldnar í 24. sinn dagana 20. til 31. mars. Í þetta sinn fer keppnin fram í Loftkastalanum og verður Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu, yfirmaður dómnefndar sem fyrr. Árni segist eiga mjög erfitt með að velja bestu hljómsveit allra tíma í keppninni. „Þetta eru 20. Músíktilraun- irnar sem ég sé um og á þessum tíma hef ég séð um það bil 700 hljómsveit- ir. Þær hljómsveitir sem ég hafði hvað mest gaman af að sjá voru Bootlegs og Bee Spiders með Jónsa og Kjartani úr Sigur Rós. Þarna var Kjartan í minipilsi og með hárkollu og þóttist vera kona,“ segir Árni og glottir við tilhugsunina. „Bootlegs er besta hljómsveit Músíktilrauna sem ekki vann. Þeir voru ógeðslega þéttir og góðir og mikill kraftur í þeim. Þeir spiluðu ruslkennt rokk og kaflaskiptingarnar voru hraðar og síðan hafði söngvarinn sterka útgeislun,“ segir hann. Hvað varðar eftirminnileg atvik man Árni vel eftir hljómsveitinni Maunir sem braut egg og gítar á sviðinu árið 1992. Meðlimir voru meðal annars Arnar Eggert Thoroddsen og Danni trommuleikari í Maus. „Þetta var mjög umdeild hljómsveit. Dómnefndin setti hana áfram og þá var ég sakaður um að hata tónlist af einum dómnefndar- manni. Þarna komst eiginlega upp um mig,“ segir hann og hlær. Árni segist hafa haft ótrúlega gaman af Músíktilraununum í gegnum árin. „Konan mín er alltaf með mér og tekur myndir og ég hefði sennilega ekki nennt þessu annars. Á hverju vori ræðum við hvort þetta sé ekki orðið gott en við ákveðum alltaf að vera eitt árið í viðbót,“ segir Árni og útilokar ekki að vera í dómnefndinni þar til hann fer á eftirlaun árið 2027. - fb SÉRFRÆÐINGURINN ÁRNI MATTHÍASSON OG BESTA HLJÓMSVEIT MÚSÍKTILRAUNA Bootlegs var ógeðslega þétt 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT: 2 tákn, 6 af, 8 brá, 9 bor, 11 il, 12 brokk, 14 staka, 16 kk, 17 fen, 18 lot, 20 td, 21 ótti. LÓÐRÉTT: 1 rabb, 3 áb, 4 krikket, 5 nál, 7 forskot, 10 rot, 13 kaf, 15 anda, 16 kló, 19 tt. Leiksýningin Pétur Gautur sem sýnd er í Kassanum, nýja leiksviði Þjóðleikhússins, hefur fengið ein- róma lof gagnrýnenda og er nú sýnd fyrir fullu húsi. Leikverkið er eitt af meistaraverkum Henrik Ibsen og kom út árið 1867. Tæpum hundrað og fjörutíu árum síðar þykir það enn ferskt og höfða jafn- vel til nútímans. Leikmyndin hefur vakið mikla athygli enda leikur hún stórt hlut- verk í því að færa Pétur Gaut til nútímans en það er Grétar Reynis- son sem á heiðurinn af henni. Sús- anna Svavarsdóttir skrifaði í umfjöllun sinni að leikmyndin væri: „Einföld og látlaus, en snilld- arlega hugsuð. Hvítt leikrýmið með tjöldum sem eru dregin frá og fyrir, verða að hvaða heimi sem er með einkar vel úthugsaðri lýsingu; líkhúsi, spítala, frystihúsi, heimili, tröllabyggð, blóðvelli...,“ og að útlitið þjónaði sýningunni í hví- vetna. Grétar hefur verið lengi að í leikhúsinu en hann hóf feril sinn sem leikmyndahönnuður árið 1980. Þrátt fyrir það segir hann hug- myndirnar alltaf vera jafn erfiðar í fæðingu. „Þær spretta út frá leik- ritinu og leikhúsinu,“ útskýrir hann en hugmyndavinnan hófst með nokkurra mánaða samtali Grétars og leikstjórans, Baltasars Kormáks. Hlutverk leikmynda- hönnuðar er að færa sýninguna í myndrænt form en að þessu sinni gerist Pétur Gautur á óræðum stað. „Ég fer vel ofan í leikritið, tek mér góðan tíma í að vinna hug- myndina og fer í langt ferðalag til að sannreyna hana,“ útskýrir Grét- ar og segir það ekki hafa verið beint fyrir fram ákveðið að gera „nútímauppfærslu“ af þessu sígilda verki. „Það lá hins vegar alveg fyrir að taka þetta safaríka verk og kreista úr því ferskan safa,“ segir hann og forðast að nota skilgreininguna nútímauppfærsla. „Hver uppsetning er nútímaupp- færsla því eini heiðarlegi skilning- urinn er í gegnum okkur sjálf.“ Grétar segist hafa forðast að lesa verkið með gleraugum Ibsens heldur notast miklu frekar við sín eigin. „Pétur Gautur hefur margar hliðar og nútímamaðurinn, sem sest inn í leikhúsið, verður að geta séð Pétur Gaut okkar tíma,“ útskýr- ir hann. „Verkið er miklu frekar táknrænt heldur en spegilmynd einhvers tíma,“ bætir Grétar við og segir að við eigum öll eitthvað í þessum strák á sviðinu og hann í okkur. freyrgigja@frettabladid.is GRÉTAR REYNISSON: HUGMYNDIR FÆÐAST EKKI AF SJÁLFUM SÉR Safaríkt leikverk GRÉTAR REYNISSON Leikmyndin á ekki síst stóran þátt í velgengni sýningarinnar en Grétar Reynisson á heiðurinn af henni. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Bragi Halldórsson og María Pét- ursdóttir eignuðust litla stúlku 31. október. Fæðingin gekk vel og heilsast þeim að sögn Braga mjög vel. Skötuhjúin reka búðina Rani- mosk á Klapparstígnum og þegar jólin hvolfdust yfir auk annarra verkefna gerðu þau sér grein fyrir því að eitthvað yrði undan að láta til að þau gætu notið þess að vera með kornabarninu, sem verður jú bara lítið einu sinni á ævinni. Þau hafa því ákveðið að senda búðina í barneignarleyfi. Bragi var staddur í búðinni þegar Fréttablaðið náði í skottið á honum en leyfið hefst væntanlega á næstu mánuðum. „Við erum í svo mörgu öðru en bara búðinni þannig að eitthvað varð undan að láta,“ segir Bragi. Þau ætla þó að halda vinnustofunni opinni en hafa pakkað búðinni niður. Ekki er útilokað að Ranimosk verði opnuð að nýju í nánustu framtíð en versl- unareigandinn segir ekkert ákveð- ið í þeim efnum. „Okkur finnst gaman að skapa og það getur því verið að við förum út í einhvers konar samstarf við aðrar búðir,“ útskýrir Bragi en þau vinna sína framleiðslu mest upp úr gömlum hlutum. Nafnið Ranimosk hefur vafist fyrir mörgum og ófáir halda að nafnið sé erlent, en Bragi upplýsir að það sé rammíslenskt. „Það þýðir samansafn af misónauðsyn- legum hlutum eða skran,“ útskýr- ir hann. Ranimosk í barneignarleyfi MARÍA OG BRAGI Hafa ákveðið að senda búðina sína Ranimosk í barneignarleyfi um óákveðinn tíma. FRÉTTIR AF FÓLKI Hópur stúdenta við Háskóla Íslands hefur boðað til mótmæla í Odda klukan 12 í dag og stefnir að því að koma í veg fyrir að dr. Michael Rubin, fræðimaður við American Enterp- rise Institute og ritstjóri Middle East Quarterly, geti haldið fyrirlestur sinn um stefnu Bandaríkjastjórnar í Mið-Austur- löndum. Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir fyrirlestrinum en mótmælendurnir fá ekki séð að það sé í verkahring hennar að fá menn eins og Rubin til þess að ávarpa íslenskt háskólafólk. Ekki eru spöruð stóru orðin í mótmælaboðuninni þar sem Rubin er sagður „stríðsglæpamaður“, „lygari“ og „baráttumaður fyrir verri heimi“ og hafi átt „stóran þátt í að veita Bandaríkja- sjórn slæm ráð og rangar upplýsingar um Írak og Íraksstríðið“ og hafi þannig stuðlað að „ófriði og mannréttinda- brotum í heiminum“. Mótmælendurnir telja það sverta orðstír Háskólans fái „þessi mannfýla“ að halda fyrirlesturinn og hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta í Odda og stöðva kappann. Fyrirlesturinn er haldin í stofu 101 í Odda og hefst klukkan 12.15 og má búast við marg- menni; bæði þeim sem vilja hlusta á Rubin og svo þeim sem vilja þagga niður í honum. Nýtt Mannlíf er komið út en þar fjallar Ragnhildur Gísladóttir söngkona um skilnaðinn við Stuðmenn í ítarlegu viðtali auk þess sem hún ljóstrar upp um leyndarmál eilífrar æsku sinnar. Annars eru Vestfirðir áberandi í blaðinu og Halldór Jónsson, blaðamður og fyrr- verandi bæjarfulltrúi á Ísafirði, segir frá því þegar bæjaryfirvöld á Ísafirði reyndu allt sem i þeirra valdi stóð til að flæma hann úr starfi á héraðsfréttablaðinu Bæjarins besta. Hann upplýsir meðal annars í þessu sambandi að Halldór Halldórsson bæjarstjóri hafi reiðst nafna sínum fyrir neikvæðan spádóm völvu BB. Halldór Jónsson sver hins vegar af sér öll tengsl við völvuna óvinsælu í Mannlífsvið- talinu. - þþ 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.