Fréttablaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 6
6 29. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR ���������������������������������������������������������� ��������������������������� ������������ ���������� ����������������������������������� ���������������� �� ������������� ���������� ��������� ���� ���� VARNARLIÐIÐ Varnarliðið hefur ekki sagt upp fjögurra ára flug- þjónustusamningi við Olíufélagið Esso. Tvö ár eru eftir af samn- ingnum. Smári Þ. Sigurðsson, viðskipta- stjóri Esso, vill ekki gefa upp hvað varnarliðið greiðir fyrir þjónust- una við flugflota hersins vegna trúnaðarákvæða í samningi við Innkaupastofnun bandaríska hers- ins. Olíufélagið rukki varnarliðið mánaðarlega um fasta upphæð. Verkið sé boðið út á fjögurra ára fresti. Esso hafi haldið samningn- um óslitið frá 1968. „Eftirsjá er að samningnum, en þó að erfitt sé að meta hve mikill missirinn verður álítum við að brotthvarf þotnanna sé alls ekki endir á starfsemi okkar á vellin- um,“ segir Smári. Kolbeinn Finnsson, starfs- mannastjóri hjá Esso, hélt fund með þeim rúmlega þrjátíu starfs- mönnum sem þjónusta varnarliðið fyrir Esso í fyrradag. Þar skýrði hann þeim frá því að engum yrði sagt upp þrátt fyrir brotthvarfið. „Starfið er mjög sérhæft og kallar á mikla þjálfun. Starfsmennirnir eru því mjög verðmætir í okkar huga og þeim verður ekki sagt upp, þótt við getum á þessum tímapunkti ekki metið hvernig málin þróast.“ - gag Varnarliðið með flugþjónustusamning við Essó síðustu 38 ár: Borga eldsneyti tvö næstu árin MANNRÁN Lögreglan í Keflavík rannsakar nú hvers vegna ráðist var á Kristin Óskarsson, mann á sjötugsaldri sem búsettur er í Garði, en fjórir menn ruddust inn á heimili hans, lömdu hann og óku á brott með hann í farangurs- geymslu bifreiðar. Ráðist var á Kristin á laugardagskvöld. Eftir sjö tíma akstur slapp Kristinn úr farangursgeymslu bílsins og hljóp að bænum Múla í Biskupstungum þar sem hann leit- aði sér aðstoðar. Ekki er ljóst hvers vegna menn- irnir réðust á Kristin en við yfir- heyrslu hjá lögreglunni í Keflavík hefur Kristinn greint frá því að mennirnir hafi spurt hvort Krist- inn kallaði sig Kidda. Kristinn svaraði því játandi, og réðust þá mennirnir á Kristin með þeim afleiðingum að hann hlaut tölu- verða áverka í andliti og á líkama. Karl Hermannsson, yfirlög- regluþjónn í Keflavík, segir málið vera litið alvarlegum augum. „Miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir í málinu þá lítur út fyrir að árásin á Kristin hafi verið tilefnislaus. Við munum halda rannsókn áfram og leitum nú þeirra fjögurra sem að árásinni komu.“ Lögreglan rannsakar málið sem mannrán. Ítarlegt viðtal við Kristin verður sýnt í fréttaskýr- ingaþættinum Kompási næstkom- andi sunnudagskvöld á Stöð 2 og NFS. -mh Maður á sjötugsaldri var laminn á heimili sínu að því er virðist að tilefnislausu: Slapp eftir sjö tíma í skottinu KRISTINN ÓSKARSSON Það stórsá á Kristni eftir árásina, en hann þurfti að auki að liggja í farangurgeymslu bifreiðar í meira en sjö klukkustundir. FRÉTTABLAÐIÐ/NFS SAMGÖNGUR Sturla Böðvarsson samgönguráðherra er andvígur afnámi hámarkstaxta leigubifreiða, en Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að þeir skuli felldir niður eftir nokkar vikur. Ögmundur Jónasson þingmaður vinstri grænna tók málið upp á Alþingi í gær og sagði að neytendur hefðu nánast verið leiddir inn í frumskóg þegar hámarkstaxtar voru afnumdir í Svíþjóð á sínum tíma. Þeir hefðu hækkað um rúm- lega átta prósent þegar hámarks- taxtar voru afnumdir í Noregi. Þannig geti samkeppni stundum komið neytendum illa. „Bent hefur verið á að leigubílstjóri sem á völ á fjölda viðskiptavina á illviðrisdegi, ég tala nú ekki um að nóttu til í slæmu veðri, gæti freistast til þess að láta bjóða í farið og nokkuð hátt við slíkar aðstæður. Væri slíkt fyr- irkomulag heppilegt? Ég held ekki.“ Ögmundur bætti við að engar regl- ur samfara breytingunum væru farnar að líta dagsins ljós. Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, sagði samkeppnismál ekki heyra undir samgönguráðuneytið þótt málefni leigubíla gerðu það. Hann sagði leigubíla mjög mikil- væga. Þeir væru háðir fjölda leyfa á nokkrum svæðum og nýlega hefðu Suðurnes og höfuðborgar- svæðið verið sameinað í eitt. „Það hefur verið afstaða samgönguráðuneytisins að það væri ekki skynsamlegt við þessar aðstæður, þar sem leyfin eru takmörkuð, að afnema þetta hámarks- gjald.“ Samgönguráð- herra kvaðst hafa talað skýrt í þessu máli og gert Sam- keppniseftirlitinu grein fyrir afstöðu ráðuneytisins. Þingmenn tóku undir þetta utan Jóhann Ársælsson, Samfylkingunni, sem kvaðst mót- fallinn því að ríkið skipti sér af fjölda leigubíla. „Það er aftan úr öldum að skipta sér af því að fólk megi ekki gera út leigubíla eins og aðra atvinnustarfsemi í þessu landi.“ Guðmundur Hallvarðsson, for- maður samgöngunefndar, fagnaði afstöðu samgönguráðherra og sagði að með afnámi hámarks- taxta gætu einhverjir misnotað aðstöðuna og það gæti bitnað á ferðamönnum sem eigi að geta treyst aðilum í leigubíla- akstri. johannh@frettabladid.is Sjá einnig síðu 15 Hámarkstaxti leigu- bíla verði óbreyttur Samgönguráðherra telur óráðlegt að afnema hámarkstaxta leigubíla eins og Samkeppniseftirlitið hefur lagt til. Hugsanlega þarf að breyta samkeppnislög- um ef ríkið ætlar áfram að takmarka fjölda og hámarkstaxta leigubíla. STURLA BÖÐVARSSON SAMGÖNGURÁÐHERRA Sturla hefur gert Sam- keppniseftirlitinu grein fyrir að samgönguyfir- völd telji óskynsamlegt að afnema hámarkstaxta leigubifreiða MEÐ 38 ÁRA ÞJÓNUSTUSAMNING VIÐ HERINN Kolbeinn Finnsson og Smári Þ. Sigurðsson hjá Esso segja erfitt að meta hvaða áhrif brotthvarf þotna af Keflavík- urflugvelli hafi á störf þeirra. Engum verði sagt upp störfum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LEIGUBÍLAR Gjaldskrá leigubíla hækkaði um meira en átta prósent þegar hámarkstaxti var afnuminn í Noregi. KJÖRKASSINN Hefurðu áhyggjur af því að verð- bólga aukist á næstunni? Já 84% Nei 16% SPURNING DAGSINS Í DAG Óttastu aukið atvinnuleysi á næstunni? Segðu þína skoðun á visir.is UTANRÍKISMÁL Geir H. Haarde utanríkisráðherra átti fund með þýskum starfsbróður sínum, Frank-Walter Steinmeier í Berlín í gær. Gerði Geir grein fyrir þeirri stöðu sem upp er komin í varnar- samstarfinu við Bandaríkin. Ráðherrarnir ræddu einnig Evrópumál; stöðu EES og þróun Evrópusambandsins. Einnig var farið yfir tvíhliða samskipti Íslands og Þýskalands og rætt um að efla þau enn frekar. Þá vígði Geir nýjan sendiherra- bústað Íslands í Berlín, en hann mun jafnframt gegna hlutverki menningarmiðstöðvar fyrir íslenska samtímamenningu. - aa Geir Haarde í Þýskalandi: Varnarmálin rædd í Berlín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.