Fréttablaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 55
Skeifan 4 • s. 5881818
betra bragð
betri gæði
betra verð
Allt í tælenska
matinn
Hljómsveitin Cynic Guru heldur
tónleika á Nasa í kvöld til að fagna
útgáfusamningi við breska plötu-
fyrirtækið Fat Northerner
Records.
Fyrsta smáskífulagið af plöt-
unni Iceland, Drugs, verður gefið
út í Bretlandi 12. júní. Í tilefni þess
ætlar sveitin í tónleikaferð um
Bretland frá 1. til 10. júní. Með
henni í för verður Skagasveitin
Worm is Green. Cynic Guru ætlar
einnig í tónleikaferð um Japan
síðar á árinu en platan var gefin
þar út fyrir rúmum mánuði.
„Þetta verður fyrsta tónleika-
ferðin okkar til útlanda,“ segir Rol-
and Hartwell, forsprakki Cynic
Guru. Hann segir að þátttaka sveit-
arinnar í Iceland Airwaves-tón-
leikahátíðinni í fyrra hafi vakið
athygli utan landsteinanna. „Við
vorum á Iceland-Airwaves safn-
plötunni með lagið Drugs. Diskur-
inn fylgdi síðan með tímaritinu
Music Week og það voru tvö fyrir-
tæki sem heyrðu lagið og leist
mjög vel á,“ segir Roland, sem er
vitaskuld mjög spenntur fyrir tón-
leikaferðinni.
Tónleikarnir í kvöld hefjast
klukkan 20.00. Dean Ferrell og The
Teleford Mining Disaster sjá um
upphitun. Aðgangseyrir er enginn.
Útgáfusamningi
fagnað í kvöld
CYNIC GURU Hljómsveitin Cynic Guru heldur tónleika á Nasa í kvöld.
Fram til 23. apríl verður franskur
mánuður á veitingastaðnum Fjala-
kettinum í Aðalstræti. Franskra
áhrifa hefur alltaf gætt í mat-
reiðslu veitingastaða hérlendis þó
síðari ár hafi hin svokallaða bræð-
ingsmatreiðsla eða „fusion“ verið
meira áberandi. Bræðingseldhús-
ið er í grunninn blanda af frönsku
eldhúsi og austurlenskri mat-
reiðslu en hefur þróast í það að
vera frjáls matreiðsla og jafnvel
óöguð að mati sumra.
Matreiðslumeistararnir á Fjala-
kettinum hafa kosið að leita í
klassíkina og sett saman skemmti-
legan matseðil sem byggir á þeim
gömlu og góðu gildum sem ein-
kenna franskt eldhús. Að sjálf-
sögðu verður einnig boðið upp á
gott úrval góðra vína og má nefna
Willm og René Muré frá Alsace,
Pierre Andre frá Bourgogne,
Sancerre frá Loire og að sjálf-
sögðu Bollinger. Einnig verður á
boðstólum úrval af því besta sem
Bordeaux hefur upp á að bjóða
eins og Chateau Petrus sem er eitt
dýrasta vín í heimi. Þess ber að
nefna að Fjalakötturinn ætlar að
selja þessi vín með afar vægri
álagningu.
Franskur
Fjalaköttur