Fréttablaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 55
Skeifan 4 • s. 5881818 betra bragð betri gæði betra verð Allt í tælenska matinn Hljómsveitin Cynic Guru heldur tónleika á Nasa í kvöld til að fagna útgáfusamningi við breska plötu- fyrirtækið Fat Northerner Records. Fyrsta smáskífulagið af plöt- unni Iceland, Drugs, verður gefið út í Bretlandi 12. júní. Í tilefni þess ætlar sveitin í tónleikaferð um Bretland frá 1. til 10. júní. Með henni í för verður Skagasveitin Worm is Green. Cynic Guru ætlar einnig í tónleikaferð um Japan síðar á árinu en platan var gefin þar út fyrir rúmum mánuði. „Þetta verður fyrsta tónleika- ferðin okkar til útlanda,“ segir Rol- and Hartwell, forsprakki Cynic Guru. Hann segir að þátttaka sveit- arinnar í Iceland Airwaves-tón- leikahátíðinni í fyrra hafi vakið athygli utan landsteinanna. „Við vorum á Iceland-Airwaves safn- plötunni með lagið Drugs. Diskur- inn fylgdi síðan með tímaritinu Music Week og það voru tvö fyrir- tæki sem heyrðu lagið og leist mjög vel á,“ segir Roland, sem er vitaskuld mjög spenntur fyrir tón- leikaferðinni. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20.00. Dean Ferrell og The Teleford Mining Disaster sjá um upphitun. Aðgangseyrir er enginn. Útgáfusamningi fagnað í kvöld CYNIC GURU Hljómsveitin Cynic Guru heldur tónleika á Nasa í kvöld. Fram til 23. apríl verður franskur mánuður á veitingastaðnum Fjala- kettinum í Aðalstræti. Franskra áhrifa hefur alltaf gætt í mat- reiðslu veitingastaða hérlendis þó síðari ár hafi hin svokallaða bræð- ingsmatreiðsla eða „fusion“ verið meira áberandi. Bræðingseldhús- ið er í grunninn blanda af frönsku eldhúsi og austurlenskri mat- reiðslu en hefur þróast í það að vera frjáls matreiðsla og jafnvel óöguð að mati sumra. Matreiðslumeistararnir á Fjala- kettinum hafa kosið að leita í klassíkina og sett saman skemmti- legan matseðil sem byggir á þeim gömlu og góðu gildum sem ein- kenna franskt eldhús. Að sjálf- sögðu verður einnig boðið upp á gott úrval góðra vína og má nefna Willm og René Muré frá Alsace, Pierre Andre frá Bourgogne, Sancerre frá Loire og að sjálf- sögðu Bollinger. Einnig verður á boðstólum úrval af því besta sem Bordeaux hefur upp á að bjóða eins og Chateau Petrus sem er eitt dýrasta vín í heimi. Þess ber að nefna að Fjalakötturinn ætlar að selja þessi vín með afar vægri álagningu. Franskur Fjalaköttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.