Fréttablaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 50
29. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR26
menning@frettabladid.is
Kl. 20.30
Tónverk Gunnars Þórðarsonar,
Brynjólfsmessa, verður flutt í
Grafarvogskirkju. Kórar Grafar-
vogskirkju, Skálholtsdómkirkju og
Keflavíkurkirkju flytja verkið ásamt
einsöngvurunum Sigrúnu Hjálmtýs-
dóttur og Jóhanni Friðgeiri Valdi-
marssyni og hljómsveitinni Jóns
Leifs Camerata. Stjórnandi Hákon
Leifsson.
> Ekki missa af...
Barnaleikritinu Hodja frá
Pjort sem sýnt er hjá Leik-
félagi Hafnarfjarðar. Verkið
byggir á sögu Ole Lund
Kirkegaard en leikstjóri er
Ármann Guðmundsson.
Hljómsveitunum Hoffman
og Benny Crespo´s Gang
sem leika á Dillon á morg-
un kl. 22.30. Ókeypis inn.
Sýningunni „Stað úr stað“
eftir Örnu Valsdóttur á
Café Karólínu og „Týnda
fiðrildinu“ hans Óla G. á
Karólínu Restaurant.
Forleggjarar JPV hafa
verið ötulir með
pennann undanfarið
og gengið frá útgáfu-
samningum við for-
lög á meginlandinu
sem hyggjast gefa út
þýðingar á verkum
íslenskra höfunda.
Fyrst ber að nefna
að Svanurinn,
skáldsaga Guðbergs
Bergssonar frá árinu
1991, hefur verið
seld til Hollands en
bókin hefur þegar
komið út á tólf
tungumálum og hlotið frábærar viðtökur.
Útgáfurétturinn á Tíma nornarinnar eftir Árna Þór-
arinsson, einnar söluhæstu bókar síðasta árs, hefur
verið seldur til Þýska-
lands, Ítalíu, Noregs,
Finnlands, Danmerk-
ur og Hollands fyrir
metfé en nýlega
bættust Frakkland og
Tékkland við og fleiri
samningar kunna að
vera í bígerð.
Metsölubókin
Valkyrjur eftir Þráin
Bertelsson hefur
einnig verið seld
til Þýskalands en
DTV, einn stærsti
útgefandi þar í landi,
hreppti hnossið
þegar þýsku forlögin bitust um verkið, en forlagið
vinnur ennfremur að frekari útbreiðslu á öðrum
verkum Þráins.
Íslenskar bækur út
!
Þeir sem misstu af sótsvörtu kóm-
edíunni Forðist okkur eftir Hug-
leik Dagsson geta tekið gleði sína
því leiksýningin fer aftur á fjal-
irnar í Borgarleikhúsinu nú á vor-
dögum. Valur Freyr Einarsson,
leikari og forsprakki leikhópsins
Common Nonsense, er einn af
aðstandendum sýningarinnar sem
sló eftirminnilega í gegn fyrr í
vetur en hann segir að aðsóknin
hafi verið vonum framar.
Verkið er unnið upp úr róm-
an tískum en ósmekklegum hug-
myndaheimi Hugleiks sem birtist í
myndasögubókunum Elskið okkur,
Drepið okkur og Ríðið okkur en
Valur kveðst strax hafa séð heil-
mikið leikhús í bókunum. „Hugleik-
ur er mikill sagnamaður og hann
spann þessar sögur saman fyrir
okkur en í leikritinu sjáum við hvað
gerist bæði fyrir og eftir augna-
blikin sem sjást í bókunum.“
Valur segir að verkinu hafi
verið vel tekið af öllum aldurshóp-
um en það hafi komið honum nokk-
uð á óvart að leikhúsgestir í eldri
kantinum hafi líka sýnt verkinu
mikinn áhuga. „Sýningin spurðist
svo vel út,“ segir Valur en sam-
starfi Hugleiks og Common Nons-
ense er langt því frá lokið því Hug-
leikur vinnur nú að söngleiknum
Legi sem leikhópurinn mun setja
upp á næsta leikári.
Meinsemdir nútímamannsins í
allri sinni dýrð og ljótleika leika
lausum hala á sviðinu en Valur
áréttar að verkið sé kómedía með
sterkar meiningar, en móralskur
boðskapur verksins sé kominn úr
stemningu bókanna. „Hugleikur
fær sinn innblástur úr nútímanum,
úr DV og öðru slíku,“ segir Valur
og bendir á að persónur verksins
séu ekki beinlínis aðlaðandi. „Það
er kannski það sem fólk ætti að
forðast, að verða eins og þessar
persónur.“
Leikstjórar sýningarinnar eru
Stefán Jónsson og Ólöf Ingólfs-
dóttir en um leikmynd sér Ilmur
Stefánsdóttir. Aðeins tíu aukasýn-
ingar verða á Forðist okkur að
þessu sinni. Hinar fyrri verða nú
um helgina og hinar síðari næstu
tvær helgar. Nú á föstudaginn
verður líka haldin fermingarveisla
í anddyri Borgarleikhússins til að
fagna útkomu bókarinnar Fermið
okkur eftir Hugleik en hann mun
troða upp ásamt Hljómsveit Benna
Hemm Hemm og frumflytja lag í
tilefni dagsins. -khh
Forðist okkur – Fermið okkur
FORÐIST OKKUR Magnea Björk Valdimars-
dóttir í hlutverki sínu.
Óperettan Nótt í Feneyjum
eftir Johann Strauss verður
frumsýnd í kvöld. Ungir
og upprennandi söngvarar
stíga þar á svið á vegum
Óperustúdíós Íslensku óp-
erunnar.
Þetta er þriðja sýningin á vegum
Óperustúdíósins og sú viðamesta
til þessa en Daníel Bjarnason,
hljómsveitarstjóri sýningarinnar,
segir að þetta tækifæri sé mikil-
vægt fyrir alla aðstandendur sýn-
ingarinnar. „Allir söngvaranir eru
nemar og hljómsveitin er líka skip-
uð nemendum en leikstjórinn og
aðrir eru atvinnumenn. Sýningin er
síðan unnin alveg eins og venjuleg
sýning hjá Íslensku óperunni.
Krakkarnir fá þannig að kynnast
því hvernig það er í raun og veru að
vinna í óperuhúsi og setja upp
alvöru óperusýningu.“ Þetta er í
fyrsta skipti sem Daníel starfar
með Óperustúdíóinu en hann stund-
ar nám í hljómsveitarstjórn í Frei-
burg í Þýskalandi.
Afdrifarík nótt
Daníel segir að Nótt í Feneyjum sé
mjög hefðbundin óperetta eftir
Strauss. „Það er mjög létt yfir
þessu verki og músíkin er einkenn-
andi fyrir Strauss – mjög skemmti-
leg og dálítið áhyggjulaus.“ Verkið
hefur verið staðfært að hluta og nú
gerist farsakennd atburðarrásin í
Reykjavík nútímans en aðalpers-
ónan, hertoginn Herzog sem held-
ur afdrifaríkan grímudansleik í
verkinu, er slagarasöngvari sem
gengur undir nafninu Partí-Hans.
Þetta er í fyrsta skipti sem þessi
óperetta Strauss er flutt hérlendis
en höfundurinn samdi alls 16 óper-
ettur á ferli sínum, þar á meðal
Leðurblökuna og Sígaunabarón-
inn.
Viðamikil sýning
Um fimmtíu manns mættu í
áheyrnarprufu vegna verkefnisins
í haust svo ljóst var frá upphafi að
örðugt myndi reynast að gera upp
á milli margra hæfileikaríkra
söngnema. Alls taka um áttatíu
manns þátt í uppsetningunni, þar
af fimmtán einsöngvarar, fjörutíu
manna hljómsveit skipuð nemend-
um úr tónlistarskólunum á höfuð-
borgarsvæðinu og ellefu manna
kór. Sýningunni er leikstýrt af
Uschi Horner en Kurt Kopecky,
tónlistarstjóri óperunnar, hefur
umsjón með Óperustúdíóinu.
Aðeins sex sýningar verða á
óperettunni en verkið er frumsýnt
í kvöld kl. 20.00.
Léttleikandi óperetta
ÓPERETTAN NÓTT Í FENEYJUM FRUMSÝND Á ÍSLANDI Ásgeir Páll Ágústsson söngvari í
kröppum dansi. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI
GUÐBERGUR BERGSSON RITHÖFUNDUR
ashtanga vinyasa jóga
byrjendanámskei›
3. apríl til 26. apríl ~ skráning hafin
kennari ingibjörg stefánsdóttir
skráning í síma 553 0203 og yoga@yogashala.is
engjateigur 5 www.yogashala.isyoga shala
vinyasa kraftjóga ~ mjúkir og rólegir hatha jógatímar
ZAPPA
PLAYS
ZAPPA
miðasala 2. apríl
www.rr.is