Fréttablaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 14
14 29. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR
Volvo XC90 W/G 2.4 Turbo
Fyrst skráður 03/2005, ekinn 28.000 km.
Vél: 2400cc, diesel.
Litur: Dökkgrár.
Verð: 5.900.000 kr.
Hlaðinn aukabúnaði.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
31
98
7
0
3/
20
06
Audi A4 W/G
Fyrst skráður 02/2005 , ekinn 12.000 km.
Vél: 2000cc, sjálfskiptur.
Litur: Svartur.
Verð: 3.390.000 kr.
Viðarklæðning í mælaborði, Ambition leðurinnrétting,
skriðstillir, Xenon ljós, sóllúga
Peugeot 407 W/G V6
Fyrst skráður 07/2005, ekinn 9.000 km.
Vél: 3000cc, sjálfskiptur.
Litur: Dökkgrár.
Verð: 2.890.000 kr.
Audi A6 S/D Quattro
Fyrst skráður 10/2001, ekinn 122.000 km.
Vél: 2800cc, sjálfskiptur.
Litur: Svartur.
Verð: 2.550.000 kr.
18" álfelgur, sóllúga og fleira.
Lexus RX300
Fyrst skráður 12/2002, ekinn 35.000 km.
Vél: 3000cc, sjálfskiptur.
Litur: Grár.
Verð: 3.490.000 kr.
Luxury/Sóllúga.
Framsæknir og reynsluríkir með ábyrgð
Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð.
Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070.
BETRI NOTAÐIR BÍLAR
Alltaf góð tilboð í tilboðshorninu okkar,
- sjá nánar á www.toyota.is notaðir bílar.
www.toyota.is
.
BMW X3
Fyrst skráður 08/2004, ekinn 16.000 km.
Vél: 3000cc, sjálfskiptur.
Litur: Dökkrauður.
Verð: 3.990.000 kr.
Leðurklæðning, sóllúga, samlitur.
DÓMSMÁL Margdæmdur síbrota-
maður hlaut sjö mánaða dóm í
Héraðsdómi Norðurlands eystra
í gær eftir að hafa ráðist að og
bitið lögreglumann en dómurinn
var skilorðsbundinn þar sem tvö
og hálft ár leið frá broti til útgáfu
ákæru.
Eru málavextir þeir að maður-
inn, Daníel Sævar Pétursson, sem
smitaður er af lifrarbólgu C réðst
að lögreglumanni á lögreglustöð-
inni á Sauðárkróki í febrúar 2003
og beit hann í handarbakið. Lifar-
bólga C veldur viðvarandi lifrar-
bólgu og er ólæknandi og tók
það tíu mánuði að ganga úr
skugga um að lögreglumaðurinn
hefði ekki smitast vegna árásar-
innar.
Hefur maðurinn ítrekað lent í
kast við lögin fyrir ýmis brot
gegnum tíðina og var meðal ann-
ars dæmdur til fjórtán mánaða
fangelsisvistar fyrir stórfellda
líkamsárás árið 2001. Gengur
hann nú laus vegna óútskýrðra
tafa við meðferð málsins en dóm-
ari taldi að vegna dráttarins
skyldi skilorðsbinda alla refsingu
mannsins. Fellur hún með öllu
niður haldi maðurinn skilorð
næstu þrjú árin.
Heimildarmenn Fréttablaðs-
ins segja tafir málsins liggja hjá
fulltrúum sýslumanns en tvisvar
sinnum þurfti að senda saksókn-
ara málið til ákæru og leið heilt
ár þar á milli. - aöe
LÖGREGLUSTÖÐIN Á SAUÐÁRKRÓKI Þar
átti hin fólskulega árás Daníels Sævars á
lögregluþjón sér stað í febrúar 2003. Vegna
tafa hlaut hann einungis skilorðsbundinn
dóm. MYND/ÁRNI PÁLSSON
Margdæmdur síbrotamaður hlaut skilorð vegna óútskýrðra tafa ákæruvaldsins:
Frjáls eftir árás á lögreglu
EFNAHAGSLÍF Forráðamenn fyrir-
tækja sem telja aðstæður í efna-
hagslífinu almennt góðar eru um 75
prósent svarenda í könnun IMG
Gallups um stöðu og horfur stærstu
fyrirtækja á Íslandi. Könnunin er
samstarfsverkefni fjármálaráðu-
neytisins, Samtaka atvinnulífsins
og Seðlabanka Íslands og var gerð á
tímabilinu 9. febrúar til 3. mars
2006. Alls voru 388 fyrirtæki í end-
anlegu úrtaki og svarhlutfall 68,3
prósent. Stuðst var við heildarlauna-
greiðslur þegar stærstu fyrirtækin
voru valin.
Um ellefu prósent telja að
aðstæður í efnahagslífinu séu slæm-
ar og hefur hlutfall þeirra sem telja
núverandi aðstæður almennt góðar
vaxið frá seinustu mælingu sem fór
fram í október 2005.
Forsvarsmenn fyrirtækja á
landsbyggðinni sem telja núverandi
aðstæður góðar eru 62 prósent á
móti 80 prósentum á höfuðborgar-
svæðinu.
Ákveðinnar svartsýni gætir
þegar beðið er um mat á stöðu efna-
hagsmála tólf mánuði fram í tímann
en 36 prósent telja að aðstæður
muni versna en tuttugu prósent
aðspurðra telja að þær muni batna.
Ef borin eru saman viðhorf for-
ráðamanna mismunandi atvinnu-
greina þá eru það helst fyrirtæki í
sjávarútvegi sem eru almennt bjart-
sýnni um horfur á næstu tólf mán-
uðum samanborið við aðrar atvinnu-
greinar. - sdg
FISKVINNSLA Forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækja eru bjartsýnastir um horfur á næstu tólf mánuðum samanborið við aðra.
Könnun IMG Gallup um viðhorf forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja:
Svartsýni með horfur út árið
EYÐILEGGING Þessi írakska kona horfði út
um brotinn glugga í Bagdad í gær og virti
fyrir sér eyðilegginguna eftir sprengingu
sem varð á mánudaginn þegar flugskeyti
lenti á höfuðstöðvum sjía-flokksins Fadhila.
Sjö manns létust og að minnsta kosti
þrjátíu særðust, þar á meðal börn.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SVÍÞJÓÐ Þekktasti njósnari Svía,
Stig Wennerström, er látinn. Hann
lést úr elli í síðustu viku á einka-
reknu dvalarheimili aldraðra í
nágrenni Stokkhólms, 99 ára gam-
all. Hann hefði orðið 100 ára í
ágúst. Njósnarinn verður jarð-
sunginn í kyrrþey, að sögn vefút-
gáfu Aftonbladet.
Stig Wennerström var ofursti
að tign. Hann var dæmdur árið
1964 fyrir 15 ára njósnir í þágu
Sovétríkjanna og var litið á hann
sem þekktasta og afkastamesta
njósnara Svía. Hann sat í tíu ár í
fangelsi en var þá látinn laus og
lifði kyrrlátu lífi með fjölskyldu
sinni eftir það. - ghs
Svíþjóð:
Þekktur njósn-
ari er látinn
Brot á vinnulöggjöf Verktaki var
sektaður um 90 þúsund krónur fyrir brot
á lögum um öryggi á vinnustað. Hafði
hann unglinga við störf án tilskilinna
öryggisvarna en sektin var ekki þyngri
þar sem hann lagfærði strax í kjölfarið
vinnuaðstöðuna.
DÓMSMÁL
SVEITARSTJÓRNARMÁL Fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna í Fjarðabyggð
hefur stillt upp framboðslista fyrir
kosningarnar í vor.
Miklar breytingar eru á listanum
frá síðustu kosningum þar sem báðir
núverandi bæjarfulltrúar flokksins
gáfu ekki kost á sér á lista. Efsta
sæti skipar Valdimar O. Hermanns-
son rekstrarstjóri. Í næstu sætum
sitja Jóhanna Hallgrímsdóttir æsku-
lýðs- og íþróttafulltrúi og Jens Garð-
ar Helgason framkvæmdastjóri.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í
minnihluta á þessu kjörtímabili. - sdg
Bæjarmál í Fjarðabyggð:
Framboðslisti
D-lista í vor