Fréttablaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 14
14 29. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR Volvo XC90 W/G 2.4 Turbo Fyrst skráður 03/2005, ekinn 28.000 km. Vél: 2400cc, diesel. Litur: Dökkgrár. Verð: 5.900.000 kr. Hlaðinn aukabúnaði. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 31 98 7 0 3/ 20 06 Audi A4 W/G Fyrst skráður 02/2005 , ekinn 12.000 km. Vél: 2000cc, sjálfskiptur. Litur: Svartur. Verð: 3.390.000 kr. Viðarklæðning í mælaborði, Ambition leðurinnrétting, skriðstillir, Xenon ljós, sóllúga Peugeot 407 W/G V6 Fyrst skráður 07/2005, ekinn 9.000 km. Vél: 3000cc, sjálfskiptur. Litur: Dökkgrár. Verð: 2.890.000 kr. Audi A6 S/D Quattro Fyrst skráður 10/2001, ekinn 122.000 km. Vél: 2800cc, sjálfskiptur. Litur: Svartur. Verð: 2.550.000 kr. 18" álfelgur, sóllúga og fleira. Lexus RX300 Fyrst skráður 12/2002, ekinn 35.000 km. Vél: 3000cc, sjálfskiptur. Litur: Grár. Verð: 3.490.000 kr. Luxury/Sóllúga. Framsæknir og reynsluríkir með ábyrgð Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. BETRI NOTAÐIR BÍLAR Alltaf góð tilboð í tilboðshorninu okkar, - sjá nánar á www.toyota.is notaðir bílar. www.toyota.is . BMW X3 Fyrst skráður 08/2004, ekinn 16.000 km. Vél: 3000cc, sjálfskiptur. Litur: Dökkrauður. Verð: 3.990.000 kr. Leðurklæðning, sóllúga, samlitur. DÓMSMÁL Margdæmdur síbrota- maður hlaut sjö mánaða dóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær eftir að hafa ráðist að og bitið lögreglumann en dómurinn var skilorðsbundinn þar sem tvö og hálft ár leið frá broti til útgáfu ákæru. Eru málavextir þeir að maður- inn, Daníel Sævar Pétursson, sem smitaður er af lifrarbólgu C réðst að lögreglumanni á lögreglustöð- inni á Sauðárkróki í febrúar 2003 og beit hann í handarbakið. Lifar- bólga C veldur viðvarandi lifrar- bólgu og er ólæknandi og tók það tíu mánuði að ganga úr skugga um að lögreglumaðurinn hefði ekki smitast vegna árásar- innar. Hefur maðurinn ítrekað lent í kast við lögin fyrir ýmis brot gegnum tíðina og var meðal ann- ars dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás árið 2001. Gengur hann nú laus vegna óútskýrðra tafa við meðferð málsins en dóm- ari taldi að vegna dráttarins skyldi skilorðsbinda alla refsingu mannsins. Fellur hún með öllu niður haldi maðurinn skilorð næstu þrjú árin. Heimildarmenn Fréttablaðs- ins segja tafir málsins liggja hjá fulltrúum sýslumanns en tvisvar sinnum þurfti að senda saksókn- ara málið til ákæru og leið heilt ár þar á milli. - aöe LÖGREGLUSTÖÐIN Á SAUÐÁRKRÓKI Þar átti hin fólskulega árás Daníels Sævars á lögregluþjón sér stað í febrúar 2003. Vegna tafa hlaut hann einungis skilorðsbundinn dóm. MYND/ÁRNI PÁLSSON Margdæmdur síbrotamaður hlaut skilorð vegna óútskýrðra tafa ákæruvaldsins: Frjáls eftir árás á lögreglu EFNAHAGSLÍF Forráðamenn fyrir- tækja sem telja aðstæður í efna- hagslífinu almennt góðar eru um 75 prósent svarenda í könnun IMG Gallups um stöðu og horfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. Könnunin er samstarfsverkefni fjármálaráðu- neytisins, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands og var gerð á tímabilinu 9. febrúar til 3. mars 2006. Alls voru 388 fyrirtæki í end- anlegu úrtaki og svarhlutfall 68,3 prósent. Stuðst var við heildarlauna- greiðslur þegar stærstu fyrirtækin voru valin. Um ellefu prósent telja að aðstæður í efnahagslífinu séu slæm- ar og hefur hlutfall þeirra sem telja núverandi aðstæður almennt góðar vaxið frá seinustu mælingu sem fór fram í október 2005. Forsvarsmenn fyrirtækja á landsbyggðinni sem telja núverandi aðstæður góðar eru 62 prósent á móti 80 prósentum á höfuðborgar- svæðinu. Ákveðinnar svartsýni gætir þegar beðið er um mat á stöðu efna- hagsmála tólf mánuði fram í tímann en 36 prósent telja að aðstæður muni versna en tuttugu prósent aðspurðra telja að þær muni batna. Ef borin eru saman viðhorf for- ráðamanna mismunandi atvinnu- greina þá eru það helst fyrirtæki í sjávarútvegi sem eru almennt bjart- sýnni um horfur á næstu tólf mán- uðum samanborið við aðrar atvinnu- greinar. - sdg FISKVINNSLA Forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækja eru bjartsýnastir um horfur á næstu tólf mánuðum samanborið við aðra. Könnun IMG Gallup um viðhorf forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja: Svartsýni með horfur út árið EYÐILEGGING Þessi írakska kona horfði út um brotinn glugga í Bagdad í gær og virti fyrir sér eyðilegginguna eftir sprengingu sem varð á mánudaginn þegar flugskeyti lenti á höfuðstöðvum sjía-flokksins Fadhila. Sjö manns létust og að minnsta kosti þrjátíu særðust, þar á meðal börn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVÍÞJÓÐ Þekktasti njósnari Svía, Stig Wennerström, er látinn. Hann lést úr elli í síðustu viku á einka- reknu dvalarheimili aldraðra í nágrenni Stokkhólms, 99 ára gam- all. Hann hefði orðið 100 ára í ágúst. Njósnarinn verður jarð- sunginn í kyrrþey, að sögn vefút- gáfu Aftonbladet. Stig Wennerström var ofursti að tign. Hann var dæmdur árið 1964 fyrir 15 ára njósnir í þágu Sovétríkjanna og var litið á hann sem þekktasta og afkastamesta njósnara Svía. Hann sat í tíu ár í fangelsi en var þá látinn laus og lifði kyrrlátu lífi með fjölskyldu sinni eftir það. - ghs Svíþjóð: Þekktur njósn- ari er látinn Brot á vinnulöggjöf Verktaki var sektaður um 90 þúsund krónur fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað. Hafði hann unglinga við störf án tilskilinna öryggisvarna en sektin var ekki þyngri þar sem hann lagfærði strax í kjölfarið vinnuaðstöðuna. DÓMSMÁL SVEITARSTJÓRNARMÁL Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Fjarðabyggð hefur stillt upp framboðslista fyrir kosningarnar í vor. Miklar breytingar eru á listanum frá síðustu kosningum þar sem báðir núverandi bæjarfulltrúar flokksins gáfu ekki kost á sér á lista. Efsta sæti skipar Valdimar O. Hermanns- son rekstrarstjóri. Í næstu sætum sitja Jóhanna Hallgrímsdóttir æsku- lýðs- og íþróttafulltrúi og Jens Garð- ar Helgason framkvæmdastjóri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í minnihluta á þessu kjörtímabili. - sdg Bæjarmál í Fjarðabyggð: Framboðslisti D-lista í vor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.