Fréttablaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 46
 29. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR22 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000.Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ásthildur Magnúsdóttir frá Tjaldanesi, andaðist á Landspítala Háskólasjúkrahúsi fimmtudaginn 23. mars sl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi fimmtudaginn 30. mars nk. og hefst athöfnin kl. 15.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Fyrir hönd aðstandenda, Kristjón, Hólmfríður og Lára Sigurðarbörn Ásthildur, Guðrún og Þórarinn Magnúsarbörn. JARÐARFARIR 13.00 Jón Ólafur Halldórsson, Birkiholti 4, Bessastaða- hreppi, verður jarðsunginn frá Bessastaðakirkju. 14.00 Sigurbjörn Stefánsson bóndi, Nesjum, verður jarð- sunginn frá Hvalneskirkju miðvikudaginn 29. mars. 15.00 Ingvi Elías Valdimars- son húsasmíðameistari, Álfaheiði 8a, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju. 15.00 Arnar Freyr Valdimarsson, Efstuhlíð 25, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju. ANDLÁT Rósa Ólafsdóttir, Vesturgötu 14a, lést á Heilbrigðisstofunun Suður- nesja sunnudaginn 19. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Hilmar Ölver Sigurðsson lést í Gautaborg sunnudaginn 26. mars. Útför fer fram í kyrrþey. Kristín Kristjánsdóttir frá Hnífs- dal, Sjafnarvöllum 2, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 26. mars. Karl Þorsteinsson, Hörðalandi 6, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans þriðjudaginn 21. mars. Sigrún Lilja Eiríksdóttir, Vatns- holti 3a, Keflavík, lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja föstudaginn 24. mars. Þorleifur Óli Jónsson, Hátúni 12, lést mánudaginn 20. mars. Úför hefur farið fram í kyrrþey. Jóna Þórðardóttir, Ljósheimum 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 16. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey. AFMÆLI Hera Björk Þór- hallsdóttir söng- kona er 34 ára. Laufey Steingríms- dóttir matvæla- fræðingur er 59 ára. Guðrún Þ. Step- hensen leikkona er 75 ára. Í dag gefur Íslands- póstur út þrjár frí- merkjaraðir. Verð- gildi þeirra er frá fimmtíu til hundr- að og sextíu krón- ur og koma raðirn- ar úr ýmsum áttum. Ein raðanna þriggja tengist bíósýningum og kvikmyndagerð á Íslandi en það er Hany Hadaya, grafískur hönnuð- ur, sem teiknaði frímerkin. Fyrstu jepparnir eru svo innblástur í aðra frímerkja- röðina, sem Hlynur Ólafs- son teiknaði. Fyrsti fjór- hjóladrifni jeppi landsins var þýskur herjeppi af Tempo Vidal gerð en í seinni heimsstyrjöld- inni komu jepp- ar frá Banda- ríkjunum til landsins. Þriðja frí- merkjaröðin er með þema sem heitir „Náttúru- vættir“. Um er að ræða svoköll- uð Norðurlanda- frímerki og eru þau gefin út í samstarfi við hin Norðrlönd- in. Hönnun var í höndum Dags Hilmarssonar. Ný frímerki Lítið hefur sést til Halldóru Björnsdóttur á fjölunum undanfarið enda hefur hún verið upptekin við annað verkefni. Hún átti lítinn dreng hinn nítjánda þessa mánaðar og verður í fæðing- arorlofi allt næsta leikár. Halldóra heldur upp á fertugsafmælið sitt í dag svo það má eiginlega segja að hún hafi fengið litla strák- inn í æfmælisgjöf. „Það ligg- ur við að ég gleymi því að ég eigi afmæli í þessu amstri,“ segir hún og hlær. Fyrir á hún tvær dætur, eina að verða sextán ára og aðra að verða tíu, en Halldóra var einmitt ófrísk af þeirri yngri þegar hún hélt upp á þrí- tugsafmælið. Afmælisveislur Halldóru hafa vitaskuld litast af þessu barnaláni. „Þrítugsafmælið mitt var bara mjög nett enda var ég komin fimm mánuði á leið og bauð nokkrum vinum og kunningjum í mat heima. Núna breyti ég hins vegar fertugsafmælinu í skírnar- veislu. Við ætlum að skíra hérna heima og vera með skírnartertu og kaffi fyrir fjölskylduna. Ætli ég bjóði ekki líka upp á kransaköku og kampavín í tilefni dags- ins.” Mikil veisluhöld hafa ekki verið vaninn á stóraf- mælum Halldóru hingað til en hún útilokar ekki að það muni breytast. „Það hefur oft verið erfitt að finna góð helgarkvöld til að halda upp á afmælin því ég hef verið að leika mikið. En þar sem ég hef ekki verið partíhæf undanfarin stórafmæli verð ég bara að halda vel upp á fimmtugsafmælið.“ Garðveislur eru ekki í boði fyrir afmælisbörn marsmánaðar og að sögn Halldóru hefur gluggaveðr- ið verið í aðalhlutverki á afmælunum hennar. „Þá er komin vorlykt í loftið svona dag og dag og páskahátíðin á næsta leiti. Sú stemning er farin að ríkja á þessum tíma og það finnst mér mjög nota- legt ef maður horfir fram- hjá páskahretinu. Það er orðið bjart og páskaskraut og páskaliljur farnar að skjóta upp kollinum að ógleymdum páskaeggjun- um. Mér er alltaf minnis- stætt átta ára afmælið mitt sem bar upp á páskadag og ég fékk risapáskaegg í afmælisgjöf frá frænku minni. Þessi frænka var í uppáhaldi lengi á eftir,“ segir Halldóra. Eftir afmælið og barn- eignarleyfið stígur Halldóra aftur á svið Þjóðleikhússins þar sem hún er fastráðin. Síðasta hlutverkið hennar var Hester Swan í leikritinu Mýrarljós og var hún til- nefnd til Grímuverðlaun- anna fyrir frammistöðuna. Að sögn Halldóru stendur hún á tímamótum í leikhús- lífinu um þessar mundir. „Í leikhúsinu breytist aðeins ferillinn hjá manni þegar maður verður fertugur. Maður hættir að skoppa um sviðið í líki ungra meyja og önnur hlutverk taka við, skemmtilegri og krefjast þeirrar reynslu sem maður hefur öðlast.“ HALLDÓRA BJÖRNSSDÓTTIR: FERTUG Í DAG Fékk strák í afmælisgjöf HALLDÓRA BJÖRNSDÓTTIR LEIKKONA Eignaðist líka barn þegar hún var þrítug og heldur í þá venju að bjóða fjöl- skyldunni í kaffiboð á stórafmælum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. MERKISATBURÐIR 1638 Sænskir landnemar stofna byggðina Nýju-Svíþjóð þar sem nú er Delaware-ríki Bandaríkjanna. 1947 Gos hefst í Heklu og voru þá liðin 102 ár síðan síðast hafði gosið í fjallinu. 1961 Lög um launajöfnuð kvenna og karla eru staðfest á Alþingi. Stóð til að fullu jafnrétti yrði náð 1. janúar 1967. 1985 Maður fellur í jökulsprungu í Kverkfjöllum og var ekki bjargað fyrr en eftir 32 klukkustundir. 1999 Hlutabréfavísitalan Dow Jones er 10006.78 stig við lokun markaðar og í fysta sinn yfir 10.000 stiga markinu. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Þorgeir Þórarinsson verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 30. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík. Helga Haraldsdóttir Lúther Þorgeirsson Bryndís Svavarsdóttir Ragnhildur Jóna Þorgeirsdóttir Ragnar Rúnar Þorgeirsson Penkae Phiubaikham Haraldur Þorgeirsson Helga Haraldsdóttir Hafsteinn Þorgeirsson Áslaug Jakobsdóttir Sverrir Þorgeirsson Birna Rut Þorbjörnsdóttir Grétar Þorgeirsson Diana Von Ancen barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. EMANUEL SWEDBERG (1688-1772) LÉST ÞENNAN DAG „Mannkynið er grunnurinn sem himnaríki byggir á.“ Sænski uppfinningamaðurinn Emanuel Swedberg sneri baki við vísindunum um miðjan aldur og einblíndi á trúarlegt líferni. Á þessum degi árið 1973 fór síðasti bandaríski hermaður- inn frá Suður-Víetnam. Tveir mánuðir höfðu þá liðið frá því að friðarsamningur milli Bandaríkjanna, Norður- og Suður-Víetnam og Víetkong hafði verið undirritaður í París. Samningurinn kvað á um að allir stríðsfangar skyldu frelsaðir og var það gert á sama tíma. Við brottför hermannanna lauk beinum afskiptum Bandaríkjamanna af Víetnamstríðinu sem hafði þá staðið yfir í átta ár. Óbeinni þátttöku Bandaríkjanna var þó ekki lokið því sjö þúsund starfs- menn varnarmála- ráðuneytis urðu eftir í Saígon til að aðstoða Suður-Víetnama í áframhaldandi stríði við Norðrið. Þrátt fyrir friðarsamn- inginn og brottför hermannanna hélt stríðið áfram fram í apríl 1975. Þrítugasta apríl 1975 féll Saígon í hendur Norður- Víetnömum og þurfti þá að flytja síðustu bandarísku starfsmennina í brott með loftbrú. Seinna sama dag gáfust Suður-Víetnamar upp. ÞETTA GERÐIST > 29. MARS 1973 Bandarískir hermenn yfirgefa Víetnam ÚR VÍETNAMSTRÍÐINU Sigríður Bjarnadóttir, Lyngmóum 14, Garðabæ, lést á heimili sínu föstudaginn 24. mars. Guðrún Sigríður Steingrímsdótt- ir, fyrrum húsfreyja í Laufási við Laufásveg, lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík laugardaginn 25. mars. Þórir Baldursson tónskáld er 62 ára. NÝ FRÍMERKI Í röð sem tengist bíósýningum og kvikmyndagerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.