Fréttablaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 8
 29. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR VARNARMÁLIN Jóhann Geirdal, bæj- arfulltrúi í Reykjanesbæ, telur að stjórnvöld megi ekki festa sig í umræðum um herþotur heldur verði að ræða viðskilnað varn- arliðsins við fólkið, mann- virkin og landið þegar viðræður hefjast við Bandaríkja- menn á föstu- dag. „Mannvirki eru mörg ónothæf og þau þarf að fjarlægja. Mannvirkin mega ekki daga uppi og vera til vandræða. Við viljum ekki sjá ónothæfan draugabæ þarna upp frá. Það þarf að ganga frá þessum mannvirkjum,“ segir Jóhann. Búast má við að víða á Miðnes- heiði séu mengunarpyttir, olía og önnur efni sem hafa farið í jörðu. Þessum pyttum þarf að ganga frá. Einnig er gamalt æfingasvæði á heiðinni þar sem krakkar eru enn að finna sprengjuhylki og skot. „Slíkt má finna víðar á svæðinu,“ segir Jóhann og nefnir sem dæmi leifar af mannvirkjum, palla undan bröggum og slíkt sem þurfi að fjarlægja. Þetta sé nauðsynlegt að semja um. „Þetta eru kostnaðarsamir þættir. Ef ekki verður samið nú þá verður erfitt að ná samkomulagi síðar. Það má ekki stinga höfðinu í sand- inn og sleppa því að taka á þessu því að hér verður iðandi mannlíf áfram og mikil framtíðaruppbygg- ing.“ - ghs VARNARSTÖÐ „Við viljum ekki sjá ónothæf- an draugabæ þarna upp frá,“ segir Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ hvetur til samninga um hreinsun á Miðnesheiði: Viljum ekki neinn draugabæ ������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������� Costa del Sol ���� ��������� �������������� ������������������������������ �������������������������������� ����������������������������������� �������������������������� ���������������������������� �������������������� �������������������������������� � � � � � � �� �� �� �� �� � �� �� � *A›ra lei› me› sköttum. **A›ra lei› me› sköttum. Gildir fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd me› fullor›num. Verð frá: Barnaverð: www.icelandexpress.is, Grímsbæ, Efstalandi 26, Sími 5 500 600 www.icelandexpress.is/alicante Iceland Express heldur á suðrænar slóðir! Maí – september Sumarhús á Spáni. Strendur, afþreying fyrir alla fjölskylduna, þægileg aðstaða og ótrúlegt verð! Nánar á www.expressferdir.is Sími: 5 900 100 MEÐ EXPRESS FERÐUM: ALICANTE Alicante á Spáni er vinsæll viðkomustaður ferðalanga. Borgin á sér langa sögu og er því athyglisverðari og glæsilegri en margir af þeim stöðum sem sóldýrkendur stunda. Strandbærinn Torrevieja sem er rétt hjá Alicante er algjör paradís. Þar er allt til alls, ströndin, vatnagarðar, skemmtigarðar, golfvellir og iðandi skemmtanalíf. Loftslagið er alveg fullkomið enda liggur Alicante að sjó á miðri Costa Blanca ströndinni sem teygir sig 200 km meðfram Miðjarðarhafinu. Það er aðeins 20 mínútna ferðalag til Benidorm og fyrir þá sem vilja komast úr strand- menningunni er stutt til Valencia og aðeins lengra til Barcelona. BÍLALEIGUBÍLL á Alicante Bókaðu bílaleigubíl frá Budget á www.icelandexpress.is og tryggðu þér bestu verð Budget. Car Rental MENNTAMÁL Framlag ríkisins til grunn- og framhaldsskóla er með því hæsta sem gerist á heimsvísu en þegar kemur að háskólastiginu stöndum við öðrum þjóðum langt að baki. Þetta kom fram í máli Ingj- alds Hannibalssonar, prófessors og formanns fjármálanefndar Háskóla Íslands á sérstöku málþingi um stöðu og horfur Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri sem stúd- entaráð beggja skólanna stóðu fyrir í gær. Markmið fundarins var að koma af stað upplýstri umræðu um mál- efni skólanna sem hafa báðir átt undir högg að sækja vegna versn- andi samkeppnisstöðu við einka- rekna háskóla hér á landi en skóla- gjöld eru hvorki innheimt hjá HÍ né HA. Margvísleg sjónarmið komu fram en fyrir utan Ingjald fluttu tölu þau Margrét S. Björns- dóttir, forstöðumaður við Háskóla Íslands og Kjartan Ólafsson, sér- fræðingur við Háskólann á Akur- eyri. Varð þeim öllum tíðrætt um að framlag hefði ekki fylgt fjölgun nemenda og því hefðu báðir háskól- arnir spennt bogann í fjármálum sínum til hins ítrasta um langt skeið. Ingjaldur benti á að þótt fjárveitingar til Háskóla Íslands myndu aukast um fimm milljarða króna myndi opinbert framlag til háskólastigsins ekki ná sama hlut- falli af landsframleiðslu og nú er í öðrum nágrannaríkjum. Kristín Ingólfsdóttir rektor telur þá fjár- hæð lágmark til að markmið skól- ans að komast í hóp hinna bestu í heiminum geti orðið að veruleika. Eru Íslendingar miklir eftirbátar Svía og Dana þegar kemur að fram- lögum ríkisins til háskóla sem hlut- fall af vergri landsframleiðslu. Er hlutfallið hér á landi um eitt pró- sent, 1,8 til 1,9 í Danmörku og Sví- þjóð og um 2,5 prósent í Bandaríkj- unum þar sem flestir bestu háskólar heimsins eru samkvæmt listum þar að lútandi. Eru skóla- gjöld reyndar talin með hjá þeim síðasttöldu. Margrét S. Björnsdóttir sagði styrkleika skólans marga en betur mætti ef duga skyldi. Hætta væri á að áframhaldandi ónóg fjármögn- un leiddi fyrr en síðar til þess að ríkisháskólarnir yrðu annars flokks. Benti hún einnig á þann vanda sem HÍ glímdi við varðandi ósveigjanleg lög um opinbera starfsmenn og miðlæga kjarasam- inga sem lokuðu í raun fyrir að skólinn geti lokkað til sín hæfasta og besta fólkið. albert@frettabladid.is NEMENDUR FYLGJAST SPENNTIR MEÐ Sameiginlegt málþing Stúdentaráðs HÍ og Félags stúdenta við HA tókst vel enda margir nemendur sem hafa áhuga á hver framtíð skólanna verður. Ekki var loku fyrir það skotið að fleiri slíkir yrðu haldnir enda markmiðið að koma af stað upplýstri umræðu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Erum öðrum langt að baki Framlag íslenska ríkisins til háskólastigsins er lítið samanborið við nágrannalöndin. Aukist það ekki er hætta á að ríkisreknir háskólar verði annars flokks. Herbílar sprengdir Meintir skæru- liðar talibana sprengdu sprengjur í vegkanti í Suður-Afganistan í gær, með þeim afleiðingum að sex afganskir stjórnarhermenn, namibískur verkamað- ur og þrír afganskir öryggisverktakar létu lífið, að sögn yfirvalda. Skæruliðar beina oft spjótum sínum að bandarískum og afgönskum hermönnum á svæðinu. AFGANISTAN Weinberger látinn Caspar W. Weinberger, sem var ráðherra í ríkis- stjórn Bandaríkjanna bæði í forsetatíð Richards Nixon og Ronalds Reagan, lést í gær, 88 ára að aldri. Hann stýrði fjármálaráðuneytinu í stjórn Nixons en varnarmálaráðuneytinu í Reagan-stjórn- inni. Hann var sem slíkur lykilmaður í svonefndu Íran-Contra-hneyksli. BANDARÍKIN Alls hlutu 25 aðilar styrki úr Háskóla- sjóði Eimskipafélags Íslands við hátíð- lega athöfn í gær og fékk hver og einn styrk að upphæð 2,4 milljónir króna. Styrkir þessir eru veittir til doktors- og meistaranáms við Háskóla Íslands og var þetta í fyrsta sinn sem veitt var úr sjóðnum. Innan félagsvísindadeildar hlutu fjórir styrki í þetta sinn. Sjö aðilar innan heilbrigðisvísinda, fjórir nemar við hugvísindadeild og sjö styrkir fóru til doktorsnema í verkfræði. Að auki fengu tveir styrki vegna meistaranáms og þrír að auki vegna doktorsverkefna þar sem auglýst var sérstaklega eftir umsóknum. Er þetta hrein viðbót við þær 60 milljónir króna sem Rannsóknarnáms- sjóður veitir árlega til stúdenta í dokt- orsnámi en þar eru styrkir mun lægri á hvern einstakling og þáðu alls 47 stúdentar styrk úr þeim sjóði á síðasta ári. - aöe Fyrstu styrkir Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands afhentir: Fengu 2,4 milljónir króna Yukos í þrot Dómstóll í Moskvu skipaði í gær þrotabússtjórum að taka við stjórn Yukos, er í það virtist stefna að þetta fyrrverandi voldugasta olíufyrir- tæki Rússlands neyddist til að fara fram á greiðslustöðvun. Erlendir bankar, sem Yukos skuldar milljarð dollara í lán, fóru fram á gjaldþrotaskipti. RÚSSLAND JÓHANN GEIRDAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.