Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 30.03.2006, Qupperneq 6
6 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR Opinn fundur um Sundabraut Borgarafundur með Degi B.Eggertssyni formanni skipulagsráðs Reykjavíkur í dag fimmtudag 30.mars í Borgarholtsskóla kl. 17.30 Allir velkomnir ! ÍSRAEL, AP Forsvarsmenn Kadima- flokksins, sem Ariel Sharon stofn- aði í fyrrahaust og Ehud Olmert hefur farið fyrir síðan Sharon fékk heilablóðfall og féll í dá í jan- úar, lýstu í gær yfir sigri í þing- kosningunum sem fram fóru í Ísrael á þriðjudag. Boðuðu þeir að samsteypustjórn verði snarlega mynduð sem muni hrinda í fram- kvæmd áformum um að rýma ein- angraðar landtökubyggðir gyð- inga á Vesturbakkanum og ákvarða endanleg landamæri Ísraels fyrir árið 2010. Talsmenn flokksins sögðu að þrátt fyrir að hann hefði fengið minna fylgi í kosningunum en þeir höfðu gert sér vonir um, nyti hann útbreidds stuðnings á hinu nýkjörna þingi. Stefnt væri að því að leggja lokahönd á áformin um Vesturbakkann innan árs. Kadima fékk 28 fulltrúa kjörna, en á grundvelli skoðanakannana fyrir kosningar höfðu þeir gert sér vonir um að fá að minnsta kosti 35 af þeim 120 fulltrúum sem sæti eiga á Ísraelsþingi, Knesset. Þannig séð voru úrslitin vonbrigði, en flokkurinn er engu að síður stærsti flokkurinn á þingi og hefur þar með ótvírætt umboð til stjórn- arforystu. Haim Ramon, áhrifamikill þingmaður Kadima, sagði að flokkurinn væri viss um að fá góðan stuðning frá öðrum þing- flokkum. Ríkisstjórnarmyndun yrði lokið strax eftir páskahátíð gyðinga, sem hefst um miðjan apríl. „Ég tel að yfir 70 þingmenn séu tilbúnir til að styðja áætlun okkar,“ tjáði Ramon ísraelska útvarpinu, og vísaði með þessum orðum sínum til áformanna um Vesturbakkann. Þreifingar milli fulltrúa hugs- anlegra stjórnarsamstarfsflokka voru strax komnar í gang í gær. Líklegir samstarfsflokkar eru Verkamannaflokkurinn, sem fékk 20 menn kjörna, Flokkur ellilíf- eyrisþega og Shas-flokkur strang- trúaðra. Annar smáflokkur trú- aðra þykir líka líklegur til að styðja slíka stjórn, sem og Mer- etz-flokkur friðarsinna. Fulltrúar ísraelskra araba, sem alls eru 10 á þinginu, myndu sennilega einnig veita stjórninni þegjandi stuðn- ing. Moshe Katzav, forseti Ísraels, sagði að hann myndi tala við leið- toga flokkanna í næstu viku til að hefja formlegar stjórnarmyndun- arþreifingar. Eftir að hafa lýst yfir sigri end- urtók Olmert áskorun sína til Pal- estínumanna að hefja aftur frið- arviðræður. Sagðist hann reiðubúinn til „sársaukafullra málamiðlana“, svo sem að rýma sumar landtökubyggðir gyðinga á Vesturbakkanum. Olmert sagði að Ísraelsstjórn myndi leita eftir samningum við Palestínumenn, en náist þeir ekki muni hún grípa til einhliða aðgerða. Að sú verði raunin virðist sennilegt eftir að hin herskáa Hamas-hreyfing Pal- estínumanna var kjörin til valda í palestínsku heimastjórninni. audunn@frettabladid.is EHUD OLMERT Sigurreifur þrátt fyrir minna fylgi en vonast var eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Kadima heitir skjótri ríkisstjórnarmyndun Kadima-flokkur starfandi forsætisráðherra Ísraels, Ehuds Olmert, hyggst hafa snör handtök við að mynda nýja samsteypustjórn eftir þingkosningarnar. Flokk- urinn hlaut minna fylgi en vonast var eftir en þó mest allra sem í framboði voru. STJÓRNMÁL Geir H. Haarde verður skipaður dómsmálaráðherra í stað Björns Bjarnasonar þegar ráða á hæstaréttardómara. Geir hefur fengið skipunarbréf- ið í hendurnar, samkvæmt upplýs- ingum dómsmálaráðuneytisins. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra telur sig vanhæfan til að ráða í embættið. Hann tilkynnti það á ríkisstjórnarfundi 22. mars. Hjördís Hákonardóttir er meðal fjögurra umsækjanda en Kæru- nefnd jafnrættismála taldi Björn brjóta jafnréttislög þegar hann réð Ólaf Börk Þorvaldsson árið 2003. Þorsteinn A. Jónsson, skrif- stofustjóri Hæstaréttar, segir umsögn réttarins á umsækjendum ekki liggja fyrir. Það verði næstu daga og hún þá afhent dómsmála- ráðherra. - gag Geir H. Haarde: Skipar hæsta- réttardómara �������������� �������������������������������������������������� �������������� ����������������� ����������������������� ������������������������������������������������������������������������������������������� ������������ ������������������������������ ���������������������� ��������� ������������� ����� ��������� ���������� �������� �������� ������� ����� ����� ����� �������� ���������� ����������������� ����� ����� ���� ���� ���� ��� ���� ����� ����� ����� ���� ����� ����� ����� ����� ����� ���������������������������������������������������������� ������������������������������������������ �������������������������� ���� ����������������������������� ��������������� ������������������������������ ������������������� ����� ����� ����� ����� ����� ����� ����� KADIMA-FLOKKURINN LÝSIR YFIR SIGRI Miðjuflokkurinn Kadima, sem Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, fer fyrir fékk flesta fulltrúa kjörna á ísraelska þingið, Knesset. Hægri flokkurinn Likud, undir for- ystu Benjamins Netanyahu, fyrrverandi forsætisráðherra, beið afhroð og er nú fimmti stærsti flokkurinn á þingi. Valdablokkir á þingi Áætlaður þingmannafjöldiMIÐFLOKKAR Kadima: 28 Ellilífeyrisþ. 7 VINSTRI Verkam. flokk.: 20 Arabaflokkar: 10 Sam. Arabalistinn Hadash-Ta’al Balad Meretz- Yahad: 4 TRÚAÐIR Shas: 13 Þjóðernis-trúarflokkurinn. 9 Sam. Torah-Gyðingd.: 6 HÆGRI Yisrael Beiteinu: 12 Likud: 11 Úrslit er 99,7% atkv. voru talin; kjörsókn: 63% 120 sæti LÖGREGLUMÁL Þrjú ungmenni voru flutt á sjúkrahús á Sauðárkróki aðfaranótt sunnudagsins með áfengiseitrun eftir drykkjukeppni á veitingastaðnum Barnum fyrr um kvöldið. Eitt ungmennanna þurfti að dvelja nótt undir eftirliti læknis en hin tvö fengu að fara til síns heima síðar umrædda nótt. Heim- ildir Fréttablaðsins herma að fólk- ið sé allt undir lögaldri. Lögreglan á Sauðárkróki fer með rannsókn málsins sem þykir afar alvarlegt í ljósi þess að all- nokkrir þeirra sem þátt tóku í umræddri drykkjukeppni sem haldin var á veitingastaðnum Barnum voru undir lögaldri. Sam- kvæmt heimildum var sigurveg- arinn í keppninni einnig undir aldri en viðkomandi steypti í sig 35 svokölluðum skotum á mettíma. Örn Ragnarsson, læknir á Heil- brigðisstofnun Skagafjarðar, sagði engan vafa leika á að slík drykkja á skömmum tíma gæti haft grafal- varlegar afleiðingar en enginn þeirra þriggja sem leita þurftu læknis eftir drykkjukeppnina varð þó alvarlega veikur. Ung- mennin hafi þó öll verið út úr heiminum og verulega máttfarin eftir mikla áfengsidrykkju. - aöe Ungmenni undir lögaldri í drykkjukeppni sem fór úr böndunum: Á spítala með áfengiseitrun BARINN Á SAUÐÁRKRÓKI Bareigendurnir héldu drykkjukeppni þar um helgina með þeim afleiðingum að þrír voru fluttir á heilbrigðisstofnun Skagafjarðar til aðhlynn- ingar. Ungmenni undir lögaldri tóku þátt í keppninni. MYND/ELÍNBORG ERLA ÁSGEIRSDÓTTIR KJÖRKASSINN Óttastu aukið atvinnuleysi á næstunni? Já 37,3% Nei 62,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Er þér boðið í fermingarveislu á næstunni? Segðu þína skoðun á vísir.is HEILBRIGÐISMÁL Safnast hafa um 160 milljónir króna til fram- kvæmda við fyrsta áfanga við- byggingar Barna- og unglinga- deildar Landspítalans við Dalbraut í Reykjavík. Heildarkostnaður er áætlaður um 680 milljónir króna að sögn Sivjar Friðleifsdóttur heil- brigðisráðherra. Þuríður Backman tók geðheil- brigðisþjónustdu barna og ungl- inga upp utan dagskrár á Alþingi í gær og sakaði stjórnvöld um úrræðaleysi. „Um þrjú til fjögur þúsund börn eru með verulegar geðraskanir en meira en helmingi fleiri þurfa á tímabundinni aðstoð að halda.“ Hún sagði Íslendinga mikla eftirbáta nágrannaþjóðanna á Norðurlöndum í þessum efnum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, Samfylkingunni, sagði að nú væru þrjú ár liðin frá því geðheil- brigðisþjónusta barna og unglinga hefði verið sett í algeran forgang af fyrrverandi heilbrigðisráð- herra, en ekkert hefði verið aðhafst. „Aldrei í 35 ára sögu BUGL hefur verið eins mikið álag á deildinni og biðlistar aldrei lengri. Læknar deildarinnar hafa séð sig knúna til að skrifa bréf og biðja um úrbætur án tafar,“ sagði Ásta. Hún gat þess að enn skorti 100 milljónir króna til að hefja framkvæmdir við Dalbraut þótt fyrirtæki og einstaklingar hafi safnað fé. - jh BUGL, barna- og unglingageðdeild Land- spítala - háskólasjúkrahúss við Dalbraut. Læknar biðja um tafarlausar aðgerðir í geðheilbrigðisþjónustu barna: Aldrei meira álag en núna BORGARMÁL Allt að 200 þjónustu- íbúðir fyrir eldri borgara munu rísa á svæðinu fyrir neðan Land- spítalann í Fossvogi samkvæmt endurskoðuðum hugmyndum skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Að sögn Dags B. Eggertssonar, formanns er með þessu verið að koma til móts við óskir félagasam- taka eldri borgara en hluti af íbúð- um þeim er þar rísa verða sérbýli. „Aðalskipulagsbreytingin er í und- irbúningi og farið verður í að deili- skipuleggja svæðið í kjölfarið. Ég vona að strax á næstu vikum verði hægt að veita formleg vilyrði til þeirra félagasamtaka sem í hlut eiga.“ - aöe Lóðir kringum Landspítala: Reisa íbúðir fyrir aldraða SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Full- trúar ríkjanna fimm, sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna, náðu saman í gær um yfirlýsingu um kjarnorkumál Írans. Í yfirlýsingunni er þess krafist af Íransstjórn að hún hætti tilraunum með auðgun úrans. Þar með hillir undir að öryggis- ráðið láti í fyrsta sinn kjarnorku- mál Írans til sín taka, með það að markmiði að hindra að klerka- stjórnin í Teheran komi sér upp kjarnorkuvopnum. Utanríkisráð- herra Rússlands lét þó hafa eftir sér í gær að sér þætti ekki koma til greina að beita Íran hervaldi. ■ Fundað um Íranskjarnorku: Fastaveldin fimm ná sátt JOHN BOLTON Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.