Fréttablaðið - 30.03.2006, Side 12

Fréttablaðið - 30.03.2006, Side 12
12 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR ����������������� �������������������� ������������������������ ������������ ���������������������������������������� ��� ����������� ��������������������� ���������������������������� �������� ������ ��������������������������������������� ������������������������������� ��������������������������������������� ������������ ��������������������������������������������������������������������������������������� ��������������������� ��������� ������������ �������� ��������� �������� �������� �������� �������� ����������������� �������� ����������� �������� �������������������������������������������������������������������������� ������������������������������� ���������������� SÓLMYRKVI Þessi tíu ára drengur var aug- ljóslega frá sér numinn yfir sólmyrkvanum sem hann sá í Akkra í Gana í gær. Skóla- börn flykktust út á götur til að fylgjast með sólmyrkvanum, en svartamyrkur féll yfir Gana um miðjan dag í gær. Sólmyrkvans varð vart frá Brasilíu til Mongólíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FUGLAFLENSA Bandarískir vísinda- menn telja sig hafa fundið ástæð- una fyrir því að mannskæða H5N1 fuglaflensuveiruafbrigðið sé enn ekki farið að smitast frá manni til manns. Inflúensuveirur sem ráðast á fólk leggjast yfirleitt á frumur hátt í öndunarveginum, sem eykur þá líkurnar á því að þær berist á milli manna við hósta og hnerra. Fuglaflensuveiran festir sig hins vegar við frumur djúpt í öndunar- vegi manna að sögn vísindamanna frá Háskólanum í Wisconsin, en niðurstöður rannsóknar þeirra voru nýverið birtar í vísindatíma- ritinu Nature. Þar af leiðandi á veiran ekki mjög greiða leið manna í millum, sem aftur minnk- ar líkurnar á stökkbreytingu. H5N1 afbrigði fuglaflensuveir- unnar hefur fundist víða í Evrópu, Afríku og Asíu og hefur orðið yfir 100 manns að bana, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar. Samkvæmt tölum stofnunar- innar hafa um 180 manns smitast af veirunni síðan hún kom upp á ný árið 2003, og hafa yfir 100 þeirra látist. Þó virðist fólk enn þurfa að handleika sýkta fugla til að smitast. Vísindamenn óttast að ef veir- an stökkbreytist svo að hún geti smitast frá manni til manns, geti hún valdið heimsfaraldri og orðið milljónum manna að bana. - smk Vísindamenn rannsaka hegðun fuglaflensuveirunnar: Sest að neðarlega í öndunarvegi FUGLAMARKAÐUR Í KÍNA Sölumaður safnar saman kjúklingum á hænsnamark- aði í Kína, en fuglaflensa hefur fundist þar í landi sem víðar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP INDLAND, AP Indverskur læknir og aðstoðarmaður hans voru í gær dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa notað ómskoðun til að kanna kyn fóstra, en talið var að foreldrarnir hefðu síðan notað upplýsingarnar til að láta eyða meyfóstrum. Læknirinn sagði óeinkennisklæddri lögreglukonu að hún gengi með stúlku og sagði að hægt væri að „sinna því“. Þó fóstureyðing sé heimil í Ind- landi, er bannað með lögum að greina kyn fóstra. Talið er að hundruð þúsunda meyfóstra sé eytt árlega því dætur teljast meiri fjárhagsleg byrði en synir. - smk Indverskur læknir dæmdur: Mátti ekki kyn- greina fóstur HEILSA Svifryk hefur ítrekað mælst yfir heilsuverndarmörkum und- anfarna daga í Reykjavík. Lítill raki er í andrúmsloftinu þessa dagana og veður þurrt og kalt. Undanfarin kvöld og nætur hafa rykbindiefni verið lögð á helstu umferðargötur borgarinn- ar. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands að dæma verð- ur þurrviðri næstu daga og því útlit fyrir að magn svifryks í and- rúmslofti verði áfram yfir heilsu- verndarmörkum. - sdg Yfir heilsuverndarmörkum: Mikið svifryk í Reykjavík UMFERÐ Í REYKJAVÍK Í Reykjavík eru 50 til 60 prósent svifryks uppspænt malbik. LAUNAMÁL Mikil gremja er meðal starfsmanna álvers Norðuráls á Grundartanga, en þeim finnst það óréttlátt, ef fyrirtækið ætlar sér ekki að borga bónusgreiðslur vegna uppsetningar á nýjum bræðslukerjum í álverinu. Starfs- menn fyrirtæk- isins eru undir miklu álagi á meðan á breyt- ingum í höfðuð- stöðvum fyrir- tækisins stendur. Starfsmenn fengu 45 þús- und króna kaup- auka þegar upp- setning nýrra kerja fór fram síðast. Þeir starfs- menn sem voru með meira en þriggja ára starfsreynslu fengu 58 þúsund krónur. Þetta var því umtalsverð búbót fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Forsvarsmenn Norðuráls hafa ekki enn tekið ákvörðun um það hvort starfsmenn fá bónusgreiðsl- ur, en uppsetning kerjana er hálfn- uð. Breytingum verður að öllum líkindum lokið í haust. Starfsmenn fyrirtækisins hafa þegar sett sig í samband við verka- lýðsfélagið á Akranesi sem nú vinnur að lausn deilunnar, með forsvarsmönnum Norðuráls. Vilhjálmur Birgisson, formað- ur Verkalýðsfélags Akraness, fundaði ásamt trúnaðarmanni starfsmanna með fulltrúum Norð- uráls fyrir viku. Þar kom fram skýr krafa um að starfsmenn fengju bónusgreiðslu fyrir það aukna álag sem fylgir uppsetn- ingu kerjanna. „Gremja starfs- manna er vel skiljanleg. Á fundin- um kom skýrt fram að eigendur Norðuráls hygðust ekki greiða umrædda bónusgreiðslu. Norður- ál hefur í mörg ár skilað miklum hagnaði og því er það skiljanleg krafa starfsmanna að þeim sé umbunað fyrir mikið álag, vegna þess að framlag starfsfólksins er einn af hornsteinum fyrirtækis- ins, og grundvallarástæða þess að fyrirtækinu gengur vel,“ segir Vilhjálmur. Ragnar Guðmundsson, for- stöðumaður fjármála- og stjórn- sýslusviðs Norðuráls, segir end- anlega ákvörðun fyrirtækisins ekki liggja fyrir, hvað bónus- greiðslurnar varðar. Hann segist hafa orðið var við gremju meðal starfsmanna, en á fundinum fyrir viku voru allar hliðar málsins ræddar til hlítar. „Þessi mál eru til athugunar og það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort bón- usgreiðslur verða greiddar. Upp- setningu kerjanna er ekki lokið og því er enn nægur tími til þess að komast að niðurstöðu í þessu máli. Einhverjir virðast hafa skilið stöðu mála þannig, að tekin hafi verið ákvörðun um að bónus- greiðslur verði ekki greiddar. Það er ekki rétt.“ magnush@frettabladid.is Starfsmenn Norðuráls eru gramir og heimta bónus Meira en 350 starfsmenn Norðuráls krefjast þess að fá bónusgreiðslur vegna álags hjá Norðuráli. Misskiln- ingur að búið sé að ákveða að greiða ekki bónus, segir forstöðumaður fjármála- og stjórnsýslusviðs. UTANRÍKISMÁL Geir Haarde utan- ríkisráðherra opnaði formlega nýjan sendiherrabústað í Berlín í fyrradag en bústaðurinn er að heita má alíslenskur að innan sem utan. Var húsið teiknað af þeim Denn- is Davíð Jóhannessyni og Hjördísi Sigurgísladóttur en tillaga þeirra vann fyrstu verðlaun í hönnunar- samkeppni sem haldin var fyrir þremur árum. Þau hönnuðu jafn- framt allar innréttingar inni í hús- inu. Annar húsbúnaður og skreyt- ingar í húsinu eru að mestu hand- unnin íslensk smíð. - aöe Sendiherrabústaður í Berlín: Bústaðurinn er íslensk hönnun VILHJÁLMUR BIRGISSON UNNIÐ Í KERSKÁLANUM Á GRUNDARTANGA Mikil fjöldi félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness vinnur í álveri Norðuráls en þeir krefjast þess að bónusgreiðslur verði greiddar fyrir aukið álag vegna uppsetningar á bræðslukerjum í álverinu. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.