Fréttablaðið - 30.03.2006, Page 16

Fréttablaðið - 30.03.2006, Page 16
16 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR Lacetti Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8-12 Sími 590 2000 - www.benni.is Opnunartilboð! DVD ferðaspilari fylgir öllum nýjum Chevrolet bílum Chevrolet gæði - frábært verð ! Vel búinn Lacetti st. CDX 1,8 l á aðeins kr. 1.799.000,- Bílasalan Ós umboðsaðili á Akureyri TÓNLISTARHÁTÍÐ Afríkanskur tónlistarmað- ur leikur á hljóðfæri á tónlistarhátíð sem fram fór nýverið í Sansibar, en sú hátíð er ein sérstæðasta tónlistarhátíð heims, enda helguð hefðbundinni afríkanskri tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPÁNN, AP Leiðtogi stjórnarand- stöðunnar á Spáni hefur lýst yfir stuðningi við forsætisráðherra Spánar, í viðræðum hans við aðskilnaðarhreyfingu Baska, ETA. Yfirlýsingin kom á óvart, því Mariano Rajoy, leiðtogi stærsta íhaldsflokks Spánar, hefur hingað til verið mjög gagnrýninn á stefnu Zapateros varðandi Baska og Baskahéruðin. En eftir fund með Zapatero á mánudag tilkynnti Rajoy blaðamönnum stuðning sinn, en sagðist jafnframt hafa farið fram á að Zapatero kanni áreiðanleika yfirlýsingar tals- manna ETA, en þeir boðuðu varan- legt vopnahlé í síðustu viku. - smk Stjórnarandstaðan á Spáni: Zapatero nýtur stuðnings ÚKRAÍNA, AP Háttsettir flokksfélag- ar Viktors Júsjenkós Úkraínufor- seta skora nú á hann að jafna ágreining sinn við Júlíu Tím- ósjenkó, fyrrverandi bandamann sinn í „appelsínugulu byltingunni“, svo þau geti myndað saman nýja ríkisstjórn. Saman gætu flokkarnir þrír, sem stóðu að byltingunni árið 2004, hæglega myndað ríkisstjórn sem nyti meirihlutastuðnings á þinginu. Þetta eru flokkur forsetans, sem heitir Okkar Úkraína og hafði hlot- ið 84 þingsæti þegar talin höfðu verið nærri 95 prósent atkvæða, flokkabandalag Júlíu Tímósjenkó sem hefur hlotið 131 þingsæti, og Sósíalistaflokkurinn sem er með 34 þingsæti. Saman ráða þessir flokk- ar yfir 249 þingsætum, en aðrir flokkar á þingi eru aðeins tveir, það er Héraðaflokkur Viktors Janúkov- itsj, fyrrverandi forseta, með 180 þingsæti, og Kommúnistaflokkur- inn með 21 þingsæti. Júlía Tím- ósjenkó hefur hvatt til þess að app- elsínugulu byltingarflokkarnir taki höndum saman á ný, en sjálf krefst hún þess að verða forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Júsjenkó forseti rak hana úr embætti forsætisráð- herra núna í september síðastliðn- um, og bæði hann og flokksfélagar hans virðast tregir til að ganga að þessu skilyrði hennar. Flokksfélagar Júsjenkós sendu honum hins vegar í gær þau skila- boð að hann ætti að reyna allt til þess að forðast stjórnarmyndun með Janúkóvitsj sem er hliðhollur Rússum og færi að öllum líkindum ekki jafn hratt og hinir flokkarnir í að styrkja tengslin við Vestur- Evrópu. -gb Byltingarflokkarnir taki höndum saman Samherjarnir úr „appelsínugulu byltingunni“ í Úkraínu þurfa að jafna ágrein- ing sinn. Júsjenkó forseti hvattur til að mynda ekki stjórn með Janúkovitsj. FYRRVERANDI SAMHERJAR Júlía Tímósjenkó situr á spjalli við Viktor Júsjenkó forseta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VARNARMÁLIN Umhverfisvernd- arsinnar hafa áhyggjur af meng- un á varnarsvæðinu á Suðurnesj- um, sérstaklega olíu- og PCB-mengun en það er hættulegt, þrávirkt, lífrænt efni úr olíu sem getur verið virkt í jarðvegi í árhundruð. Áhyggjur beinast einnig að virkum sprengjum og skothylkjum á gömlu skotæfinga- svæði. Þorvaldur Örn Árnason, for- maður umhverfisnefndarinnar í Vogum, segir að ógerningur sé að hreinsa sum svæðin þó að það hafi verið reynt þar sem umferð sé hvað mest. „Maður er hálf- hræddur við að reka skóflu ofan í jörðina þegar maður er að gróð- ursetja tré því að það er mikið af virkum sprengjum ennþá á stóru svæði,“ segir hann. Árni Finnsson, framkvæmda- stjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að sérstaklega hafi menn áhyggjur af gömlum rusla- haugum á varnarsvæðinu, til dæmis við Sölunefnd varnarliðs- eigna. Hreinsun geti orðið geysi- lega dýr og því séu menn nú að byrja að safna gögnum. Árni bendir á að verklagsregl- ur hafi breyst hjá bandaríska hern- um á síðustu áratugum. Upp úr 1970 hafi menn uppgötvað að PCB leystist ekki upp í jarðvegi og í framhaldi af því hafi herinn farið að taka meiri ábyrgð. Víða um heim séu menguð svæði eftir bandaríska herinn. - ghs ÁRNI FINNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI NÁTTÚRUVERNDARSAMTAKA ÍSLANDS. Umhverfisverndarsinnar hafa áhyggjur af mengun á varnarsvæðinu: Mikið af virkum sprengjum BJARTASTA VONIN Á ENGLANDI 200 ÞÚSUND MIÐAR – 45 NÝ LÖG TILBÚIN – MEÐ STÍLISTA ATOMIC KITTEN Í VINNU – ÓTRÚLEGA SKJÓTUR FRAMI SELDIR DV 2x15 29.3.2006 21:03 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.