Fréttablaðið - 30.03.2006, Page 20

Fréttablaðið - 30.03.2006, Page 20
 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR20 fréttir og fróðleikur Ef bornar eru saman niðurstöður tveggja spurn- inga í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Hvaða flokk Reykvíkingar myndu kjósa í alþingiskosningum annars vegar og borgarstjórnar- kosningum hins vegar, ef boðað yrði til kosninga nú, segjast rúm 80 prósent stuðningsfólks Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar í alþingiskosningum að þau myndu kjósa sama flokk í borgarstjórnarkosning- um. Stuðningsfólk annarra flokka virðist flakka frekar á milli kosninga. Í könnun Fréttablaðsins sem birt var á sunnudag kom í ljós að Sjálf- stæðisflokkurinn var stærsti flokkurinn í Reykjavík og fengi 53,8 prósent atkvæða til borgar- stjórnar, væri boðað til kosninga nú. Samfylking fengi 33,3 prósent atkvæða, Vinstri hreyfingin - grænt framboð 6,2 prósent, Frjáls- lyndi flokkurinn 3,5 prósent og Framsóknarflokkurinn þrjú pró- sent. Hringt var í 600 Reykvíkinga á kosningaaldri, 300 karla og 300 konur. Svarhlutfallið var rétt tæp 62 prósent. Í sömu könnun var einnig spurt hvað Reykvíkingar myndu kjósa ef boðað yrði nú til alþingiskosn- inga. Fylgi stærstu flokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, virðist nokkru minna í alþingiskosningum en borgarstjórnarkosningum. Sjálf- stæðisflokkur mælist þó stærstur í Reykjavík og sögðu 46,8 prósent myndu kjósa þann flokk í alþingis- kosningum. 30,4 prósent sögðust myndu kjósa Samfylkingu. Nokkru fleiri segjast myndu kjósa vinstri græna í alþingiskosningum en í borgarstjórnarkosningum, eða 15,0 prósent þeirra sem tóku afstöðu. 4,2 prósent sögðust styðja Framsóknarflokk í alþingiskosn- ingum og 3,3 prósent Frjálslynda flokkinn. Samkvæmt þessu gætu 22 þingmenn Reykjavíkur skipst svo að Sjálfstæðisflokkur fengi 11 þingmenn, Samfylking fengi sjö, vinstri grænir fengju þrjá þing- menn og Framsóknarflokkurinn einn. Frjálslyndi flokkurinn myndi ekki ná inn manni. Reglur um upp- bótarsæti og úrslit í öðrum kjör- dæmum gætu þó haft veruleg áhrif á skiptingu þingmanna. Síð- asti þingmaður inn er fulltrúi Framsóknarflokksins. 5,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar sem var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef boðað yrði til alþingis- kosninga nú. Misjafnt er eftir flokkum hve stórt hlutfall þeirra sem segjast styðja ákveðinn flokk til alþingis- kosninga myndi kjósa sama flokk í borgarstjórnarkosningum. Ef ein- ungis er litið til þeirra sem taka afstöðu til alþingiskosninga, virð- ist stuðningsfólk Sjálfstæðis- flokks vera minnst líklegt til að segjast kjósa mismunandi flokka milli alþingis- og borgarstjórnar- kosninga, en rúm 88 prósent þeirra sem segjast kjósa Sjálfstæðis- flokk í alþingiskosningum styðja flokkinn í borgarstjórnarkosning- um. Þrjú prósent þeirra segjast myndu kjósa Samfylkingu í borg- arstjórnarkosningum, tæpt pró- sent styður vinstri græna og rúm átta prósent eru enn óákveðin, eða gefa ekki upp hvað þau myndu kjósa í borgarstjórnarkosningum. Tæp 82 prósent þeirra Reyk- víkinga sem styðja Samfylking- una í alþingiskosningum segjast einnig styðja flokkinn í borgar- stjórnarkosningum. Tæp fimm prósent segjast myndu kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, tæpt prósent seg- ist myndu kjósa Frjálslynda flokk- inn í borgarstjórnarkosningum og tæp tvö prósent segjast myndu kjósa vinstri græna. Ellefu pró- sent þeirra sem styðja Samfylk- ingu í alþingiskosningum hafa ekki gert upp hug sinn til borgar- stjórnarkosninga eða vilja ekki gefa hann upp. Meira flökt er á þeim sem segj- ast kjósa minni flokkana til alþing- iskosninga. Að hluta til getur skýr- ingin verið sú að vegna þess að fáir segjast styðja þá flokka eru skekkjumörkin hærri en hjá þeim sem kjósa Samfylkingu og Sjálf- stæðisflokk. Að hluta getur skýr- ingin einnig verið sú að þeir sem segjast styðja minni flokkana til alþingiskosninganna séu ekki eins ákafir í stuðningi sínum og þeir sem styðja stærri flokkana tvo. Einungis þriðjungur, eða rúm 33 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa vinstri græna í alþingiskosningum segist gera hið sama í borgarstjórnarkosningum. Tæp sex prósent þeirra segjast myndu kjósa Framsókn og jafn stór hluti segist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn í borgar- stjórnarkosningum. Tæp 28 pró- sent segjast myndu kjósa Sam- fylkinguna og jafnstór hluti er enn óákveðinn eða vill ekki gefa upp hvað hann myndi kjósa í borgar- stjórnarkosningum. 40 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn í alþingis- kosningum segist einnig myndu kjósa flokkinn í borgarstórnar- kosningum. Tæp 27 prósent segj- ast myndu kjósa Sjálfstæðisflokk- inn, 20 prósent styðja Samfylkingu í borgarstjórnarkosningum og tæp sjö prósent segjast myndu kjósa vinstri græna. Tæp sjö pró- sent hafa ekki gert upp hug sinn eða neita að gefa það upp. Af stuðningsfólki Frjálslynda flokksins í alþingiskosningum segjast tæp 42 prósent myndu kjósa flokkinn í borgarstjórnar- kosningum. Enginn þeirra segist myndu kjósa vinstri græna eða Sjálfstæðisflokkinn, en rúm átta prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og jafnstór hluti myndi kjósa Samfylkingu í borgarstjórnarkosningum. Jafn- margir og stuðningsmenn flokks- ins, eða tæp 42 prósent hafa ekki gert upp hug sinn eða vilja ekki gefa upp hvað þeir myndu kjósa í borgarstjórnarkosningum. Stuðningur karla virðist aðeins stöðugri, en af þeim sem gáfu upp hvað þeir myndu kjósa í alþingis- kosningum, segjast tæp 76 pró- sent myndu kjósa sama flokk í borgarstjórnarkosningum. Rúm 15 prósent karla ætla að kjósa annan flokk í borgarstjórnarkosn- ingum en í alþingiskosningum en níu prósent hafa ekki gert upp hug sinn varðandi borgarstjórnarkosn- ingarnar. Rúm 72 prósent kvenna segjast myndu kjósa sama flokk í báðum kosningum. Tæp 10 pró- sent segjast myndu kjósa annan flokk í borgarstjórnarkosningum, en rúm 18 prósent þeirra hafa ekki gert upp hug sinn varðandi borg- arstjórnarkosningarnar eða vilja ekki gefa hann upp. Ef einungis er litið til þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa í alþingiskosn- ingum eða eru óákveðnir, eru rúm 75 prósent þeirra einnig óákveðn- ir þegar kemur að borgarstjórnar- kosningunum. FRÉTTASKÝRING SVANBORG SIGMARSDÓTTIR svanborg@frettabladid.is Undanfarnar vikur hafa námsmenn og verka- lýðsfélög í Frakklandi harðlega mótmælt nýrri vinnulöggjöf. Mótmælin hafa hvað eftir annað snúist upp í óeirðir með ofbeldisverkum. Kennsla hefur víða lagst niður bæði í háskólum og framhaldsskólum vegna mótmælaaðgerða nemenda. Talið er að meira en milljón manns hafi tekið þátt í mótmælafundum í gær. Dom- inique de Villepin forsætisráðherra þykir hafa tekið klaufalega á málinu og gæti fyrir vikið hrakist frá völdum. Hann hefur engu að síður látið alla gagnrýni á nýju lögin sem vind um eyru þjóta. Um hvað snúast nýju lögin? Lögin veita atvinnurekendum heimild til þess að bjóða ungu fólki, sem er yngra en 26 ára, tveggja ára reynsluráðningu. Á reynslutíman- um geta atvinnurekendur hvenær sem er sagt starfsmanninum upp án fyrirvara og án skýringar. Almenna reglan í Frakklandi er sú að reynslutími starfsfólks, sem ráðið er til vinnu, sé einn til þrír mánuðir. Til hvers voru þau sett? Franska þingið samþykkti þessi lög, að frumkvæði ríkisstjórnarinnar, í þeim tilgangi að draga úr atvinnuleysi ungs fólks. Margir atvinnurekendur segjast vera tregir til að ráða ungt fólk í vinnu vegna þess hve erfitt er að reka starfsfólk, hvort sem það reynist óhæft til vinnu eða ekki er lengur þörf fyrir það. Atvinnuleysi ungs fólks í Frakk- landi er meira en 20 prósent, sem er með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Með því að heimila tveggja ára reynsluráðningu er vonast til þess að auðveld- ara verði fyrir ungt fólk að fá starfsráðningu. Hverju er verið að mótmæla? Bæði námsmenn og verkalýðsfélög óttast að lögin muni ekki draga úr atvinnuleysi. Þvert á móti hefur því verið haldið fram að ungt fólk muni eiga enn erfiðara með að finna sér atvinnu til frambúðar. Margir telja að atvinnurekendur muni hrein- lega notfæra sér þessi lög til þess að misnota unga starfskrafta, ráða þá til vinnu en segja þeim síðan upp eftir því sem henta þykir áður en tveggja ára reynslutíminn rennur út. FBL-GREINING: DEILURNAR Í FRAKKLANDI Lögin sem settu samfélagið á hvolf Flestir kjósa sama flokk KINDABJÚGU REYKT OG SOÐIN Svona erum við > Stærð friðlýstra svæða á Íslandi 1999 2002 9. 97 7 9. 98 5 St æ rð ( km 2) 9. 81 0 2001 Heimild: Hagstofa Íslands HVERNIG STUÐNINGSFÓLK FLOKKA Í ALÞINGISKOSNINGUM HYGGST KJÓSA Í BORGARSTJÓRNARKOSNINGUM B D F S V annað* Framsóknarflokkur (B) 40,0% 26,7% 0,0% 20,0% 6,7% 6,7% Sjálfstæðisflokkur (D) 0,0% 88,1% 0,0% 3,0% 0,6% 8,3% Frjálslyndi flokkurinn (F) 8,3% 0,0% 41,7% 8,3% 0,0% 41,7% Samfylking (S) 0,0% 4,6% 0,9% 81,7% 1,8% 11,0% Vinstri grænir (V) 5,6% 5,6% 0,0% 27,8% 33,3% 27,8% *kýs ekki, svara ekki og óákveðnir HVAÐA LISTA MYNDIR ÞÚ KJÓSA EF BOÐAÐ YRÐI TIL ALÞINGISKOSNINGA NÚ? 15,0% 30,4% 3,3% 46,8% 4,2% HLUTFALL KYNJANNA SEM SEGIST KJÓSA SAMA FLOKK Í ALÞINGIS- OG BORGARSTJÓRNARKOSNINGUM KARLAR KONUR Sama flokk 75,6% Annan flokk 15,4% Sama flokk 72,2% Óákveðinn 9,0% Annan flokk 9,5% Óákveðinn 18,4% ÚTIVIST Þessi bandaríska kona og hund- urinn hennar nutu góða veðursins fyrr í vikunni í Great Falls í Montana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.