Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2006, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 30.03.2006, Qupperneq 22
 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR22 Um síðustu helgi fór fram í Rangárvallarsýslu og Vestur-Skaftafellssýslu víðtækasta almannavarna- æfing sem um getur hér á landi. Þá var munurinn á milli hins raunverulega og hins hugsanlega ekki öllum sjáanlegur en um 1.500 manns tóku þátt í þessum sýndarleik þar sem gert var ráð fyrir því að gosið hefði úr Kötlu. Blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins voru í Vík í Mýrdal á laugardag og fylgd- ust með æfingunni sem þar fór fram. Um klukkan tíu voru leikarar sendir af stað í hlutverki ferða- manna sem yrðu í hættu staddir í nágrenni Mýr- dalsjökuls þegar flóðið færi af stað. Íbúar Víkur og nágrennis fóru heldur ekki var- hluta af þessu ástandi því stór hluti þeirra býr á hættusvæðum og því verður að rýma hús þeirra. Léku ferðamenn og mótþróafulla íbúa Finnbogi Jónasson og Gústaf Inga- son úr Lögregluskólanum voru í hlutverki leikara og áttu að fara á jeppa upp að Hafursey. Það var þó ekki heiglum hent þar sem ófærð var utan þjóðvegar. Þeir komust þó langleiðina þangað upp eftir allt saman eftir mikinn þrauta- akstur. Kollegar þeirra Stefán Sveinsson og Davíð Þór Óskarsson voru einnig í slíkum hlutverkum en þeirra leið niður að Hjörleifs- höfða var mun greiðfær- ari. Aðrir leikar- ar voru dreifðir um svæðið og biðu björgunar eftir að hafa komist á tilætlaðan stað. Hlutverk leikara voru þó misjöfn. Til dæmis fékk Ágúst Sigurjóns- son það hlutverk að leika íbúa á hættusvæði með mótþróa sem beita þyrfti kænsku og festu til að koma til skráningar. Mikið fór fyrir honum í fjöldahjálparstöð þar sem hann fór hörðum orðum um þá meðferð sem hann fékk. Í ímyndaðri neyð „Þetta er frá Bergrisanum. Við erum staddir í neyð vestur við Hjörleifshöfða. Bíllinn okkar er fastur og allt er að fara á kaf,“ sagði Stefán þegar hann hringdi í Neyðarlínuna. Þeim var ráðlagt að koma sér upp á Hjörleifshöfða. Bjart var í veðri en vindasamt en í þessum sýndarleik átti veðrið að vera öllu verra. Einnig átti gjósku og sandi að þyrla upp en þetta æfingaveð- ur, eins og það er kall- að, barst ekki Land- helgisgæslunni og einhverjir fjarskiptaörðu- gleikar komu upp svo leikararnir urðu að bíða um klukkustund á Hjörleifshöfða. Fóru þeir aftur að bíl og hringdu þaðan í Neyðarlín- una að nýju. Samkvæmt sýndar- leiknum var bíllinn kominn á flot þegar þyrlan sótti mennina svo á sandinn tæpum tveimur klukku- stundum eftir að fyrst var hringt. Bæjarbúar tóku raskinu vel Um klukkan 11 byrjuðu björgun- arsveitarmenn að ganga á milli húsa á hættusvæðum í Vík og nágrenni til að fá íbúa til að yfir- gefa hús sín. Blaðamaður slóst í för með Gunnari Bjarka Guð- laugssyni, sem bar sig kurteis- lega enda tóku íbúar honum vel og urðu við kalli hans hið snar- asta. Fóru þeir í fjöldahjálparstöð til skráningar. Þeir sem blaða- maður talaði við virtust vera fegnir æfingunni og virtu það sem svo að verið væri að búa að öryggi þeirra. Þó var ljóst að all- nokkrir hefðu brugðið sér af bæ enda kom Gunnar Bjarki óvíða að tómum kofanum. Að sögn Víðis Reynissonar æfingastjóra tóku þó 180 íbúar þátt í æfingunni þennan dag, sem var mun meiri þátttaka en búast hafði mátt við. Ýmislegt þarf að laga Á fjöldahjálparstöðinni sem Rauði krossinn hafði komið upp í Vík var ys og þys en þær Elsa Vilmundar- dóttir og Áslaug Einarsdóttir sem þar sáu um að skrá íbúa sögðu að þeir hefðu brugðist skjótt við og mesta álagið hefði verið á um fjörutíu mínútna kafla. Víðir var ánægður í lok æfing- ar og sagði það markmið hafa tek- ist að láta reyna á kerfið og hefðu nokkrir agnúar komið í ljós sem vinna þyrfti í. „Helst var það vinn- an með meðferð upplýsinga sem var ekki nægilega hnitmiðuð og skjót,“ segir hann. „Það þyrfti því að gefa fólkinu sem vinnur á stjórnstöðvunum frekari tækifæri til að þjálfa sig.“ LEIKARI Í HLUTVERKI MÓTÞRÓAFULLS ÍBÚA Leikarar fengu misjöfn hlutverk og lét Ágúst Sigurjónsson öllum illum látum á fjöldahjálparstöðinni líkt og honum var ætlað að gera. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FRÉTTASKÝRING JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON jse@frettabladid.is Æfðu viðbrögð vegna Kötlugoss ÞYRLAN KEMUR MÖNNUM TIL HJÁLPAR Þeir Stefán Sveinsson og Davíð Þór Óskarsson sýna hér þyrluflugmönnum vindáttina með því að halda á lofti spjaldi sem bundið er í snæri. Þeir fengu að bíða mun lengur en áætlað hafði verið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ÍBÚAR Í SKRÁNINGU Í nógu var að snúast hjá Elsu Vilmundardóttur og Áslaugu Einarsdóttur í skráningunni á fjöldahjálparstöð Rauða krossins. Ekki stóð það þó lengi því íbúar voru fljótir til. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA TF-SIF Flugmenn þyrlunnar höfðu í nógu að snúast á æfingunni. Menntamálaráðuneytið Viðbótarnám fyrir grunnskólakennara vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalnámsskrá Í maí 2006 hefst viðbótarnám í íslensku fyrir grunnskólakennara vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalnámskrá. Námið verður með eftirfarandi hætti. • Aðfaranám, maí 2006. Meðal annars verður farið yfir drög að aðalnámskrá og nemendum þátttakendum kynnt kennsluumhverfi á vef. Staðbundnar lotur verða haldnar í öllum landsfjórðungum og þeim fylgt eftir með fjarnámi. 19. og 20. maí á Akureyri og í Reykjavík. 26. og 27. maí á Ísafirði og Egilsstöðum. • Aðfaranám, haust 2006 (3e). Meðal annars verður hugað að undirbúningi háskólanáms í íslensku og rætt um kennsluaðferðir og -tækni. September 2007 • Viðbótarnám, 2007-2009. Þátttakendur geta valið námskeið í íslensku í Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri eða Háskólanum í Reykjavík og stundað þau í fjarnámi. Menntamálaráðuneytið mun greiða kennslukostnað og innritunargjöld. Umsóknir um þátttöku berist í síðasta lagi 28. apríl 2006 til Símenntunarstofnunar Kennaraháskóla Íslands sem hefur umsjón með skráningu og þátttöku. Upplýsingar um skráningu og námið eru veittar á vef Símenntunar: http://simennt.khi.is og í síma 563 3980.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.