Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2006, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 30.03.2006, Qupperneq 26
 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR26 og fólk ? Vissir þú?að skráð afkvæmi gæðingaföður- ins Ófeigs frá Flugumýri eru 781? Hæst dæmda afkvæmið er Keilir frá Miðsitju sem hefur hlotið 8.63 í aðaleinkunn. Heimild: www.worldfengur.com Norðurlandamót í hestaíþróttum fer fram í Herning í Danmörku í lok júlí næstkomandi. Landsliðsnefnd Lands- sambands hestamannafélaga vinnur nú af fullum krafti við undirbúning þess en landsliðseinvaldur verður Hafliði Halldórsson. Hafliði hefur verið þjálfari landsliðsins og sjálfur keppt á heims- og Norðurlandamótum. Olil Amble verður Hafliða til aðstoðar á mótinu nú. Keppt verður í öllum hefðbundn- um greinum hestaíþrótta í unglinga-, ungmenna- og fullorðinsflokki. Hægt er að fá nánari upplýsingar um þátttöku á skrifstofu LH í síma 514-4030 til 15. maí. ■ Norðurlandamót í Herning LANDSLIÐSEINVALDUR Hafliði Halldórsson stjórnar landsliðinu á mótinu. Aðeins örfá sæti eru laus á sýningu hestahvíslarans Monty Roberts sem haldin verður í Reiðhöllinni í Víðidal á skírdag 13. apríl. Forsala aðgöngumiða fer fram í versluninni Hestar og menn. Þar feng- ust þær upplýsingar að hringsætin væru löngu uppseld en nokkrir miðar væru eftir í stúku. Nýlega var auglýst eftir hestum til að taka þátt í sýningunni en Monty er frægur fyrir að róa stygga og sjónhrædda hesta og temja hrekkjótta hesta á örskotsstundu. ■ Monty Roberts á skírndag Samkvæmt mótaskrá Landssambands hestamanna verður heilmikið um að vera um komandi helgi. Á föstudag verður svarfdælska mótaröðin að Hringsholti hjá hesta- mannafélaginu Hring. Á laugardaginn verður Freyfaxi með töltmót að Stekkhólmi, Geysir með ung- hrossakeppni og sitt þriðja vetrarmót að Gaddstaðaflötum. Vetrarleikar verða hjá Andvara að Kjóavöllum og hjá hestamannafélaginu Glað í Búðardal. Hin norðlenska útgáfa af Æskunni og hestinum verður haldin í Svaðastaðahöll- inni og Ístöltið fræga verður í skautahöllinni í Laugardal. Á sunnudag verður Faxi með vetrarleika og lokahóf að Miðfossum. ■ Mótin um helgina Ísleifur Jónasson tamningamaður í Kálfholti er efstur eftir síðustu umferð VÍS-meistaradeildar- innar. „Þetta eru bestu knapar og bestu hross á stóru svæði sem mætt eru til leiks í mjög fjölbreytta keppni,“ segir Ísleifur, sem sigraði í smalakeppninni, sem snýst um að ríða þrauta- braut fyrir hest og knapa á sem skemmstum tíma. Hann segir nauðsynlegt að vera með lipran, fljótan og kjarkaðan hest til að ganga vel. „Svo er ekki verra að hafa reynslu af alhliða tamningum og smalamennsku,“ segir Ísleifur, sem ólst upp við sauðabúskap og er enn í dag með um 300 fjár. Hann hefur því alloft smalað á fjöllum, sem hann segir glettnislega að hafi greinilega komið sér vel. Ísleifur var einnig ofarlega í skeiði síðast- liðinn fimmtudag og er því sem stendur með flest stig í VÍS-meistaradeildinni. Ísleifur segir útilokað að spá um hvort hann nái að halda þeirri forystu. „Þetta er rétt hálfleikur en ég er ánægður með það sem komið er. Það eru erfiðar greinar eftir og mikið af sterkum keppendum þannig að þetta er langt í frá búið.“ Í Kálfholti er rekin tamningastöð með um fimmtíu hrossum á húsi. „Við erum fjögur sem vinnum í því allan daginn,“ segir Ísleifur en fjórbýlt er að Kálfholti. Búa þar foreldrar Ísleifs og systkini. Hesta- mennskan er þeim greinilega í blóð borin og er öll fjölskyldan að einhverju leyti í hestum þó sumir meira en aðrir. Segir Ísleifur fjölskylduna til dæmis ferðast mikið saman á sumrin uppi á fjöllum. Ísleifur setur stefnuna eins og aðrir knáir knapar á Landsmót í sumar. „Ég er með hest sem ég stefni með í B-flokk gæð- inga og ætla einnig með í gæðingafimina núna í næstu keppnisgrein meistaramóts- ins,“ greinir Ísleifur frá en hann bindur talsverðar vonir við hestinn, sem heitir Rauður frá Kálfholti og er undan Asa frá sama stað. „Þetta er feiknamikill gæð- ingur og rýmishestur,“ segir Ísleifur, sem eyðir flestum helgum í hestamennskuna. „Þetta er meiri lífsstíll en vinna,“ útskýrir hann. HESTAMAÐURINN: ÍSLEIFUR JÓNASSON Meiri lífsstíll en vinna Í kvöld kl. 20.30 verður sýndur á TV2 í Danmörku fyrsti þátturinn af sex sem teknir voru hér á landi, þar sem íslenski hesturinn er í for- grunni, ásamt íslenskri menningu og náttúru. Sex danskar konur, sem allar eru þjóðþekktar í sínu heimalandi, tóku þátt í leiðangrin- um sem þáttaröðin er byggð á. „Upptökur fóru fram í sept- ember og október,“ segir Hin- rik Ólafsson, sem var gestgjafi, leiðbeinandi og leiðsögumaður í ferðinni. „Ákveðið var að fara um Rangárþing, upp að Heklu og inn í Landmannalaugar á hrossunum. Hryssingsleg haustveður setti hins vegar strik í reikninginn, þannig að í stað Landmannalauga var farið á móti fjársafninu sem smalað hafði verið á Landmanna- afrétti. Síðan fórum við með Kristni Guðnasyni í svokallaða hraunreið, að leita fjár í Heklu- hrauni.“ H ó p u r i n n gisti síðan tvær nætur í gömlum leitarmannakofa í Áfangagili. Þangað kom Guð- rún Bergmann og hitti konurnar. Hún ræddi við þær um hvern- ig höndla mætti orkuna í náttúr- unni og læra að nýta hana. Hafði það mikil áhrif á þær, að sögn Hinriks. Næst lá leiðin á Snæfellsnesið, þar sem bíllinn var rétt floginn út af veginum vegna veðurofsa. Einnig var riðið í Þjórsárdal, þar sem haustveðráttan lét leiðang- ursfólkið finna fyrir sér. Eitthvað var um að konurnar dyttu af baki til að byrja með, en engin slys urðu þó. Óblíð náttúruöfl og strangir dagar á hestbaki urðu þó til þess að tvær þeirra heltust úr lestinni. Hinar fjórar stóðust allar raunir með sóma og sögðust fara breytt- ar manneskjur heim. Gísli Sveinsson í Hestheimum sá um að velja hrossin sem voru 20-35 talsins í leiðangrinum. „Við vorum með hrossarekstur, sem reyndi líka töluvert á þær,“ segir Hinrik. „Konurnar sögðu mér að hefðu þær haft tækifæri fyrr til að takast á við hluti eins og íslenska náttúru og þau öfl sem þær fundu í henni hefði þeim ef til vill vegnað öðruvísi á þeirri ströngu ævi sem sumar þeirra hafa átt í ýmsum efnum,“ bætir Hinrik við. Hann segir að Danir og Íslend- ingar séu afar ólíkir þegar kemur að átaksverkefnum eins og þessu. Danir vilji funda um hvert einasta smáatriði, en Íslendingar láti bara vaða. Þetta hafi valdið umræðum en leyst farsællega. jss@frettabladid.is ÞJÓÐÞEKKTAR KONUR Konurnar sem þátt tóku í leiðangrinum eru allar þjóðþekktar í Danmörku. F.v. Pernille Højmark leikkona, Anna Thygesen kaupsýslukona, Dorte W. Høgh kvikmyndaleikstjóri og Sara Blædel rithöfundur. Íslenski hesturinn í aðalhlutverki á TV2 Sex þjóðþekktar konur í Danmörku tóku sér ferð á hendur fyrir TV2 í Dan- mörku og komu hingað til lands í haust. Þær dvöldu hér í nokkrar vikur og voru einkum á hestbaki í óblíðum haustveðrum utan alfaraleiðar. Spatt er talsvert algengt vandamál hjá íslenska hestinum. Það lýsir sér sem helti vegna brjóskeyðingar í hækillið á afturfæti, en hækilliður er miðja vegu frá lend niður á hóf. Helgi Sigurðsson dýralæknir þekkir vel til spattsins enda hefur hann gert ófáa aðgerðina því tengda. Helgi segir brjóskeyðinguna valda heltinni, hins vegar sé það leið líkamans að lækna sjálfan sig að mynda kalk í kringum liðinn og það sé hin raunverulega lækning. „Spattið getur valdið mjög mismunandi mikilli helti. Hún getur verið mjög lúmsk og lítil en oftast nær kemur þetta fram sem veruleg helti,“ útskýrir Helgi en ávallt skal hafa spattið í huga ef hestur er haltur og engin sýni- leg ástæða eins og bólgur og áverkar er fyrir hendi. Til að athuga hvort hestur er með spatt er hægt að nota svokallað beygju- próf þar sem fóturinn er beygður í svo- lítinn tíma. Ef hestur er spattaður koma fram eymsli og hann verður haltari eftir en fyrir. Besta sjúkdómsgreiningin er þó röntgenmyndataka, sem tekur af allan vafa. Hægt er að gera aðgerð ef upp kemur spatt. Þá er borað í liðinn til að flýta fyrir kölkun. Hins vegar segir Helgi að þegar hestar séu orðnir haltir sé kölkunin oft komin það langt á veg að aðgerðin þjóni engum tilgangi. „Besta aðferðin er hins vegar íslensk sjúkraþjálfun,“ segir Helgi en með því meinar hann að hesturinn sé settur á útigang í náttúruna í nokkra mánuði eða ár. „Hestarnir eru þá á stöðugri hreyfingu og stirðna aldrei og þegar liðirnir nuddast saman kalka þeir,“ segir Helgi en áréttir að ef heltin hverfi ekki á einu til tveimur árum minnki líkurnar á bata mjög. Í rannsókn sem framkvæmd var fyrir nokkrum árum kom í ljós að tíðni spatts í íslenska hestsinum er nokk- uð há. Af hópi sex vetra hesta voru 12 til 13 prósent með spatt og um helmingur allra tólf vetra hesta. Þetta er vissulega nokkuð hátt en Helgi bætir við að það sé hans tilfinning að niðurstöðurnar séu ekki alveg réttar og að hlutfall hesta með spatt sé mun minna. Dregur hann þær ályktanir af þeim hestum sem fara í útflutning en þeir eru ávallt myndaðir fyrir brottför. SÉRFRÆÐINGURINN: HELGI SIGURÐSSON DÝRALÆKNIR Hin íslenska sjúkraþjálfun er best við spatti HINRIK ÓLAFSSON Var gestgjafi og leiðsögumaður í ferðinni. F í t o n / S Í A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.