Fréttablaðið - 30.03.2006, Síða 32
30. mars 2006 FIMMTUDAGUR
Starfsemi Atlantshafsbandalags-
ins þróast nú eftir tveimur braut-
um, sem verða sífellt ólíkari. Önnur
er bandarísk, hin evrópsk. Þetta er
ekki niðurstaða pólitískra ákvarð-
ana, heldur stafar frekar af ágrein-
ingi um skipulag hernaðarmála.
Bandaríkin eru langt komin með að
móta hnattræna stefnu og byggja
þar á háþróaðri tækni sem þeir
vilja ekki einu sinni deila með nán-
asta bandamanni sínum, Bretlandi.
Rétt eins og Bandaríkin eru
evrópsku NATO-þjóðirnar að
breyta herafla sínum í mjög hreyf-
anlegar viðbúnaðarsveitir sem
geta tekið að sér verkefni um heim
allan, eins og núna í Afganistan.
En Evrópumenn búa þó hvergi
nærri yfir sömu hnattrænu hern-
aðargetu og Bandaríkin.
Enda þótt menn hafi ekki enn
áttað sig almennilega á því hér í
Noregi, þá er ólík hernaðarmenn-
ing að þróast í Evrópu og Banda-
ríkjunum. Í framtíðinni verða
möguleikarnir á hernaðarsam-
vinnu yfir Atlantshafið æ tak-
markaðri. Tengslin yfir Atlants-
hafið verða líklega sterk áfram,
en lítil lönd á borð við Noreg þurfa
að taka mikilvægar ákvarðanir
um það hvort betra sé að herafli
þeirra tengist Evrópu á jafnræðis-
grundvelli eða verði eins konar
aukaliðsafli Bandaríkjanna.
Varðandi Ísland, þá gæti lokun
herstöðvarinnar í Keflavík verið
gott tækifæri til að velja á milli
Bandaríkjanna og Evrópu í þessu
tilliti. Þetta þarf engan veginn að
þýða að slíta þurfi tengslin við
Bandaríkin, heldur að byggja
framtíðaröryggi Íslands meira á
samvinnu við einstök Evrópuríki,
hugsanlega einkum við Noreg.
Evrópsku NATO-þjóðirnar og
Bandaríkin eiga eitt sameiginlegt,
sem er mikill þrýstingur á ríkisút-
gjöld til varnarmála. Fyrr eða
síðar mun einhver fara að spyrja
hvers vegna Ísland leggur ekki
fram fjármagn eða herafla. Senni-
lega væri réttast að Íslendingar
sjálfir vektu máls á þessu. Og hér
gæti lokun herstöðvarinnar í
Keflavík sömuleiðis verið gott
tækifæri.
Í samanburði við Noreg gætu
framlög Íslands til varnarmála
hugsanlega numið 12 til 14 millj-
örðum íslenskra króna á ári. Ekk-
ert nútímaríki getur gert slíkar
breytingar á fjárlögum sínum frá
einu ári til þess næsta, en innan
fárra ára væri kannski mögulegt
að byrja á til dæmis 400 til 500
milljónum íslenskra króna.
Langtímaáform um að hækka
smám saman framlag Íslendinga
til varnarmála gætu farið saman
við vaxandi þátttöku Noregs í
landvörnum Íslands. Íslenskt
starfsfólk gæti sem hægast tekið
þátt í þessari starfsemi en fyrsta
skrefið felst að sjálfsögðu í því að
hefja viðræður með opnum huga.
Er hægt að bjarga Keflavíkur-
stöðinni? Allar NATO-þjóðirnar,
þar á meðal Bandaríkin, eru um
þessar mundir að loka herstöðv-
um í stórum stíl. Þetta er nauðsyn-
legt að gera svo meira fjármagn
verði aflögu til þess að gera her-
aflann nútímalegri. Mörg sveitar-
félög í Noregi hafa nú þegar misst
frá sér herstöðvar sem þau voru
efnahagslega háð. En flest þessi
sveitarfélög hafa nýtt sér ríkis-
stuðning sem þeim hefur verið
boðinn og spjara sig nú furðu vel.
Ísland gæti hugsanlega lært af
reynslu þeirra.
Jafnframt þessu er Evrópa
mjög þéttbýlt svæði og í flestum
Evrópuríkjum er flugherinn, og
reyndar bæði land- og sjóherinn
einnig, í leit að æfingaplássi. Sam-
eiginleg hernaðarmiðstöð NATO
er staðsett í Jåttå skammt frá Sta-
fangri í Noregi. Noregur býður
öðrum NATO-ríkjum aðstöðu til
herþjálfunar. En líklegt er að
fimm af sjö herflugvöllum Noregs
verði lokað á næstu sjö til átta
árum og fjöldi flugbrauta, flug-
skýla og þess háttar mannvirkja
verði takmarðaur. Hugsanlega
ætti Ísland að bregðast hratt við
og biðja Noreg um samvinnu um
að gera flugstöðina í Keflavík að
æfingaflugstöð fyrir herþotur
sínar og sömuleiðis fyrir flugvél-
ar sjóhersins og annan flugafla.
Eitt gott útspil gæti verið þróun
á ómönnuðum flugvélum, sem not-
aðar verða til eftirlits og í hernaði.
Það er óskaplega flókið að sam-
hæfa æfingaflug slíkra flugvéla í
lofthelgi þar sem borgaraleg flug-
umferð er mikil. Ekkert ríki, ekki
einu sinni Bandaríkin, hafa getað
gert þetta nema í mjög takmörk-
uðum mæli. Ísland hefur yfir
stærra ónotuðu flugsvæði að ráða
heldur en Noregur, og í samein-
ingu gætum við gripið þetta tæki-
færi.
Innan tveggja til þriggja ára-
tuga verða ómannaðar flugvélar
orðnar álíka mikilvægar og mann-
aðar flugvélar. Tilrauna- og
æfingastöð fyrir ómannaðar flug-
vélar gæti orðið gríðarlega mikil-
væg og ekki skyldi útiloka að hún
gæti aflað tekna fyrir þá sem
starfrækja hana.
Höfundur er varnarmálasér-
fræðingur í Noregi.
UMRÆÐAN
VARNAR- OG
ÖRYGGISMÁL
JOHN BERG
Langtímaáform um að hækka
framlag Íslendinga til varn-
armála gætu farið saman
við vaxandi þátttöku Noregs
í landvörnum Íslands. Fyrsta
skrefið fælist í því að hefja
viðræður með opnum huga.
Varnarsamstarf við Noreg
HERÞOTA Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Ómannaðar flugvélar verða bráðum jafn mikilvægar og
mannaðar flugvélar. Tilrauna- og æfingastöð gæti orðið mikilvæg og jafnvel aflað tekna.
FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM
Í vor verður kosið til borgarstjórn-
ar í Reykjavík en þá býður Vinstri-
hreyfingin - grænt framboð fram í
fyrsta sinn eigin lista. Þar verður
um að ræða skýran og afgerandi
valkost til vinstri. Okkur er fjöldi
mála hugstæður en eitt þeirra
mála er staða barna í borginni.
Reykjavík er góð og öflug borg
þar sem tilboðin og möguleikar
eru af mörgu tagi. En ekki njóta
allir þessara fjölbreyttu kosta. Í
borginni eru börn sem líða fyrir
fátækt þannig að þau hafa ekki
aðgang að því sem borgin hefur
upp á að bjóða. Börnin þurfa á
borginni að halda og því er það
okkar hlutverk í borgarstjórn að
jafna skilyrði og félagslegt
umhverfi barnanna eins og kostur
er.
Undanfarið hefur verið unnið
að því að draga úr leikskólagjöld-
um í Reykjavík og gengur borgin
þar á undan með góðu fordæmi
sem flaggskip íslenskra sveitar-
félaga. Markmiðið hlýtur að vera
algjörlega gjaldfrjáls leikskóli.
Næsta skref er að grunnskól-
inn verði sömuleiðis gjaldfrjáls.
Nú er innheimt gjald fyrir hádeg-
ismatinn í grunnskólanum og enn-
fremur er innheimt gjald fyrir frí-
stundaheimilin. Sá vaxtarsproti
þjónustu við reykvísk börn á
sömuleiðis að vera án gjaldtöku.
Enn frekar má nefna í þessu sam-
bandi dulda gjaldtöku um allt
skólakerfið, pappírsgjald og auka-
gjöld af ýmsu tagi svo ekki sé
minnst á þá staðreynd að sérhver
fjölskylda barna í skyldunámi
þarf að reiða fram umtalsverðar
upphæðir á hverju hausti fyrir
bækur og ritföng. Þarna er raun-
veruleg gjaldtaka á grunnskóla-
stiginu sem reynist ekki öllum
auðvelt að standa straum af.
Vinnudagur barna er gjarna
langur í Reykjavík. Eftir að skóla
lýkur á jafnvel eftir að sækja tíma
í tónlist, íþróttum og öðrum frí-
stundum. Þegar öllu er svo lokið
er heimanámið eftir að auki. Það
er verðugt markmið í borginni að
vinnudegi barna sé lokið um svip-
að leyti og vinnutíma foreldranna,
hann sé samfelldur og án þess að
greiða þurfi fyrir hann.
Grunnmenntun barnanna okkar
er eitt mikilvægasta jöfnunartæk-
ið sem um getur. Þar eiga öll börn
að sitja við sama borð og ekki bara
inni í kennslustofunni heldur líka í
matartímanum, frístundaheimil-
inu og tónlistartímanum. Góð kjör
þeirra sem sjá um menntun og frí-
stundamál barnanna stuðla líka
enn frekar að því að við séum með
fagfólk í hverju rúmi og þar með
ítrekað að börnin eiga það besta
skilið, þau eiga að njóta fag-
mennsku alla leið. Líka fátæku
börnin. Fagmennsku í skólanum,
frístundaheimilinu, listnáminu og
íþróttunum.
Við eigum að vera kröfuhörð og
metnaðarfull þar sem börnin
okkar eru annars vegar og stefna
ótrauð að gjaldfrjálsu grunnskóla-
stigi. Við vitum að það vorum við í
VG sem ýttum umræðunni um
gjaldfrjálsan leikskóla úr vör. En
við hættum ekki þar. Í nafni jafn-
réttis til náms og réttlætis höldum
við okkar striki. Nú er það gjald-
frjálst grunnskólastig.
Höfundur skipar 1. sæti á V-
lista Vinstri grænna í Reykjavík
www.svandis.is.
Reykjavík á að vera barnaborg
UMRÆÐAN
BÖRN Í BORGINNI
SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR
Góð kjör þeirra sem sjá um
menntun og frístundamál
barnanna stuðla líka enn
frekar að því að við séum með
fagfólk í hverju rúmi og þar
með ítrekað að börnin eiga
það besta skilið, þau eiga að
njóta fagmennsku alla leið.
Líka fátæku börnin.
Fermingarbarn’98
edda.is
„Svefnpokinn sem ég fékk var
ágætur. En hann skilaði sér aldrei
heim af Eldborg 2001. Ég hefði alveg
verið til í gott uppflettirit. Það eru
bækur sem nýtast manni alla ævi.“
Tilboðsverð
14.980 kr.
Tilboðsverð
24.990 kr.
Fermingargjafir sem vit er í
Steinþór Helgi Arnsteinsson
Tilboðsverð
2.990 kr.
Tilboðsverð
2.990 kr.
Verð
3.990 kr.
Verð
2.990 kr.