Fréttablaðið - 30.03.2006, Side 44

Fréttablaðið - 30.03.2006, Side 44
 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR44 bio@frettabladid.is Fyrir fjórtán árum birtist tálkvendi á hvíta tjaldinu að hætti gömlu „rökkur- myndanna“. Hún átti ekki í erfiðleikum með að slá ryki í augu karlmanna með ögrandi framkomu sinni og kynþokka. Ófáir stóðu á öndinni þegar Basic Instinct var frumsýnd fyrir sex- tán árum. Leikkonan Sharon Stone fór hamförum í hlutverki glæpa- sagnahöfundarins Catherine Tra- mell sem vafði lögreglumanninum Nick Curran um fingur sér. Tra- mell var nútímaútgáfa af konun- um sem leiddu Bogart og Cagney í hverja gildruna á fætur annarri, kynþokkinn allsráðandi enda leik- stjórinn Paul Verhoeven ekki þekktur fyrir að slá neitt af í þeim málum. Breski leikstjórinn Michael Caton-Jones hefur tekið við taumunum en margir leyfa sér að efast um að hin 48 ára gamla Stone nái upp sama þokka og fyrir fjórtán árum síðan. Rithöfundurinn Tramell er flutt til London eftir ævintýrin í San Francisco en er ekki lengi að koma sér í klandur hjá lögreglunni. Íþróttamaður deyr og Tramell er umsvifalaust grunuð um verknað- inn enda átti hún í ástarsambandi við kappann. Sálfræðingurinn Michael Glass er fenginn til að aðstoða Scotland Yard og „neyð- ist“ hann til að sálgreina Tramell, sem ætíð tekur glöð á móti karl- kyninu. Gegn betri vitund og ráð- leggingum vina fellur Glass fyrir hinni þokkafullu Tramell. Sharon Stone hefur margoft dásamað hlutverkið í Basic Instinct enda skaust leikkonan hátt upp á stjörnuhimininn með framúrskar- andi leik. „Konum hefur verið kennt að þær eiga að láta undan til að fá það sem þær vilja,“ sagði Stone. „Karlmenn eru miklu meira blátt áfram,“ bætir hún við. „Cath- erine er á hinn boginn fyrsta kven- persónan sem ákveður að segja við sjálfa sig: Ég er valdamikil, áhuga- verð, gáfuð og sterk. Ég get sagt hvað sem er og gert hvað sem er og ætla að gera það í herbergi fullu af körlum,“ útskýrir Stone sem hefur mært bæði leikstjórann, Michael CatonJones, og mótleik- ara sinn, David Morrissey. „Hann er ótrúlega hæfileikaríkur,“ sagði Stone um Morrissey. Af öðrum leikurum má nefna David Thewlis en hann þekkja ein- hverjir úr kvikmyndinni Naked sem sló eftirminnilega í gegn fyrir mörgum árum. Þá má til gamans geta að knattspyrnuhetjan Stan Collymore leikur lítið hlutverk í myndinni en hann gat sér frægð sem framherji hjá knattspyrnulið- inu Liverpool. - fgg Ógnareðlið vaknar á ný Löng hefð er fyrir myndum sem gera grín að öðrum kvikmyndum og hafa þær notið nokkurra vin- sælda. Í Date Movie fá rómantísku myndirnar sinn skerf en sömu menn og stóðu að Scary Movie skrifa handritið að þessari mynd. Julia Jones er að leita eftir ást- inni í sínu lífi og hittir loks breska sjarmörinn Grant Funkydoder. Þau þurfa þó að ganga í gegnum sína þrautagöngu sem er reyndar að mestu byggð á hugmyndum frá vinsælustu ástarmyndum síðustu ára. Meðal þeirra sem koma við sögu eru My Big Fat Greek Wedd- ing, Meet the Parents og The Wedding Planner auk þess sem My Best Friend’s Wedding kemur töluvert við sögu. Alyson Hannigan leikur hina ástleitnu Juliu en hún var í Ameri- can Pie-leikhópnum sem sló í gegn með fyrstu myndinni og það er síðan Adam Campbell sem leikur enska kyntáknið. FREISTINGAR Grant þarf að standast ofurkynþokkafulla vinkonu sína sem ætlar að fá hann aftur til sín. Ástin er grín Ljósir lokkar, flottur líkami og hæfileikar á leiklistarsviðinu nægðu Sharon Stone ekki lengst framan af á sínum ferli enda uppskar hún eingöngu hlutverk í svokölluðum B-myndum. Lék eiginkonur þekktra hasarleikara og nægir þar að nefna Nico með Steven Seagal og skelfing- una Action Jackson. Skjótt skipast þó veður í lofti. Stone landaði hlutverki á móti Arnold Schwarzenegger í Total Recall og sat nakin fyrir í Playboy, sem mörgum þótti djörf ákvörðun hjá 32 ára gamalli leikkonu en áhættan borgaði sig. Paul Verhoeven setti sig í samband við Stone og fékk hana til að leika í hinni mjög svo erótísku Basic Instinct. Myndin sló umsvifa- laust í gegn og yfirheyrsluatriðið fræga er fyrir löngu orðið sígilt í kvikmyndasögunni. Stone reyndi í fyrstu að halda þeirri kynþokkufullu ímynd sem henni hafði áskotnast með Sliver en henni var slátrað af gagnrýnendum og ekki skánuðu hlutirnir mikið með The Intersection, The Specialist og kúrekamyndinni The Quick and the Dead. Stone gafst hins vegar kjörið tæki- færi til að setja ofan í óvildarmenn sína þegar Martin Scorsese fékk hana til að leika ofurdópaða fegurðardís í Casino. Leikkonan sýndi að hún hafði hæfileika til annars en að klæða sig úr fötunum og uppskar að launum Golden Globe-verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki og var þar að auki tilnefnd til Óskarsverðlauna. Ekki bara tálkvendi SHARON STONE Í upphafi ferils síns neyddist hún til að láta sér nægja smáhlutverk í B-mynd- um en varð heimsfræg eftir hlutverk sitt í Basic Instinct. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES I‘d have to be pretty stupid to write a book about killing and then kill him the way I described in my book. I‘d be announcing myself as the killer. I‘m not stupid. Catherine Tramell útskýrir í yfirheyrslu af hverju hún hefði ekki drepið Mr. Boz í kvikmyndinni Basic Instinct. Kvikmyndin Eight Below er endur- gerð japönsku myndarinnar Nan- kyoku Monogatari frá árinu 1983. Myndin er sannsöguleg og fjall- ar um starfsmann rannsóknar- stöðvar vísindastofnunar Banda- ríkjanna á Suðurskautslandinu, Jerry Shepard (Paul Walker), sem er sáttur við lífið og tilveruna. Notar hann frítíma sinn til að skoða villta náttúruna ásamt sleða- hundunum sínum átta og félaga sínum Charlie Cooper (Jason Biggs) sem starfar einnig á rann- sóknarstöðinni. Þegar þeir fá það verkefni að finna loftstein frá Merkúr á Suð- urskautinu versnar í því. Mikið óveður skellur á og hætta þarf við förina. Þegar starfsmenn rann- sóknarstöðvarinnar þurfa að yfir- gefa staðinn þurfa þeir að skilja hundana eftir. Spurningin er: geta hundarnir lifað einir af á suður- skautinu? Paul Walker fer með aðalhlut- verkið í Eight Below en hann sló í gegn í hasarmyndinni The Fast and the Furious. Fer hann jafn- framt með stórt hlutverk í Flags of Our Fathers sem var tekin upp hér á landi síðasta sumar. Jason Biggs úr American Pie-myndun- um fer einnig með stórt hlutverk ásamt Bruce Greenwood, sem m.a. lék nýverið í Capote og The World´s Fastest Indian. Leikstjóri myndarinnar er Frank Marshall sem síðast stýrði Congo árið 1995. Áður hafði hann gert köngulóarmyndina Arachno- phobia og Alive. Átta hundar í hættu PAUL WALKER Aðal- leikari Eight Below er Paul Walker, sem sló í gegn í myndinni The Fast and the Furious. ST0NE OG MORRISSEY Leika saman í framhaldsmyndinni um tálkvendið Catherine Tramell en þar heillar hún breska karlmenn upp úr skónum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES > Ekki missa af... V for Vendetta. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og loksins ná Wachowski-bræðurnir sér á strik eftir frekar háðulegan endi á Matrix - þríleiknum. Natalie Portman, John Hurt og Hugo Weaving fara fyrir fríðum leikhópi og þrátt fyrir varnaðarorð nær myndin að fanga þann anda sem býr í myndasögunum. SMS LEIKUR ! TAKTU ÞÁTT! VINNINGAR VERÐA AFHENDIR HJÁ BT SMÁRALIND. KÓPAVOGI. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 99 KR/SKEYTIÐ. FRUMSÝND 30. MARS 11. HVER VINNUR! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR FYRIR TVO Á DATE MOVIE DVD MYNDIR • PEPSI • GEISLADISKAR BOLIR OG MARGT FLEIRA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.