Fréttablaðið - 30.03.2006, Side 48
30. mars 2006 FIMMTUDAGUR48
maturogvin@frettabladid.is
> Ekki sleppa
...dökka súkkulað-
inu þótt þú sért
að reyna að passa
línurnar. Það er
margsannað að
það er stútfullt af
andoxunarefnum
og svo stuðlar það
að frjósemi.
Hvaða matar gætir þú síst verið án? Skyrs. Ég
borða skyr á hverjum degi.
Fyrsta minningin um mat? Það er sætsúpa.
Þegar ég var tveggja ára datt ég og handleggs-
brotnaði. Pabbi tók mig upp og þegar hann var
á leiðinni með mig á spítalann kallaði hann á
mömmu: „Sætsúpan er að sjóða upp úr.“ Þessi
minning er ljóslifandi.
Besta máltíð sem þú hefur fengið? Þegar ég
var í sveit í Öxarfirði, tíu eða tólf ára, bar ég út
póst á nokkra bæi. Í rigningu og slyddu kom ég
eitt sinn heim og fékk þá heitt kakó, heima-
bakað flatbrauð, heimatilbúið smjör og mysing.
Það var unaðsleg máltíð, man ég.
Er einhver matur sem þér finnst vondur?
Enginn. Ég ét allt.
Leyndarmál úr eldhússkápunum? Ég finn
alltaf staðina þar sem konan felur súkkulaðið.
Ég gef ekki upp hvar þessir staðir eru.
Hvað borðar þú til að láta þér líða betur?
Mér líður alltaf betur þegar ég borða skyr.
Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Það þarf ekki
að spyrja að því, ég á alltaf skyr.
Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða rétt
tækir þú með þér? Lambalæri er í miklu
uppáhaldi hjá mér, ætli ég tæki það ekki.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur
borðað? Þegar ég var úti í Hollandi fékk ég
skógarþresti og þótti það stórskrýtið. En
ekki voru þeir bragðgóðir.
MATGÆÐINGURINN RAGNAR SVERRISSON KAUPMAÐUR
Sætsúpan að sjóða upp úr
Um helgina lýkur afrískum dögum
í Vínbúðum sem staðið hafa í mars.
Á boðstólum er fjöldi vína frá Afr-
íku, fjölmörg eru á kynningarverði
og einnig er að finna vín
sem eingöngu eru fáan-
leg þessa daga. „Viðtökur
neytenda hafa verið sér-
staklega góðar í þetta
skiptið. Bæði er fólk að
verða sífellt meðvitaðra
um þessa þemadaga Vín-
búðanna og svo virðist
vera spenningur fyrir
afrískum vínum. Þau eru tiltölu-
lega ný á markaðnum og fólk er
áhugasamt um að kynna sér þau.“
segir Jóna Grétarsdóttir, markaðs-
stjóri Vínbúðanna. „Næstu þema-
dagar eru í maí og verða tileinkað-
ir Chile en vín þaðan eru í hópi
söluhæstu léttvína hérlendis. Við-
skiptavinir hafa tekið þessu fagn-
andi og starfsfólk okkar hefur haft
mjög gaman af því að taka þátt í
þessari tilbreytingu. Sérstaklega
er áberandi hversu duglegt fólk
hefur verið að sækja sér fróðleik,
spyrja starfsfólk um vínin og
verða sér úti um bæklinga sem
legið hafa frammi í Vín-
búðunum.“
Suður-Afríka er í dag
áttunda stærsta vínfram-
leiðsluland heims, en þess
ber að geta að stóru lönd-
in framleiða svo mikið að
framleiðsla Suður-Afríku
er ekki nema rétt um
fimm prósent af heims-
framleiðslu. Áttatíu prósent af allri
vínframreiðslunni eru hvítvín og
er þar mest notast við heimaþrúg-
una steen og hanepoot en notkun á
chardonnay hefur aukist mikið síð-
ustu ár. Vínin eru að jafnaði fersk
og bragðmikil í senn og sem matar-
vín eru vínin afbragðsgóð. Af bláu
berjununum eru cinsaut og caber-
net sauvignon áberandi en í önd-
vegi er hin sérafríska blendins-
þrúga pinotage.
Afrískum dögum í
Vínbúðum að ljúka
Þórhildur Jónsdóttir er yfirkokk-
ur á Fjalakettinum og ein af fáum
konum í þeirri stöðu hérlendis.
Fjalakötturinn býður þessa dag-
ana up á franskan matseðill og það
er Þórhildur sem útbýr hann af
mikilli snilld. Hún valdi sérstakan
grænmetisrétt til að deila með les-
endum blaðsins. „Ég valdi þennan
rétt því mér finnst við borða allt
of lítið af grænmeti og það er mjög
gaman að gera eitthvað öðruvísi
og spennandi úr grænmeti. Þetta
er uppskrift sem þróaðist hjá mér
í eldhúsinu og best finnst mér að
hafa sterka kókos-karrý sósu með
réttinum.“
Aðspurð um hvað henni finnist
nauðsynlegt í matargerð nefnir
hún tómat. „Ég á alltaf tómata og
nota mikið tómatpourre og slíkt.
Ef ég á það til þá virðist ég geta
búið til allt,“ segir Þórhildur en
hún lærði kokkinn á Grandhotel
Reykjavík.
„Skemmtilegast finnst mér að
elda allskyns fisk og sjávarrétti
og þá er rauðsprettan í uppáhaldi
hjá mér. Ég get reyndar verið svo-
lítið löt við að elda heima þar sem
ég er eldandi allan daginn. En ég
læt mig hafa það.“
Á frönskum dögum Fjalakatt-
arins er að sjálfsögðu boðið upp á
sérstakan franskan matseðil. „Við
Haukur Gröndal samstarfsmaður
minn hönnuðum matseðilinn
saman en hann samanstendur af
ýmsum klassískum frönskum rétt-
um. Við reyndum að velja mjög
klassíska franska rétti eins og
anda confit og bouillabaisse-súpu.
Í aðalréttunum notum við mikið
geitaost sem er afar vinsæll í
Frakklandi. Einnig bjóðum við
upp á nautaþrennu, klassíska
nautakjötsrétti. Þegar við fórum
yfir í desertinn þá kom cremé
brulé auðvitað fyrst upp í huga
okkar en einnig bjóðum við upp á
franska súkkulaðitertu,“ sagði
Þórhildur en frönsku dagarnir á
Fjalakettinum standa yfir út apríl
mánuð og þar verður einnig gott
úrval af góðum frönskum vínum.
KJÚKLINGABAUNARÚLLA
Uppskrift fyrir sex til átta manns
Deig:
300 g kartöflur
300 g kjúklingabaunir
50 g tómatpourre
1 tsk. salt
2 tsk. chiliduft
2 tsk. kóríander
1 tsk. kúmen
Aðferð: Kartöflurnar og kjúkl-
ingabaunirnar soðnar og kældar.
Þessu er svo maukað saman í
graut og allt kryddið, og tómat-
purré blandað út í. Að lokum er
deigið kælt.
FYLLING:
100 g blómkál
100 g brokkolí
5 sveppir
50 g sólþurrkaðir tómatar
1 gulrót
1 tsk. hvítlauksduft
1/2 tsk. mulinn svartur pipar
1/2 tsk. salt
Aðferð: Grænmetið er steikt á
pönnu og kryddað. Deigið þarf
að vera orðið vel kalt og fyllingin
líka til að hægt sé að skella þessu
saman. Deigið er tekið og flatt út
á smjörpappír í þá stærð sem
rúllan á að vera. Þegar búið er
að fletja deigið út á smjörpappír-
inn er grænmeti sett í rúlluna
(kalt) og parmesan stráð yfir
grænmetið áður en rúllunni er
svo lokað. Rúllan pensluð með
góðri olíu og skellt inn í ofn.
Bökuð í ofni í tuttugu mínútur
við 170 gráður.
hilda@frettabladid.is
Grænmetisréttur Þórhildar
ÞÓRHILDUR JÓNSDÓTTIR Hún er yfirkokkur á Fjalakettinum og deilir hér uppskrift að dýrindis grænmetisrétti með lesendum Fréttablaðs-
ins.
Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu
fengið Fréttablaðið. En til vonar
og vara skaltu klippa þetta símanúmer
út og hringja í það ef Fréttablaðið
kemur einhverntímann ekki.
550 5000
Ekkert blað?
- mest lesið
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI