Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2006, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 30.03.2006, Qupperneq 52
Nýtt lag með þeim félög- um Benedikt Hermanni Hermannssyni og Hugleiki Dagssyni verður frumflutt á Rás 2 í dag. Á morgun kemur síðan út myndasögu- bókin Fermið okkur eftir Hugleik þar sem Benedikt kemur meðal annars við sögu. Myndasögubókin Fermið okkur eftir Hugleik Dagsson kemur út á morgun. Fjallar hún um strák sem er að fara að fermast og veit ekki hvort hann á að hafa það borgara- lega fermingu eða kirkjulega. Reynir hann að komast að því hvort sé betri kosturinn. Með bókinni fylgir lag eftir Hugleik og bróður hans Þorra sem tónlistarmaðurinn Benedikt Her- mann Hermannsson, forsprakki hljómsveitarinnar Benni Hemm Hemm, tók upp með Hugleiki. Lagið, sem Hugleikur rappar, verð- ur gefið út á 7 tommu plötu og geisladiski. Þar verður einnig að finna endurhljóðblandaða útgáfu af laginu eftir dansdúettinn Helm- us und Dalli en hann samanstendur af þeim Helga Sv. Helgasyni og Davíð Þór Jónssyni píanóleikara. „Við prófuðum að spila þetta lag saman fyrir síðustu jól og ákváð- um að taka það upp,“ segir Benni, sem kemur einnig við sögu í bók Hugleiks. „Þetta var alveg frábært samstarf. Ég hef þekkt hann dálítið lengi og lesið allt dótið hans. Ég ber meiri virðingu fyrir honum sem listamanni eftir að hafa kom- ist í návígi við þetta,“ segir hann. Benni segir að texti Hugleiks við lagið sé nokkuð í ætt við sög- urnar hans. „Hann er ótrúlega ruddalegur og dónalegur en eins og í sögunum er hann líka dúlluleg- ur og með jákvæðan boðskap,“ segir Benni, sem vonar innilega að lagið fái spilun á útvarpsstöðvun- um. „Við bíðum spenntir en ég held að það sé inni í myndinni að ein- hverjir þori ekki að spila það. Það kvartaði manneskja í hjólastól yfir „I Can Love You in a Wheelchair“ [af síðustu plötu Benna Hemm Hemm]. Hún skrifaði tölvupóst til Rásar 2 og bað þá um að hætta að spila það. Ég veit ekki til þess að það hafi verið spilað eftir það,“ segir hann. Nýja lagið verður engu að síður frumflutt á Rás 2 í dag og verður spennandi að sjá hver við- brögðin verða. Benni, sem fékk mikið lof fyrir síðustu plötu sína, er að vinna að nýju efni um þessar mundir og stefnir að því að vera með nýtt pró- gram þegar hann spilar á Listahá- tíð í Reykjavík 20. maí. Hann von- ast til að taka upp nýja plötu í haust en ekki hefur verið ákveðið hvort hún kemur út fyrir jólin eður ei. Næstu tónleikar Benna Hemm Hemm verða í Gyllta salnum á Hótel Borg í kvöld og fer miðasala fram í 12 Tónum. Um páskana verð- ur hann á Akureyri og Ísafirði en þann 10. maí leggur hann land undir fót og spilar í París. Jafn- framt hyggur hann á Japansferð. freyr@frettabladid.is Nýtt lag frumflutt í dag BENNI OG HUGLEIKUR Þeir félagar Benedikt Hermann Hermannsson og Hugleikur Dags- son gefa út nýtt lag á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ítalski söngvarinn Leone Tingan- elli og félagar hans Jón Elvar Haf- steinsson og Jón Rafnsson úr tríó- inu Delizie Italiane hafa gefið út plötuna Passione. Lögin eru flest sungin á mál- lýsku frá Napólí en ekki hefðbund- inni ítölsku og eru þau elstu allt frá árinu 1500. Lögin eru þægileg og ljúf og passa sérlega vel með mat og drykk. Tríóið Delizie Ital- iane (ítalskt góðgæti) var stofnað í september 2000 í tengslum við mikinn áhuga meðlima á víni, mat- argerð og suðrænni menningu. Litið var á tónlistina sem punktinn yfir i-ið. „Við Jón Elvar fórum í ferðalag saman sem kennarar í FÍH og komumst fljótlega að því að við höfðum báðir áhuga á mat og mat- arkúltúr. Jón Elvar þekkti Leone og við smelltum þessu tríói saman,“ segir Jón Rafnsson. Hann segir samstarfið við Leone hafa gengið einkar vel. „Við erum allir mjög góðir vinir og þetta hefur verið mjög skemmtilegt samstarf. Hann kemur með lög sem við kannski þekkjum ekki neitt og síðan nálgumst við þau eins og við skynjum þau. Þá verða þau kannski allt öðruvísi en upphaflega hug- myndin var,“ segir Jón. Þægileg stemning DELIZIE ITALIANE Tríóið hefur gefið út sína fyrstu plötu sem nefnist Passione. SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 DATE MOVIE kl. 6, 8 10 TRISTAN & ISOLDE kl. 5.45 og 10 BIG MOMMA’S HOUSE 2 kl. 8 DATE MOVIE kl. 6, 8 og 10 THE PRODUCERS kl. 5.20, 8 og 10.45 WALK THE LINE kl. 5.15, 8 og 10.45 RENT kl. 5.20, 8 og 10.40 B.I. 14 ÁRA DATE MOVIE kl. 4, 6, 8 og 10 SÝND Í Í LÚXUS kl. 4, 6, 8 og 10 THE PRODUCERS kl. 8 og 10.45 BIG MOMMA’S HOUSE 2 kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15 PINK PANTHER kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 YOURS MINE AND OURS kl. 4 og 6 ÓSKARS- VERÐLAUNIN sem besta leik- kona í aðalhlut- verki - Reese Witherspoon Mamma allra grínmynda er mætt aftur í bíó! Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum - SV MBL.IS WWW.XY.IS 200 kr. afsláttur fyrir XY félaga 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu STEVE MARTIN KEVIN KLINE JEAN RENO BEYONCÉ KNOWLES SPRENGHLÆGILEGUR SÖNGLEIKUR FRÁ GRÍNSNILLINGNUM MEL BROOKS!! D.Ö.J.- KVIKMYNDIR.COM „Ég man ekki eftir því að hafa skemmt mér jafn vel í bíó...“ VIV - Topp5.is ÞÉR MUN STANDA AF HLÁTRI! UM ÁSTINA, RÓMANTÍKINA OG ANNAN EINS VIÐBJÓÐ! - L.I.B - TOPP5.IS - S.K. - DV 2 FYRIR 1 FYRIR VIÐSKIPTAVINI GULLVILDAR AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINS! YFIR 20.000 MANNS !
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.