Fréttablaðið - 30.03.2006, Side 53

Fréttablaðið - 30.03.2006, Side 53
���������������������������������������������������������� ��������������������������� ������������������������� ���������������� �� �������������� �������������� �������������������������� ���������������������� ������������������������������������ ��������������������������������� ���������������������������������������� �������������� �������������� [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Ghostigital hefur að geyma tvo af kynlegustu kvistum íslenskrar tónlistarsögu, ég held að það sé hægt að henda fram þeirri stað- reynd hér án þess að efast um sannleika hennar. Hvað sem því líður verður líka að viðurkennast að bæði Einar Örn og Curver eru báðir afar hæfileikaríkir tónlist- armenn. Nýjasta plata dúósins Ghostigital, In Cod We Trust, sannar báðar ofangreindar stað- reyndir. Platan er bæði afar sér- stæð og einnig stórgóð. Tónlist Ghostigital er ekki eitthvað sem þú heyrir á hverjum degi óma í hverfissjoppunni þinni. Hún byggir að mestu leyti upp á frek- ar hörðum en afar dansvænum og taktföstum hip-hop töktum í nýaldarstíl. Lög eins og The Heart og Black Sand eru vel til þess fallin að trylla dansfólkið og alla nágranna í kring. Ásamt hip-hopinu eru greini- leg áhrif frá post-punk tímanum og einhvers konar noise-rótum. Við taktana bætast síðan ýmis konar hljóð og (ó)hljóð, skreyt- ingar sem gefa Ghostigital sína sérstöðu. Stundum finnst manni samt (ó)hljóðin einum of mikið notuð en það er einungis á ein- stöku stöðum og í stuttan tíma. Hljóðin koma víðs vegar að en að mestu eru þau úr smiðju hljóð- gúrúsins Curvers. Gestahljóð- færaleikararnir setja líka sinn svip á plötuna og gestasöngvar- arnir jafnvel enn meiri. Auðvitað má heldur ekki gleyma Einari Erni sem fleygir sínum skreyt- ingum fram hægri vinstri með ágengri rödd sinni og furðuleg- um en fjörlegum textum. Platan sem slík er afar heil- steypt og í raun er ekkert lag sem er leiðinlegra en annað. Sum lögin eru þó skemmtilegri en önnur, lög sem fá mann til þess að hækka örlítið meira í græjunum. Ekkert lag nær þó algjörlega að halda manni í heljargreipum en platan sjálf vex með hverri hlust- un og verður alltaf meira gríp- andi og grípandi. Platan sannar enn og aftur sérvisku og snilli- gáfu Ghostigital, eitthvað sem þeir hafa hingað til einungis sýnt á tónleikum en ná núna að festa á plasti. Steinþór Helgi Arnsteinsson Sérstæð og stórgóð GHOSTIGITAL IN COD WE TRUST Niðurstaða Platan sannar sérvisku og snilligáfu Ghostigital með dansvænum og taktföstum hip-hop töktum sem blandast við (ó)hljóð í skreytistíl. Gítarsólóið í laginu klassíska Stairway to Heaven með Led Zeppelin hefur verið kjörið besta gítarsóló allra tíma. Í öðru sæti var gítarsóló úr lagi Van Halen, Eruption, og í því þriðja varð Paradise City með Guns n‘ Roses. Tvö þúsund lesendur tímarits- ins Total Guitar tóku þátt í könnun- inni. „Allir elska að spila á loftgítar þegar þeir heyra gítarleikarana fríka út á ákveðnum augnablikum í lögum,“ sagði Stephen Lawson, rit- stjóri tímaritsins. Besta sólóið í „Stairway“ 10 BESTU GÍTARSÓLÓIN 1. Led Zeppelin - Stairway to Heaven 2. Van Halen - Eruption 3. Guns N‘ Roses - Paradise City 4. The Eagles - Hotel California 5. Metallica - Enter Sandman 6. Cream - Crossroads 7. Jimi Hendrix - Voodoo Child 8. Ozzy Osbourne - Crazy Train 9. Free - All Right Now 10. Queen - Bohemian Rhapsody Hljómsveitin Gorillaz hefur gefið út DVD-tónleikadisk með lögum af síðustu plötu sveitarinnar, Demon Days. Tónleikarnir voru teknir upp í óperuhúsinu í Manchester í nóv- ember og þóttu heppnast ákaflega vel. Var þetta í fyrsta sinn sem platan var spiluð í heild sinni á tónleikum. Á meðal þeirra sem komu fram voru Damon Albarn, annar af stofnendum Gorillaz, Neneh Cherry, Bootie Brown, De La Soul, Ike Turner, Shaun Ryder, Roots Manuva og Martina Topley-Bird, auk þess sem Dennis Hopper og Ibrahim Ferrer komu fram á sjón- varpsskjá. Strengjasveit kom einnig fram á tónleikunum ásamt barnakór og gospelkór Manchester. Jamie Hewlett, hinn stofnandi Gorillaz, sá alfarið um sjónrænu hliðina. Diskurinn, sem er 69 mínútna langur, hefur meðal annars að geyma lögin Kids With Guns, Dirty Harry, Feel Good Inc. og titillagið Demon Days. Nýr tónleikadiskur GORILLAZ Hljómsveitin Gorillaz hefur gefið út nýjan DVD-tónleikadisk. Fyrirsætan og leikkonan Eliza- beth Hurley hefur í viðtali við tímaritið Hello! neitað sögusögn- um um að hún sé ólétt og hyggist giftast kærasta sínum Arun Nayar. „Þrátt fyrir allar sögusagnirnar í blöðunum er ég hvorki trúlofuð, gift né ólétt. Ég skal svo sannar- lega láta fólk vita um leið og eitt- hvert af þessu ofantöldu gerist,“ sagði hún en skötuhjúin hafa verið saman í þrjú ár. Hvorki gift né ólétt Uppselt er í tvö af fjórum svæðum á tónleikum Ians Anderson, for- sprakka bresku hljómsveitarinnar Jethro Tull, í Laug- ardalshöll 23. maí. Miðasalan hefur því gengið vel en aðeins er selt í númeruð sæti. Anderson og hljómsveit hans, ásamt félögum úr Kammersveit Reykjavíkur, munu bjóða upp á sannkallaða tónlistar- veislu frá 35 ára ferli Jethro Tull. Miðasala á tónleikana fer fram í verslunum Skífunnar, BT úti á landi og á midi.is og performer.is. Miðasala gengur vel IAN ANDERSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.