Fréttablaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 30. mars 2006 55 FÓTBOLTI Einn vinsælasti knatt- spyrnumaðurinn í heiminum í dag er hinn 18 ára gamli Cesc Fabregas sem leikur með Arsenal. Þessi magnaði miðjumaður fór á kost- um gegn Juventus í meistaradeild- inni á þriðjudag þar sem hann lék læriföður sinn, Patrick Vieira, grátt ásamt því að skora mark og leggja upp annað. Fabregas kom aðeins 16 ára gamall til Arsenal frá Barcelona og hann segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun í dag. „Ég er mjög sáttur við að hafa tekið svona erfiða ákvörðun ungur að aldri. Það eru svo margir sem hafa haft mikla trú á mér að það er frábært,“ sagði Fabregas sem er ekki vel við þá umræðu að hann sé orðinn betri en Vieira þótt hann hafi leikið betur en Frakkinn stóri á þriðjudag. „Mér líkar alls ekki svona tal. Ég hef alltaf gert mitt besta og æfi eins og brjálæðingur. Það er ekki bara ég sem spila vel heldur allt liðið og ef liðið spilaði ekki vel gengi ekki mjög vel hjá mér held- ur. Þetta er búinn að vera lær- dómsríkur vetur og liðsheildin verður sterkari hjá okkur með hverjum mánuði og sjálfstraustið hefur aukist að sama skapi. Hvað varðar mig persónulega þá er ég sífellt að bæta mig og mér finnst ég verða sterkari á hverri æfingu. Vieira og Emerson eru með allra bestu miðjumönnum heims í dag og því var sérstaklega ánægju- legt að fá að mæta þeim báðum. Ef ég ætla að verða einn af þeim bestu þá verð ég að spila gegn þeim bestu og sýna að ég geti spil- að jafn vel og þeir. Ég vil sýna öllum heiminum að ég geti spilað með Arsenal og sem betur fer tókst mér að skora og leggja upp mark í þessum leik,“ sagði Fabregas en keppst er við að setja hann á sama stall og Wayne Rooney og Ronaldinho eftir þessa mögnuðu frammistöðu gegn Juve og spurning hvort hann komist á HM. - hbg Spænska ungstirnið Cesc Fabregas sér ekki eftir stóru ákvörðuninni sem hann tók aðeins 16 ára gamall: Það var rétt hjá mér að yfirgefa Barcelona og fara til Arsenal CESC FABREGAS Hjálpar hér læriföður sínum Vieira á fætur en unglingurinn tók Vieira í bakaríið í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Fram kemur á heimasíðu Keflavíkur í gær að tveir franskir umboðsmenn séu á leið til lands- ins að skoða leikmenn. Eftir þvi sem fram kemur á heimasíðunni munu þeir sjá leik Fram og Kefla- víkur á fimmtudag og svo munu þeir reyna að sjá fleiri leiki um elgina áður en þeir fljúga til síns heima á sunnudag. Keflvíkingar í skoðun: Tveir umbar á leiðinni LEIKMENN KEFLAVÍKUR Undir smásjá franskra umboðsmanna. GOLF Heiðar Davíð Bragason úr golfklúbbnum Kili lék best íslensku strákanna á Sherry Cup mótinu í golfi sem fram fer á Spáni þessa dagana. Magnús lék hring- inn á 72 höggum eða á pari vallar- ins. Heiðar Davíð Bragason og Stef- án Már Stefánsson léku á 76 högg- um og Pétur Freyr Pétursson á 81 höggi. Þrjú bestu skorin telja í liðakeppninni og er íslenska liðið því samtals á 8 höggum yfir pari. Heiðar Davíð sagði að þetta hefði gengið upp og ofan í dag, en það væri hægt að gera betur. Magnús lék vel, fékk m.a. einn örn og fjóra fugla á hringnum. Hann var búinn að vera við æfingar á Spáni í rúma viku fyrir mótið. „Það er greinilegt að það vantar aðeins upp á leikæfinguna hjá okkur, en þetta kemur allt saman. Við erum ekkert svo ósáttir við heildarskorið hjá liðinu,“ sagði Heiðar Davíð í samtali við Kylf- ingur.is í gær. - hþh Íslenska landsliðið í golfi: Magnús bestur Íslendinganna MAGNÚS LÁRUSSON Lék best Íslending- anna á Spáni í gær. FÓTBOLTI Iain Dowie knattspyrnu- stjóri Crystal Palace vill að leik- menn verði sektaðir fyrir leik- araskap af sínum eigin liðum. Leikaraskapur er vaxandi vanda- mál á Englandi og er leitað leiða til að sporna við þessum leiðindum í knattspyrnunni. „Ef leikmaður hendir sér niður og þykist vera meiddur þegar það hefur ekki verið nein snerting þá á að sekta viðkomandi. Þegar Sand- or Torghelle lét sig falla gegn Charlton sagði ég honum að svona liði ég ekki og sektaði hann. Það var rétt ákvörðun hjá mér,“ sagði Dowie. - hþh Iain Dowie: Vill sekta fyrir leikaraskap IAIN DOWIE Sektaði sinn eigin leikmann fyrir leikaraskap NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.