Tíminn - 17.07.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.07.1977, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 17. júli 1977 Hagræðing forsenda bættrar efnahagsafkomu KEJ-Reykjavik — Margt haf- ast mennirnir að og starfsemi og framleiðsla er enda forsenda þess að við lifum og getum skapað menningu okkar og komizt vel af efnahagslega. Þar sem á undanförnum árum hefur verið verulegur uppgangur i hagræðingarmálefnum hér á landi og menn almennt sam- mála um að hagræðing sé for- senda þess að við verðum sam- keppnishæfir i iðnaðarfram- leiðslu, fórum viö á Timanum á stúfana að aðgæta hvað væri að gerast i hagræðingarmálefnum og hver staðan er i dag. Hagræöing er i sjálfu sér ekk- ert nýtt fyrirbrigði. 011 verkþró- un, tækniþróun og þróun i fram- leiðsluháttum er hagræðing og slikir hlutir hafa ávallt átt sér stað. Sú hagræöing sem nútima- framleiðsluhættir krefjast er einkum vélvæðing, aðrar leiðir til afkastaaukningar og full- komið skipulag og eftirlit. Með hagræöingu aukum við afköst með minni tilkostnaði, sem aftur þýðir arðbærari framleiöslu fyrir þjóðarbúið. Með þvi að spara starfskraft á einum stað getum við aukið framleiðni á öðrum stað þar sem vantar starfskraft og engin vél getur komið i stað hans. Þannig má lengi telja og aug- ljóslega leiðir það af sjálfu sér að hagræðing i rekstri er þjóð- hagslega hagkvæm. En hvernig er ástandið á tslandi, hvað höf- um við gert i hagræðingarmál- um? Til þess að svara þessum spurningum og ótal öðrum sner- um við okkur til fjögurra sér- fróðra manna. > ** J ' '" Y" ^ 4'' ■'' 1 ": í 'I ' fl n-w 5 i« 1 n>ms ! n»m | nnw 1 ntim 1 HilKM 1 HSW* SiiW* !«(».« ttíijsk .. . ■ 'k 1 **» | £||Jj i v I ! ! Vélvæöingu og skipulagi hefur fleygt fram f mjólkuriðnaði. Hagræðing og sérhæfing skilyrði þess að við verðum samkeppnishæf á fríverzlunarmarkaði - segir Ólafur Guðlaugsson hjá VSÍ — Almennt má segja aö sé fólk vel upplýst um eöli breytinganna og fær aö fylgjast meö hvaö til stendur verður þaö jákvætt gagnvart hagræöingu og hún gengur þá átakalaust fyrir sig, sagöi ólaf- ur Guölaugsson, tæknifræöingur hjá tæknideild Vinnuveitenda- sambands tslands i sambandi viö Timann. Starfsemi tækni- deildar sagöi hann aö væri fjór- þætt, aö gera samninga um af- kastahvetjandi kerfi, fræöslu- starfsemi, útgáfustarfsemi og ráðgefandi þjónusta. Aö þessum málum vinna tveir tæknifræö- ingar hjá VSt og stendur þessi þjónusta öllum meðlimum Vinnuveitendasambandsins til boða, yfirleitt endurgjaldslaust, en einhverjar greiðslur koma fyrir sé um stórtæk verkefni að ræða. — Við islendingar erum vissulega á eftir þeim þjóöum sem lengst eru komnar á þessu sviði. Almennt má þó segja að á sl. árum hafi orðið veruleg breyting i rétta átt i hagræð- ingarmálum hér á landi. Skiljanlega er hér um þróunar- atriði að ræða og einkum þarf hugarfarsbreyting að koma til i þessum málum. Oft er lika eins og kynslóðaskipti þurfi aö eiga sér stað til þess að vel gangi. Hagræðing i þvi formi sem hún þekkist i dag hér á landi, þ.e. skipulögð af sérfræðingum, er tiltölulega ný af nálinni. T.d. er tæknideild VSl stofnuð árið 1965, en þá var nokkur vakning i þessum málum, einkum i frysti- húsunum. Það er heldur engin spurning að hagræðingin á sinn stóra þátt i uppgangi islenzks iðnaðar. An hagræðingar i rekstri erum við ekki sam- keppnisfærir á nokkurn hátt. Er kerfiö hvetjandi fyrir hag- ræðingu? — Framleiðendur eru háðir miklu eftirliti á ýmsum sviðum og almennt er það ekki hvetj- andi. Til að kerfið geti kallast hvetjandi þyrfti einnig meiri fyrirgreiðsla aö koma til. — Hvetjandi launakerfi hafa mjög komið til hér á landi á undanförnum árum sem liður i hagræðingu. Að slikt kerfi heppnist byggist mjög á góðu samstarfi við verkafólkið og yfirleitt þykir þvi slikt til bóta. Að undanförnu hefur siðan hvetjandi hópbónuskerfi verið að ryðja sér mjög til rúms og reynist yfirleitt vel.Það ermiklu manneskjulegra, og er þvi nú yfirleitt komið á þar sem ein- staklingsbónus var tæplega framkvæmanlegur. — Vinnuveitendur leita til okkar með margs konar mál. Fyrir utan ráðgjöf varðandi hvetjandi launakerfi má benda á arðsemisútreikninga, starfs- mato.fl.T.d. er það algengt ein- kenni á umsvifamiklum fyrir- tækjum að þau eru að burðast með arðlausa framleiðslu i bland og þekkist viða um heim. Hér hefur nokkuð skort á að bókhald væri notað sem stjórn- tæki og hjálpargagn við fram- leiðslustýringu. Með sérstakri uppsetningu bókhalds má fylgj- ast með arðsemi einstakra vörutegunda betur en nú er gert. Við þetta aðstoðum við m.a. — Almennt má segja að skiln- ingur á eðli hagræðingar hafi farið vaxandi hér á landi, bæði af hálfu starfsfólks og atvinnu- rekenda. T.d. er aukinn skiln- ingur i dag á þvi að starfsfólk sem hefur góðan viðgerning og aðbúnað á vinnustað skilar betri afköstum og er að öllu leyti betri starfskraftur. Þetta skilja at- vinnurekendur, þótt fjárhagsleg afkoma fyrirtækjanna setji þeim oft þröngar skorður i þess- um efnum. Með aðild tslands að fri- vezlunarbandalagi varð nauð- syn á hagræðingu afgerandi Friverzlun hvetur til stórrekstr- ar, meiri sérhæfingar og háþró- aðrar framleiðslutækni. 1 sjálfu sér er þetta hagræðing, og el hún er ekki á fullkomnu stigi verða fyrirtækin aldrei sam keppnisfær á svo stórum mark- aði. A tslandi er þróun slikra háþróaðra framleiðslufyrir tækja komin vel á legg og af aukinni þróun hljótum við ai stefna, sagði Ölafur Guðlaugs son að lokum. Af er nú sem áöur var aö öll spunavinna fór fram i baöstofum. A myndinni sjást timanna tákn en án hagræöingar væri enginn hagvöxtur. AÐ GÆTA HAGSMUNA VERKAFÓLKS — rætt við Sigurþór Sigurðsson hagræðing — Hérna hjá Alþýöusambandinu hafa hag- ræöingar verið starfandi allt frá þvi 1966 að Iðnþróunarstofnunin menntaöi slika til starfa, sagöi Sigurþor Sigurðsson hagræöing- ur hjá Alþýöusambandinu i samtali viö Tímann. — Starf okkar er einkum fólgiö i þvi aö aðstoða félögin viö aö gæta hagsmuna meölima sinna I kjarasamningum, einkum þeg- ar upp eru tekin svokölluö af- kastahvetjandi kerfi, þ.e.a.s. bónuskerfi, bætti Sigurþör viö. — Þetta gengur yfirleitt þannig fyrir sig, að á vegum fyrirtækjanna eru menntaðir hagræðingar fengnir til starfa til að meta meðalafköst og gera tillögur um vinnuaðstöðu og þess háttar. Þegar samið er um þessi meðalafköst og greiðslur fyrir umframafköst, kalla fé- lögin okkur til aðstoðar við slika samninga, og vinnuveitendur hafa einnig eigin hagræðinga til aðstoðar. Þannig er starf okkar, eins og ég áður sagði, einkum fólgið i þvi að gæta hagsmuna verkafólks. — Getur hagræðing, sem at- vinnurekendur standa fyrir, ekki orðið neikvæð fyrir verka- fólkið? — Jú, hugsanlega getur hag- ræðing sem fyrirtækin standa fyrir,orðið neikvæð fyrir starfs- fólkið, þó held ég að það teljist til undantekninga, auk þess sem hagræðing utan samninga er mál atvinnurekenda og kemur ekki til okkar kasta, sagði Sig- urþór. Hann taldi t.d. að bonus- kerfin væru almennt vinsæl hjá fólki, það vildi a.m.k. ekki leggja þau af þegar um slikt væri rætt. Þau gefa hærri laun, en leggja að sjálfsögðu meira á fólkið. Kerfið stuðlar ekki að hagræðingu — rætt viö Leó Jónsson hjá Iðnþróunarstofnun — Ef satt skal segja tel ég aö viö séum ekki enn farin aö vakna til vitundar um gildi hagræöingarinnar, sagöi Leó Jónsson rekstrar- og véltæknifræöingur hjá Iön- þróunarstofnuninni í samtali viö Timann. Leó sagöi ennfremur, aö islenzka verölagningarkerfiö banni hreinlega framleiöni og hagræöingu og þvi sé ekki aö furöa þó atvinnurekendur, t.d. iönrekendur, séu þess litt fýs- andi aö kasta fjármunum tii hagræöingar án þess aö hafa hinn minnsta ágóöa af þvi sjálfir — nema siöur sé. Sem dæmi nefndi Leó ofn, sem kostar tiu þús. kr. i fram- leiðslu. Ef framleiðandi ofnsins fengi sér hagræðing, sem að sjálfsögðu kostar sitt, og af- rekastur starfs hans yröi helm- ingslækkun á framleiöslu- kostnaði, þýddi það jafnframt helmingslækkun á ágóða fram- leiðandans af hverjum ofni samkvæmtlögboöinni prósentu- álganingu á Islandi. Miðað við islenzkar markaðsaðstæður er ekki nokkur möguleiki á að selja tvöfalt meira af slikri vöru þó hún lækki verulega i verði og þetta þýðir að sjálfsögðu að framleiðandinn fer með skertan hlut frá borði. Þó dæmið sé mjög einfaldað segir þaö sina sögu og skýrir áhugaleysið hjá islenzkum iðnrekendum á þvi að kosta miklu til hagræðingar. — Þau fyrirtæki, sem mestan áhuga hafa á hagræöingu eru þausemekkianna eftirspum, og það sem þau sækjast eftir er aukin velta, ekki hreinn ágóöi, sag öi Leó Jonsson ennf rem ur. Leó Jónsson starfar hjá Iðn- þróunarstofnun og hefur þar umsjón með tækni-bóka- og filmusafni og veitir I tengslum við það tæknilega upplýsinga- þjónustu. 1 bókasafninu er auk timarita um 6000 titlar og geta menn fengið lánaðar bækur þarna. Tjáði Leó okkur að margir hefðu notaö sér þessa þjónustu, en þeir væru kannski fleiri sem ekki gerðu það þrátt fyrirnauðsyn.Þóhefur tekiztað aðstoða marga, og augljóst er að full þörf er fyrir þjónustu sem þessa. — T.d. geta menn komið hingað með spurningar um fjármagnsöflun, vélar og ótal margt fleira hyggist þeir setj a á fót einshvers konar iðnað og við munum aðstoða á alla lund, sagði Leó. A vegum Iðnþróunarstofn- unarinnar voru fyrstu hag- ræðingarráðunautarnir mennt- aðir hér á landi árið 1966. Sagði Leó, að allir þeir, sem þá voru menntaðir, séu nú starfandi hagræðingar hér á landi. Þá eru árlega haldin námskeið á veg- um stofnunarinnar og hafa þau verið geysilega vel sótt. Þar er m.a. kenndar vinnurannsóknir, aðferðarrannsóknir, skipulags- tækni o.fl. Standa þessi nám- skeið frá byrjun okt. til loka febrúar og eru þau yfirleitt 4 á vetri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.