Tíminn - 17.07.1977, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.07.1977, Blaðsíða 16
Sunnudagur 17. júli 1977 16 ÞEIR LEITA AÐ Hvers vegna verðum við ekki 400 ára? Þetta getur virzt heimsku- leg spurning, en vísinda* menn eru nú að kanna leyndardóm öldrunarinnar með tilraun- um á dýrum. Þeir eru þeg- ar komnir á slóðina. Einn þeirra segir: — Við komum í veg fyrir að líkaminn eldist — við stöðvum tímann! Þar til fyrir skömmu var öldrun svo dljós og lltt rannsök- uð fræðigrein, að ungir visinda- menn kusu helzt að sniðganga hana. En nú er öldin önnur, bæði hvað varðar kunnáttu þeirra visindamanna, sem helga sig þessum fræöum, svo og mikil- vægi árangurs rannsóknanna. Menn hafa komizt að nægum niðurstöðum til að fullyrða að öldrunina sé að sjá i allt öðru ljósi en áður. Til dæmis hafa þeir uppgötvað að liffærin hrörna ekki með hækkuðum aldri. Það að sllkt var talið áð- ur, átti rót að rekja til þess, að þau liffæri sem rannsökuð voru, voru yfirleitt úr gömlu fólki eða gömlum tilraunadýrum, sem höfðu verið haldin sjúkdómum. Það er tildæmis ekki almennt, að heilafrumum fækki með aldrinum og testeronmagnið minnkar heldur ekki. Hraust hjarta eldist ekki teljandi og gömul lifur er jafngóð ungri, þegar um er að ræða til dæmis að losa sig við áfengi. Þegar nútima visindamenn eru spurðir hvemig menn á borö við Adenauer og Churchill hefðu getað gegnt leiðtogastörfum á þeim aldri sem venjulegt fólk er taliðkalkað orðið, svara þeir: — Vegna þess að þeir voru heil- brigðir á þeim aldri sem flest fólk er orðið veikt. Læknisfræðileg atriði i sam- bandi við öldrun eru margvis- leg. I nútfma læknisfræði geta menn til dæmis hrósað sér af þvi að hafa lengt meðalævi manns- ins. 1 Bandarikjunum var meðalaldur árið 1900 46,2 ár hjá karlmönnum og 48,3 ár hjá kon- um. Nú eru þessar tölur 68,3 ár og 75,9 ár, en þarna er að mestu um að ræða sigurinn yfir smit- sjúkdómum. En þar finnst mörgum böggull fylgja skamm- rifi. Sumir segja, að með þvi að lengja lifiö, hafi læknavisindin einnig aukið þjáningarnar. Hjartasjúkdómar, heilablóðfall og krabbameinið skelfilega eru nú helztu dauöaorsakir manns- ins. Oldrunarfræðingar eru sann- færðir um að áhrifarikasta að- ferðin til að vinna gegn helztu ellisjúkdómum nú, sé ekki að sigrast á þeim hverjum á fætur öörum, heldur öllum f einu. Slikt er gert með þvi að framlengja starfsemi eölilegs varnarkerfis likamans gegn sjúkdómum. Frestun breytingaaldursins Þekktur öldrunarfræðingur, Roy L. Walford, sem starfar við Kaliforniuháskóla, telur að læknavisindin séu komin að krossgötum. Hann hefur búið til „ævilinu- rit” til að gefa mynd af þvi sem framtlðin ber I skauti sinu, ef spá hans rætist. Æsku- og ung- dómsárunum fjölgar að mun, gelgjuskeiðið hefst ekki fyrr en upp Ur tvltugsaldrinum og breytingaaldurinn ekki fyrr en eftir sjötugt. Ellisjúkdómum er þannig frestað, og það timabil, sem þeir herja, veröur styttra en áður. Þeir tiu af hundraði, sem langlifastir verða, munu einnig verða ellihrumir eins og nú, en þar sem þeir verða mun eldri, lækkar hundraðstala þeirra. Myndinljótaum aukinn fjölda elliærra öldunga á sér enga stoð I raunveruleikanum, segir Wal- ford. Aðalverkefni heilans Eins og oft vill verða I visind- unum, hafa margar nýjar upp- götvanir verið gerðar, þegar i rauninni er verið að rannsaka eitthvað annað. 1 þessu tilfelli voru mikilvægari rannsóknirn- ar I sambandi við stjórnstöðvar heilans. A seinustu 20 árunum hafa menn oröið margs visari um hina svonefndu „tauga- miðla” t.d. dopamin. Þeir miðla merkjum til taugastöðvanna og hafa mikil áhrif á margs konar tilfinningar og framkvæmdir, allt frá skapbrigöum til vöðva- hreyfinga. Hvað öldrunina varðar, verka þessi efni á tvo hluta heilans, sem eru i tengslum hvor við annan, thalamus, sem stjómar vöðvahreyfingum, og hypo- thalamus, sem stjórnar aðal- kirtli likamans, heiladinglinum. Heiladingullinn gefur frá sér hormóna þá sem stjórna efna- skiptum, vexti og æxlun. Onnur kerfi taugastöðva I hypothal- mus stjóma hungri, likamshita, vökvajafnvægi, blóðþrýstingi, hraða hjartans og mörgu ööru. Þegar visindamönnunum varð ljóst, að hypothalamus var mikilvægasta stjómstöð starf- semi likamans, fóru þeir auðvit- að að velta fyrir sér, hvaða hlut- verki hann gæti gegnt I sam- bandi við öldrunina. En fyrsta merki þess að taugamiðlarnir sjálfir skiptu þarna máli kom i ljós, þegar verið var að rann- saka eðli Parkinsonsveikinnar. Sá sjúkdómur, sem hefur I för með sér að sjúklingurinn getur ekki stjórnað hreyfingum sin- um, hafði lengi verið rann- sóknarefni sérfræðinga, þar -sem hann virtist að mörgu leyti vera óti'mabær élli. En svo var það um miðjan sjöunda áratug- inn, að visindamenn komust aö raun um, að aðalástæða sjúk- dómsins er skortur á tauga- miðlinum dopamini. Nokkrir sjúklingar, sem fengu stóra skammta af L-dopa, stóðu upp úr hjólastólunum og gengu. Þegar ljóst varð, hve mikil áhrif dopaminiö hafði á tahalmus, tóku visindamenn að ihuga, hvernig þauyrðu á nágrannann, hypothalmus. Gamlar mýs yngjast Margir yngri visindamenn I Bandarikjunum hafa nú sannað að áhrifin eru greinileg. Þeir starfa að mestu leyti með mýs, þvi efnasamsetning I músaheil- um er svo lik og I mannsheilúm, að visindamenn tala um þær sem „smáfólk”. Liffræðingur- inn Caleb E. Finch og samtarfs- menn hans uppgötvuðu, að þeg- armýsnar eltust, urðu truflanir I efnaskiptum þeirra. Sérstaka athygli vakti skortur á dopa- mini, bæði I thalamus og hypo- thalamus. — Við teljum, segir Finch, — að Parkinsonsveiki sé óeðlilega hröð þróun þess sem við köllum öldrun. Yfirleitt minnka áhrif dópamfns hjá öllum spendýrum með aldrinum. Vel þekktur visindamaöur, George C. Cotzias, sem var fyrstur til að kynna L-dopa sem lyf við Parkinsonsveiki, hefur gefið mUsum mat, sem I eru mismunandi skammtar af þessu lyfi. Hann og samstarfs- menn hans hafa komizt að raun um að dýr sem fá stóra skammta (160 mg daglega) lifa 10% lengur en þá 28 mánuði, sem meðalaldur þeirra er. W. Donner viö Roche-stofnunina I New Jersey er á slóö öldrunar hormóns, sem hann telnr að heiladingull inn taki að framleiða strax eftir kynþroskaaldur. Hann vonast til að geta einangrað þetta efni og fundið mótefni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.