Tíminn - 17.07.1977, Blaðsíða 39

Tíminn - 17.07.1977, Blaðsíða 39
Sunnudagur 17. júli 1977 flokksstarfið Seglskipið til sýnis í dag ATH-Reykjavik. Eins og les- endum Timans er kunnugt þá kom til Reykjavfkur fyrir skömmu sovézka skólaskipið Krusenstern. Þarna er um að ræða fjórmastrað seglskjp, sem er eitthið stærsta i heim- inum. Samkvæmt upplýsing- um Sovézka sendiráðsins verður það til sýnis i dag (sunnudag) frá klukkan 11.30 til 18. Skipið er i Hafnarfirði. Sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík Þjórsórdalur — Sögualdarbær 7. ógúst Reykjavik um Hellisheiði til Selfoss um Skeið, upp Gnúpverja- hrepp að Árnesi, Þjórsárdalur — Gaukshöfði, Bringur, Sandár- tunga að Hjálparfossi — Þjóðveldisbærinn skoðaður, að Stöðvarhúsinu við Búrfell og inn að Stöng. Ekin sama leið til baka að Skálholti, siðan að Laugarvatni, yfir Lyngdalsheiði, að Þingvöllum, siðan yfir Mosfellsheiði til Reykjavikur. Áætlaður brottfarar- og komutimar kl. 8.00 til 20.30 mæting kl. 7.30. Hafið samband við skrifstofuna að Rauðarárstig 18, simi 24480, sem fyrst. Ferðanefnd Norður-Þingeyjarsýsla Alþingismennirnir Ingvar Gislason, Stefan Valgeirsson og Ingi Tryggvason halda fundi I Norður-Þingeyjarsýslu sem hér segir: Miðvikudaginn 20. júli kl. 21.00 á Raufarhöfn. Fimmtudaginn 21. júli kl. 21.00 á Þórshöfn. Föstudaginn 22. júli kl. 21.00 á Kópaskeri. Laugardaginn 23. júli kl. 21.00 I Skúlagarði. Aðrir fundir i kjördæminu verða auglýstir siðar. Austur-Húnavatnssýsla Héraðsmót Framsóknarmanna i Austur-Húnavatnssýslu verður haldið i Félagsheimilinu Blönduósi laugardaginn 13. ágúst kl. 21 Hljómsveitin Upplifting leikur fyrir dansi. Dagskrá nánar aug- lýst siðar. Stjórnin. Til sölu Scout II 8 cíl. sjálfskiptur árgerð 1974, ek- inn 47 þús. km. Ath. skipti á ódýrari bil æskileg. Upplýsingar i sima 53224. Sviss — Ítalía — Austurríki Fyrirhugað er að fara i 1/2 mánaðar ferð 3. sept. n.k. um Sviss og Italiu til Austurrikis, og dvalið i Vinarborg i 10 daga. Þeir sem áhuga hafa á þessari ferð, vinsamlega hafi samband viö skrif- stofuna að Rauðarárstig 18 sem fyrst, simi 24480. Ljón anum, i skini varðeldsins i skógarbúðum i Timbavati. Til að gefa hugmynd um hve þetta vemdarsvæði dýranna er afskekkt, má geta þess, að það nær yfir 550 ferkilómetra og þar er aðeins einn simi, sem komiö er yfir i kassa undir greinum þyrnirunna. Þá sjaldan hann hringir, flýgir hópur fugla upp frá trénu og lætur i ljós van- þóknun sina með miklu gargi, en flest dýrin steinþagna þó af einskærriunditm.-En yfirleitt er þessi simi þó bilaður, þvi filar skemmta sér við að rifa slma- staurana upp með jöfnu milli- bili. Charlotte tekur þátt i að afla matar, svo og matreiðir hún villibráðina, þegar heim er komið. Þegar ég spurði hana, hvort hún væri nokkru sinni þjáð vegna einangrunar, svaraði hún: — Nei, mér finnst þetta indælt, svo indælt, að þegar fólk kemur hingað, bið ég eftir að það fari aftur. Hún gerir sér grein fyrir öllum þeim hættum, semfelast i þessum lifnaðarháttum og minnist með skelfingu langrar ökuferðar i höstum jeppanum eftir illfærum stigum, þegar þurfti að fara með Tabithu til næsta læknis, eftir að risa- þúsundfætla hafði bitið hana. — Svo eru hérna tvær af hættulegustu slöngutegundum heims, Svarta Mamban og Boomslangan. Charlotte rifjar upp það gerðist'eitt sinn, þegar þau sváíu undir berum himni: — Við sváfum á jörðinni með Tabithu á milli okkar. Einn morguninn, þegar við komum á fætur, sáum við mikið af ljóna- sporum umhverfis. Ef eitthvert okkar hefði verið vakandi, eða hreyftsig, hefðu ljónin ráðizt á okkur.Nú sofum við alltaf i jeppanum, þvi við tökum enga áhættu. Jeppinn er varinn með stárimlum til verndar gegn ljónum og öðrum stórum villi- dýrum. Verndarlitur frá ísöld? Charlotte segir einnig frá annarri slæmri reynslu, sem hún varð fyrir ásamt Tabithu og barnfóstrunni. Heila tunglskins- nótt sátu þær allar þrjár i hnipri i litlum Austin-bil, með bilaða vél og umhverfis ráfuðu ljón i hópum. — Okkur hafði ekki tekizt að skrúfa rúðurnar almennilega upp og ljónin voru alltaf að stinga trýninu inn um rifurnar og þefa af okkur. Við fengum hláturkrampa, en það verður vist að teljast til vægara tilfellis af móðursýki. McBride-hjónin hafa eytt hundruðum klukkustunda i rannsóknir og skriftir um hegðan hvitu ljónanna. Chris hefur sjálfur gengið milu eftir milu á eftir þeim og ennfremur hefur timi farið i ráðagerðir og viðtöl við aðra sérfræðinga á þessu sviði. Enginn hefur fram til þessa getað svarað þeirri spurningu hvaðan ljónin komi. Chris McBride hefur sjálfur talið fæðinguna þeirra „hunda- heppni”, en litningarnir, sem yfirleitt eru duldir og valda hvita litnum, hljóta að hafa verið allt f rá uppruna tegundar- innar. — Ef til vill hefur það verið þannig endur fyrir löngu, að ljón voru til á norðurhveli jarðar, á svæðum sem þakin voru is og snjó, og að það sé þá verndar- litur þeirra, sem hér er kominn á ný. En þetta er aðeins getgáta. Ég efat um að við finnum nokkrun tima rétta svarið. Allt sem nútima visindamenn hafa til grundvallar, er fæðing þriggja hvitra ljónshvolpa I af- skekktasta heimkynni villidýra i Afriku. Verslunarstjóri Kaupfélag Dýrfirðinga óskar eftir að ráða verslunarstjóra. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Sigurði Kristjánssyni, kaupfélagsstjóra eða starfsmannastjóra Sambandsins, sem gefa nánari upplýsingar fyrir 28. þ.m. Kaupfélag Dýrfirðinga Heilfrystur kolmunni Við getum boðið hagstæða magnsamninga fyrir heilfrystan kolmunna, hausaðan, slægðan og blokkfrystan. Þeir framleiðendureðásölusamtök,sem kynnu að hafa áhuga á þess- ari framleiðslu eru vinsamlega beðnir að hafa samband við okkur sem fyrst. íslenzka útflutningsmiðstöðin hf. Eiríksgötú 19, Reykjavik. Simar 16260 og 21296. Telex 2214 E]W \ Geðdeild Landspítalans (útboðsverk IV) Tilboð óskast i að fullgera B,C,D og E álmur af húsi Geðdeildar Landspitalans, Reykjavik. Verktimi er frá 1. sept. 1977 til 31. des. 1979. Verkinu er skipt i fimm verkhluta. Verktaki tekur við húsinu tilbúnu undir tréverk. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7 Reykjavik, frá þriðjudeginum 19. júli 1977 gegn 40.000,00 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. ágúst 1377, kl. 11:00 f.h. iNNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.