Tíminn - 17.07.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.07.1977, Blaðsíða 12
Sunnudagur 17. júli 1977 1 2 Hver hefur ekki einhvern tima arkaö i huganum um breiögötur, öngstræti eða undir- heima Parisarborgar? Lesiösig rauöeygðan um Quasimoto, prilandium rjáfur Vorrar frúar kirkju: um skytturnar fræknu, sem unnu hylli kvenna og kon- unga: um byltingamenn sem ruddu hugsjónum sinum braut með sverði eða fallöxi, um Rauöu akurliljuna sem bjarg aði fórnarlömbum sömu bylt- ingarmanna, og um afsprengi þeirra keisarann, sem lagði Evrópu undir sig á undra skömmum tima og missti hana úr höndum sér aftur á enn skemmri tima en ahrifa hans gætir um ókomna tið. Fjöl- breytileg saga borgarinnar er enn að ske. Fyrir aöeins rúmum þrem áratugum fékk hershöfð- ingi skipun um aö brenna borg- ina til ösku. Hann grunaði að Paris ætti lengri sögu en nokk- urt þúsund ára riki og kveikti ekki i tundrinu, og skömmu sið- ar hófst nytt skeið i sögu Frakk- lands,er de Gaulle gekk i fylk- ingarbrjósti eftir hinu stolta breiöstræti CSiamps Elysées. Tillag Parisar til lista og heimsmenningar er slikt aö maður vogar áér ekki einu sinni að stikla ástóru eða minnaá eitt ööru fremur.en mjög erathyglis vert, að þeir sem þarna hafa lagt sitt af mörkum eru fæstir Parisarbúar, margir hverjir ekki einu sinni Frakkar. Á það sama reyndar einnig við um stjórnmálamenn og hugsuði sem breytt hafa rás sögunnar og voru aflvaki i þeim miklu um- byltingum veraldarinnar, sem áttu upptök sin i Paris. Það er eins og borgin hafiá liðnum öld- um sogað til sin menn sem i var vaxtarbroddur nýrra hug- mynda á ýmsum sviðum hug- myndafræði og mennta og lista og hún var sá gróðurreitur sem dugðitilaðþaö, sem upphaflega var frjó hugsun yrði að veru- leika. Þvi verður sennilega sdnt svaraö hvers vegna einmitt Paris varð slikt stórveldi meö sinum skuggahliðum og glæsi- legri léttúð og oft á tiðum væg- ast sagt óstööuglyndi i stjórn- málum. Liklegasta skýringin, þótt fleiri hljóti að koma til, er umburðarlyndi. Parisarbúinn er umburðarlyndur. A hlaöi hans hafa nær ávallt átt hæli utangarðs menn i sinum heima- löndum eða héruðum. Pólitiskir Klæðaburður Parisarbúa hefur löngum þótt til fyrir- myndar og er svo enn. Franskar konur hafa orö á sér fyrir að vera öðrum kyn- systrum sinum kvenlegri og enn i dag á timum síharön- andi kröfu um samkynjun að minnsta kosti fyrir norðan Evrópu, virðist sem Frakkar látisér alltsliktsem vindum eyru þjóta og konur þar I landi svifa léttstígar um strætiog eru svofinar aö þær gætu sem bezt allar verið á leiðinni á ball. Karlmenn ganga með svört yfirskegg og I siðbuxum. Svipleiftur frá París og menningarlegir útlagar hafa átt og eiga hæli i Parisarborg, og listamenn sem áður fyrr voru smáöir i heimaþprpum sinum viðsvegar um alfuna, fyrir að mála ekki, yrkja ekki, eða skrifa ekki eins og afar- þeirra, fluttust einfaldlega til Parisar og eignuðust þar sina fyrstu aðdáendur. Ekki örlar á nýjum fróðleik i þeirri þulu sem hér var rakin, en þvi er á ofurlitiö sögufrægt andrúmsloft Parisar minnzt, að i svo gott sem einu vetfangi hefur borgin færzt svo nær okk- ur i tima og rúmi, að æðis gengnustu draumar Sæmundar prests Sigfússonar um feröalög milli Islands og Frakklands, komast hvergi nærri þeim veru- leika. Engum sögum fer um það hve lengi Sæmundur prestlingur var á leiðinni i Svarta skóla á ofanverðri elleftu öld. En fljótur var hann heim. En hve fljótur vitum við ekki þvi engum sög- um fer af hvaö skriöið var á Kölska gamla i selsiki með Sæmund útlærðan á bakinu. En áreiðanlega hefur Jóhannes Snorrason slegið hraðamet þeirra félaga er hann stýrði Gullfaxa i þrjár klukkustundiog spannaði á þeim tima bilið milli Keflavikur og Parisar i fyrsta áætlunarflugi islenzks flugfé- lags milli þessara heimssögu- legu staða. Er þar með komið á timasett samband milli þessara staða og munu FÍugleíðar halda uppi áætlunarferðum á hverjum laugardegi i sumar. Frómt frá að segja er ekki fullráðið enn hvort framhald verður á Parisarfluginu næsta ár eða hvort tekið verður upp áætlunarflug allt áriö, úr þvi verður reynslan að skera. Fer það að sjáifsögðu eftir þvi hve fúsir tslendingar verða að bregða sér til Frakklands sér til upplyftingar og andlegrar endurnýjunar og Fransmeiyi að heimsækja okkur til að glápa á hveri og þamba blávatn. Timinn sem nú fer i ferðalag milli Is- landsog Parisar er álika langur og það tekur að fara vestan af Mýrum til Reykjavikur, en óneitanleg er það svolitið kostn- að^rsanjara. En hvað eiga Islendingar að gera til Parísar? spyr sá sem ekki veit. En er ekki ástæða fyrir aðra eins ferðaþjóð að sjá eitthvað meira af heiminum en sólbakaðar strendur og bláma Miðjarðarhafsins? I för þeirrí Það kvað vera mikill siður franskra kvenna að sauma föt sin sjálfarog leggja þær metnaö sinn i það, þótt óviða séu fleiri eða glæsilegri tizkuhús. Hér á myndinni er útsala I kjólefnum á einni af mestu verzlunargötum Parisar og leynir áhugi væntanlegra viðskiptavina sér ekki. Þótt Paris sé stór er hægt að hitta þar kunnugleg andlit fyrir. Hér á myndinni ræðast þeir við J.P.de Latour Dejean,sendihcrra Frakka á tslandi, og Sveinn Sæmunds- son, blaðafulltrúi Flugleiða á Champs Elysees sem er ein af glæsilegustu og fjölförn- ustu strætum I heimi hér. i baksýn er Sigurboginn. Það var fyrir hreina tilviljun aö þessi fundur átti sér stað, þar sem sendiherrann var á heimaslóðum. Su

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.