Tíminn - 17.07.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 17.07.1977, Blaðsíða 19
Sunnudagur 17. júll 1977 19 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindar- götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðaistræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verö i lausasölu kr. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. . Heilsubótargöngur Alþýðubandalagsins Ævintýralegustu umskipti islenzkrar stjórn- málasögu á siðustu áratugum eru vafalitið stefnubreytingar Alþýðubandalagsins i atvinnu-, iðnþróunar- og orkumálum. Það ber að viður- kenna að i rikisstjórn ólafs Jóhannessonar virt- ust foringjar Alþýðubandalagsins i flestir hverj- ir, skilja nauðsyn Islendinga á nýjum atvinnu- vegum, ekki sizt i útflutningsgreinum, og þeir virtust einnig átta sig á þörf þjóðarinnar fyrir rösklegar aðgerðir i orkumálum. Nú hafa forráðamenn Alþýðubandalagsins snúið svo kyrfilega við blaðinu sem frekast má verða. Það er ef til vill ekki kyn þótt kúvendingin sé mikil og hafi vakið óskipta athygli. Alþýðu- bandalagið er orðið að glatkistu samfélags- óánægju i landinu, og virðast talsverðar horfur á þvi að þar sé enn einu sinni að hef jast hugmynda- fræðilegt uppgjör sem enginn veit hvert leiða mun. Alþýðubandalagið þarf þvi ekki aðeins að skipta um skoðun i grundvallaratriðum eftir þvi hvort það á aðild að rikisstjórn eða ekki. Innan flokksins er allt á hverfanda hveli. Til þess að veifa nú röngu tré fremur en öngu hafa nokkrir af forráðamönnum Alþýðubanda- lagsins tekið upp hann sið að efna til heilsubótar- göngu i ýmis stórfyrirtæki viða um land. Taka flokkseigendurnir þá gjarna með sér einhverja sendla sina, og er það gustuk. Heyrzt hefur að vinnuveitendum þyki farandfólk þetta hinir prúð- ustu gestir, og sækjast þar sér um likir i kaffiboð- um meðan launþegarnir vinna. Inn á milli bregða þeir sér fram i vinnusalina, brosa ljósmynda- brosi að bandariskum sið og heilsa fólkinu kumpánlega. Heilsubótargöngum þessum skal að sjálfsögðu fagnað og þess vænzt að forráðamennirnir hafi ánægju nokkra af sumarleyfinu. Atvinnumála- stefna Alþýðubandalagsins skiptir auðvitað engu máli i þessu sambandi, enda ekki til þess ætlazt frá upphafi. Að þvi leyti sem atvinnumálastefna yfirleitt hefur hlotið umfjöllun af þeirra hálfu skal þvi þó fagnað út af fyrir sig, að forráðamenn Alþýðubandalagsins hafa nokkuð lært af sam- starfi við Framsóknarmenn i rikisstjórn. Þess hefur orðið vart að yfirstéttarnudd for- kólfa Alþýðubandalagsins utan i alþýðuna hefur vakið reiði margra einlægra varkalýðssinna og félagshyggjumanna. Slikt er ástæðulaust þvi að fátt mun flokkseigendum þessum meiri þörf en einhver snerting við lif almennings i landinu. Sjálfsagt munu göngur þeirra verða lýjandi þeg- ar fram i sækir og óvist um úthaldið i hópnum. Þessir menn munu seint ganga jörðina upp að hnjám fyrir islenzka atvinnustefnu. Það verður enn sem fyrr hlutverk Framsóknarmanna að berjast fyrir henni. Og þrátt fyrir alla sýndar- mennsku forráðamanna Alþýðubandalagsins i þessum efnum skal þess eindregið vænzt að heilsubótargöngurnar verði þeim einnig lær- dómsrikar. JS ERLENT YFIRLIT U tanríkisstefna Bandarikjaima Carter hefur breytt henni VART verður sagt að mikil breyting hafi orðið á stjórn- unarstefnunni á sviði innan landsmála siðan Carter varð forseti. Þetta getur þó átt eftir að breytast þvi að verulegur undirbúningur er oft nauðsyn- legur, ef gera á meiriháttar breytingar á . stjórnar- stefnunni innanlands. En það bólar ekki neitt á þeim enn. Þetta sama verður hins vegar ekki sagt um utanrikismálin. Þar hafa þegar orðið veruleg umskipti frá þvi, sem var i stjórnartið Fords og Kissingers. Svo virist, sem Carter sjálfur hafi verið þar mest að verki, og hann teflt þeim fram á vixl Vance utan- rikisráðherra, Mondale vara- forseta og Young sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. i sumum tilfellum má segja, að meira sé um áherzlumun en efnismun að ræða, en i öðrum tilfellum er efnisbreytingin augljós. ÞAÐ, sem fyrst vekur athygli i þessu sambandi, er hin aukna áherzla, sem Carter hefur lagt á boðun mannrétt- indastefnunnar, sem hafði að mikli leyti fallið niður I stjórnartfð Johnsons, Nixons og Fords. Segja má, að siðasta áratuginn hafi Bandarikin verið i stöðugu undanhaldi á þessu sviði, en kommúnista- rikin i sjókn. Nú hefur þetta snúizt við. Þetta hefur eins og eflt sjálfstraust Bandarikja- manna að nyju eftir Vietnam- striðið og Watergatemálið. Vafalaust hefur þetta styrkt Carter verulega heima fyrir. Hins vegar hefur þetta or- sakað nokkra árekstra við Sovétrikin, og getur torveldað samninga við þau eða tafið fyrir þeim. Það er i samræmi við þessa mannréttindastefnu Carters, aðafstaðan til málefna Afriku hefur breyzt verulega. Carter hefur tekið miklu afdáttar lausari afstöðu gegn kyn- þáttakúguninni i Rhodesiu og Suður-Afriku en fyrirrennarar hans. 1 þessu sambandi hefur hann mjög teflt fram þeim Young og Mondale. Þetta hefur þegar borið þann árangur, að sambúðin við Afrikurikin hefur stórbatnað, t.d. á vettvangi Sameinuðu Young sendiherra NÆST mannréttindabarátt- unni má telja það megin- breytingu á utanrikisstefn- unni, að mun meiri áherzla er nú lögð á það en áður að bæta sambúðina við Vestur-Evrópu og Japan. Það virðist eiga aö verða eins konar hyrningar- steinn i utanrikispólitik Carters að treysta sem bezt samstarf þessara þriggja aðila. Það verði að ganga fyrir öllu öðru. Kissinger þótti hins vegar of hirðulitill um sam- búðina við Vestur-Evrópu- rikin og Japan, þó einkum Vestur-Evrópu. Fyrir honum vakti miklu fremur að bæta sambúðina við Sovétrikin og Kina 03 láta hina svonefndu spennuslökum ganga fyrir öllu öðru. í þeim efnum náði hann vissulega mikilsverðum árangri, en sennilega að ein- hverju leyti með þvi að væn- rækja bandamenn Bandarikj- anna. Carter fylgir hins vegar þeirri stefnu að treysta fyrst samstöðu Bandarfkjanna og helztu bandalagsrikjanna og láta samstarfið við kommúnistarikin koma i aðra röö. Þess vegna virðist hann ekki taka það nærri sér, þótt viðræðurnar við Sovétrikin dragist á langinn. Það verður heldur ekki fyrr en i næsta mánuði, sem Vance utanríkis- ráðherra heimsækir valdhaf- ana i Peking. Loks er það svo sambúöin við þriðja heiminn svonefnda eða þróunarlöndin á sviði efnahagsmálanna. Carter virðist hafa hug á aö veita þróunarlöndunum meiri efna- hagsaðstoð en fyrirrennarar hans og draga á þann og annan hátt úr árekstrum milli rikra þjóða og fátækra. En þar getur hann átt undir högg að sækja, sem er fjárveitingar- vald Bandarikjaþings. j>.þ. Vance utanrikisráöherra þjóðanna. Það á einhvern þátt i þessu, að Young er blökku- maður, en þó mestan, að hann erómyrkur i máli á þann hátt, sem fellur Afrikumönnum vel i geð. Þá hefur þetta einnig átt sinn þátt i þvi, að sambúðin við Asiurikin hefur batnað. Stjórnarskiptin i Indlandi hafa einnig stutt að þvi. Hins vegar hefur mannréttindastefna Curters haft fremur óhagstæö áhrif á sambandið við ein- ræðisherrana i Suður-Ame- riku. Þeim hefur fundizt að bæði beint og óbeint hafi verið vegið að sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.