Tíminn - 17.07.1977, Blaðsíða 27
Sunnudagur 17. júli 1977
27
o
Spilin á hendinni
Tímaskyn hennar
var frábært
Einn af merkilegum eiginleik-
um þessarar skepnu var tima-
skyniö. Hún virtist alltaf vita
hvað timanum leið. Það sagði
mér fólk i Ingólfsstræti 16, að um
það leyti sem klukkan var að
verða fimm á daginn, hafi tikin
farið að horfa eftir mér, og ef
heimkoma min dróst eitthvað
fram yfir venjulegan tima, fór
tikin að verða óróleg og hafði ekki
augun af leiðinni, sem ég var van-
ur aðganga heim. Hún vissi upp á
hár, hvenær von væri á mér úr
vinnunni, en hvernig hún hefur
vitað það, — það er nú annað mál.
— Ef þú hefur átt þessa tik i sjö
ár, eða nálægt þvi, þá hefur það
verið meginhiutinn af „starfs-
ævi” hennar?
— Já, þessir hundar verða ekki
gamlir, tæplega meira en tíu ára
eða svo. Þegar aldur tók aö sækja
á hana, fór hún að verða dálltiö
kvellisjúk, fékk einhvers konar
ofnæmieða exem I eyru og á fæt-
ur. Þá gat ég ekki haft hana með
mér, heldur skildi hana eftir
heima, enda var hún þá stundum i
lyf jameöferð hjá dýralækni. — Þá
kom hún iöulega upp I stofu
klukkan fimm og fór að horfa út
um gluggann, hvort ég færi nú
ekki að koma. Það sannaðist þá,
eins og löngum fyrr, að hún vissi
vel hvað timanum leið.
Hallar undan fæti
Seinast var hún orðin svo veik,
að ekki var um annað aö gera en
að aflifa hana. Og siðan hef ég
ekki átt hund. Hundahald i
Reykjavik er margvislegum skil-
yrðum bundið, og sum þeirra eru
þannig.að þau gera það ekki fýsi-
legtað eiga hund hér, jafnvel þótt
mönnum sé það nauösynlegt af
einhverjum ástæðum.
— Hver urðu helztu vandamál
þin í sambandi við að eiga þennan
leiðsöguhund?
— Eins og kunnugt er, þá mega
hundar ekki ganga lausir i
Reykjavlk. Menn eru skyldugir til
þess að leiða hunda sina i bandi,
þegar þeir hafa þá með sér, en
hafa þá bundna þess á milli.
Þessu varð ég auðvitað að hlýða
eins og allir aðrir. Mér var aö
sjálfsögðu létt aö uppfylla fyrra
skilyrðiö, þvi að hundinum var
beinlinis ætlað það hlutverk að
leiða mig, hvert sem ég færi. En
hitt atriðið, að hafa tikina alltaf
bundna heima, leiddi af sér nokk-
urn ófarnað. Hún var I eðli sinu
ákaflega gæf og góölynd og hefði
áreiðanlega aldrei sýnt nokkrum
manni áreitni, ef hún hefði fengið
að ganga laus um lóðina. En nú
.tóku krakkar að áreita hana og
kasta I hana alls kyns rusli, þar
sem hún var bundin úti I garði. Og
þau hættu ekki að striða henni,
fyrr en hún var orðin reið og vildi
glefsa I þau. Þá gættu þau þess að
koma ekki nær henni en svo, að
hún næði ekki til þeirra, en hún
vissi lika sinu viti og kunni mót-
leik við þessu. Þegar hún fann að
bandið sem hún var bundin með
náði ekki lengra en þetta, gekk
hún til baka og lét slakna vel á
tauginni. Krakkarnirfærðu sig þá
nær henni, og þegar hún vissi að
hún næði til þeirra, þrátt fyrir
tjóðurbandið, stökk hún á þau.
Hér var vitanlega um hættiiegt
atferli aö ræða, þvi að þessir
hundar eru stórir og sterkir. — En
til þessa heföi áreiðanlega aldrei
komiö, ef tlkin hefði fengið að
vera óbundin I garðinum.
Þó var eitt i sambandi við þetta
mál, sem mér þótti verra en allt
annaö: Þó að mörg barnanna i
nágrenninu gerðu sér leik aö þvi
að erta tlkina og gera hana
grimma, þá voru önnur, sem
vildu henni allt hið bezta, þótti
vænt um hana og vildu vera góö
við hana. Þau komu stundum til
hennar til þess aö klappa henni,
en þá hélt vesalings skepnan að
þau væru I sömu erindum og hin
börnin, stökk á þau og glefsaði I
þau. Þetta varð óvinsælt, sem
nærri má geta, en þó hygg ég að
foreldrar þeirra barna, sem fyrir
þessu urðu, hafi skilið hvemig I
öllu lá. Ég lenti að minnsta kosti
aldrei i neinum óþægindum af
þeim sökum, — öðrum en þeim,
að mér þótti afar vont að þetta
skyldi koma fyrir.
Þeir eru
ómetanieg hjálp
— Þetta hefur svo orðið til þess
að þú hefur ekki átt annars kost
en að láta lóga þessari ágætu
skepnu?
— Nei, henni var lógað ein-
göngu vegna þess að hún var orð-
ingömulog heilsulaus. — Eins og
ég sagði áöan, þá hef ég ekki
reynt að eiga hund siðan þessi tik
var Ur sögunni, og ber fleira en
eitt til þess. Fyrst og fremst er
hundahald hér ýmsum örðugleik-
um bundið, eins og ég hef verið að
lýsa, og svo er mér hundur ekki
eins nauðsynlegur nú og fyrr á ár-
um. NUorðið kemst ég flestra
ferða minna með hjálp stafs
mins, og auk þess er oft hægt aö
verða sjáandimönnum samferöa,
efeitthvaðþarfað fara,sem ég er
ekki öruggur að rata af sjálfsdáð-
um. En ef ég ætti eftir að eiga
heima úti i sveit eða annars stað-
arþarsemfámennter.þá held ég
að ég vildi fá mér aftur leiðsögu-
hund, þvi að þeir eru blindum
mönnum ómetanleg hjálp og
ánægjuauki.
Hentar vel
blindu fólki
— Það kom fram hér I upphafi,
að þú ynnir við simavörzlu hjá
Sambandi islenzkra samvinnufé-
laga. Er það ekki óþægilegt verk
blindum manni?
— Nei,þaðerþvertá mótimjög
þægileg atvinna fyrir blint fólk.
Maðurinn verður að sjálfsögðu að
læra öll númerin utan bókar, en
það þurfa allir að gera, sem
stunda simaafgreiöslu, hvort sem
þeir eru blindir eða sjáandi. Er-
lendis er það mjög algengt, að
blint fólk vinni við simaborð,
enda hefur verið framleiddur al-
veg sérstakur búnaður til þess að
setja við slik borð i staðinn fyrir
þann ljósabúnað sem algengur er
i slmaborðum. Þjóðverjar hafa
náð langt á þvi sviði, en hér á
landieru sænsk simaborð algeng,
og svo er einnig i Sambandinu,
borðin þar eru frá Sviþjóð.
— Hvers konar aövörunar-
merki færð þú, þegar einhver
hringir til þin, i staðinn fyrir ljós-
ið sem kviknar I venjulegum
skiptiborðum?
— Rafsegull og gormur mynda
litinn lampa. I staðinn fyrir ljós,
sem ýmist „blikkar” eða er stöð-
ugt, i almennum skiptiborðum, er
litill pinni I borðinu, sem ég vinn
við, og þessi pinni er ýmist
stöðugur eða hann hoppar upp og
niður. Þetta stafar af vixláhrif-
um á milli rafseguls óg gorms.
Þegar hringt er til min, hoppar
takkinn upp og er stöðugur. Ég
finn þegar takkinn kemur upp, og
þá opna ég linuna sem hann er
við. Ég renni höndinni eftir
takkaröðinni til þess að finna
hvar hringir, og venjulega
hringja margir i einu, og þá þarf
að ganga á röðina og afgreiða.
Auk pinnans sem kemur úpp,
heyrist hljóð, sem gefur hringing-
una til kynna.
Margir hringja i einu
— Hversu mörg eruð þið, sem
sitjið við sima Sambandsins i
einu?
— Við erum þr jú, og hjá hverj-
um manni geta tiu hringt sam-
timis. Sjálfsagt finnst sumum, að
stundum sé seint svarað, en það
er þá einungis af þvi, að margir
hringja I einu, en alltaf tekur '
ofurlitla stund að afgreiöa hvern
og einn, þannig að sá sem er
aftastur I röðinni hlýtur aö þurfa
að“ biöa eitthvað, stundum
kannski óæskilega lengi, þvi öll-
um liggur á. Og auðvitaö er æski-
legast að vinnan gangi hratt og
greiðlega.
Hitt skyldu menn athuga, aö
simavörðurinn er ekki nema
hlekkur 1 keðju. Ef simaþjónusta
á að ganga vel og snuröulaust,
þurfa allir að leggja sitt af mörk-
um. Það þýðir ekkert fyrir sima-
manninn að rembast eins og rjúp-
an við staurinn, ef aðrir, — þeir
sem eiga að taka við simtölunum
— gera svo erfitt fyrir, að illger-
legt er að afgreiða sæmilega.
. — Fylgir vinnutimi ykkar ekki
almennum skrifstofutima?
— Jú, við vinnum frá hálfniu á
morgnana til klukkan fimm á
daginn, siðan við hættum að
vinna á laugardögum. Þannig er
skrifstofutimi Sambandsins
núna, og simavarzlan fylgir hon-
um vitanlega eftir.
— Hvað ert þú búinn að vinna
lengi þarna?
— Það er kqmiö á nitjánda ár.
Ég byrjaði I janúar 1959.
— Og þú unir þessu sæmilega
vel?
— Já, en annars veröur þetta
dálitið leiðigjarnt með köflum, og
simavarzla hefur alltaf verið
heldur illa launuö, alls staðar.
Allir vilja hafa simaafgreiðslu
sem allra bezta, og það er eðli-
legt, en launin hafa ekki verið i
samræmi við það. Þó er það nú
svo, að fyrirtækjum er það ekki
minna hagsmunamál að simaaf-
greiðslan sé vel af hendi leyst en
önnur störf, sem þar eru unnin,
svo þess vegna væri ekki siður
ástæða til að launa það verk vel.
— Veiztu, hversu margir biindir
menn vinna við simaafgreiðslu
hér á landi?
— Ég hygg, að þeir séu ekki
nema þrir, sem eru i föstu starfi
sem slikir, en að auki er mér
kunnugt um einn mann, sem hef-
ur gripið inn I og, ,leyst af ”, þegar
á hefur þurft aö halda.
Rættist betur úr,
en á horfðist
— Nú erum við staddir hér i fal-
legri íbúð að Ingólfsstræti 21 C I
Reykjavik. Er langt siðan þú
bjóst um þig hér?
— Já, ég gekk I hjónaband fyrir
nokkrum árum. Þá keyptum við
hjónin þetta hús hérna, og fórum
að láta breyta þvi og bæta á ýms-
an hátt. Kona min hugsar um
heimilið hér, en vinnur ekki úti,
og það er sannast að segja, að vel
þarf að öllu að hyggja, ef eins
manns laun eiga að hrökkva til
alls sem heimilið þarfnast, og
eins gott að húsmóöirin sé hagsýn
og nýtin.
— Þó munt þú una þessum að-
stæðum betur en á meðan þú
varst einhleypur?
— Já, mikilósköp. Þettaerólikt
heimilislegra, og betra að vera
alveg á sjálfs sin vegum heldur en
að vera á einhvers konar hálf-
opinberri stofnun, þótt gdð sé, og
auðvitað bráðnauðsynlegt að slik-
ar stofnanir séu til.
— Nú fer að sönnu ágætlega um
þig hér, en ætla mætti þó, að þú
Shelltox
FLUGIMA
FÆLAIM
Haf ið þér ónæði
af flugum?
Við kunnum ráð
við því
Á afgreiðslustöðum
okkar seljum við
SHELL flugnafæluspjaldið.
Spjaldið er sett upp og
engar flugur í því herbergi
næstu 3 mánuðina.
Spjaldið er lyktarlaust,
og fæst í tveim stærðum.
Olíufélagiö Skeljungur hf
Ghall
værir ekki neitt sérstaklega
ánægður með hlutskipti þitt, —
eða finnst þér ekki sem slysiö, er
gerbreytti lifi þinu hafi haft áhrif
á skapferli þitt eða lffsviðhorf?
— Nei, það held ég ekki. Menn
verða alltaf að taka lifinu eins og
það er á hverjum tima og vinna
úr þvi sem þeir hafa. Um annað
er ekki að tala. Það getur enginn
spilað úr öðrum spilum en þeim,
sem hann hefur á hendinni. Ég
get verið ánægður með lif mitt
eins og það er núna. Mér finnst
hafa spilaztfurðuvel úr þeim spil-
um, sem ég hef fengið á höndina.
Það hefði mátt ætla, að ég ætti
ekki margrakosta völ, eftiraö ég,
tiu ára gamall varð fyrir þvi að
missa sjónina algerlega og hægri
hönd mina að auki, en ég verð að
lita svo á, aö úr þessu hafi rætzt
miklu betur en á horfðist.
— Þú ert þá kannski ekkert sið-
ur lifsgiaður en ég og aðrir, sem
ööru visi er ástatt um?
— Nei, ég held að ég sé ekkert
óánægðari með lifið og tilveruna
en almennt gerist. Þeir, sem eru
mjög óánægöir meö lifið ættu að
gera sér það dmak að lita i kring-
um sig og vita hvort þeir koma
ekki einhvers staðar auga á verri
aðstæður en þeir eiga sjálfir við
að búa.
— VS.
Ósvíkið náttúruefni á b’ll gólf íbúðarinnar.
Draumur húsmóðurinnar. oj;._____j„.,
Auðveld að þrífa. VOcam
@0 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 16 • Reykjavík • sími 38640