Tíminn - 17.07.1977, Blaðsíða 33
Sunnudagur 17. júll 1977
33
Á þriðja degi, eftir að
þau lögðu upp frá
Jakutsk, komu þau þar
sem þveráin Aldan féll i
stórfljótið Lenu. Aldan
er i raun og veru stór-
fljót eða álika löng og
vatnsmikil og Dóná.
Upp eftir þessu fljóti
sigldu þau og vegna is-
reks og mótstraums var
sem skipið mjakaðist
varla áfram.
Eftir nokkurra daga
siglingu komuþau loks á
áfangastað. Var það
bærinn Tukolan við
mynnið á samnefndri
þverá, sem féll i fljótið.
Hér var jámbúrinu á
þilfari skipsins loksins
lokið upp og útlagarnir
gengu á land. Þeir voru
aðeins 24 eftir og þar á
meðal voru allir fang-
amir sem dæmdir voru i
Tomsk — átján talsins.
Hinir voru settir i land i
Jakutsk. Strax og
fangarnir vom komnir á
land, lögðu þeir upp i
siðasta áfangann 600 km
göngu norður til
Werchojansk. Konumar
skyldu ekki yfirgefa
skipið fyrr en næsta dag
og farangurinn fylgdi
þeim.
Leiðin lá i gegnum
mýrlendan skóg. Viða
var jarðvegurinn svo
blautur að tré höfðu ver-
ið felld og bundin saman
til að mynda eins konar
brú eða fleka yfir verstu
sikin. Hrykki einhver út
af trjánum, átti hann á
hættu að drukkna i fen-
blautum nær botnlaus-
um mýrunum.
Skógurinn var gisinn
og aðallega gömul
„lerkitré”, og Ámi tók |
eftir þvi að ræturj
trjánna lágu ekki djúpt i j
jarðveginum, eins og
heima i Noregi, heldur
breiddu sig i allar áttir
að nokkru ofanjarðar.
Liklega var það klakinn
i freðmýrunum, sem
hindraði ræturnar i þvi
að vaxa eins og venju-
lega djúpt niður i jarð-
veginn.
Fýrstu nóttina urðu
fangarnir að sofa undir
beru lofti, af þvi að skál-
inn sem ætlaður var til
gistingar, hafði bmnnið
nýlega. Það var ekkert
að þvi að sofa úti um
hlýja sumamótt, ef mý-
vargurinn hefði ekki
verið svo hræðilegur.
Um morguninn var
göngunni haldið áfram.
Nú lá leiðin upp i móti.
Landið fór smáhækk-
andi og i fjarska sáust
tindar Werchojansk-
fjallanna sem mynda
vatnaskil milli fljótanna
Lenu og Jana. Um há-
degisbilið var farið fram
hjá afskekktum sveita-
bæ. Hann blasti við sjón-
um útlaganna i hlýlegu
dalverpi. Varðmaður
einn sagði Árna, að þessi
bær væri siðasti bærinn
á leiðinni til Wercho-
jansk, sem ennþá hefði
kornrækt. Þótt klakinn
hyrfi aldrei úr jörðu og
oft væri lagið aðeins um
50cm ofan á klakanum,
þá náði kornið þroska.
Er það eingöngu að
þakka hinum löngu sól-
riku sumardögum.
Eftir þvi sem landið
hækkaði, varð skógurinn
gisnari og að lokum sást
aðeins tré og tré á
stangli og siðast varð
fjalllendið skóglaust.
Skálinn sem þeir gistu
i þessa næstu nótt, var
alveg á mörkum þar
sem snjórinn réð enn
rikjum. Utan um þennan
skála var engin planka-
giröing og að innan var
hann miklu hlýlegri en
hinir höfðu verið og i
stað þakglugganna voru
gluggar á stöfnum og
hliðum. Aðbúð öll og
meðferð á föngunum var
miklu betri nú, er hinir
„sönnu glæpamenn”
voru horfnir úr hópnum.
Nýr yfirmaður hafði
tekið við stjórninni. Var
hann góðmannlegur og
hniginn að aldri og var
auðséð á öllu, að hann
vildi að föngunum liði
sem bezt.
Árna voru það mikil
vonbrigði, að Berit og
hinar konurnar komu
ekki i náttstað um
kvöldið. Hann var lika
hálf órór og óttaðist að
eitthvert óhapp hefði
hent þær. En það gat þó
naumast verið hætta á
þvi. Sterkur flokkur
varðmanna var þeim til
varnar. En þó, — alltaf
gæti eitthvert óhapp
hent.
9.
Foringinn hafði lagt
svo fyrir að Berit og hin-
ar konurnar legðu af
stað um hádegið daginn
eftir að göngumennirnir
fóru. Konumar voru all-
ar i sama vagninum, en
auk þess voru fimm
vagnar með farangri og
sex hermenn undir
stjórn herforingja sem
farinn var mjög að eld-
ast. Aætlað var, að
vagnarnir næðu göngu-
mönnum i náttstað um
kvöldið.
Berit hafði næstum
gleymt þessum hræði-
legu vögnum, þessar
vikur, sem hún var með
skipinu, en nú þoldi hún
hristinginn ennþá verr
en áður. Vegurinn var
lika mjög vondur og ekið
með fullum hraða yfir
plankabrýr og margs
konar torfærur.
„Ég held ég lifi þetta
aldrei af,” andvarpaði
Berit. Hún hugsaði til
þess, að eiga að fara
með þessum farartækj-
um fulla 600 km. Henni
fannst hún að þrotum
komin eftir fyrsta
áfangann. Að siðustu lá
hún i hálfgerðu móki i
vagninum og vissi varla
hvað timanum leið.
Allt i einu fann hún að
vagninn snarstanzaði.
Hún hrökk upp og
gægðist út um vagn-
gluggann. Hvað var
þetta? Vagninn stanzaði
inni i miðjum skógi.
Framundan lá vegurinn
eins og breitt strik, sem
mjókkaði út við sjón-
deildarhringinn. Ekki
leit út fyrir að vagninn
væri brotinn. Hvers kon-
ar fyrirtekt var þetta?
Eða var hana að
dreyma. Hún hafði
„dúndrandi” höfuðverk.
Hún ætlaði að hvila sig
Stórbætt þjónusta við
GOÐA-
FOSS
■jxéS£L
Opið kl. 9-21
Helga daga
kl. 11-21 yfir
sumartímann
Otibú Kaupfélags Svalbarðseyrar við
GOÐAFOSS
veitir ferðamönnum margvíslega þjónustu:
Vistleg og rúmgóð kjörbúð
Viðlegubúnaður
Veiðibúnaður
Heitar pylsur — Kaffisala
Snyrting
gg (0 BENZÍN OG OLÍUR
kaupfélag Svalbarðseyrar