Tíminn - 16.08.1977, Qupperneq 4
4
Þriðjudagur 16. ágúst 1977
I minningu
Jóns píslarvotts
Fyrir þrjú hundruð og
fimmtiu árum féll séra
Jón Þorsteinsson i
Kirkjubæ fyrir hendi
ræningja þeirra, sem við
höfum nefnt Tyrki, en
voru raunar frá Norður-
Afriku.
NU fyrirskömmu var séra Jóni,
sem viö höfum nefnt Jón plslar-
vott, reistur minnisvaröi á nýja
hrauninu i Eyjum, þar sem
Kirkjubær var áöur. Er þaö leg-
steinn, sem fannst á sinum tima i
kirkjugaröi i Vestmannaeyjum.
A stöplinum undir legsteininum
er plata, sem á er letraö erindi úr
ströngu áminningarkvæöi, sem
séra Jón orti nokkru áöur en
Tyrkjarániö var framiö. Undir
erindinu og nafni séra Jóns stend-
ur siöan:
Hér er Kirkjubær um lOOmetra
andir hrauni, þar sat sira Jón
Þorsteinsson frá 1612, liflátinn I
Tyrkjaráni 17. júli 1627. Andláts-
orö hans voru: „Herra Jésú,
meötak þú anda minn”. Stein
þennan, sem bjargaö var undan
jaröeldunum 1973 endurreisti
söfnuöur Landakirkju yfir gröf
hans 17. júli 1977.
— Ljósmyndir: óskar Sigvalda-
son.
Bréfaskólinn:
Hef ja á auglýsinga-
herferð í haust
Aþ-Reykjavik. — Vandamáliö er
þaö, aö Bréfaskóiinn hefur ekki
verið nægjanlega auglýstur, en
það er á dagskrá aö hefja aug-
lýsingaherferö meö haustinu,
sagöi Ester Guömundsdóttir
skólastjóri Bréfaskólans. — Hug-
myndin ersú aö senda innstungur
i blöö aöildarfélaganna. Þær
myndu veröa heftar inn I miöju
blaöanna, þannig aö þaö yröi auö-
velt fyrir fólk aö ná þeim út og
senda skólanum.
Asiöastliönu ári innrituöust 623
nemendur I Bréfaskólann, en Est-
er sagði, að töluvert heföi veriö
um þaö, að fólk heltist úr lestinni.
Vinsælustu fögin hafa veriö bók-
færsla og enska. I haust veröur
boöið upp á nýtt námskeiö I vél-
ritun, en samtals getur fólk valiö
um 36 námsgreinar i Bréfaskól-
anum f.yrir utan fjórarsem hægt
er að taka i leshringjum. Þaö var
gerð könnun á aldri nemanda á
slöasta ári, og þá kom I ljós aö
yngsti nemandinn var tólf ára og
sá elsti um sjötugt. Stærsti hluti
nemendanna eru húsmæöur.
— Hefur bréfaskólinn veriö
nægjanlega mikiö auglýstur t.d. á
vinnustööum?
— Nei, en ASl er aöili aö skólan-
um og ætti aö eiga auövelt meö
þaö. En margt af námsefninu er
oröiö gamalt og mikiö hefur veriö
endurnýjaö á siöustu árum og
þarf að halda þvi verki áfram.
Þaö er núna i undirbúningi, aö
endurnýja sálar- og uppeldis-
fræöi, sem hefur veriö mjög vin-
sælt meöal nemandanna. Þaö
sem hefur veriö notast viö, var
samiö 1946 og þvi oröiö Urelt. Ég
hefundirhöndumnorska bók sem
kennd hefur veriö viö Norska
bréfaskólann og er veriö að kanna
þaö núna, hvort sú bók hentar
okkur.
Ester sagöi, aö reynt heföi ver-
iö að miöa námsefniö viö það sem
gerist i fjóröa bekk gagnfræöa-
skóla. Hinsvegar hefur ekki verið
hægt aö semja við neinn gagn-
fræðaskóla um aö nemendur
bréfaskólans gætu fengiö aö taka
próf viö þá. Estervildiekkitjá sig
um það af hverju gagnfræða-
skólarnir vildu ekki leyfa nem-
endunum aö gangast undir próf,
en sagöi aö viöræður heföu veriö
teknar upp viö Búnaöarskólann,
þar sem fyrirhugaö er aö bjóöa
upp á búnaöarnám viö Bréfaskól-
ann. — Þaö bendir margt til þess
aö búnaöarnám veröi kennt við
Ester Guömundsdóttir skólastjóri Bréfaskólans.
Bréfaskólann, sagöi Ester, — og
þá veröur ef til vill hægt aö taka
eitthvaö af prófum frá Búnaöar-
skólanum. Forráöamenn
Búnaöarskólans hafa veriö mjög
jákvæöir, en þetta er allt á frum-
stigi og ég veit ekki hvert fram-
haldiö veröur.
mmHi
Sáttafundur með
rafvirkjumkl. 14
gébé Reykjavik — 1 gærdag
var boöaöur nýr sáttafundur
meö samninganefndum Raf-
magnsveitu rikisins og raf-
vfrkja og hefst hann kl. 14 I
dag. 1 dag draga rafvirkjar
einnig til baka þær undanþág-
ur, sem veittar hafa veriö
vegna rafmagnsviögerða. —
Eins og er stendur þessi
ákvöröun um aö sinna ekki
bilunum frá og meö þriðjudeg-
inum, hvaö svo sem kann aö
koma i Ijós á næsta sáttafundi,
sagöi Magnús Geirsson,
Félagi Isl. rafvirkja I gær.
— Viö höfum enga formlega
tilkynningu fengiö frá raf-
virkjum um þetta. sagöi Jón
Helgason, hjá Rafmagnsveit-
um rikisins i gær. — Þaö fer
alveg eftir þvi, hverskonar
bilanir þetta eru, hvar þær
veröa og hvort þær koma til
með aö valda miklum erfið-
leikum, sagði Jón einnig. Aö
sjálfsögöu getur þaö haft al-
varlegar afleiöingar i för meö
sér ef rafmagnsbilanir veröa á
einhverjum af stærri stööun-
um. En veðurlag er gott þessa
dagana og þaö veröur aö vona
hiö bezta.
Enginn leit
við útboðinu
áþ-Reykjavik. Byggingaverk-
takará Akureyri viröast hafa nóg
á sinni könnu þessa dagana.
Akureyrarbær bauö út, fyrir
skömmu, byggingu á leikskóla,
sem reisa á i Lundahverfi, en
enginn af hinum akureyrsku
verktökum sýndi áhuga og bauð I
verkiö. Til stendur aö reyna á
nýjan leik I haust eöa vetur þegar
um hægist. Lundahverfiö á Akur-
eyri er tiltölulega nýtt hverfi og
þvi mikil þörf á ieikskdla eins og
þeim sem áætlaö er aö byggja.
— Þaö hefur veriö svo óskap-
lega mikið aö gera i bænum, aö
þetta kom okkur ekkert sérstak-
lega á óvart, sagöi Helgi Bergs
bæjarstjóri á Akureyri, — ef á-
standiö i atvinnumálum hefur
breytzt i haust veröur fariö aftur
af staö svo hægt sé að hefja
framkvæmdir.
Auk byggingaframkvæmd-
anna, sem eru mjög miklar á
Akureyri, vinnur fjöldi fólks við
hitaveituframkvæmdirnar og
taldi Helgi, aö þar væru tæplega
eitt hundraö manns, sem kæmu
viö sögu á einn eöa annan hátt. A
Akureyri eru nokkrir stórir bygg-
ingaverktakar og sagöi Helgi að
þeirsmiöuðu nær eingöngu blokk-
ir. — Ég held aö meginþorri
þeirra, sem búa I þessum blokk-
um, sé ekki búinn að sætta sig viö
þær sem endanlegt heimili, sagöi
Helgi það hefur ekki myndazt
hér á Akureyri, eins og I Reykja-
vik, kjarni fólks sem hefur ekkert
á móti þvi aö búa i blokkum. Ég
hef svolitlar áhyggjur af þvi á-
standi, sem gæti skapast, þegar
þetta fólk vill fara að byggja ein-
býlishús og selja þær ibúöir, sem
þaö á i fjölbýlishúsunum. Það
gæti myndazt offramboö á ákveö
inni tegund húsnæöis meö ófyrir-
sjáanlegum afleiöingum.
Vandræöaástand getur skapazt,
þegar fólk vill flytjast úr fjölbýl-
ishúsunum yfir i einbýlishúsin.