Tíminn - 16.08.1977, Síða 5
Þriðjudagur 16. ágúst 1977
5
á víðavangi
Hvöss ádrepa
Siguröar
Líndal
Sigurður Lindal prófessor er
skorinorður i grein sem hann
ritaði i sl. viku i Dagblaöið og
nefndi „Samstaða eða
stéttabarátta? — Stóðst launa-
jöfnunarstefnan’? . í upphafi
minnist hann á hina yfirlýstu
launajöfnunarstefnu sem
barizt var fyrir i siðustu
kjarasamningum. Segir
Sigurður, að miklar grun-
semdir hafi læðzt að mönnum
um það, að þessi stefna hafi I
reynd verið svikin I samn-
ingum einstakra sérhópa. Um
þetta segir Sigurður:
,,Ef þessar grunsemdir eru
réttar hefur allt það fólk innan
Alþýðusambandsins, sem
samþykkti síðustu samninga I
þeirri góðu trú að með þeim
væri stefnt að launajöfnun,
verið stórlega blekkt — og það
sem verra er — forystumenn
þess hafa gengið ötullegast
fram i þvi.”
Siðan fjallar Sigurður Lin-
dal nokkuð um þann tviskinn-
ung sem fram hefur komið i
skrifum Þjóðviljans um þessi
mál. Segir hann það einkenn-
andi, að hrópað hafi veriö hæst
um launajöfnunina I upphafi
samninganna, en þegar á ieið
sé eins og hún hafi gleymzt.
„Virðast þeir sem blaðinu
stýra” segir Sigurður, „láta
sig litlu varða hvernig þessu
mannréttinda- og jafnaðar-
máli hafi reitt af”.
Og Sigurður Lindal heldur
áfram:
„Þótt þjóðfélagsgagnrýn-
endum Þjóðviljans sé gjarnt
til að bera visindin fyrir sig,
örlar naumast á þvi að þeir
geri tilraun til að skýra merk-
ingu þeirra orða eða hugtaka
sem þeir gripa oftast til. Er þó
skipuleg og greinargóð notkun
hugtaka undirstöðuatriði I
allri umgengni við það sem
kenna má við visindi. Þannig
eru orð eins og stétt, eigna-
stétt, auöstétt notúö öldungis
óskilgreint, hvað þá að leitazt
sé við að gera grein fyrir stöðu
þessara stétta i þjóðfélaginu.
Og ekki verður málið ljósara,
þegar kemur að orðum eins og
stéttabaráttu, stéttaátökum,
arðráni og auðvaldi, svo að
gripið sé niður i nokkur helztu
lykilorðin. öll þjóðfélagsrýni I
blaðinu verður þvi óljós og
ómarkviss”.
„Djöflafræöi”
Vafalitið er hér um að ræða
einhverja hvössustu ádrepu
sem pólitiskt málgagn hefur
fengið á sig á islandi um langt
skeið. Og það er rétt að hafa I
huga, að maðurinn sem talar
er ekki stjórnmálamaður að
ausa úr sér skömmum i hita
deilunnar, heldur einhver
virtasti fræðimaður laga-
deildar Háskóla tslands,
kunnur að þvi að móta sér
sjálfstæðar skoðanir og bera
þær fram, jafnvel þótt
mönnum falli þær misjafnlega
i geð. En Sigurður Lindal
hefur einnig á takteinum
fyrirmyndina að málflutningi
Þjóðviljans, og segir:
„Út yfir tekur þó notkun
orðsins „auðvaldið”. Það
minnir helzt á myrkrahöfð-
ingjann sjálfan i skrifum
þeirra sem lærðastir voru i
djöflafræöum á 17 .öld og eru
þá raunar nefnd þau fræði sem
þjóðfélagsrýni Þjóðviljans
virðist einna helzt eiga sam-
stöðu með. Dálitið svipað
hugarfar virðist að minnsta
kosti búa að baki”.
Innri
stéttabarátta
Undir lok greinar vikur Sig-
urður Lindal aftur beinlinis að
launajöfnunarstefnunni og
kjarasamningunum. Hann
segir:
„Atburðir siðustu vikna
sýna það sem fyrir löngu var
vitað, að milli einstakra hópa
innan Alþýðusambandsins
standa átök, sem oft eru illvig.
Sigurður Lindal prófessor
Aðstöðu sina notar hver til
hins ýtrasta I þvi skyni að
tryggja sérhagsmuni sina, og
eru þar iðnaðarmenn kunn-
astir að óbilgirni. Og viðs
fjarri fer, að þeir beini geiri
sinum sérstaklega að þeim
sem betur mega, heldur engu
siður gegn hópum þess fólks
sem lakast er statt— og þá er
ekki sizt þeim sem berjast við
að koma sér þaki yfir höfuð”.
Þessi innri vandamál
verkalýðshreyfingarinnar eru
öllum kunn, eins og Sigurður
tekur fram. En vegna orða
Sigurðar er rétt að minna á
það, að það hefur fyllilega
komið til greina meðal lág-
launafólksins að hverfa frá
þeirri „samstöðu” i kjara-
málum sem lengst af hefur
orðið þeim sem betur mega til
hagsbóta, en bitnað á lág-
launafólkinu bæði i vinnu-
deildum og ekki siður I þróun
verðlags á vinnu og þjónustu
eftir gerða samninga.
Um þetta segir Sigurður
Lindal að lokum:
„Þannig er verkalýðshreyf-
ingin samsafn sundurleitra
sérhagsmunahópa, þar sem
hin fornu lögmál frumskógar-
ins eru i heiðri höfð. Þetta eru
þau átök og sú ániðsla sem
lágtekjufólk raunverulega
finnur fyrir, en eru ekki á dag-
skrá hjá þjóðfélagsrýnendum
Þjóðviljans.”
Þvi miður verður að segja
eins og það er, að það er rétt
hjá Sigurði Lindal, að and-
stæðurnar innan verkalýðs-
hreyfingarinnar virðast sizt
minni en milli launþega og
vinnu veitenda, og það er
vissulega timabært, að áhuga-
menn um verkalýðsmál og
hagsmuni laglaunafólks taki
þessi mál til rækilegrar Ihug-
unar. JS
Umboðsmann vantar
á Stokkseyri
Upplýsingar í síma 3343
ftf
; >.-U'
I » •
.
• í? V
Heilsuverndarstöð ^
Reykjavíkur
óskar að ráða:
Hjúkrunarfræðinga við heilsugæzlu i skól-
um (m.a. Breiðholt) og i heimahjúkrun.
Ljósmóður við mæðradeild.
Upplýsingar gefur hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri.
i.1
'iit
a
m,
v.-ÍM
íslenzk
Réttarvernd:
Dregið í
happ-
drættinu
Dregið hefur verið i
happdrætti tslenzkrar
Réttarverndar. Upp
komu eftirtalin númer:
15.636 — 3.326 — 16.195
— 20.003 — 22.003 —
1.030 — 6.545 — 19.720 —
20.004 —16.978 6.590
— 16.464. Nánari upp-
lýsingar eru gefnar i
sima 35222 eða 27282.
íslensk Réttarvemd.
ÚTSALA
10-50% AFSLÁTTUR
MffCNAMAR
Austurmörk 4 — 2. hæð
Hveragerði — Simi (99)4330
Lögtaksúrskurður
Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjald-
föllnum og ógreiddum þinggjöldum ársins
1977 álögðum i Kópavogskaupstað en þau
eru:
tckjuskattur, eignarskattur, kirkjugjald, slysatrygginga-
gjald v/heimilisstarfa, iðnaðargjald, slysatryggingagjald
atvinnurekanda skv. 36. gr. laga nr. 67/1971, lifeyristrygg-
ingargjald skv. 9. gr. laga nr. 11/1975, atvinnuleysis-
tryggingargjald, almennur og sérstakur launaskattur,
kirkjugarösgjald, iðnlánasjóðsgjald og sjúkratrygginga-
gjald.
Ennfremur fyrir:
skipaskoðunargjaldi, lestargjaldi og vitagjaldi, bifreiða-
skatti, skoðunargjaldi bifreiða og slysatryggingagjaldi
ökumanna 1977, vélaeftirlitsgjaldi, áföllnum og ógreidd-
um skemmtanaskatti og miöagjaldi, söluskatti af
skemmtunum, vörugjaldi af innl. framl. sbr. 1. 65/1975,
gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftir-
litsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, skipulags-
gjaldi af nýbyggingum, söluskatti, sem i eindaga er fall-
inn, svo og fyrir viðbótar- og aukaálagningum söluskatts
vegna fyrri timabila.
Verða lögtök látin fara fram án frekari
fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð
rikissjóðs, að 8 dögum liðnum frá birtingu
úrskurðar þessa, ef full skil hafa ekki ver-
ið gerð.
Bæjarfógetinn i Kópavogi,
15. ágúst 1977.
Lœriö skyndihjálp!
RAUÐIKROSSÍSLANDS
Kfipavogskanpstaiur K!)
--------------—----------
Kennarar
Kennara vantar að Vighólaskóla i Kópa-
vogi, kennslugreinar enska og danska.
Einnig vantar kennara i hálft starf handa
6-7 ára börnum i Digranesskóla.
Upplýsingar hjá viðkomandi skólastjórum og I skólaskrif-
stofunni við Digranesveg 10, simi 4-18-63.
Skólafulltrúinn