Tíminn - 16.08.1977, Page 11
Þriðjudagur 16. ágúst 1977
11
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur
Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og
auglýsingar Sfðumúla 15. Simi 86300. Verð I lausasölu kr.
70.00. Askriftargjald kr. 1.300 á inánuði.
Blaðaprent h.f.
Óhróðurinn um
flokkana
Með kjördæmabreytingunni sem gerð var að
frumkvæði Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins 1933, varð sú brey ting á stjórnarskipuninni, að
stjórnmálaflokkar, voru gerðir að einum helztu
stoðum hennar. í stað þess að stefna að jöfnuði
milli mismunandi fjölmennra kjördæma, var
stefnt að jöfnuði milli flokka. Vegna,,þessara
breytinga fengu flokkarnir beint og óbeint ýmis
mikilvæg réttindi, sem þeir höfðu ekki notið áður.
Með kjördæmabreytingunni 1959, var réttur og
vald flokkanna enn aukið. Sú breyting hefur
tryggt nokkurn veginn jöfnuð milli flokka, þótt
mismunun milli kjördæma hafi hins vegar stór-
aukizt.
Hér mun ekki rætt um, hvort það hafi verið rétt
eða rangt að efla flokkana eins mikið og gert var
með þessum breytingum á stjórnarskipuninni.
Hins vegar hefði það átt að teljast eðlilegt, að
jafnhliða hinum auknu réttindum, sem flokkarnir
fengu, að settar hefðu verið reglur um skyldur
þeirra og starfsemi. Það hefur enn ekki verið
gert, en sérstök nefnd, sem er skipuð fulltrúum
allra flokka, vinnur nú að athugun þeirra mála.
Siðustu misserin hefur það komizt í tizku, að
sum málgögn þeirra flokka, sem mest beittu sér
fyrir framangreindri eflingu flokksvaldsins,
haldi uppi miklum áróðri gegn flokkunum og
ásaki þá um hvers konar spillingu, einkum þó i
sambandi við fjármál. Reynt hefur verið eftir
megni að ófrægja þá menn, sem þar hafa valizt
til starfa. Þeir hafa verið uppnefndir og hundeltir
eins og ótindir óbótamenn. Helzt virðist gefið i
skyn, að það sé blettur á mönnum, að hafa komið
nærri þessum málum. Um margt minnir þessi
áróður á vinnubrögð nasista i Þýzkalandi á sinum
tima, þegar þeim tókst að grafa þar undan lýð-
ræðinu með hvers konar rógi um stjórnmála-
menn og stjórnmálaflokka og ryðja þannig ein-
ræðisstefnu sinni braut.
Vafalitið má finna sitthvað að starfsemi is-
lenzku stjórnmálaflokkanna. Þær fullyrðingar
eru hins vegar fjarri öllu sanni, að þeir séu ein-
hver gróðrarstia spillingar og fjárglæfra. Hjá
þeim er ekki að finna skattsvik, gjaldeyrissvik,
tollsvik eða aðrar slikar meinsemdir fjármála-
lifsins, sem alltof mikið kveður að hér, eins og
reyndar viðar. Það er verið að villa um fyrir
mönnum, þegar þessu er gleymt en fjargviðrazt
þeim mun meira um fjármál flokkanna. Með
slikum blekkingum er hægt að ganga svo langt,
að það grafi undan aðalstoðum þingræðis og lýð-
ræðis, eins og málum er skipað nú á íslandi.
Það er svo annað mál, að vegna hins mikla
valds, sem flokkunum var raunverulega veitt
með kjördæmabreytingunum 1933 og 1959, er
eðlilegt að setja reglur um skyldur þeirra og
starfshætti og hvernig þeim skuli tryggð fjárráð
til nauðsynlegrar starfsemi sinnar. Á Norður-
löndum, Vestur-Þýzkalandi og Bandarikjunum fá
flokkarnir bein opinber framlög til þess að geta
verið fjárhagslega óháðir. Vel kemur til mála að
athuga svipuð úrræði hér i einu eða öðru formi.
Væntanlega skilar nefnd sú, sem áður er getið
um, brátt áliti sinu.
ERLENT YFIRLIT
Verður nýja Panama
samkomulagið fellt?
Mikil andstaða í öldungadeildinni
Bunker og Carter
1 GÆR voru liBin 53 ár síöan
fyrsta skipið fór um Panama-
skurBinn. Styrjöldin milli
Spánverja og Bandarikja-
manna, sem háB var um
siBustu aldamót, vakti fyrst aB
ráBi athygli Bandarikja-
manna á þvi, aB nauBsynlegt
væri aB stytta sjóleiBina milli
Kyrrahafsins og Atlants-
hafsins. Herskip, sem voru
stödd viB strönd Kaliforniu,
voru send til Kúbu, en uröu aö
sigla suöur fyrir Suöur-Ame-
riku og voru ekki komin á
vettvang fyrr en eftir 70 daga,
en þá var styrjöldin aB mestu
á enda kljáB. Franskur maöur
haföi þá þegar hafizt handa
um byggingu Panamaskuröar
og gert um þaö samning viö
rikisstjórn Cólombiu, en
Panama var þá fylki i
Cólombiu. Frakkinn var kom-
inn i fjárþröng og varö þvi
niöurstaöan sú, aö Bandarikin
gengu inn i verkiB. Hins vegar
samdi þeim ekki viö stjórn
Cólombiu, sem vildi fá meira
fyrir snúö sinn. Þá greip
Theodore Roosevelt, sem var
forseti Bandarikjanna um
þessar mundir, til sinna ráBa.
Hann studdi menn I Panama,
sem voru óánægöir meö
stjórnina i Colombiu til
að brjótast undan yfir-
ráöum hennar og stofna
sjálfstætt riki. Þetta
riki kom til sögunnar 1903
og 15 dögum eftir að það
var stofnað, undirritaði það
samning við Bandarikin um
leigu á 55 fermilna landspildu,
þar sem Panamaskurður er
nú. Leigan var gerð til
óendanlegs tima og veitti
Bandarikjunum öll yfirráð
yfir svæðinu. Bandarikja-
menn hófu vinnu við skurðinn
á næsta ári og luku verkinu á
10 árum. Stórvirkar vélar
voru þá ekki komnar til sög-
unnar. Um eitt skeið unnu um
43 þús. manns viB skurögröft-
inn. Skurðurinn var svo opn-
aður til umferöar I ágúst 1914
eins og áður segir.
SIÐUSTU áratugi hefur
skurðurinn veriö vaxandi
þrætuepli milli Panama og
Bandarikjanna. Panama-
menn hafa illa unaö hinum al-
geru yfirráöum Bandarikj-
anna á svæöinu meöfram
skuröinum, sem skipti landi
þeirra i tvennt. Einnig hafa
þeir unað illa hinni lágu leigu,
sem veriö hefur 2.3 milljónir
dollara á ári. Stjórnarhættir
hafa hins vegar verið þannig i
Panama, aö tvær auðmanna-
ættir hafa skipzt á um að fara
meö völdin,;. Árið 1964 voru
hafnar viðræður milli stjórna
Bandarikjanna og Panama
um nýjan samning, sem leysti
samninginn frá 1903 af hólmi.
Arið 1967 haföi samkomulag
naost milli samningamanna
um uppkast aö samningum,
sem kænri i staö samningsins
frá 1903. 1 forsetakosningum,
sem fóru fram i Panama 1968,
lýstu flokkar beggja áöur-
nefndra auömannaætta sig
andviga uppköstunum.
Eftir þessar kosningar hóf-
ust miklar deilur um
kosningasvik og lauk þeim
ekki fyrr en á næsta ári, þegar
Omar Torrijos hershöföingi
tók sér einræöisvald og hefur
hann stjórnað með harðri
hendi siðan. Eitt af fyrstu
verkum hans var að krefjast
nýs samnings eða samninga
við Bandarikin, sem tryggðu
Panama full yfirráð yfir þvi
landsvæði, sem Bandarikin
ráða nú. Ariö 1971 féllst Nixon
á, að hafnar yrðu viðræðurum
nýjan samning, en litiö þokað-
ist i samningaátt fyrr en I
janúar 1974, þegar Kissinger
átti þátt i þvi, að samkomulag
náöist um, aö nýr samningur
skyldi byggjast á átta megin-
atriöum, en höfuöatriöiö var,
aö þaö ákvæöi samningsins
frá 1903 félli niöur, aö yfir-
ráöaréttur Bandarikjanna
skyldi haldast til eiliföar.
Kissinger fól jafnframt einum
þekktasta diplómat Banda-
rikjanna, Ellsworth Bunker,
að vera aðalsamningamaöur
þeirra og lét Carter þá skipan
haldastáfram, þóttBunkersé
orðinn 83 ára. Sér til aðstoðar
fékk Dunker Sol M. Linowitz,
sem nýtur mikils álits i Suöur-
Ameriku. Samkvæmt fyrir-
mælum Carters hafa þeir unn-
ið kappsamlega að samninga-
gerðinni. Slðastliðinn
miðvikudag var tilkynnt, að
náðst hefði samkomulag i
grundvallaratriðum, sem báð-
ar rikisstjórnirnar gætu sætt
sig við, en formlega á þó eftir
að ganga frá ýmsu orðalagi og
samkomulagið verður ekki
birt í heild fyrr en siðar. Aðal-
ákvæðin hafa þó verið birt.
Gerðir verða tveir samningar,
sem leysa samninginn frá 1903
af hólmi. Samkvæmt fyrri
samningnum fara Bandarikin
með stjórn á skurðsvæðinu til
31. desember 1999, en þá fær
Panama öll yfirráö yfir þvi. A
þessu timabili mun þátttaka
Panama i stjórn svæðisins
aukast smátt og smátt. Leig-
an, sem Bandarikin munu
greiöa á þessu timabili, hækk-
ar úr 2.3 millj. dollara á ári i
60-70 milljónir dollara. Siðari
samningurinn mun veita
Bandarikjunum rétt til að
tryggja, að skurðurinn veröi
alltaf opinn siglingum og
fullkomins hlutleysis gætt I
stjórn hans.
LJÓST ER þegar, að þetta
samkomulag mun mæta
haröri mótspyrnu i báöum
löndunum. I Panama veröur
það boriö undir þjóöar-
atkvæði. Þar mun siöari
samningurinn einkum sæta
andspyrnu, en stjórnin gerir
sér þó góðar vonir um, að
hann veröi samþykktur. öld-
ungadeild Bandarikjanna þarf
aö staöfesta samningana meö
2/3 hluta atkvæöa meirihluta.
Fyrir tveimur árum slöan
beitti Storm Thurmond
öldungadeildarþingmaður frá
South-Carollna sér fyrir
undirskriftum meðal öldunga-
deildarmanna, þar sem
mótmælt var aö Bandarikin
afsöluöu sér þeim réttindum i
Panama, er samningurinn frá
1903 veitti þeim. 38 þingmenn
undirrituöu þetta og af þeim
eru 31 enn á þingi. Róöurinn
getur þvi oröið þungur, enda
hefur Carter þegar hafið
mikla sókn til aö tryggja
framgang samninganna, og
m.a. i þvi sambandi leitaö
bæði fulltingis Fords og
Kissingers. Ronald Reagan
hefur hins vegar strax skipaö
sér i fararbrodd hreyfingar,
sem ætlar aö berjast gegn
samningunum. Allt bendir til,
aö deilan um þá geti orðið hörö
og tvisýn i Bandarikjunum.
Þ.Þ.
Torrijos og Bunker
Þ.Þ