Tíminn - 16.08.1977, Page 15

Tíminn - 16.08.1977, Page 15
Þriöjudagur 16. ágúst 1977 15 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Föndr- ararnir” eftir Leif Panduro Örn Ólafsson les þýöingu sína (7). 15.00 Miödegistónleikar. Bournemouth Sinfóniu- hljómsveitin leikur hljóm- sveitarverkiö „Fyrsti gauk- ur vorsins” eftir Frederick Delius: Sir Charles Groves stjórnar. Nedda Casei syng- ur „Shéhérazade”, flokk ljoöasöngva eftir Maurice Ravel. Kammersveitin i Prag leikur meö: Martin Turnovský stjórnar. Fíl- harmóniusveitin i Osló leik- ur Sinfóniu nr. 11 D-dúr op. 4 eftir Johan Svendsen, Miltiades Caridis stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Sagan „Ullabella” eftir Mariku Stiernstedt. Þýö- andinn Steinunn Bjarman, les (16). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þegar steinarnir tala Þórarinn Þórarinsson fyrr- / um skólastjóri flytur fyrra erindi sitt um járngerö á liönum öldum. 20.00 Lög unga fólksins. Asta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.00 tþróttir. Hermann Gunnarsson sér um þáttinn. 21.15 Aaron Rosand og Sinfóniuhijómsveit útvarps- ins i Lúxemborg ieika Fiölukonsertifis-mollop. 23 eftir Heinrich Wilhelm Ernst og „Chant d’hiver”, „Vetrarljóö” eftir Eugéne Ýsaye. 21.45 Reykjavikurleikar i frjálsum iþróttum Hermann Gunnarsson lýsir. 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Kvöldsag- an: „Sagan af San Michele” eftir Axel Munthe Haraldur Sigurösson og Karl Isfeld þýddu. Þ'órarinn Guönason les (29). 22.40 HarmonikulögJoe Basile og félagar leika. 23.00 A hljóöbergi Berattelsen om Sam — Sagan um Sám og HrafnkelFreysgoöa eftir Per Olof Sundman. Sigrún H. Hallbeck les. Siöari hluti. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Þriðjudagur 16. ágúst 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Ellery Queen. Banda- riskur sakamálamynda- flokkur. Slæöur Veróniku. Þýöandi Ingi Karl Jóhann- esson. 21.20 Leitin aö upptökum Nii- ar Leikin bresk heimilda- mynd. 3. þáttur. Huidulind- ir. Efni annars þáttar: Burton og Speke leggja af stað frá Zanzibar inn i myrkviði Afriku. Þeir lenda f hvers kyns mannraunum: m.a. gera burðarmennirnir uppreisn og strjúka. Burton veikist, og Speke heldur einn i norður og finnur Viktoríuvatn. Þeir snúa aft- ur, Burton dvelst I Aden um stund, en Speke heldur til Lundúna. Hann heldur þvi fram aö NIl renni úr Viktór- iuvatni. Viö komuna til Englands sér Burton aö hann hefur veriö svikinn. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 22.15 Sjónhending. Erlendar myndir og málefni.Umsjón- armaður Sonja Diego. 22.35 Dagskrárlok. framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan LÍKI OFAUKIÐ eftir Louis Merlyn myndir. Nat. Hann gekk á eftir Silone upp í íbúðina. Þegar þeir komu inn í dagstofuna, sagði hann. — Hiller er einhvern veginn þvældur i þetta, Nat. Ég mundi ekki treysta honum allt of vel. — Ég treysti honum alls ekkert, sagði Silone. — En hann fékk ekki nema svolítil umboðslaun fyrir þessa verzlun. Það hafði Whiting líka talið, hugsaði AAilan. Hann gekk með Silone yfir að stórum skáp. Nat dró fram neðstu skúffuna og AAilan horfði niður á myndirnar. Þær voru tíu og lýsingin kom heim við það, sem Hiller hafði sagt. í augum AAilan virtust þær ævagamlar. Hann sneri sér undan. — AAér þykir það leitt, en ég get ekki séð neina ánægju í þeim. — Það get ég, sagði Silone. — Þó þær séu ekki ekta, eru þær mjög fallegar. — Fritz gerði þær, sagði AAilan kæruleysislega. Silone var að loka skúff unni. Hann sneri sér afar hægt við og leit á AAilan. — Fritz? Andartaki siðar brosti hann dauf lega. — Það veitir mér enn eina ástæðu — á undar- legan hátt þó. Þeir sneru þeg jandi til skrifstof unnar. Þegar þeir voru setztir sagði AAilan: — AAig langar að vita um þetta með Neilson. — Það var Hiller, sem visaði mér á það, útskýrði Silone. — Og það er dálítið annað, sem ég botna heldur ekki í. Hann virðist ekki hafa átt að fá neitt í aðra hönd. Hann vinnur fyrir meira kaupi hjá Kane en mér. Hann sagði, að Kane stæði að baki Neilson og ætlaði að gabba mig. Það höfðu þegar gengið margar sögur. — Hvers vegna léztu ekki til skarar skríða gegn Emile? — Ég hafði þá í löngu bandi, svaraði Silone. — Ég vildi að þeir sykkju svo djúpt, að þeir gætu ekki komizt sjálf ir upp úr. Ef Kane hef ði kvartað, hef ði ég gert eitthvað. — AAenn Kanes hafa byssur, sagði AAilan. — Ég er harðari en hann, AAilan. — Kannski, sagði AAilan áhugalaust. — Svo þegar Neil- son neitaði að hætta við, stakkstu upp á því við Fran, að hún hræddi hann með byssunni? — Hvaðan hef urðu heyrt það? spurði Silone hvasst. — Hefur Fran sagt þér svona nokkuð, Rick? — Nei, ég er að hagnýta mér skoðanir löggunnar. — Þú þekkir mig betur en það, sagði Silone. — Ég mundi ekki gera Fran slíkt og það veiztu líka. Og leigja svo þar að auki mann eins og þig til að kanna málið. AAilan þagði. Loks sagði hann: — Kom Fritz með uppástungu til þín eftir að Neilson fékk tryggingaféð fyrir myndirnar? Silone varð undrandi á svipinn, næstum of undrandi. — Fritz kom aldrei til mín með neitt. Hvers vegna skyldi hann hafa gert það? — Hann fór til Whitings, sagði AAilan. — Hann fann lykt af einhverju og sá tækifæri til að græða peninga á þvi. AAilan óskaði þess, að allir vildu hætta að Ijúga að honum. — Prakkarinn, sagði Silone. — Ef um f járkúgun er að ræða, var það hann, sem Fritz hefði átt að fara til. Hann virti AAilan fyrir sér. — Hvaðertu að fara? — Ég var bara að hugsa um, að þú hefðir vitað um fölsku myndirnar alllengi, svaraði AAilan. Silone þagði, en sló svo út höndunum. — Ef þú ert að hugsa allt þetta, AAilan þá ættirðu að segja löggunni það. — Ég er enn að leita að einhverjum öðrum, sagði AAil- an. — Og ég vildi síður segja löggunni frá hugmyndum minum. Ekki fyrr en það reynist nauðsynlegt. Ogle er ekkert fífl — hann kemur fram á sjónarsviðið á sínum tíma. En ég er ekki að leita að nýjum syndasel. Ef kenn- ing mín er rétt, f inn ég rétta sökudólginn. Ef hún er röng, veit ég, að ég hefði átt að halda mér að þeirri fyrri. — Hún er sú, að það sé ég? — Já, svaraði AAilan. — Að þú sért sökudólgurinn, Nat. Polly Baird beið, þegar AAilan ók heim að húsi hennar. Hún var klædd nýjum kvöldkjöl, dökkrauðum og háum í hálsinn eins og állir hennar kjólar voru. — Tókstu með þér vasaljós? spurði hann. — Tvö, svaraði hún. Hún rétti honum annað, sem komst hæglega fyrir í vasa.— Ég var að hugsa um að við brytumst kannski inn á f leiri stöðum. Hún brosti til hans, næstum barnslega. — Þetta er æsandi. AAilan. Hún sneri sér í hring svo kjóllinn breiddist út. — Lízt þér vel á þenn- an? — Hann dugir, sagði AAilan kæruleysislega. — Komum okkur af stað. Hún tautaði eitthvað, en elti hann að bílnum. — Hvert. förum við fyrst? spurði hún. — Við förum að heimsækja Emile Elios, svaraði hann. — AAig langar að vita, hvort hann er ennþá hræddur um líf sitt, — Hvað gerðirðu varðandi það sem ég benti þér á AAil- an? — Ég heimsótti Pug, svaraði hann. — Og kom þér í klípu. Hann sagði henni f rá því. — Svo nú er um að ræða að haf a hraðann á, annars göngum við í gildru. — Ég skal styðja þig, sagði hún. — Láttu mig heyra lýsinguna aftur. AAilan lýsti herberginu og líkinu, eins og Fran hafði gert. Hann var afar nákvæmur. — Ég vona að þú þurf ir ekki á þessu að halda, sagði hann. — En það var rétt hjá Whiting, löggan trúir ekki mínum orðum einum. — En þeir trúa mér, sagði hún. — Ég er virt kaupsýslu- kona. AAilan leit á hana. — Þeir vilja gjarnan vita, hvað við vorum að gera saman til klukkan f jögur að morgni. — Ég skal segja þeim það, sagði hún. — Ég skammast minekki fyrir tilfinningar minar til þín, AAilan. Þetta hljómaði eins og ástarjátning. AAilan ók þögull og velti f yrir sér, hvað það gæti staðið lengi og hvernig hann ætti að hrista hana af sér, þegar þar aó kæmi. Skipaverkfræðingur og vélatæknifræðingur Siglingamálastofnun rikisins vill ráða til starfa sem fyrst skipaverkfræðing og skipa- eða vélatæknifræðing. Umsóknir með upplýsingum um menntiin og fyrri störf óskast sendar siglingamála- stjóra, pósthólf 484, Reykjavik. i-nn I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.