Tíminn - 26.08.1977, Page 3

Tíminn - 26.08.1977, Page 3
Föstudagur 26. ágúst 1977 3 Nálega bylting í prentnámi á íslandi: Grænlendingar vitja íslands: 25 konur í boðsferð og 2 nemar í búnaðarfræðum Norrænt samband verksmiðjufólks: Aðalfundur hald- inn á Húsavík GV-Reykjavik — Nordiska Fabriksarbetarefederationen, sem er samband 13 landssam- banda verkafólks i Danmörku, Finnlandi, Noregi, Sviþjóö og ís- landi heldur aöaifund sinn á Húsavfk i dag og á morgun. Fé- lagsmenn innan þessa norræna samband eru 397.794 talsins. Aðalfundirnir eru haldnir til skiptis i aðjldarlöndunum, og er þetta i annað skipti, sem aðal- fundur sambandsins er haldinn á íslandi. Fundinn sitja alls 35 fulltrúar, þar af 10 frá Danmörku, 9 frá Finnlandi, 6 frá Noregi, 6 frá Sviþjóð og 3 frá tslandi. Aðal- fundarfulltrúarnir munu ásamt mökum sinum, ferðast til Mý- vatns á laugardag og til Akureyr- ar á sunnudag, en heim halda þeir á mánudaginn. Iðnskólinn fær nýja offsetvél til umráða áþ-Reykjavfk.— 1 fyrradag var Iðnskólanum i Reykjavik afhent ný offsetvél, en með tilkomu hennar gjörbreytist kennsla nema i prentiðn hér á landi. Þarna er um að ræða Planeta-Brillant vél frá Aust- ur-Þýskalandi. Vegna atorku verzlunarfulltrúa sendiráðsins fékkst vélin á hálfvirði og einnig sendu þjóðverjar menn hingað til lands til að setja vélina upp. Eftir er að koma fyrir ýmiss- konar tækjabúnaði, og á hafnar- bakkanum i Reykjavik biður hluti búnaðarins. Stefnt er að þvi, að allt verði tilbúið fyrir fyrsta stepember. í ár verður námsefni nemendanna gjör- breytt og verður mjög svipað þvi, sem gerist á hinum Norður- löndunum. — Hingað til hafa nemar i Iðnskólanum aðeins fengið kennslu i hæðarprenti, en núna kemur offsetprentun, bókband og ljósmyndun i námsskrána, sagði Öli Vestmann kennari við Iðnskólann i samtali við Timann i gær. — Við fengum sérstaka fyrirgreiðslu hjá verzlunar- fulltrúa Austur-Þjóðverjanna, og afhenti hann vélina i gær. Þetta er offsetprentvel af Planeta gerð. Vélin er mjög fullkomin, og er hún framleidd hjáeinniraf elztuverksmiðjunum i þessari grein. Vélin gjörbreytir kennslu i bókiðnaðinum, þvi offsetið ryður sér meir og meir til rúms. Við fengum vélina á hálfvirði, og er það verzlunar- fulltrúanum að þakka. A Framhald á bls. 2 3. F.I. Reykjavik. — Komur Grænlendinga á vegum Bún- aðarfélagsins hafa verið heldur tregar I sumar og kemur margt til. Póstsamgöngur hafa gengið mjög erfiðlega, bréf eru jafnvel margar vikur á leiðinni og rit- símaþjónusta hefur engin verið á Grænlandi nú upp á siðkastið. Aðeins tveir til þrir menn, sem ég hef haft milligöngu um, hafa komið hingað til lands, sagði Gisli Kristjánsson hjá Búnaðar- félagi tslands, þegar Timinn innti hann eftir ferðum Græn- lendinga til íslands í sumar. En Gisli minnti ennfremur á, að þann 5. september n.k., væru væntanlegar á vegum Kven- félagasambands Islands 25 grænlenzkar konur, en eins og menn muna kannski, þá bauð Kvenfélagasamband Islands einni grænlenzkri konu i fyrra á norrænt kvenfélagasambands- þing i Reykjavik. Tveir nýir grænlenzkirnemari landbúnaðarfræðum eru og væntanlegir i haust, en hér á landi ljúka grænlenzkir búfræð- ingar alltaf lokaprófi. Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum árum, er hingaö kom hópur Grænlendinga á kynnisferð. Arsþing A.T. A. sett 1 dag 170—180 erlendir þátttakendur Góður loðnuafli: 80 þúsund tonn, fita mest gébé Reykjavik — Loðnubátarnir hafa aflað vel að undanförnu, og er heildaraflinn nú orðinn rétt rúmlega áttatiu þúsund Iestir. Loðnumiðin eru enn á svipuðum slóðum og áður, eða út af Vest- fjörðum, en einnig munu þrír bát- ar hafa verið við veiðar á austur- svæðinu, eða við Kolbeinsey. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins i gær, er það einmitt loðna frá austursvæðinu, sem hefur mesta fituinnihald eða allt að 19,4%. Feitasta loðnan, sem veiddist á sumarvertíðinni i fyrra var þó örlitiö feitari, eða 20,8%. Fituinnihaldið i loðnunni er veiðist út af Vestfjörðum er svip- að og áður, en bilið þó breiðara. 19,4% Hefur hún mælzt vera 15-18%. Alls hefur Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins borizt um 180 loðnusýniá þessari vertið, en sem kunnugt er, er verið ákvarðað af fituinnihaldi loðnunnar. Um kl. 18 i gær, höfðu niu skip tilkynnt loðnunefnd um 5.220 tonna afla frá miðnætti á mið- vikudag. Sólarhringinn áður fengu alls átta skip 2.780 tonn. — Þegar svona kippir koma i veiðina, verður nokkuð örðugt með löndun og t.d. biða einhverjir bátar á Siglufirði eftir aö komast að. Aðrir bátar fóru á Faxa- flóahaf nir og einnig var vitað um, að Sigurður RE væri á leið til Vestmannaeyja með afla, sagði Andrés Finnbogason hjá loðnu- nefnd i gær. Verzlunarfulltrúi þýzka alþýðuveldisins, Alfred Muhlmann afhendir Sveini Sigurðssyni, skólastjóra Iðnskólans, nýjuoffsetvélina. MÓL-Reykjavik. — Það munu hátt i 250 manns sitja þingiö og þar af um 170 til 180 útlendingar, sagði Jón Hákon Magnússon, blaðafulltrúi 23. ársþings A.T.A., sem haldið verður á Hótel Loft- leiðum um helgina. — Þingið verður sett kl. 14.30 á morgun, sagði Jón, er Timinn ræddi við hann i gær. Þar flytja ávörp Guðmundur H. Garðarss- on, formaður islenzku samtak- anna, Geir Hallgrimsson, for- sætisráðherra, dr. Joseph Luns, frkv.stj. Atlantshafsbandalags- ins, Einar Agústsson, utanrikis- ráðherra, H.F. Zeiner Gunder- sen, norskur hershöfðingi og for- maður hermálanefndar NATO, Isaac C. Kidd, flotaforingi og dr. Karl Mommer, forseti A.T.A. — Þingið mun svo standa yfir alla helgina og fram á hádegi á mánudag, en þá munu erlendu gestirnir sumir hverjir fara i skoðunarferðir um nágrenni Reykjavikur. A.T.A. er skammstöfun fyhrir Atlant.ic Traty Association, sem eru samtök áhugamanna um NATO og vestræna samvinnu. FBMNAR ÁRÆDDU EKKI í JÓN OG GUÐLAUGU — í 2. umferð telex-keppmimar MÓL-Reykjavik. önnur umferð telex-OIympiumótsins verður tefld sunnudaginn 4. september n.k. og tefla íslendingar þá við Finna, en þetta er úrsláttar- keppniog einungis átta þjóðir eru eftir i henni. Skáksamband Islands hefur valið tiu skákmenn til að taka þátt i keppninni, en teflt er á átta borðum. I fyrstu umferð, þegar Island keppti við England, var keppt i kvenna- og unglingaborði, sem var samkomulagsatriði, en Finnar eru ófúsir að hafa þann háttinn á nú. Sennilega er ástæð- an sú, segir i frétt frá Skáksam- bandi tslands, að íslendingar eiga Norðurlandameistarana i báðum greinum, þau Guðlaugu Þor- steinsdóttur og Jón L. Arnason. Sveitin sem hefur verið valin,er skipuð eftirtöldum mönnum: 1. borð: Friðrik Ólafsson, stórmeistari 2. borð: Guðmundur Sigurjóns- son, stórmeistari 3. borð: Ingi R. Jóhannsson, alþjóðl. meistari 4. borð: Jón L Árnason, tslands- meistari 5. borð: Helgi Ólafsson, Reykja- vikurmeistari 6. borð: Margeir Pétursson 7. borð: Ingvar Ásmundsson 8. borð: Magnús Sólmundarson Varamennn verða þeir Björgvin Viglundsson og Bragi Halldórs- son. Viðureignin við Englendinga fór fram 30. april s.l. og lauk henni með jafntefli 4:4 en tslend- ingar unnu á stigum. 2. umferðin verður tefld sunnudaginn 4. sept. eins og áður greinir og hefst hún kl. 9 árdegis, en teflt verður til klukkan 5, eða i átta klukkustund- ir. Teflt verður i samkomusal Út- vegsbanka tslands við Lækjatorg (gengið inn frá Hafnarstræti) og verður þar rúm fyrir nokkurn hóp áhorfenda. Þær viðureignir, sem koma til með að vekja mesta athygli i þessari umferð, er milli V-Þýzka- lands og Sviþjóðar, svo og milli tslands og Finnlands, þó landinn séöllusigurstranglegri. Rússland teflir við Ástraliu, þ.e. sterkasta og veikasta sveitin. Þá teflir Hol- land við Portúgal og ætti fyrrnefnda sveitin, með góðkunn- ingja okkar Timman i farar- broddi, ekki eiga i miklum erfið- með Suður-Evrópubúana. Joseph Luns, framkvæmdastjóri NATO. Aðildarrikin eru 14 og hér á landi eiga Samtök um vestræna sam- vinnu aðild að A.T.A. Þetta er 23. ársþing samtakanna og hið fyrsta, sem er haldið hér á landi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.