Tíminn - 30.08.1977, Side 10

Tíminn - 30.08.1977, Side 10
10 Þriðjudagur 30. ágúst 1977 kannski alls ekki rekstrarfé. Bæði stofnfé og lánsfé þjöðar- innar hefur verið varið til að of- veiða uppeldisfisk. Stofnfjárað- staða tiliðnaðarerennimolum. Hún er einkum í höndum þriggja sjóða. Einn sjóðstjóri segir e.t.v. já við lánsbeiðni. Annar nei. Þriðji svarar ekki. Rekstrarlán og stofnfé er dýr- ara til iðnaðar en tilannarra at- vinnugreina — öfugt við það sem vera ætti. Allt þetta þarf auðvitað að taka til lagfæringar i tengslum við nýsköpun iðnað- arins. Ganga verður út frá að þessiatriði yrðu endurskipulögð — og er þá fyrst hægt að fara að huga alvarlega að vali sjálfra verkefnanna. Verkefnaval. Ef fyrst er rætt um verkefni á svæði I.Þ.I. þá verður auðvitað fyrst fyrir að styrkja stöðu þeirra iðnfyrirtækja. sem fyrir eru. Það er hvað helzt um að ræða skipabyggingar og skipa- viðgerðir. Alveg vafalaust ætti að taka þennan iðnað inn I heildaráætlun landsins um að gera innlendar skipasmlða- stöðvar færar um að annast við- hald flotans og endurbyggingu. Nýsmiði einhverra tiltekinna skipastærða væri eðlilegt að koma fyrir á þessu svæði. Gera mætti ráð fyrir að minnst 30-60 manns gætu haft framtlöar- vinnu við þessi verkefni, til við- bótar þeim, sem fyrir eru. En bér þarf að hafa I huga, að atvinnuþörfin er dreifð á marga staði — suma með litlum mann- afla. Verkefnin þurfa þvl að miðast við atvinnuþörf bæöi karla og kvenna og ungmenna — og staða með mismikinn mannafla. Framleiðsla á ýmiss konar vélum og vélbúnaði tel ég, að þessi svæöi ættu að velja sér sem verkefni, að einhverj- um hluta. Um allan hinn tæknivædda heim er f jöldi smáverkstæða og verksmiðja sem framleiða véla- hluti og vélar — einkum þá hluti, sem ekki verða fram- leiddir I svonefndri fjöldafram- leiðslu, þar sem tugir þúsunda eða milljónir af sama stykkinu eru gerð i sömu verksmiðju. Okkar samfélagi hæfir illa þess kyns framleiðsla, en aftur á móti vel sú framleiðsla þar sem tækni og vélabúnaði þarf að beita , en ekki mikilli sjálf- virkni. Málmiðnaðarsviðið hefur þá miklu kosti, að fjarlægð frá mörkuðum skiptir oft litlu máli — og sjálf úrvinnsluefnin — málmarnir — eru heimsmark- aðsvörur, sem jafnan eru að- gengilegar. Hvernig væri t.d. fyrir ein- hvern af minni bæjum á Austur- ” landi að framleiða einhverjar gerðir bifreiðavarahluta. Högg- deyfar, bilfjaðrir, bilgormar, vatnsdælur I bila, bremsubún- aður, mælar ýmiss konar, ljós, lampar,hurðahúnar, hjarir o.s. frv. Allt hið siðarnefnda gæti verið hvort sem væri fyrir hús eða bifreiðar. Ýmsir þessara hluta eru nú framleiddir einmitt i smáverk- stæðum út um allan heim, þar sem viða er greitt miklu hærra kaup en hér, og þar sem orka er dýrari en hér. Auðvitað væri sjálfsagt fyrir tslendinga að láta iðnað sinn fá orku fyrir sáralitið verð. Það bætti sam- keppnisaðstöðuna og kostar I reynd mjög lltið þjóðhagslega séð. Islendingar eiga fleiri hug- vitsmenn en flestar aðrar þjóð- ir, en uppfinningar þeirra hafa jafnan orðið útlendingum að bráð. (Skuttogarinn er t.d. islenzk uppfinning og hiXundur- inn lifir enn) Mál er að linni. Einn islenzkur hugvitsmaður hefur fundið upp sérstaka gerð nagladekkja. Einn bær gæti hæglega lifað af þvi að fram- leiða samkvæmt uppfinningu hans. Oliuspil hafa lengi verið framleidd hérlendis, — og hægt að selja þau úr landi I stórum stíl. Einn kaupstaður á Austur- landi gæti sérhæft sig I ákveð,- inni gerð slikra spila fyrir heimsmarkaðinn. Framtaks- menn i Ólafsfirði hafa nýlega tekið til við samsetningu á afl- vélum.Ekkiættiaðvera hörgull á fleiri hliðstæðum verkefnum, ef af vandvirkni er unnið. Ýmis verkefni á sviöi raf- eindatækni eru tilvalin fyrir litil samfélög. Gefjun og Alafoss hafa dreift iðnaðarverkefnum með góðum árangri á undanförnum árum, — og er það virðingarvert og þakkarvert. Samt vil ég fremur ráða frá þvi að fara langt inn á braut textiliönaðar (vefnaðar og saumaskapar). Þvi að yfir- leitt er það svo, að samkeppni er þar miklu harðari en t.d. á málmiðnaðarsviðinu. Það mun vera vegna þess, að þegar van- þróaðar þjóðir byrja að iðnvæð- ast, byrja þær jafnan á textil- iðnaðinum. Textiliðnaður er lika mikið stundaður i ýmsum austan- tjalds-löndum, þar sem kaup er mjög lágt. Við verðum að stefna að þvi að velja iðnaðargreinar, þar sem hægt er að gjalda sæmilegt kaup, þvi neyzlustig og rauntekjur, verða að hækka verulega hér á landi á næstu ár- um. Mikilvægt er, að einhver sú stjórnun sé á fyrirgreiðslumál- . um fyrir iðnaðinn, að ekki hlaupi of margir i það sama, eins og við hefur viljað brenna hér á landi og viðar. Ahugamenn um stofnun iðn- aðar eiga að geta gengið í hug- myndabanka, t.d. hjá Iönþróunarstofnuninni. Vera má aö visir að honum sé þegar til. En svo ég bæti aðeins við upptalninguna. Væri ekki tilval- ið að hafa verksmiðju fyrir niðurlagningu á þvi mikla lost- æti, reyktum rauðmaga, t.d.. á Þórhöfn —og leggja þar einnig niður grásleppuhrogn, er tilfall- ast á nærliggjandi svæði. Rauð- maginn er reyktur i sérstökum reykofnum, sem eru talsvert dýrir. Þessa ofna má auðveld- lega smiða hér, og þvi ekki að smiða slika ofna fyrir 'einhvern hluta heimsmarkaðarins? Verðið á ýmsum slikum tækj- um er svo ótrúlega hátt, að það hlýtur að vera auðvelt að keppa við það fyrir okkur hér. Auðvitað eigum við, eins og allar aðrar þjóðir, sem dugur er i, að stunda okkar eigin iðnaöar- njósnir og stela, stæla og endur- bæta á tæknisviðinu, eins og t.d. Japanir hafa gert. Þjóðhaga- smiðir okkar fengju þá fyrst verkefni við hæfi, þegar þjóðin færi fyriralvöru að tæknivæðast á sviði málmiðnaðarins. Gáfur taflmannsins eru illa nýttar á taflmótum, þó skemmtUegt sé út af fyrir sig. En hversu miklu hagkvæmara væri ekki að beita tilsvarandi taflmennskuga'fum a'sviöi uppfinninga og endur- bóta, við sköpun nýs iðnaðar. Ef til vill er óþarfi að tala um að „stela og stæla” Því lang- mest af þeirri tæknilegu þekk- ingu sem við þurfum á aö halda ertiltæk hverjum, semnýta vill, m.a. i tækniritum, sem tækni- menn okkar eru fullfærir um að vinna úr, með þekkingu sinni og hugviti. Nefni ég i þessu sam- bandi lykilrit eins og „Metal Abstracts” „Chemical Abstracts” „Ceramic Abstracts” o.s.frv. Stjórnendur þessara rita fylgjast með hinum tæknilegu nýjungum hver á sinu sviði —og greina þar frá hvar hinar tæknilegu upplýsingar er að finna. Ýmsar erlendar stofnanir eru lika reiðubúnar til að veita tæknilega hjálp. Einkaleyfaskrifstofur, m.a. á Norðurlöndum, eru einnig jafn- an reiðubúnar að láta í té einka- leyfalýsingar, gegn hóflegu gjaldi. Engin ástæða er til að dttast það svo mjög, þó litilsháttar halli yrði fyrstu árin á sumum hinna nýju iðngreina, þvi styrk- ur til þeirra yrði algjörlega hverfandi á þjóðhagslegan mælikvarða. Þvi má ekki gleyma, að sá iðnaður, sem hér um ræöir er óhjákvæmilegur liður i þvi að hægt verði að koma á þeirri efnahagslegu skipulagsbreyt- ingu, sem skiptir sköpum um efnahagslega framtið þjdöar- innar! En sumar greinar mundu fljótt gefa betur af sér en útgerð og fiskverkun gerir nú. Nágrannaþjóðir okkar hafa efnast á iðnaði. Við höfum að sumu leyti betri aðstöðu en þær. Siðar mun ég vikja aö fleiri iðnaðarverkefnum — m.a. fyrir Norðurland vestra og Suð- vesturland. KristjánFriðriksson. Hvaða iðngreinar skal velja? Hvaða iðnaður? Þetta er sú spurning sem hvað oftast hefur verið lögð fram á þeim mörgu fundum, þar sem ég á undan- förnum misserum hef svarað spurningum um Hagkeðju- stefnuna. Núe. það að sjálfsögðu þann- ig að það er ekki á færi neins eins manns að gera tillögur um ný iðnaðarverkefni fyrir heila landshluta. Ég hef aðeins valið mér það hlutverk að reyna að legga meginlinur — og leitast við á þann hátt að koma málum á umræðustig. Hér er um að ræöa verkefni framtaksmanna á hverjum stað fyrirsig — og sizt ber að gleyma þvi, að Iðnþróunarstofnun Is- lands og Rannsóknarstofnun iðnaðarins eru I rauninni báðar i viðbragðsstöðu til að gefa ráð og verða að liði við uppbyggingu nýs iðnaðar. Svo er útflutnings- miðstöð iðnaðarins tilbúintilað selja vörur úr landi fyrir útf lytj- endur islenzkra iönaöarvara. Allt eru þetta nokkuð góðar stofnanir — sem hafa hæfum mönnum á að skipa. Brúin ófæra — Stiginn ógengi Sannleikurinn er sá, að það er dálitið búið að gera fyrir iðnað- inn af opinberri hálfu á undan- förnum árum, en samt hefur það komiðaðlitlu gagni —þrátt fyrir talsverðan tilkostnað. Þessar aögerðir hafa verið ó- heiistæðar. Þeim má likja við brú, þar sem búið er að byggja stöplana og leggja bita og þil milli sumra stöplanna en sumir stöplarnir eru ótengdir og brúin þvi ófær. Lika mætti likja þess- um opinberu aðgerðum fyrir iðnaöinn við stiga, þar sem komnir eru kjálkar og sumar af tröppunum komnar I, en sumar vantar, svo stiginn er ógengur. Þannig má e.t.v. fá ráölegg- ingar um iðnað . E.t.v. lika stofnfé en þá

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.