Tíminn - 30.08.1977, Blaðsíða 21
Þriöjudagur 30. ágúst 1977
21
íþróttir
Erfitt 14 tíma ferðalag til Hollands:
Langfer ðabíls tj óri
rataði ekki á vegum
Belgiu og Hollands
— „Erfiðasti
áfanginn
er yfirstiginn”
sagði
Jens
Sumarliðason
Heimsmeistara-
keppnin í
knattspyrnu
Það voru þreyttir landsliðs-
menn i knattspyrnu sem stigu út
úr langferðabíl sinum i Hoilandi
á sunnudagskveldi eftir 14 tima
erfitt ferðalag frá Keflavikur-
flugvelli. Nokkrar tafir urðu á
ferðaiaginu frá tsiandi til Lúx-
emborgar vegna verkfalls
ensku flugumferðarstjóranna,
en þegar komið var til Lúxem-
borgar var ekið til Hollands
gegnum Belgiu og þurftu lands-
liðsmenn okkar að þvælast með
langferðabil i átta tima og var
það mest því að kenna að bif-
reiðastjórinn átti i erfiðleikum
með að rata um vegi Belgiu og
Hollands.
— Ég vil nú segja, að erfiðasti
áfanginn sé yfirstiginn sagði
Jens Sumarliðason, i stuttu
spjalli við Timann i gær. Jens
var mjög ánægður með dvalar-
stað landsliðsins, sem er á mjög
skemmtilegum stað stutt fyrir
utan Nijmegen. — Við hefðum
ekki getað fengið betri dvalar-
stað, sagði Jens.
Eins og kemur fram hér að of-
an, er Jens ekki smeykur við
landsleikina við Holland og
Belgiu, þvi hann segir að erfið-
asti áfangi ferðarinnar sé yfir-
stiginn. Landsleikurinn gegn
Hollandi fer fram á miðviku-
dagskvöldið á velli sem tekur
um 30 þúsund manns i sæti. Hol- ■
lendingar reikna með að milli 15 I
og 30 þúsund áhorfendur komi á
leikinn. *
Rensenbrink ekki með I
Hollendingar hafa valið 16 I
manna landsliðshóp sinn og var "
Rob Rensenbrink, hinn frábæri
leikmaður, sem leikur með I
belgiska liðinu Anderlecht, ekki I
valinn i hópinn.
Astæðan fyrir þvi er að hann
hefur átt við meiðsli að striða og ■
hefurhann ekki leikið tvo siðustu I
leikina með Anderlecht liðinu I I
Belgiu sagði Asgeir Sigurvins- ■
son. SOS
Asgeir skoraði |
tvö glæsimörk i
— þegar Standard Liege vann stórsigur
(4:0) í belgísku bikarkeppninni
trú á þvi, aö landsliðið muni .
standa sig I leikjunum gegn Hol- I
landi og Belgiu. Hann sagði aö sá I
timi væri liðinn, að við þyrftum I
að óttast mikla ósigra. Landsliðið
hefuröðlastgóða reynslu gegnum I
árin og leikmennirnir, farnir að I
þekkja all vel hvorn annan og I
orðnir góöir vinir.
Guðgeir Leifsson tók i sama .
streng og sagði, að óneitanlega I
væri það hagur Islands að þeir I
Johan Cruyff, Johan Neskens og I
Rob Rensenbrink skyldu ekki
leika með hollenzka liðinu. Þessir I
menn hafa verið lykilmenn hol- I
lenzka liðsins undanfarin ár, I
sagði Guðgeir.
— Landsleikirnir gegn Hollandi
og Belgiu leggjast ágætlega I mig,
og hef ég trú á því að við stöndum
okkur, sagði Asgeir Sigurvinsson
er hann kom frá Belgíu á sunnu-
dagskvöldið, en með honum komu
einnig þeir Marteinn Geirsson og
Guðgeir Leifsson.
Ásgeir var i eldlinunni á sunnu-
daginn, en þá vann Standard
Liege stórsigur, 4:0 yfir Bornon i
belgisku bikarkeppninni og
skoraði hann tvö af mörkum liös-
ins. — Ég skoraði fyrra markiö
með skalla en það síðara með
ágætu langskoti, sagði Asgeir.
Marteinn Geirsson og félagar
hans hjá Royal Union unnu einnig
sigur i bikarkeppninni (3:1).
Marteinn Geirsson
Asgeir Sigurvinsson
Marteinn sagði, að hann væri
mjög ánægður að hitta strákana i
landsliðinu og sagðist hann hafa
Sigmundur O.
Steinarsson
skrifar frá
NIJMEGEN
í Hollandi
Tony Knapp sést hérna stjórna
landsliðinu á æfingu f Reykjavik.
Hann stjórnaði fyrstu æfingunni i
gær i Hollandi og tvær æfingar
verða hjá landsliðinu i dag.
Knapp hefur
nóg að gera
Teitur Þórðarson
Teitur og
Matti mættir
til leiks
— en þeir fengu
hins vegar ekki
frí til að leika
gegn Belgíu
Teitur Þórðarson og Matthias
Hallgrimsson komu hingað til
Hollands frá Sviþjóð I gær og
fóru þeir beint á æfingu lands-
liðsins. Þeir Teitur og Matthias
fengu leyfi frá liðum sínum til
að leika með landsliðinu gegn
Hollandi, en sfðan verða þeir að
vera mættir til Svlþjóðar, þar
sem þeir eiga að leika með lið-
um sinum um helgina.
— Auðvitað er það leiöinlegt
að geta ekki verið með lands-
liðshópnum, þegar farið \ ■írður
til Belgiu, sagði Teitur Þóiðar-
son viö komuna til Hollar.ls.
Allir leikmenn islenzka lanot-
liðsins voru þá mættir til leiks
nema Jóhannes Eðvaldsson og
er hugurinn mikill hjá strákun-
um. Þeir eru ákveðnir aðselja
sig dýrt i þeim erfiöu landsleikj-
um, sem framundan eru. SOS