Tíminn - 31.08.1977, Qupperneq 4

Tíminn - 31.08.1977, Qupperneq 4
4 mmm Miðvikudagur 31. ágúst 1977 Gullsmiðurinn s.f. Þjónusta fyrir landsbyggðina Sendið okkur (i ábyrgð) þá skartgripi sem þér þurfið að láta gera við, ásamt smálýsingu á því sem gera þarf, heimilisfangi og símanúmeri. Að af- lokinni viðgerð, sem verður innan 5 daga frá sendinu, sendum við ykkur viðgerðina i póstkröfu. Allar viðgerðir eru verðlagðar eftir viðgerðaskrá Félags isl. Gullsmiða. Stækkum og minkum hringi (sendum málspjöld), gerum við armbönd, næl- ur, hálsmen, þræðum perlufestar. Sendum einnig í póstkröfu allar gerðir skartgripa. Fljót, góð og örugg þjónusta. Hringið og leitið upplýsinga. Gullsmiðurinn s.f Frakkastíg 7 101 Reykjavík Simi (91) 1-50-07. Frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík Tónlistarskólinn i Reykjavik tekur til starfa 19. september. Umsóknarfresturer til 10. sept. og eru umsóknareyBublöð afhent hjá Hljóðfæraverzlun "Poul Bernburg Vitastig 10. Upplýsingar um nám og inntökuskilyrði eru gefnar á skrifstofu skólans. Inntökupróf verða sem hér segir: 1 Tóninenntarkennaradeildmánudag 12. september kl. 1. í undirbúningsdeildkennaradeilda þriðjudag 13. september kl. 5. • i pianódeild miðvikudag 14. september kl. 1 og i allar aðr- ar deildir sama dag kl. 4. Skólastjóri Unglingur óskast ekki yngri en 16 ára — til starfa á garð- yrkjustöð i Árnessýslu. Þeir sem hefðu áhuga á starfinu sendi bréf á auglýsingadeild Timans, Siðumúla 15, fyrir 9. september, merkt Garðyrkja 1255 og geti þar um aldur og aðrar upplýsing- ar. KEFLAVIK Blaðberar óskast Upplýsingar í síma 1373 UC g!3 • Nemendur komi i skólana þriðjudaginn 6. sept. n.k. Nánar auglýst siðar. r1*. Fræðslustjóri EYVINDUR MOHR sýnir á Kjarvalsstöðum Það eru nú liðnir meira en tveir áratugir siðan undirritaður sá fyrst málverk eftir Færeying, en það voru myndir eftir Mykines og Ingólf av Reyni. Þær héngu uppi i danska sjómanna- heimilinu i Grimsby. Þetta voru sláandi kröftugar myndir, i þeim var allt i senn veðurfar, mannlif og sjávarloft. Upp frá þvi fór hinn sami að gefa færeysk- um málurum sérstak- an gaum: hinni fær- eysku stefnu. Eyvindur Mohr. Enn eru Færeyingar slyngir málarar, og þótt áðurnefnd tvö nöfn beri enn hæst i færeyskri list, þá hafa nýir menn bætzt við. Þeirra á meðal er Eyvindur Mohr, sem nú sýnir á Kjarvals- stöðum. Hann sýnir 19 myndir málað- ar með oliulitum. Færeyska fjallkonan er græn i framan og hefur grænar hendur og hún ber sporðinum ógnvæn- lega i dimmgrænt hafið, þegar hún ver hendur sinar fyrir á- gangi hafs og storma. Þetta er sérstök grænka, sem Kjarval nefndi „Færeyja- grænku”, þvi auðvitað hafði hann lika komið auga á þetta, og þá ef til vill fyrstur manna. Færeyjar eru allar i málverk- um Eyvindar Mohr, og ekkert siður þótt myndin sé talin vera frá Asco de Sancta Calisto i Róm. Svo sterkan svip draga þær af heimahögum höfundar. Hollur er heimafenginn baggi. Eyvindur Mohr mun vera sjálfstæður málari, sem hóf myndlistarstörf af fullum krafti fyrir aðeins einum áratug. Hann hefur lært sumt af sjálfum sér og öðrum^annað er frá Róm, þar sem hann stundaði nám um skeið við listakademiuna. Hann hefur sýnt verk sin viða og þykir hlutgengur málari. Myndir hans eru einfaldar að byggingu, sterkar og sannar. Hann upplifir motiv sin á sér- stakan hátt, a.m.k. virðist það svo, og i þeim er sérstök reynsla, vindátt og geðslag. Að sýningunni sem heild má það helzt finna, að myndirnar eru of likar hver annarri i lit og formum, næstum þvi einhæfar að þessu leyti. Það er plass fyrir nýjan streng i þessari hörpu. Sérlega athyglisverðar þóttu mér vera myndirnar Sjálfs- mynd, Bondahúsinu y Depli og Einsemis. Annars eru myndirn- ar mjög jafnar. Færeyskir málarar hafa ekki sniðgengið Island alveg, og það er ávallt fróðlegt fyrir okkur að sjá myndir þeirra og annan far- angur. — Jónas Guðmundsson fólk í listum Jöfn staða verk- menntabrauta og annars náms 37. iðnþingi islendinga lauk á Akureyri á laugardaginn, og var stjórnarkjör að vanda siðasta mál á dagskrá. Var Sigurður Kristinsson málarameistari end- urkjörinn forseti Landssambands iðnaðarmanna og Þórður Gröndal verkfræðingur varaforseti. Aðrir i framkvæmdastjóm tilnefndir af aðildarfélögunum, eru Gunnar S. Björnsson húsasmiðameistari, Haraldur Sumarliðason húsa- smiða m eistari, Sveinn A. Sæmundsson blikksmiðameist- ari, Gunnar Guðmundsson raf- verktaki, Karl Maack húsa- smfðameistari, Arnfriður tsaks- dóttir hárgreiðslum eistari og Arni Guðmundsson vélvirkja- meistari. Margar ályktanir voru gerðar á iðnþinginu, einkum um fræðslumál, iðnlöggjöf, og ein- stakar starfsgreinar. Fræðslumál t ályktunum iönþings um fræðslumál er átalinn sá dráttur, sem orðinn er á gerð námsskráa og kennsluefnis fyrir iðnfræðsl- una í landinu. Þá lýsir iðnþing furðu sinni á skilningsleysi menntamálaráðuneytisins á stöðu verkmenntunarinnar, sem kemur fram í þvi, að það seilist i fjárveitingar til námskrárgerðar iðnfræðslunnar, til þess að fjár- magna ýmsa þjónustu fyrir fjöl- brautaskólana. Ætla má að af þeim 40 milljón- um, sem veittar hafa verið til námskrárgerðar á iðnfræðslu- stigi, hafi um helmingur fariö til annarra hluta að ákvörðun menntamálaráðuneytisins. Þá er minnt á, að 16. desember 1975 skilaði iðnfræðslulaganefnd tillögum til menntamálráðherra um þróun verkmenntunar á framhaldsskólastigi. Iðnþing tel- ur að aðgerðir, sem þar er lagt til að gera, sé undirbúningur þess og forsenda, að verkmenntabrautir hljöti jafna stöðu og aðrar náms- brautir væntanlegs framhalds- skóla. Þar sem um er að ræða til- lögur að nauðsynlegum aðdrag- anda að stofnun samræmds fram- haldsskóla, lýsir iðnþing íslend- inga furðu sinni á því að mennta- málaráðuneytið skuli ekki enn hafa tekið afstöðu til framlagðra tillagna, þar sem fyrirhuguð er lagasetning umsamræmda fram- haldsskólann. Iðnþing fagnar framkomnu frumvarpi um framhaldsskóla, en telur að á þvf þurfi þó að gera veigamiklar breytingar og er vis- að til umsagnar, sem Landssam- band iðnaðarmanna hefur sent menntamálaráðuneytinu um málið. Verðtrygging fjárskuld- bindinga 37. iðnþing Islendinga skorar á rikisstjórnina að breyta lögum nr. 71 frá 6. mai 1966, þannig að heimiltverði aðhús og húshlutar, sem byggðir eru á ákveðnum timabilum, og ætlaðir til sölu, séu verðtryggðir samkvæmt bygg- ingavisitölu. Iðnlöggjöfin Að undanförnu hefur nefnd á vegum iðnaðarráðuneytisins unn- ið að endurskoðun á lögunum um iðju og iönað og hefur hún skilað til iðnaðarrálSierra drögum að frumvarpi um breytingu á þeim. Leggur nefndin til að nokkrar breytingar verði geröar á lögun- um og þau færð til nútimalegra horfs, með þvi að sum atriöi þeirra verði rýmkuð frá þvi sem áður var og ýmis algeng vafaat- riði gerð ljósari en áður. 37. iðnþingið hefur haft þessi frumvarpsdrög til umfjöllunar og lýsir yfir stuðningi við þá stefnu- mörkun, sem þar kemur fram. Sýnist rýmkun einstakra ákvæða laganna fyllilega í samræmi við stefnu Landssambands iðnaöar- manna og þróun þá, sem orðið hefur. Jafnframt minnir iðnþingið á fyrri ályktanir sínar um að aukin menntun og verkkunnátta, sem þróazt hefur i skjóli laganna um iðju og iðnáð hefur orðið sú for- senda, sem iðnþróun hér á landi hvilir á. Varlega verði þviaðfara við breytingar á þessum grund- vallarlögum iðnaðarins. Skipasmiðar og viðgerð- ir Iðnþing bendir sérstaklega á brýna þörf fyrir eflingu skipa- iðnaðarins I landinu. Þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um að efla beri þennan iðnað, hefur furðu litið enn áunnizt i þeim mál- um. Það er mat þeirra, er bezt til þekkja i þessum iðnaði, að mest- um árangri verði náð i innlendri skipasmiði með aukinni stöðlun skipa og raðsmiði þeirra, þannig að hægt séað hef ja smiði skipa án þess aö kaupandi sé fenginn. Slikt myndi hafa margháttað hagræði i för með sér fyrir stöðvarnar og má þarnefna aukna samræmingu Ihönnun skipa og við val véla og tækja, ásamt auðveldari skipu- lagningu á vinnu og innkaupum almennt. Auðveldara væri að sinna tilfallandi viðgerðum og Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.