Tíminn - 04.09.1977, Qupperneq 1

Tíminn - 04.09.1977, Qupperneq 1
vörubila Sturfu- grindur Sturtu dælur Sturtu- - drii Hermanni Jónassyni reistur minnisvarði á Ennishöfða Kás-Reykjavik. Á sýslunefndarfundi Strandasýslu árið 1976 var kosin 3ja manna nefnd, sem kanna átti á hvern hátt Stranda- menn gætu á veglegan hátt minnzt hins virta stjórnmálaskörungs og fyrrverandi þingmanns Strandamanna, Her- manns Jónassonar. Nefndin komst að sam- komulagi um að reisa Hermanni minnisvarða uppi á Ennishöfða á Ströndum, en þar er mjögfallegtog viðsýnt. Fyrrnefndar upplýsingar fékk Timinn hjá Rúnari Guðjónssyni, sýslumanni Strandamanna, en hann hefur ásamt fleiri forvígis- manna sýslunnar staBiö aö þessum aögerðum. Hann sagöi, aö Sigurjdn Ólafsson myndhöggvari heföi veriö fenginn til aö gera tillögu aö minnisvarðanum. Sigurjón hefði skilaö tillögu sinni á sl. vetri, og heföi hún veriö ein- róma samþykkt i nefndinni. Vonir stæöu til aö Sigurjón gæti hafið frekari undirbúning verksins i vetur, og jafnvel lokiö þvi á næsta sumri.Rúnar sagöi, aö Sigurjón heföi gert lauslega áætlun um kostnaö og geröi ráö fyrir aö hann yröi nálægt 1400 þús. króna. Sú tala hefði að visu breytzt mikiö siöan, m.a. vegna nýrra efnisþátta sem kæmu inn ivæntanlega úrlausn verkefnis- ins. Rúnar lagöi á þaö áherzlu aö lokum, aö allur fjárstuöningur varöandi gerö minnisvarðans væri vel þeginn, frá brottflutt- um Strandamönnum sem öör- um. Sýsluskrifstofan á Hómavik tekur á móti fjárframlögum, en einnig er hægt aö leggja þau inn á sparisjóösbók númer 972 i úti búi Búnaðarbankans á Hóma- vik. Sigurjón Ólafsson, myndhöggvari, viö likan af tillögu sinni aö minnisvarðanum um Hermann Jónasson, sem standa skal á Ennishöfða. Vinnuslys í Kópavogri: Annar látinn — hinn enn í lífshættu Kás-Reykjavik. Eins og sagt var frá i blaðinu i gær, varð mjög al- varlegt vinnuslys um kl. 18.30 á föstudag, við háhýsi sem Bygg- ung h/f er aö reisa i Kópavogi, en þar hrundu vinnupallar á fimmtu hæöhúsinsmeö þeim afleiðingum að tveir menn féllu til jarðar. Voru þeir báðir fluttir á gjör- gæzludeild Borgarspitalans mikið slasaðir. Annar mannanna lést stuttu eftir komuna þangað, en hinn er enn i lifshættu og hefur lit- il breyting orðið á liðan hans siö- an. Ungur piltur sem var að vinna með þeim bjargaðist naumlega. Rannsóknarlögregla rfkisins sér um rannsókn þessa máls. Rifshöfn aö verða of lítil SJ-Reykjavik — í sumar hefur veriö unnið að því að dýpka iandshöfnina við Rif á Snæfells- nesi, einkum innsigiinguna. Haf- izt var handa við dýpkunina i júli og lýkur verkinu einhverntima i þessum mánuði. Innsiglingin veröur fimm metra djúp og verður sums staðar dýpkað um rdmlega tvo metra. Aætlað er að dælt verði úr höfninni 35.—37.000 teningsmetrum af sandi. Unniö hefur veriö aö hafnarbót- um viö Rif undanfarin ár, og m.a. var lokið viö kvi fyrir smærri báta fyrr á þessu ári. Þá er verið að malbika og ollubera svæðiö viö höfnina upp að þjóöveginum. Rifshöfn hefur veriö talin góö höfn og batnar hún aui viö hafnarbæturnar, en er þó orðin fuUlitil aö sögn Leifs Jónssonar, hafnarstjóra i Rifi. Um 20 smærri bátar hafa veriö gerðir út frá Rifi I sumar. Stærri skipin koma ekki mikiö aö á sumrin, en i vetur voru 17 bátar 50—350 tn aö stærð geröir út frá Rifi. Byggöin i Rifi hefur vaxiö mjög undanfarin ár, en fyrir áratug var þar aðeins visir aö þorpi, og ekki er langt siöan þar var einn bær. Nú búa á annað hundraö manns i Rifi. Rif á Snæfellsnesi. — Hellissand. Frá Rifshöfn er ekki nema dálítill spölur út á Kemur sér fyrir landgræösluna! MELSKURÐARVEL AF NÝRRI GERÐ — hefur reynzt með ágætum KEJ-Reykjavík — Það er óhætt að segja, að vélin lofar góðu, og nú er unnið á henni I Norður- Þingeyjarsýslu, en hún mun sið- an veröa notuð austur í Land- eyjum, sagöi Stefán H. Sigfús- son hjá Landgræöslunni, þegar Timinn spurði hann frétta af nýju melskurðarvélinni. Stefán tók það fram, að vélin væri ekki ný I þeim skilningi, að hún er sett saman úr eldri vélum. Sagði hann vélina hafa veriö hugarfóstur þeirra hjá Land- græöslunni og Ólafs Egilssonar á Hnjótiogfyrstsmíðuölhitteö- fyrra, reynd sl. sumar og endur- bætt I vetur. Um gerö vélarinnar sagöi Stefán, aö hún væri samsett úr gamalli greiöusláttuvél, sem sett er á vörulyftara aftan á dráttarvél. Er þá hægt aö stjórna skuröarhæðinni meö lyftaranum og skera rétt neöan- viö axiö. Fyrir aftan greiöuna er siöan poki sem axið safnast i og er þá ekki annaö eftir en aö losa úr honum á vagn eða eitt-, hvað þvi um likt. For sætisráðherrahj ón- in sænsku koma í dag Heimsækja Eyjar á morgun Forsætisráðherra Svla, Thor- björn Falldin, og kona hans, Solveig, koma I opinbera heim- sókn til islands i dag. Dagskrá heimsóknar sænsku forsætisráðherrahjónanna veröur með þeim hætti, aö i kvöld bjóöa Geir Hallgrlmsson og kona hans til kvöldverðar að Hótel Sögu. A morgun veröur fariö til Vestmannaeyja og lit- azt um þar, en siðan haldið til Búrfells. Þaðan veröur farið til Skálhoits, Gúílfoss og Geysis. Ferðinni lýkur á Þingvöilum. A þriðjudaginn verða fundir með forseta Islands og forsætisráð- herra og boð til Bessastaða. Sið- ar um daginn veröur blaða- mannafundur I Norræna húsinu, en um kvöldið bjóða sænsku for- sætisráðherrahjónin til kvöld- verðar aö Þingholti. Meöan fundirnir standa á þriðjudaginn heimsækir frú Sol- veig Falldin Árbæjarsafniö. Heimsókninni lýkur á miö- vikudag, og halda sænsku for- sætisráðherrahjónin þá aftur til Sviþjóðar. Thorbjörn Falldin.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.