Tíminn - 04.09.1977, Side 5

Tíminn - 04.09.1977, Side 5
Sunnudagur 4. september 1977 5 Johannes Möllehave: Ekki bið ég að þú takir þá út úr heiminum -----------------------------------------v Ritgerð sú sem hér birtist er lokakaflinn úr bókinni Til glædens gud eftir danska prestinn Johannes Möllehave. Mér virðist að þetta sé kirkjuleg predik- un og þó að textinn sé hvorki prentaður með né til hans visað i bókinni virðist að- gengilegra að hann fylgi með svo sem hér er nú. En á timum lifsflótta og uppgjafar er það mjög timabært að þessi boðskapur heyrist og þvi hef ég reynt að koma þess- ari kenningu á islenzku. H.Kr. ^_________________________________________J Jóh. 17.-18.-23. Jcsús sagði: Kaðir. Eins og þú helur sent mig I heiminn hef ég lika sent þá út i heim- inn: og þeim tii heilla helga ég sjálfan mig, til þess að þeir einnig skuli i sannleika vera helgaðir. En ég bið ekki einungis fyrir þessum , heldur og fyrir þeim, sem trúa á mig fyrir orð þeirra, allir eiga þeir að vera eitt, — eins og þú, faðir, ert i mér og ég i þér, eiga þeir einn- ig að vera i okkur, til þess að heimurinn skuli trúa, að þú hafir sent mig. Og dýrðina, sem þú hefur gefið mér, hefi ég gefið þeim, til þess að þeir séu citt. eins og við erum eitt, — ég i þeim og þú i mér, — svo skulu þeir vera fullkomlega sameinaðir til þess að heimur- inn komist að raun um að þú hafir sent mig, og að þú hafir elskað þá, eins og þú hefur elskað mig. Það er höfuðkostur bibliuút- gáfu Seidelins, að þar sjá menn hvers kyns textinn er. Til dæmis sést að bréf er bréf. Þar stendur frá og til, — alveg eins og þegar við sendum bréf eða pakka. Og þegar um er að ræða texta eins og þann, sem ég var að lesa er hann settur eins og ljóð. Það má næstum heyra það þegar lesið er. Þetta er ljóðrænn texti með hrynjandi og endurtekning- um. Þetta er bæn sem Jesús bað fyrir okkur og nú er lesin þrjá sunnudaga i röð vegna hvita- sunnunnar og táknmálsins um heilagan anda. Tvennt vil ég benda á sem fer á undan texta dagsins. Annað er það, að Jesús segir: Þetta hef ég talað við yður i likingum sú stund kemur aö ég mun ekki lengur tala við yður i likingum, heldur mun ég ber- lega segja yður frá föðurnum. Annaö er þaö, að undan textanum i dag segir Jesús i bæninni: Ekki bið ég, að þú- takir þá úr heiminum, heldur að þú varðveitir þá frá illu. Hvað likingamálið snertir er þaö nú svo að allt sem við segjum um guð er likingar eða táknmál. Þegar við segjum: Faðir, er það tákn. Þegar við tölum um mildi hans, misk- unnsemi, hendur hans sem varðveiti lif okkar og stjórni þvi o. s. frv., er þetta allt tákn- mál. Táknin krefjast þess aö þau eigi sér bakgrunn, sem viö skiljum. Við þurfum t.d. að vita hvað faðir er okkur. Ég minnist þess hvað mér brá einu sinni. Ég var að tala við fermingarbörn og eitt þeirra spurði: „Hvernig er guð?" Ég svaraði: „Hann er eins og fað- ir”. Þá sagði einn fermingar- drengurinn: „Guð hjálpi mér”. Ég komst að þvi að hann átti föður sem var drykkfelldur og- fór svo hræðilega illa meö drenginn, að það varð að taka hann af heimilinu. Fyrir hann var þetta tákn þvl hið fráleitasta. En flestum okkar birtir þaö eitthvað gott. Það er eins og gleði Grundtvigs að kalla tunguna móðurmál af' þvi hann hafði heyrt rödd móður- innar áður en hann skildi orö- in. Þegar við vorum smábörn var rödd móðurinnar okkur tákn þess sem lifgar og veitir öryggi. Siðan heyrði Grundtvig jafnan rödd móður sinnar bak við málið. Hann elskaði liking- ar og við erum alin upp með likingum hans. Fyrir honum var hvitasunnan sameining karls og konu. Heilagur andi sameinaðist móðurtungunni og þá fæddist hvitasunnan. Andinn er einskis verður án máls, þá er hann aðeins geð- hrif og draumar, og málið er einskis vert án anda, þvi að þá er það ekkert nema hljóð. En þegar andi og mál sameinast verður ræðan veruleiki enda þótt hún sé likingamál. öll þau fyrirbæri iifsins, sem skilningur okkar hefur ekki tök á, eru tákn guðs. Svo er um hið hræðilega og hið gleðilega, hið óskyraniega, leyndardómsfulla, sterka og hiðskæra, blindandi ljós i öllu sem umvefur okkur. Kannski skiljum við þetta bezt þegar við heyrum bænar- orðin sem fara á undan texta okkar i dag. Ekki bið ég, að þú takir þá úr heiminum, hcldur að þú varðveitir þá frá illu. Mér virðist allur kristin- dómurinn fólginn i þessum tveimur linum. Það hafa verið og eru enn trúarbrögð, sem óska þess að við segjum skilið við heiminn, finnum okkur sjálf i eilifðinni og eilifðina i okkur sjálfum. Með öðrum orðum: Okkur sjálf. Ennþá og eiliflega okkur sjálf. Við þurfum að vera i meira lagi ánægð með okkur sjálf til að finna örvandi hressingu i þeirri hugsun. Þegar kristindómurinn kom til sögunnar var heimurinn undirlagður sundrungu og valdastreitu likt og nú. Vopnin voru önnur en menn drápu að gamni sinu. Villy Sörensen hefur i bók um Seneca lýst þvi, hvernig grimmdinog leiðindin fylgjast að eins og Seneca orðar á þennan hátt: „Ekkert er jafn siðspillandi og að horfa á sýningar. Þá eiga lestirnir svo greiða leið eftir skemm tiveginum . Hvernig þá? Jú, þegar ég kem heim er ég bæði girugri og gramari en áður, sólgnari i skemmtun og grimmari og ó- mannlegri, vegna þess að ég hef verið meðal manna. Af til- viljun lenti ég á miðdegissýn- ingu og bjóst við einhverju skemmtilegu og fyndnu, þar sem auga manns fengi hvild frá að horfa á mannsblóð — en það var þvert á móti. Fyrri tima bardagar voru verk kær- leikans—öllugamni sleppt, nú er hreint og beint um morð að ræða. Þeir sem berjast hafa ekkert að skýla sér bak við, allur lfkaminn liggur vel við höggunum og sjálfir missa þeir aldrei marks. Flestir á- horfendur taka þetta fram yfir venjuleg einvigi. Og þvi ekki það? Hér eru engir hjálmar, engis skildir til aö bera fyrir sverðshöggin. Hvað á að gera með brynju og vopnfimi — allt slikt tefur fyrir dauðanum. A morgnana er mönnum varpað fyrir óargadýr — um miðdag- inn fyrir áhorfendurna. Morð- ingjar berjast upp á lif og dauöa og sigurvegarinn er geymdur nýju blóðbaði. Allir bardagar enda með dauða. Svo er haldið áfram þar til sviðið er tæmt. Þá er hlé. Og þá má nota timann til að háls- höggva nokkra svo að alltaf sé bó eitthvað að gerast.” Þannig var þá það þjóðfélag sem Jesús lifði i. Það væri þvi ekkert undarlegt þar sem eng- inn huggun var til gegn dauð- anum þó að reynt væri að hugga sig með dauöanum. Og það er lika það sem margir hafa gert. Kannski komu menn að leik- sviðinu i Róm til að sjá hve lií- ið er stutt og valt, hvernig drepið var, hve vægðarlaust var larið með menn. Og þegar menn höfðu haft þetta blóöbað sér til aíþreyingar kom lifs- leiðinn og menn oskuðu sér út úr heiminum. Við þurfum ekki að láta okk- ur finnast að við séum hafnir yfir lýsingu Seneca. Við getum séð þetta allt i sjónvarpinu. Morð, sem einungis eiga að vera okkur til afþreyingar og drepa timann lyrir okkur — og morð, sem koma okkur til að risa á fætur, þvi að þau eru ekki bara skemmtun. Nú er það veruleiki þess vesala iieims sem við lifum i. Þaö hefði þvi mátt virðast eðlilegra en allt annað, að Jes- ús hefði beðið fyrir okkur. Ég hið þig. Taktu þá úr þessum lieimi. Frh. á bls. 9 Þeir eru að koma Hafið samband við sölumenn okkar og FÁIÐ NÁNARI UPPLÝ5INGAR 180B INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 8-45-10 & 8-45-1 1 SPARID BENZÍN OG KAUPID U N

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.